Mannanöfn

Fréttamynd

Hryssan fær að heita Lán eftir allt saman

Hryssa Þebu Bjartar Karlsdóttur, símsmíðameistara og hestaeiganda á Austurlandi, fær að heita Lán eftir allt saman. Hestanafnanefnd samþykkti beiðni Þebu um skráningu á nafninu í dag eftir að hafa hafnað því.

Innlent
Fréttamynd

Nöfnin sem hesta­nafna­nefnd hefur hafnað

Hestanafnanefnd hefur frá því að hún var stofnuð 2016 hafnað þónokkrum beiðnum um nöfn á íslenskum hestum. Á meðal nafnanna eru til dæmis Apótek, Leyndarmál, Euphoria og Avicii - það síðastnefnda að öllum líkindum í höfuðið á sænska plötusnúðnum heitnum.

Innlent
Fréttamynd

Fær sjálf að taka upp nafnið Lán en hryssan ekki

Hestaeigandi á Austurlandi furðar sig á því að fá ekki að nefna hryssu sína Lán. Hestanafnanefnd hafnaði nafninu vegna þess að það er hvorugkynsorð - en hægðarleikur var hins vegar að fá það samþykkt hjá mannanafnanefnd.

Innlent
Fréttamynd

Ekki lengur stúlka eða drengur

Börn verða ekki lengur nýskráð í þjóðskrá með eiginnafnið stúlka eða drengur. Framvegis verða þau skráð í þjóðskrá eingöngu með kenninafni þar til nafngjöf hefur farið fram.

Innlent
Fréttamynd

Kanye vill verða Ye

Bandaríski rapparinn og tónskáldið Kanye West hefur sótt um að fá nafni sínu opinberlega breytt í Ye. West hefur gengið undir viðurnefninu til fjölda ára og virðist nú vilja ganga enn lengra og heita Ye samkvæmt lögum.

Lífið
Fréttamynd

Fær loksins að heita Kona

Mannanafnanefnd samþykkti nýverið kvenkynseiginnafnið Kona og hefur það verið fært á mannanafnaskrá. Áður hafði nafninu verið hafnað með þeim rökum að það bryti í bága við íslenskt málkerfi en farið var fram á endurupptöku.

Innlent
Fréttamynd

Skipsheitið Kap er gælunafn stúlku

Skip Vinnslustöðvarinnar, Kap VE 4, sem landaði fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár, og kom þannig loðnuvertíðinni af stað í Vestmannaeyjum þetta árið, ber forvitnilegt heiti. Sem skipsnafn í Eyjum á það sér nærri eitthundrað ára sögu en nafnið Kap er stytting á kvenmannsnafninu Kapítóla.

Innlent
Fréttamynd

Hvað á barnið að heita?

Fyrir Alþingi liggja tvö frumvörp sem lúta að íslenskri tungu. Forsætisráðherra gerir að tillögu sinni í frumvarpi um breytingar á stjórnarskrá að íslenska skuli vera ríkismál Íslands og skuli ríkisvaldið styðja hana og vernda.

Skoðun
Fréttamynd

Um mannanöfn – heimsókn til Rosss

Fyrir Alþingi liggur frumvarp til nýrra laga um mannanöfn. Til stendur að afnema helstu takmarkanir á rétti manna til þess að velja sér og afkomendum sínum nöfn og leggja niður eina alræmdustu stjórnsýslunefnd landsins, mannanafnanefnd.

Skoðun
Fréttamynd

Áslaug Arna safnar sögum

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun á morgun mæla fyrir frumvarpi hennar um mannanöfn sem hefur það að markmiði að rýmka þau lög sem gilda um mannanöfn frá núgildandi lögum. Áslaug segist safna sögum frá þeim sem eru ósáttir með núverandi kerfi.

Innlent