
Kína

Öldungadeildarþingmaður ræðir við Kínverja sem Pompeo sendir tóninn
Nokkrum dögum eftir að utanríkisráðherra Bandaríkjanna gagnrýndi Kínverja fyrir afskipti þeirra af norðurslóðum, mætti öldungadeildarþingmaðurinn og flokkssystir hans Lisa Murkowski á Hringborð norðurslóða í Shanghai. Hún segir ekki þýða að loka augunum fyrir augljósum áhrifum loftslagsbreytinganna.

Málflutningur ekki uppbyggilegur
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi aðkomu Kínverja að norðurslóðamálum á fundi norðurskautsráðsins í Finnlandi í vikunni og gaf í skyn að þeir hefðu einhver annarleg markmið í huga sem stöfuðu ekki af áhyggjum af loftslagsbreytingum.

Meiri harka að færast í viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína
Bandaríkjamenn hafa meira en tvöfaldað innflutningstolla á vörur að verðmæti um 200 milljarða dollara frá Kína og svo virðist sem verulega hafi harðnað á viðskiptastríði þjóðanna tveggja.

Skammaði Breta fyrir mögulegt samstarf við Huawei
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skammaði Breta, einhverja helstu bandamenn Bandaríkjanna, þegar hann flutti ræðu í London í dag, vegna mögulegrar samvinnu þeirra við Kína og tæknirisann Huawei.

Kínverjar hóta tollum gegn tollum
Yfirvöld Kína segjast ætla að bregðast við ef Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, beiti Kína tollum á föstudaginn eins og hann hefur sagt að hann muni gera.

Skaut föstum skotum að Rússum og Kínverjum
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í ræðu á fundi Norðurskautsráðsins í Finnlandi í dag að Rússar sýndu árásargirni á norðurslóðum og nauðsynlegt væri að fylgjast með aðgerðum Kína á svæðinu.

Saka Kínverja um að halda minnst milljón múslimum í fangabúðum
Kínversk stjórnvöld vísa ásökununum á bug og segja stofnanirnar eiga meira skylt við heimavistarskóla.

Hafa áhyggjur af auknum umsvifum Kínverja á norðurslóðum
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur varað við auknum hernaðarumsvifum Kínverja á norðurskautinu og uppbyggingu þeirra á kafbátum sem borið geta kjarnorkuvopn.

Mótmæla nýjum framsalslögum
Þúsundir íbúa sjálfstjórnarhéraðsins Hong Kong fylltu í dag götur borgarinnar til að mótmæla fyrirhuguðum lögum sem gera kínverskum stjórnvöldum kleift að fá sakamenn framselda frá Hong Kong til meginlands Kína.

Keyrðu frá Kína til Íslands og draumurinn rættist
Það tók ung kínversk hjón um þrjú ár að undirbúa drauma ferðalagið til Íslands en hingað eru þau komin eftir fimm mánaða ferðalag í gegnum yfir þrjátíu lönd á húsbílnum sínum.

Legógengi leyst upp í Kína
Leikfangaframleiðandi í Kína varð uppvís að því að falsa Legóvörur í stórum stíl.

Bretar gefa grænt ljós á 5G kerfi Huawei
Theresa May forsætisráðherra Bretlands og meðráðherrar hennar hafa heimilað kínverska fjarskiptarisanum Huawei að taka þátt í uppbyggingu á fimmtu kynslóðar farsímakerfum (5G) í Bretlandi þrátt fyrir varnaðarorð stjórnvalda í Bandaríkjunum um að það gæti stefnt samvinnu ríkjanna í öryggis- og varnarmálum í uppnám.

Kínverjar með áhuga á norðurslóðum
Samskipti Íslands og Kína hafa aukist til muna á síðustu árum og vinna löndin að ýmsum samstarfsverkefnum bæði hér á landi og ytra.

Tesla rannsakar sprengingu í Model S
Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur sent rannsóknarteymi til Sjanghæ í Kína til þess að rannsaka ástæður þess að sprenging varð í kyrrstæðum bíl af gerð Model S í bílastæðahúsi á dögunum.

CIA sakar Huawei um njósnir
Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur sakað Huawei um að þyggja fjármagn frá undirstofnunum varnarmálaráðuneytis Kína.

Hersýning haldin með andstæðingum
Herskip frá Indlandi, Ástralíu og fleiri löndum lögðust að höfn í Qingdao í Kína í morgun til að taka þátt í hersýningu.

Síðasta kvendýr risaskjaldbökutegundar dautt
Síðasta kvendýr Bláárrisaskjaldbökunnar, sem vitað er af, drapst í dýragarðinum í Suzhou í Kína í gærkvöld

Dalai Lama lagður inn á sjúkrahús
Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta, var lagður inn á spítala í Nýju Delí í dag vegna sýkingar í brjósti.

Pandabirnirnir loks komnir til Kaupmannahafnar
Sannkallað pandaæði gengur nú yfir Danmörku.

Kínversk kona handtekin í klúbbi Trump á Flórída
Minniskubbur með tölvuóværu fannst í fórum konunnar. Trump var við golfleik við Mar-a-Lago þegar konan var handtekin.

Kínverjar ákæra fyrrverandi forseta Interpol fyrir mútuþægni
Meng Hongwei hvarf sporlaust í heimsókn sinni til Kína síðasta haust.

Huawei fagnar afstöðu ESB
Ríkjum Evrópusambandsins verður gert skylt að deila gögnum sín á milli um netöryggisógnir við uppbyggingu 5G-farsímanetkerfis og þannig móta stefnu í hvernig á að takast á við slíkar ógnir fyrir lok árs.

Kínverjar kaupa 300 Airbus-þotur
Flugvélaframleiðandinn Airbus undirritaði í gær samning um að selja kínverska ríkinu 300 þotur.

Bandaríkin sögð ætla að selja Taívan orrustuþotur
Líklegt þykir að ákvörðunin muni reita Kínverja til reiði en ríkin eiga nú í umfangsmiklum viðskiptaerjum.

Tugir fórust í sprengingu í kínverskri efnaverksmiðju
Gríðarmikil sprenging varð í efnaverksmiðju í kínversku borginni Yancheng í austurhluta landsins í gær.

Stærðarinnar sprenging í efnaverksmiðju í Kína
Stærðarinnar sprenging varð í verksmiðju í austurhluta Kína í morgun. Slys sem þessi þykja algeng í Kína.

Huawei neitaði alfarið sök fyrir dómi
James Cole, lögmaður kínverska tæknirisans Huawei, sagði fyrirtækið alfarið saklaust þegar þrettán liða ákæra bandaríska dómsmálaráðuneytisins fór fyrir alríkisdómstól í New York í gær.

Ætla að prófa nýjar eldflaugar á árinu
Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna stefna að því að framkvæma tilraunaskot með tveimur tegundum eldflauga sem voru bannaðar samkvæmt eldflaugasáttmála Bandaríkjanna og Sovétríkjanna.

Kínverjar bjóða Venesúela hjálp við að koma rafmagni aftur á
Forseti Venesúela sakar Bandaríkjastjórn um að hafa slegið út rafmagni með tölvuárás.

Kínverjar kyrrsetja Boeing 737 Max 8
Kínversk flugmálayfirvöld hafa ákveðið kyrrsetja Boeing 737 Max 8 þotur kínverskra flugfélaga, eftir hið mannskæða flugslys sem varð í Eþíópíu um helgina.