Kjaramál BSRB fagnar tillögum um lækkun matarverðs BSRB fagnar tillögum ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að lækka matvælaverð og lýsir vilja til samstarfs um að farsællega takist til um framkvæmdina. Fram kemur í ályktun sem birt er á heimasíðu bandalagsins að það leggi mikla áherslu á að virða hagsmuni landbúnaðarins og innlendrar afurðarvinnslu við allar kerfisbreytingar sem ráðist er í. Innlent 24.10.2006 13:13 Krefjast stofnanasamnings án tafar Almennur félagsfundur sjúkraliða í Reykjavík og nágrenni krefst þess að gengið verði frá stofnanasamningi við sjúkraliða án frekari tafa. Ályktun þessa efnis var samþykkt á fundi í gær. Innlent 28.9.2006 13:28 Árangurstengd laun minna notuð en fyrir þremur árum Hlutabréfakaup, hlutdeild í hagnaði eða annnars konar árangurstengd laun er minna notuð hér á landi í umbun til stjórnenda en fyrir þremur árum. Þetta eru meðal annars niðurstöður nýrrar rannsóknar á mannauðsstjórnun á vegum Háskólans í Reykjavík. Innlent 27.9.2006 11:09 Taka undir kröfur sjúkraliða á LSH um nýjan stofnanasamning Sjúkraliðar á sjúkrahúsi og heilsugæslu Akranes og sjúkraliðar á Heilbrigðisstofnun Austurlands hafa sent frá sér ályktanir þar sem tekið er undir kröfur sjúkraliða á Landspítalans um að gengið verði frá nýjum stofnanasamningi við sjúkraliða tafarlaust. Innlent 26.9.2006 10:00 Bilið á milli hinna launahæstu og launalægstu eykst Bilið á milli launahæstu og launalægstu félagsmanna VR hefur aukist á síðustu árum og engin breyting hefur orðið á launamun kynjanna í fjögur ár. Þetta sýnir ný launakönnun VR sem greint er frá á vef félagsins. Innlent 20.9.2006 13:37 Starfandi erlendum ríkisborgurum fjölgar um 265% á sjö árum Starfandi erlendir ríkisborgurum fjölgaði um 265 prósent frá árinu 1998 til 2005. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Starfandi erlendir ríkisborgarar voru 9.010 árið 2005 eða 5,5 prósent af heildarfjölda starfandi fólks en voru 3.400 árið 1998 eða 2,3 prósent af starfandi fólki. Innlent 8.9.2006 10:02 Stofna Landnemaskóla fyrir erlent starfsfólk Verkalýðsfélag Húsavíkur og nágrennis hyggst í samstarfi við nokkra aðila koma á fóta svokölluðum Landnemaskóla til að greiða fyrir aðgengi erlends starfsfólks að íslensku samfélagi. Um er að ræða 120 stunda nám í íslensku, samfélagsfræði og fleira sem Mímir-símennt og samstarfsaðilar hafa þróað. Innlent 7.9.2006 10:00 31 hefur sagt upp vegna kjaradeilna BHM Þrjátíu og einn starfsmaður hjá Svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra sagði upp störfum í dag vegna óánægju með hægagang í kjaraviðræðum BHM við ríkið. Þeir segja grunnlaun þroskaþjálfa getað hækkað um þrjátíu þúsund krónur með því að flytja sig yfir til sveitarfélaganna. Innlent 30.6.2006 17:18 Íhuga uppsagnir vegna seinagangs í kjaraviðræðum Háskólamenntaðir starfsmenn hjá svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra íhuga nú uppsagnir þar sem ekkert hefur þokast í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Þeir vilja sambærileg kjör og fólk í sambærilegum störfum hjá borginni og ætla að afhenda yfirvöldum áskorun vegna deilunnar nú klukkan níu. Innlent 27.6.2006 23:37 Forsendur fyrir áframhaldandi viðræðum ekki fyrir hendi nú Forsendur fyrir því að halda viðræðum áfram við stjórnvöld í tengslum við endurskoðun kjarasamninga er ekki fyrir hendi eins og staðan er nú, segir aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Hann segir boltann hjá ríkisstjórninni og viðbrögð hennar við kröfum ASÍ ráði