Trump kallar eftir því að yfirvöld Kína rannsaki Biden Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2019 15:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallar eftir því að yfirvöld í Kína rannsaki Joe Biden, pólitískan andstæðing Trump, og son hans, Hunter Biden. Sömuleiðis kallar hann eftir því að yfirvöld í Úkraínu rannsaki feðgana. Um er að ræða viðbrögð Trump við ákæruferli Demókrata á hendur Trump fyrir embættisbrot. Trump óskaði í símtali við Volodymir Zelensky, forseta Úkraínu, í sumar eftir rannsókn á meintum óeðlilegum afskiptum Joe Biden þar í landi. Skömmu áður hafði Trump fryst hundrað milljóna dala hernaðaraðstoð sem samþykkt hafði verið til Úkraínu. Samkvæmt lögum Bandaríkjanna er ólöglegt að þiggja hjálp erlends ríkis í kosningum. Biden þykir líklegastur til að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninganna 2020. Ákall forsetans um rannsókn Kínverja kom óumbeðið þegar Trump var spurður út í nákvæmlega hvað hann vildi frá Zelensky. „Kína ætti að hefja rannsókn á Biden-feðgunum,“ sagði hann. Hann sagðist ekki hafa beðið Xi Jinping, forseta Kína, um að hefja slíka rannsókn, „enn sem komið er“ og sagðist ætla að hugsa um það. Þá gaf Trump í skyn að Kína hefði einhvern veginn fengið góðan viðskiptasamning við Bandaríkin út af Biden-feðgunum. Trump og bandamenn hans halda því fram að Hunter Biden, sonur Joes Biden, hafi nýtt stöðu föður síns til að sannfæra Kínverja um að fjárfesta fyrir einn og hálfan milljarð dala í fjárfestingarfélagi sem hann átti hlut í.Wow. Here's Trump making a veiled threat that China should start investigating the Bidens because "I'm sure President XI does not like being under that kind of scrutiny ... they call that a payoff." pic.twitter.com/WhJN4gn1yW— Aaron Rupar (@atrupar) October 3, 2019 Bandaríkin Donald Trump Kína Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Pompeo laug um símtalið við Zelensky Fyrst þegar fjölmiðlar komust á snoðir um símtalið neitaði Pompeo að tjá sig um það því hann vissi ekki af því og hafði ekki lesið eftirrit upp úr því. 2. október 2019 12:01 Óvissa um eftirrit af símtali Trump og Zelensky Núverandi og fyrrverandi starfsmenn Hvíta hússins, segja eftirrit af símtali Donald Trump og Volodymir Zelensky, forsetum Bandaríkjanna og Úkraínu, bera ummerki þess að hluti samskipta þeirra hafi verið fjarlægður. 3. október 2019 11:00 Trump segir Demókrata fremja valdarán Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar demókrata á þingi um að skipuleggja valdarán með tilraunum sínum til að rannsaka embættisfærslur forsetans. 2. október 2019 09:00 Repúblikanar vildu einnig láta reka saksóknarann úkraínska Nokkrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins kölluðu eftir endurbótum á embætti ríkissaksóknara Úkraínu, um svipað leyti og Joe Biden gerði hið sama. 3. október 2019 14:59 Pence varaforseti blandaðist inn í þrýsting Trump á Úkraínu Trump hefur farið mikinn vegna Úkraínumálsins í dag. Á blaðamannafundi með forseta Finnlands gaf hann sterklega í skyn að einn leiðtoga demókrata væri með lítil typpi. 2. október 2019 23:08 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallar eftir því að yfirvöld í Kína rannsaki Joe Biden, pólitískan andstæðing Trump, og son hans, Hunter Biden. Sömuleiðis kallar hann eftir því að yfirvöld í Úkraínu rannsaki feðgana. Um er að ræða viðbrögð Trump við ákæruferli Demókrata á hendur Trump fyrir embættisbrot. Trump óskaði í símtali við Volodymir Zelensky, forseta Úkraínu, í sumar eftir rannsókn á meintum óeðlilegum afskiptum Joe Biden þar í landi. Skömmu áður hafði Trump fryst hundrað milljóna dala hernaðaraðstoð sem samþykkt hafði verið til Úkraínu. Samkvæmt