Danmörk

Fréttamynd

Skökk gang­stéttar­hella eyði­lagði líf Ragn­heiðar

Um vorið 2018 hnaut Ragnheiður Pétursdóttir um skakka gangstéttarhellu á leið sinni á fund og við tóku sex ár af óbærilegum sársauka og baráttu við danska heilbrigðiskerfið um að fá hann viðurkenndan. Draumum um framtíðina hefur verið gert að víkja fyrir stöðugu stríði við sveitarfélagið, læknasamfélagið, tryggingafélög og eigin líkama.

Innlent
Fréttamynd

Til fyrir­myndar?

Allar leiðir liggja frá Íslandi til Kaupmannahafnar, hér er saga þjóðarinnar á hverju götuhorni, hverjum rennustein og á Strikinu heyrir maður íslensku í öðru hvoru skrefi.

Skoðun
Fréttamynd

Frakk­lands­for­seti blandar sér í mál hvalavinarins

Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur hvatt dönsk yfirvöld til þess að framselja ekki hinn bandarísk-kanadíska umhverfis- og aðgerðarsinna Paul Watson í hendur Japönum. Paul sætir gæsluvarðhaldi á Grænlandi eftir að hafa verið handtekinn við höfnina í Nuuk á sunnudaginn síðasta.

Erlent
Fréttamynd

Lenti í of­beldis­sam­bandi með frönskum bíl

Dagur Kári Pétursson kvikmyndaleikstjóri er búsettur um þessar mundir í Danmörku. Hann hefur að undanfarin misserin ekið á bílaleigubíl, sem hann kunni vel við framanaf en gamanið fór að kárna þegar bíllinn fór að sýna honum megnasta yfirlæti.

Innlent
Fréttamynd

Tveir fundust skotnir til bana í brunnum bíl í Malmö

Sænska lögreglan rannsakar nú mál þar sem tvö lík fundust skotin og brunnin í bílaleigubíl á iðnaðarsvæði í Malmö. Um var að ræða ökumann og farþega sem virðast hafa verið drepnir á sunnudag, samkvæmt Aftonbladet.

Erlent
Fréttamynd

Meðal­hiti lægri í júní en í maí í fyrsta sinn

Meðalhiti í Bretlandi og Danmörku var lægri í júní heldur en var í maí. Þetta er í fyrsta sinn sem júní er kaldari en maí síðan að mælingar hófust í Danmörku fyrir rúmlega 150 árum samkvæmt fréttastofu DR.

Veður
Fréttamynd

„Pabbi er að senda þér skila­boð og mamma vill fá að sjá hvað stendur“

Börnum á aldrinum 3 til 17 ára sem eiga foreldra sem hafa skilið stendur nú til boða nýtt úrræði á netinu þar sem þau geta fræðst um skilnað og áhrif þess á líf þeirra og tilfinningar. Um er að ræða 28 áfanga á netinu sem eru sérsniðin að aldri og flokkuð eftir þemum. Fjallað er um söknuð, samsettar fjölskyldur, hvernig eigi að bregðast við þegar foreldrar rífast, tilfinningar og réttindi barna.

Innlent
Fréttamynd

Vöknuðu á floti og stigu út með drulluna upp að hnjám

Félögunum Jakobi Magnússyni og Kolbeini Tuma var heldur betur brugðið í brún þegar þeir vöknuðu á tjaldstæðinu við Hróarskeldu í morgun og allt var á floti. Þeir hafi vaknað, stigið út, og drullan hafi náð upp að hnjám. Þetta var „kyngimagnað“ segja þeir.

Erlent
Fréttamynd

Sak­felldur fyrir að myrða Emilie Meng

Philip Westh, 33 ára Dani, hefur verið sakfelldur fyrir að myrða hina sautján ára Emilie Meng árið 2016. Hann er einnig sekur um að hafa reynt að nauðga henni og fjölda brota gegn tveimur öðrum stúlkum.