úrslitum í viðræðunum. Innlent 21.6.2006 12:13 Útspil ríkistjórnarinnar hafi valdið vonbrigðum Útspil ríkisstjórnarinnar í gær, til samkomulags á vinnumarkaði, olli forystu ASÍ miklum vonbrigðum og telja menn þar á bæ að afturkippur sé kominn í málið. Innlent 21.6.2006 07:17 Boða vinnustöðvun á sunnudag vegna launadeilu Farþegar geta búist við töluverðri röskun á flugi til og frá landinu á sunnudagsmorguninn ef af vinnustöðvun starfsfólks Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli verður. Trúnaðarmenn starfsfólks hafa staðið í árangurslausum viðræðum við stjórnendur Icelandair í tvo mánuði og upp úr sauð á fundi starfsfólks í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar segir málið í skoðun. Erlent 21.6.2006 07:14 Vill að lífeyriskjör verði reiknuð upp til launa Formaður VR vill að lífeyriskjör æðstu embættismanna verði með sambærilegum hætti og almennra launþega en að núverandi lífeyriskjör þeirra verði reiknuð upp til launa. Hann skorar á stjórnvöld að lýsa yfir vilja til breytinga á kerfinu. Innlent 16.6.2006 22:53 Ríkisstjórnin verði að koma að hugsanlegri sátt Forseti ASÍ vill að ríkisstjórnin komi að hugsanlegri sátt við Samtök atvinnulífsins sem hugsuð er til að koma í veg fyrir uppsögn kjarasamninga í haust. Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina vilja leggja sitt af mörkum til að ná böndum á verðbólgunni. Innlent 2.6.2006 19:16 20 prósent dýrara en yfirvinna Íslendinganna Það verður 20 prósent dýrara að fá danska hjúkrunarfræðinga til starfa á Landspítalanum en að fá íslenska hjúkrunarfræðinga til að manna vaktirnar í yfirvinnu. Stjórnendur spítalans segja þetta hins vegar tryggja mönnun á þeim vöktum sem Danirnir eru ráðnir á meðan á sumarfríum starfsmanna stendur. Innlent 23.5.2006 16:51 Samið um kaup í Fjarðaáli Í dag var gengið frá kjarasamningum fyrir þá starfsmenn sem koma til með að vinna hjá álveri Fjarðaáls á Reyðarfirði. Fulltrúar Alcoa Fjarðaáls, Starfsgreinafélags Austurlands, Rafiðnaðarsambands Íslands og Verkalýðsfélags Reyðarfjarðar skrifuðu undir vinnustaðasamninginn í dag. Innlent 17.5.2006 16:06 Samþykktu nýgerðan samning við OR Félagar í Starfsmannafélagi Reykjavíkur sem vinna hjá Orkuveitu Reykjavíkur samþykktu í dag nýjan kjarasamning sem gerður var í fyrradag. Tæplega helmingur félaganna, eða 108 manns, neytti atkvæðisréttar síns og sögðu 85 prósent já við samningnum. Kjaraviðræður hafa staðið lengi en síðasti kjarasamningur rann út 1. desember síðastliðinn. Innlent 17.5.2006 15:16 Greiða atkvæði um samning við OR Félagar í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar greiða í dag atkvæði um kjarasamning við Orkuveitu Reykjavíkur. Samningurinn, sem er fyrsti sjálfstæðis kjarasamningurinn sem félagið gerir við Orkuveituna verður kynntur félagsmönnum síðdegis. Að kynningu lokinni verða greidd atkvæði um samninginn. Innlent 17.5.2006 13:47 Ekkert verður af setuverkfalli Ekkert verður af setuverkfalli stuðningsfulltrúa hjá svæðisskrifstofum fatlaðra sem átti að hefjast í kvöld. Trúnaðarmenn starfsmanna samþykktu nýgerðan stofnanasamning á fundi í hádeginu og var hann undirritaður klukkan þrjú. Innlent 15.5.2006 15:56 Ræðst hvort verður af setuverkföllum Það ræðst í hádeginu hvort stuðningsfulltrúar sem vinna hjá svæðisskrifstofum fatlaðra fara í setuverkfall í kvöld eða ekki. Trúnaðarmenn stuðningsfulltrúa sitja nú fund með forystu SFR þar sem farið er yfir samning sem fulltrúar SFR og svæðisskrifstofa fatlaðra náðu samkomulagi um í gær. Innlent 