lögum Bandaríkjanna er ólöglegt að þiggja hjálp erlends ríkis í kosningum. Biden þykir líklegastur til að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninganna 2020. Ákall forsetans um rannsókn Kínverja kom óumbeðið þegar Trump var spurður út í nákvæmlega hvað hann vildi frá Zelensky. „Kína ætti að hefja rannsókn á Biden-feðgunum,“ sagði hann. Hann sagðist ekki hafa beðið Xi Jinping, forseta Kína, um að hefja slíka rannsókn, „enn sem komið er“ og sagðist ætla að hugsa um það. Þá gaf Trump í skyn að Kína hefði einhvern veginn fengið góðan viðskiptasamning við Bandaríkin út af Biden-feðgunum. Trump og bandamenn hans halda því fram að Hunter Biden, sonur Joes Biden, hafi nýtt stöðu föður síns til að sannfæra Kínverja um að fjárfesta fyrir einn og hálfan milljarð dala í fjárfestingarfélagi sem hann átti hlut í.Wow. Here's Trump making a veiled threat that China should start investigating the Bidens because "I'm sure President XI does not like being under that kind of scrutiny ... they call that a payoff." pic.twitter.com/WhJN4gn1yW— Aaron Rupar (@atrupar) October 3, 2019
Bandaríkin Donald Trump Kína Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Pompeo laug um símtalið við Zelensky Fyrst þegar fjölmiðlar komust á snoðir um símtalið neitaði Pompeo að tjá sig um það því hann vissi ekki af því og hafði ekki lesið eftirrit upp úr því. 2. október 2019 12:01 Óvissa um eftirrit af símtali Trump og Zelensky Núverandi og fyrrverandi starfsmenn Hvíta hússins, segja eftirrit af símtali Donald Trump og Volodymir Zelensky, forsetum Bandaríkjanna og Úkraínu, bera ummerki þess að hluti samskipta þeirra hafi verið fjarlægður. 3. október 2019 11:00 Trump segir Demókrata fremja valdarán Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar demókrata á þingi um að skipuleggja valdarán með tilraunum sínum til að rannsaka embættisfærslur forsetans. 2. október 2019 09:00 Repúblikanar vildu einnig láta reka saksóknarann úkraínska Nokkrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins kölluðu eftir endurbótum á embætti ríkissaksóknara Úkraínu, um svipað leyti og Joe Biden gerði hið sama. 3. október 2019 14:59 Pence varaforseti blandaðist inn í þrýsting Trump á Úkraínu Trump hefur farið mikinn vegna Úkraínumálsins í dag. Á blaðamannafundi með forseta Finnlands gaf hann sterklega í skyn að einn leiðtoga demókrata væri með lítil typpi. 2. október 2019 23:08 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Sjá meira
Pompeo laug um símtalið við Zelensky Fyrst þegar fjölmiðlar komust á snoðir um símtalið neitaði Pompeo að tjá sig um það því hann vissi ekki af því og hafði ekki lesið eftirrit upp úr því. 2. október 2019 12:01
Óvissa um eftirrit af símtali Trump og Zelensky Núverandi og fyrrverandi starfsmenn Hvíta hússins, segja eftirrit af símtali Donald Trump og Volodymir Zelensky, forsetum Bandaríkjanna og Úkraínu, bera ummerki þess að hluti samskipta þeirra hafi verið fjarlægður. 3. október 2019 11:00
Trump segir Demókrata fremja valdarán Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar demókrata á þingi um að skipuleggja valdarán með tilraunum sínum til að rannsaka embættisfærslur forsetans. 2. október 2019 09:00
Repúblikanar vildu einnig láta reka saksóknarann úkraínska Nokkrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins kölluðu eftir endurbótum á embætti ríkissaksóknara Úkraínu, um svipað leyti og Joe Biden gerði hið sama. 3. október 2019 14:59
Pence varaforseti blandaðist inn í þrýsting Trump á Úkraínu Trump hefur farið mikinn vegna Úkraínumálsins í dag. Á blaðamannafundi með forseta Finnlands gaf hann sterklega í skyn að einn leiðtoga demókrata væri með lítil typpi. 2. október 2019 23:08