Erlent
Fréttamynd

Eldur kviknaði í ráðu­neyti

Eldur kviknaði í húsakynnum skattamálaráðuneytis Danmerkur í miðborg Kaupmannahafnar í morgun. Stórir reykjarstólpar stigu upp úr byggingunni við síkið í Kristjánshöfn.

Erlent
Fréttamynd

Hefja könnun á nýjum flug­velli fyrir Fær­eyjar

Borgarstjórn Þórshafnar hefur samþykkt að verja andvirði tíu milljóna íslenskra króna í að rannsaka nýtt flugvallarstæði á Glyvursnesi. Kanna á hvernig 2.700 til 3.000 metra langri flugbraut af nægilegri breidd til að uppfylla staðla alþjóðaflugvallar verður best komið fyrir á nesinu, sem er aðeins þrjá kílómetra sunnan við höfuðstað Færeyja.

Erlent
Fréttamynd

Dana­drottning klæddi af sér kuldann með ís­lenskri hönnun

Dönsku konungshjónin sendu í dag kveðju á grænlensku þjóðina í tilefni þjóðhátíðardags Grænlands sem haldinn er hátíðlegur í dag. Með kveðjunni fylgdu myndir af konungshjónunum sem teknar voru á Grænlandi. Þar klæddist María Danadrottning íslenskri hönnun.

Lífið
Fréttamynd

Óttast að á­rásar­maðurinn flýi land

Dómari í héraðsdómi Kaupmannahöfn hefur ákveðið að framlengja gæsluvarðhald yfir manninum sem ákærður er fyrir að hafa veist að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, þann sjöunda júní síðastliðinn um tvær vikur. Dómari segist óttast að hann muni flýja land.

Erlent
Fréttamynd

Búa sig undir á­kvörðun um stærsta mann­virki Fær­eyja

Færeyingar búa sig núna undir stærstu ákvörðun færeyskrar mannvirkjagerðar, hvort grafa eigi 26 kílómetra löng neðansjávargöng til Suðureyjar. Þeir stefna að ákvörðun eftir hálft ár og vonast til að framkvæmdir hefjist innan þriggja ára.

Erlent
Fréttamynd

Konungs­skip Dana í Reykja­vík

Við Grandabryggju er heilmikið sjónarspil um þessar mundir þar sem danska konungsskipið liggur þar. Áhöfnin gerði sér glaðan dag í Reykjavík og hleður nú batteríin áður en haldið er til Grænlands. 

Innlent
Fréttamynd

Frederik­sen enn ekki með sjálfri sér eftir á­rásina

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segist enn ekki með sjálfri sér eftir að karlmaður réðst á hana í Kaupmannahöfn á föstudag. Hún er sannfærð um að maðurinn hafi ráðist á sig sem forsætisráðherra og árásin hafi þannig í raun verið á alla Dani.

Erlent
Fréttamynd

Grínaðist með yfir­lið Binna í Köben

Rapparinn og samfélagsmiðlastjarnan Bassi Maraj ferðaðist til Kaupmannahafnar í morgun. Þar gerði hann góðlátlegt grín að einum af sínum bestu vinum og kollega í Æði, Binna Glee og endurlék atvik fyrir samfélagsmiðla þar sem Binni féll í yfirlið á lestarstöð í borginni.

Lífið
Fréttamynd

Á­rásar­maðurinn segist ekkert hafa á móti Mette

Maðurinn sem sló Mette Frederiksen í Kaupmannahöfn í gærkvöldi segist ekkert hafa á móti henni og segir að hún sé „mjög góður forsætisráðherra.“ Það hafi jafnramt komið honum „skemmtilega á óvart“ að sjá hana á götunni.

Erlent
Fréttamynd

„Verið að ráðast á lýð­ræðið og boðar aldrei gott“

Maðurinn sem réðist á Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur í miðborg Kaupmannahafnar í gær hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. júní. Utanríkisráðherra Íslands segir uppákomuna alvarlega. Árás á lýðræðislega kjörna fulltrúa sé árás á lýðræðið.

Innlent