15.5.2006 12:08 Samningar vegna sambýla nást væntanlega í kvöld Reikna má með að samningar takist í kjaraviðræðum SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, og forsvarsmanna svæðiskrifstofa um málefni fatlaðra í kvöld. Samningsaðilar hafa fundað um helgina með góðum árangri, en um er að ræað launahækkanir fyrir starfsmenn á sambýlum og öðrum starfsstöðvum fyrir fatlaða innan svæðisskrifstofanna, á Skálatúni og hjá Styrktarfélagi vangefinna. Innlent 14.5.2006 14:11 Góður gangur í viðræðum SFR og svæðisskrifstofa Góður gangur er í viðræðum SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, og forsvarsmanna svæðiskrifstofa um málefni fatlaðra. Jafnvel er búist við að samningar náist um helgina og þannig verði hægt að afstýra setuverkföllum á sambýlum og öðrum starfsstöðvum fyrir fatlaða. Innlent 12.5.2006 12:20 Hefja kjaraviðræður á ný Viðræður SFR og svæðisskrifstofa fatlaðra um kjör stuðningsfulltrúa hefjast aftur á morgun. Upp úr viðræðunum slitnaði fyrir nokkrum vikum en fram kemur á vef SFR að samningafundir hafa verið boðaðir á morgun og föstudag. Innlent 10.5.2006 22:01 Vilja semja við sveitarstjórnarmenn Opinberir starfsmenn á Suðurlandi vilja að sveitarstjórnarmenn semji við þá um kaup og kjör frekar en að fela Launanefnd sveitarfélaga fullnaðarumboð til saminga. Innlent 9.5.2006 14:58 Útlit fyrir að komið verði til móts við launakröfur Útlit er fyrir að komið verði til móts við launakröfur ófaglærðra starfsmanna á heilbrigðis- og öldrunarstofnunum sem eru í eigu ríkisins eða þar sem ríkið greiðir laun. Starfsmenn á sumum stofnananna ræða hvort hætta eigi við fyrirhuguð setuverkföll sem boðuð hafa verið. Innlent 9.5.2006 12:33 Vilja gagnsæi í starfskjörum þingmanna og ráðherra Samtök atvinnulífsins segja að ekki skapist sátt um starfskjör kjörinna fulltrúa ef þau verði áfram ógagnsæi og ákvörðuð á mörgum stöðum. Þau vilja að þingmenn og ráðherrar deili lífeyriskjörum með öðrum í landinu en miðað við núverandi stöðu geta lífeyriskjör ráðherra umfram almenna launþega eftir þrjú kjörtímabil verið ígildi yfir 100 milljóna króna starfslokagreiðslu. Innlent 4.5.2006 22:58 Fjölmenni í kröfugöngu Fjöldi fólks tekur þátt í kröfuganga dagsins í Reykjavík sem lagði upp frá Hlemmi fyrir hálftíma sem upphafið að hátíðahöldum á baráttudegi verkalýðsins. Nú er fólk að safnast saman á Ingólfstorgi þar sem útifundur hefst tíu mínútur yfir tvö. Innlent 1.5.2006 13:58 Gjá milli ASÍ og verkalýðsfélaga Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, gagnrýnir forystu Alþýðusambands Íslands harðlega í pistli á heimasíðu verkalýðsfélagsins. Hann segir gjá hafa myndast milli ASÍ og fjölda verkalýðsfélaga. Innlent 1.5.2006 09:49 Rætt hvort halda eigi aðgerðum áfram á Hrafnistu Neyðarástand skapast á dvalar- og hjúkrunarheimilum ef ekki semst við ófaglært starfsfólk á allra næstu dögum. Deilan strandar á svari frá fjármálaráðherra segir formaður Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Nú klukkan hálfeitt var boðað til neyðarfundar á Hrafnistu í Reykjavík þar sem ekki er samstaða meðal starfmannanna um hvort halda eigi setuverkfalli til streitu. Innlent 28.4.2006 12:34 Sex stéttarfélög semja við LN Sex stéttarfélög samþykktu í vikunni nýgerða kjarasamninga við Launanefnd sveitarfélaga. Félögin eru svokölluð HugGarðsfélög en Félag íslenskra félagsvísindamanna, Félag íslenskra fræða og Stéttarfélag lögfræðinga samþykktu samninginn með öllum greiddum atkvæðum. Innlent 28.4.2006 08:59 « ‹ 141 142 143 144 145 146 147 148 149 … 154 ›
