Slökkvilið

Fréttamynd

Skógar­böðin á Akur­eyri rýmd

Skógarböðin á Akureyri voru rýmd um hádegisbil í dag vegna reyks. Slökkvilið Akureyrar segir í samtali við fréttastofu að bilun hafi komið upp í rafmagnstöflu. Ekki hafi kviknað í.

Innlent
Fréttamynd

Grafa brann í Grafar­holti

Eldur kom upp í lítilli gröfu í Grafarholti í dag. Slökkviliðið er nú á svæðinu og er búið að slökkva eldinn. 

Innlent
Fréttamynd

Eldur í báti norður af Hellissandi

Eldur kom upp í smábáti rétt norður af Hellissandi rétt í þessu. Einn var um borð í bátnum en hann er kominn heill á húfi í björgunarbátinn Björgu.

Innlent
Fréttamynd

Einn af þremur ofnum Elkem úti í um viku vegna brunans

Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem á Íslandi, segist reikna með að einn ofn af þremur í kísilverinu verði úti í um viku tíma vegna viðgerðar sem framundan er eftir að eldur kom upp í verinu í nótt. Enginn slasaðist og segir hún að starfsmenn hafi náð að koma í veg fyrir að tjónið yrði mun meira.

Innlent
Fréttamynd

Bruni í Grafarholti

Eldur logaði við hitaveitutankana í Grafarholti fyrr í kvöld. Mikill reykur lagðist yfir hverfið og sást reykmökkurinn víðsvegar um borgina. Búið er að slökkva eldinn að mestu leiti.

Innlent
Fréttamynd

Eldurinn kviknaði lík­lega út frá gas­brennara

Slökkvilið var eldsnöggt á vettvang þegar eldur kviknaði í klæðningu atvinnuhúsnæðis í Dalshrauni í Hafnarfirði í dag. Slökkvistarf gekk vel og slökkviliðsmönnum tókst að koma í veg fyrir mikið tjón.

Innlent
Fréttamynd

Tókst að bjarga Sindra GK í Sand­gerðis­höfn

Slökkvilið á Suðurnesjum var kallað út eftir að tilkynnt var um að báturinn Sindri GK væri að sökkva í Sandgerðishöfn í gærkvöldi. Tókst þeim að dæla sjó úr bátnum og koma þannig í veg fyrir að báturinn sykki.

Innlent
Fréttamynd

Kveikt í bíl í Hafnar­firði

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út þegar tilkynnt var um mikinn reyk sem lagði frá bíl við Gjáhellu í Hafnarfirði í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Hjólin hafi ekki verið hlaðin en raf­hlöður geti skapað eld­hættu

Reglur gera ekki ráð fyrir sérstökum aðbúnaði þar sem rafhlaupahjól eru geymd, en slökkviliðsstjóri segir rafhlöður þeirra geta skapað aukna eldhættu. Eldur kom upp í rafhlaupahjólaleigu í Reykjavík í gærkvöldi. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út þar sem hætta var talin á ferðum.

Innlent
Fréttamynd

Fimm á slysa­deild eftir að eldur kom upp

Fimm voru fluttir á slysadeild eftir að eldur kom upp í herbergi í fjölbýlishúsi við Miklubraut um klukkan níu í morgun. Enginn er þó alvarlega slasaður en grunur er um að fólkið hafi fengið reykeitrun.

Innlent
Fréttamynd

Slökktu eld við Vesturgötu

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu slökkti í dag eld við Vesturgötu í miðbæ Reykjavíkur. Eldurinn kom upp í skúr á milli húsa. Engan sakaði.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í vinnuskúr í Elliðaárdal

Klukkan rétt rúmlega hálf þrjú í nótt urðu lögreglumenn í eftirlitsferð varir við eld í Elliðaárdal. Í ljós kom að kviknað var í vinnuskúr og komu lögreglumenn að tveimur mönnum sem voru handteknir vegna gruns um íkveikju. Mennirnir voru í annarlegu ástandi og voru vistaðir í fangaklefa.

Innlent
Fréttamynd

Eldhugar, popp og kók

Starfsfólk Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu mætti á sérstaka forsýningu á myndinni Eldhugi þann 14. maí síðastliðinn en myndin fjallar um störf slökkviliðsmanna. Samkvæmt tilkynningu frá Sambíóunum var þar eldheit stemning, góð mæting og sumir komu meira að segja í slökkviliðsgallanum.

Lífið