BSRB fagnar tillögum um lækkun matarverðs BSRB fagnar tillögum ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að lækka matvælaverð og lýsir vilja til samstarfs um að farsællega takist til um framkvæmdina. Fram kemur í ályktun sem birt er á heimasíðu bandalagsins að það leggi mikla áherslu á að virða hagsmuni landbúnaðarins og innlendrar afurðarvinnslu við allar kerfisbreytingar sem ráðist er í. Innlent 24.10.2006 13:13
Krefjast stofnanasamnings án tafar Almennur félagsfundur sjúkraliða í Reykjavík og nágrenni krefst þess að gengið verði frá stofnanasamningi við sjúkraliða án frekari tafa. Ályktun þessa efnis var samþykkt á fundi í gær. Innlent 28.9.2006 13:28
Árangurstengd laun minna notuð en fyrir þremur árum Hlutabréfakaup, hlutdeild í hagnaði eða annnars konar árangurstengd laun er minna notuð hér á landi í umbun til stjórnenda en fyrir þremur árum. Þetta eru meðal annars niðurstöður nýrrar rannsóknar á mannauðsstjórnun á vegum Háskólans í Reykjavík. Innlent 27.9.2006 11:09
Taka undir kröfur sjúkraliða á LSH um nýjan stofnanasamning Sjúkraliðar á sjúkrahúsi og heilsugæslu Akranes og sjúkraliðar á Heilbrigðisstofnun Austurlands hafa sent frá sér ályktanir þar sem tekið er undir kröfur sjúkraliða á Landspítalans um að gengið verði frá nýjum stofnanasamningi við sjúkraliða tafarlaust. Innlent 26.9.2006 10:00
Bilið á milli hinna launahæstu og launalægstu eykst Bilið á milli launahæstu og launalægstu félagsmanna VR hefur aukist á síðustu árum og engin breyting hefur orðið á launamun kynjanna í fjögur ár. Þetta sýnir ný launakönnun VR sem greint er frá á vef félagsins. Innlent 20.9.2006 13:37
Starfandi erlendum ríkisborgurum fjölgar um 265% á sjö árum Starfandi erlendir ríkisborgurum fjölgaði um 265 prósent frá árinu 1998 til 2005. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Starfandi erlendir ríkisborgarar voru 9.010 árið 2005 eða 5,5 prósent af heildarfjölda starfandi fólks en voru 3.400 árið 1998 eða 2,3 prósent af starfandi fólki. Innlent 8.9.2006 10:02
Stofna Landnemaskóla fyrir erlent starfsfólk Verkalýðsfélag Húsavíkur og nágrennis hyggst í samstarfi við nokkra aðila koma á fóta svokölluðum Landnemaskóla til að greiða fyrir aðgengi erlends starfsfólks að íslensku samfélagi. Um er að ræða 120 stunda nám í íslensku, samfélagsfræði og fleira sem Mímir-símennt og samstarfsaðilar hafa þróað. Innlent 7.9.2006 10:00
31 hefur sagt upp vegna kjaradeilna BHM Þrjátíu og einn starfsmaður hjá Svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra sagði upp störfum í dag vegna óánægju með hægagang í kjaraviðræðum BHM við ríkið. Þeir segja grunnlaun þroskaþjálfa getað hækkað um þrjátíu þúsund krónur með því að flytja sig yfir til sveitarfélaganna. Innlent 30.6.2006 17:18
Íhuga uppsagnir vegna seinagangs í kjaraviðræðum Háskólamenntaðir starfsmenn hjá svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra íhuga nú uppsagnir þar sem ekkert hefur þokast í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Þeir vilja sambærileg kjör og fólk í sambærilegum störfum hjá borginni og ætla að afhenda yfirvöldum áskorun vegna deilunnar nú klukkan níu. Innlent 27.6.2006 23:37
Forsendur fyrir áframhaldandi viðræðum ekki fyrir hendi nú Forsendur fyrir því að halda viðræðum áfram við stjórnvöld í tengslum við endurskoðun kjarasamninga er ekki fyrir hendi eins og staðan er nú, segir aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Hann segir boltann hjá ríkisstjórninni og viðbrögð hennar við kröfum ASÍ ráði úrslitum í viðræðunum. Innlent 21.6.2006 12:13
Útspil ríkistjórnarinnar hafi valdið vonbrigðum Útspil ríkisstjórnarinnar í gær, til samkomulags á vinnumarkaði, olli forystu ASÍ miklum vonbrigðum og telja menn þar á bæ að afturkippur sé kominn í málið. Innlent 21.6.2006 07:17
Boða vinnustöðvun á sunnudag vegna launadeilu Farþegar geta búist við töluverðri röskun á flugi til og frá landinu á sunnudagsmorguninn ef af vinnustöðvun starfsfólks Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli verður. Trúnaðarmenn starfsfólks hafa staðið í árangurslausum viðræðum við stjórnendur Icelandair í tvo mánuði og upp úr sauð á fundi starfsfólks í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar segir málið í skoðun. Erlent 21.6.2006 07:14
Vill að lífeyriskjör verði reiknuð upp til launa Formaður VR vill að lífeyriskjör æðstu embættismanna verði með sambærilegum hætti og almennra launþega en að núverandi lífeyriskjör þeirra verði reiknuð upp til launa. Hann skorar á stjórnvöld að lýsa yfir vilja til breytinga á kerfinu. Innlent 16.6.2006 22:53
Ríkisstjórnin verði að koma að hugsanlegri sátt Forseti ASÍ vill að ríkisstjórnin komi að hugsanlegri sátt við Samtök atvinnulífsins sem hugsuð er til að koma í veg fyrir uppsögn kjarasamninga í haust. Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina vilja leggja sitt af mörkum til að ná böndum á verðbólgunni. Innlent 2.6.2006 19:16
20 prósent dýrara en yfirvinna Íslendinganna Það verður 20 prósent dýrara að fá danska hjúkrunarfræðinga til starfa á Landspítalanum en að fá íslenska hjúkrunarfræðinga til að manna vaktirnar í yfirvinnu. Stjórnendur spítalans segja þetta hins vegar tryggja mönnun á þeim vöktum sem Danirnir eru ráðnir á meðan á sumarfríum starfsmanna stendur. Innlent 23.5.2006 16:51
Samið um kaup í Fjarðaáli Í dag var gengið frá kjarasamningum fyrir þá starfsmenn sem koma til með að vinna hjá álveri Fjarðaáls á Reyðarfirði. Fulltrúar Alcoa Fjarðaáls, Starfsgreinafélags Austurlands, Rafiðnaðarsambands Íslands og Verkalýðsfélags Reyðarfjarðar skrifuðu undir vinnustaðasamninginn í dag. Innlent 17.5.2006 16:06
Samþykktu nýgerðan samning við OR Félagar í Starfsmannafélagi Reykjavíkur sem vinna hjá Orkuveitu Reykjavíkur samþykktu í dag nýjan kjarasamning sem gerður var í fyrradag. Tæplega helmingur félaganna, eða 108 manns, neytti atkvæðisréttar síns og sögðu 85 prósent já við samningnum. Kjaraviðræður hafa staðið lengi en síðasti kjarasamningur rann út 1. desember síðastliðinn. Innlent 17.5.2006 15:16
Greiða atkvæði um samning við OR Félagar í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar greiða í dag atkvæði um kjarasamning við Orkuveitu Reykjavíkur. Samningurinn, sem er fyrsti sjálfstæðis kjarasamningurinn sem félagið gerir við Orkuveituna verður kynntur félagsmönnum síðdegis. Að kynningu lokinni verða greidd atkvæði um samninginn. Innlent 17.5.2006 13:47
Ekkert verður af setuverkfalli Ekkert verður af setuverkfalli stuðningsfulltrúa hjá svæðisskrifstofum fatlaðra sem átti að hefjast í kvöld. Trúnaðarmenn starfsmanna samþykktu nýgerðan stofnanasamning á fundi í hádeginu og var hann undirritaður klukkan þrjú. Innlent 15.5.2006 15:56
Ræðst hvort verður af setuverkföllum Það ræðst í hádeginu hvort stuðningsfulltrúar sem vinna hjá svæðisskrifstofum fatlaðra fara í setuverkfall í kvöld eða ekki. Trúnaðarmenn stuðningsfulltrúa sitja nú fund með forystu SFR þar sem farið er yfir samning sem fulltrúar SFR og svæðisskrifstofa fatlaðra náðu samkomulagi um í gær. Innlent 15.5.2006 12:08
Samningar vegna sambýla nást væntanlega í kvöld Reikna má með að samningar takist í kjaraviðræðum SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, og forsvarsmanna svæðiskrifstofa um málefni fatlaðra í kvöld. Samningsaðilar hafa fundað um helgina með góðum árangri, en um er að ræað launahækkanir fyrir starfsmenn á sambýlum og öðrum starfsstöðvum fyrir fatlaða innan svæðisskrifstofanna, á Skálatúni og hjá Styrktarfélagi vangefinna. Innlent 14.5.2006 14:11
Góður gangur í viðræðum SFR og svæðisskrifstofa Góður gangur er í viðræðum SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, og forsvarsmanna svæðiskrifstofa um málefni fatlaðra. Jafnvel er búist við að samningar náist um helgina og þannig verði hægt að afstýra setuverkföllum á sambýlum og öðrum starfsstöðvum fyrir fatlaða. Innlent 12.5.2006 12:20
Hefja kjaraviðræður á ný Viðræður SFR og svæðisskrifstofa fatlaðra um kjör stuðningsfulltrúa hefjast aftur á morgun. Upp úr viðræðunum slitnaði fyrir nokkrum vikum en fram kemur á vef SFR að samningafundir hafa verið boðaðir á morgun og föstudag. Innlent 10.5.2006 22:01
Vilja semja við sveitarstjórnarmenn Opinberir starfsmenn á Suðurlandi vilja að sveitarstjórnarmenn semji við þá um kaup og kjör frekar en að fela Launanefnd sveitarfélaga fullnaðarumboð til saminga. Innlent 9.5.2006 14:58
Útlit fyrir að komið verði til móts við launakröfur Útlit er fyrir að komið verði til móts við launakröfur ófaglærðra starfsmanna á heilbrigðis- og öldrunarstofnunum sem eru í eigu ríkisins eða þar sem ríkið greiðir laun. Starfsmenn á sumum stofnananna ræða hvort hætta eigi við fyrirhuguð setuverkföll sem boðuð hafa verið. Innlent 9.5.2006 12:33
Vilja gagnsæi í starfskjörum þingmanna og ráðherra Samtök atvinnulífsins segja að ekki skapist sátt um starfskjör kjörinna fulltrúa ef þau verði áfram ógagnsæi og ákvörðuð á mörgum stöðum. Þau vilja að þingmenn og ráðherrar deili lífeyriskjörum með öðrum í landinu en miðað við núverandi stöðu geta lífeyriskjör ráðherra umfram almenna launþega eftir þrjú kjörtímabil verið ígildi yfir 100 milljóna króna starfslokagreiðslu. Innlent 4.5.2006 22:58
Fjölmenni í kröfugöngu Fjöldi fólks tekur þátt í kröfuganga dagsins í Reykjavík sem lagði upp frá Hlemmi fyrir hálftíma sem upphafið að hátíðahöldum á baráttudegi verkalýðsins. Nú er fólk að safnast saman á Ingólfstorgi þar sem útifundur hefst tíu mínútur yfir tvö. Innlent 1.5.2006 13:58
Gjá milli ASÍ og verkalýðsfélaga Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, gagnrýnir forystu Alþýðusambands Íslands harðlega í pistli á heimasíðu verkalýðsfélagsins. Hann segir gjá hafa myndast milli ASÍ og fjölda verkalýðsfélaga. Innlent 1.5.2006 09:49
Rætt hvort halda eigi aðgerðum áfram á Hrafnistu Neyðarástand skapast á dvalar- og hjúkrunarheimilum ef ekki semst við ófaglært starfsfólk á allra næstu dögum. Deilan strandar á svari frá fjármálaráðherra segir formaður Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Nú klukkan hálfeitt var boðað til neyðarfundar á Hrafnistu í Reykjavík þar sem ekki er samstaða meðal starfmannanna um hvort halda eigi setuverkfalli til streitu. Innlent 28.4.2006 12:34
Sex stéttarfélög semja við LN Sex stéttarfélög samþykktu í vikunni nýgerða kjarasamninga við Launanefnd sveitarfélaga. Félögin eru svokölluð HugGarðsfélög en Félag íslenskra félagsvísindamanna, Félag íslenskra fræða og Stéttarfélag lögfræðinga samþykktu samninginn með öllum greiddum atkvæðum. Innlent 28.4.2006 08:59