Seðlabankinn

Fréttamynd

Ábyrgð Seðlabanka eða ríkisstjórnar?

Vaxtahækkun Seðlabankans á miðvikudag er enn einn vitnisburðurinn um að ríkisstjórninni hefur mistekist að beita tækjum ríkisfjármálanna til að sporna gegn þenslu. En það sem er kannski alvarlegra er algjört sinnuleysi stjórnarmeirihlutans gagnvart því verkefni að verja viðkvæma hópa fyrir verðbólgu og hækkandi húsnæðiskostnaði, tryggja að auknar byrðar dreifist með sanngjörnum hætti um samfélagið.

Skoðun
Fréttamynd

„Við þurfum að­eins að vakna,“ segir fjár­mála­ráð­herra sem styður Seðla­bankann

Seðlabankastjóri svaraði fast fyrir þá gagnrýni sem hann hefur fengið frá aðilum vinnumarkaðarins vegna hækkunar vaxta á Peningamálafundi Viðskiptaráðs í morgun og sagði að það skipti ekki neinu „að lemja á“ Seðlabankanum fyrir að framfylgja lögbundnu hlutverki sínu. Fjármálaráðherra lýsti því yfir að hann styddi ákvörðun Seðlabankans. „Raunverulega vandamálið“ sagði hann vera vinnumarkaðinn og benti á að það væri enginn samhljómur í kröfugerð helstu stéttarfélaganna.

Innherji
Fréttamynd

Seðla­bankinn og eina verk­færið

Nú er ég ekki hagfræðingur, bara einn af þeim spekingum sem þykjast vita best. Engu að síður er ég nokkuð viss um að Seðlabankanum vantar verkfæri í verkfæratöskuna sína. Buxnalausi rafvirkinn með höfuðljósið leysir ekki vandann þó hann sjái kannski vandamálið.

Skoðun
Fréttamynd

Seðlabankinn telur sig vera að „hjálpa til“ við kjarasamninga með hækkun vaxta

Þróunin í efnahagsmálum varð með öðrum hætti en Seðlabankinn vonaðist til eftir síðasta vaxtaákvörðunarfund í október og hefur bankinn áhyggjur af einkaneyslunni sem sé komin á það stig að hún valdi viðskiptahalla. Það setur þrýsting á gengi krónunnar, sem gerir það erfiðara um vik að ná niður verðbólgu, og kann að leiða til meiri vaxtahækkana en ella. Seðlabankastjóri segir það ranga túlkun á nýlega birtri rannsóknarritgerð að ekki sé tölfræðilegt orsakasamband milli launa og verðlags heldur sýni hún fremur að „rétt framkvæmdar“ launahækkanir búi ekki til verðbólgu.

Innherji
Fréttamynd

„Sárgrætileg staða sem Seðlabankinn hefur komið okkur í“

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir samtökin ósammála ákvörðun Seðlabankans um að hækka meginvexti um 0,25 prósentustig í dag. Ákvörðunin setji kjaraviðræður í uppnám og segir Halldór að trúverðugleiki Seðlabankans hafa beðið hnekki við þessa ákvörðun.

Innlent
Fréttamynd

Hag­vöxt­ur yrði sá minnst­i síð­an 2002 gang­­i kröf­­ur verk­­a­­lýðs­­for­­kólf­­a eft­­ir

Verðbólga gæti orðið þrálátari og efnahagsbatinn hægari hækki laun mun meira en gert er ráð fyrir í grunnspá Seðlabankans. Hann spáir sex prósenta hækkun á næsta ári. Semji verkalýðsfélögin með það fyrir augum að endurheimta sambærilegt raunlaunastig og var í upphafi ársins, eins og forystufólk verkalýðsfélaga hefur gefið til kynna, yrði hagvöxtur sá minnsti hér á landi síðan árið 2002 ef frá eru talin samdráttarárin í kjölfar fjármálakreppunnar og heimsfaraldursins. 

Innherji
Fréttamynd

Gjald­eyr­is­forð­inn verð­ur ekki nýtt­ur til að styðj­a við Ten­er­ife-ferð­ir lands­mann­a

Seðlabankastjóri sagði að ef þjóðin haldi áfram að eyða af sama krafti gæti það þýtt að krónan verði að veikjast til að afla frekari útflutningstekna. Hann vakti athygli á í samhengi við veikari krónu, að það væri „gríðarlegur“ vöruskiptahalli vegna mikillar einkaneyslu, sem birtist meðal annars í tíðum ferðum landsmanna til Teneriffe. 

Innherji
Fréttamynd

„Við munum hækka vexti eins og þarf“

Stjórnendur peningastefnunefndar Seðlabankans segja það alveg skýrt að nefndin muni hækka stýrivexti frekar, meti hún þörf á því. Seðlabankastjóri segir það alveg skýrt að Seðlabankinn geti ekki verið aðili að loforði um að stýrivextir verði ekki hækkaðir sem hluti af kjarasamningum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Seðlabankinn hækkar vexti í sex prósent og hafa þeir ekki verið hærri frá 2010

Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur hækkað meginvexti um 0,25 prósentur, úr 5,75 prósent í 6 prósent, og vísar meðal annars til þess að undirliggjandi verðbólga hefur áfram aukist og vísbendingar eru sömuleiðis um að kjölfesta verðbólguvæntinga í markmið Seðlabankans hafi veikst. Mikill óvissa var meðal markaðsaðila um vaxtaákvörðun Seðlabankans, hvort þeim yrði haldið óbreyttum eða hækkaðir jafnvel upp í allt að 50 punkta.

Innherji
Fréttamynd

Seðlabankastjóri hafi verið „of fljótur að kalla toppinn“ og spá hækkun vaxta

Ólíklegt er að vonir seðlabankastjóra um að vaxtahækkun bankans í byrjun október yrði sú síðasta í bili rætist þegar peningastefnunefnd kemur saman í vikunni. Mikill meirihluti markaðsaðila spáir því, samkvæmt könnun Innherja, að vextir verði hækkaðir um 25 punkta en óvænt gengisveiking krónunnar hefur ýtt undir hærri verðbólguvæntingar og þá virðist enn vera talsverður eftirspurnarþrýstingur á fasteignamarkaði. Sumir vænta jafnvel 50 punkta hækkunar með vísan til þess að verðbólguálag hefur hækkað verulega og aðhald Seðlabankans sjaldan verið minna á þessari öld.

Innherji
Fréttamynd

Gjaldeyriseignir Gildis jukust um nærri tíu prósent á þriðja fjórðungi

Eftir að hafa dregist stöðugt saman í um tvö ár þá jókst verulega vægi erlendra fjárfestinga í eignasafni Gildis á liðnum ársfjórðungi þegar gjaldeyriseignir lífeyrissjóðsins hækkuðu um liðlega 24 milljarða. Hlutfall erlendra eigna annarra stærstu lífeyrissjóða landsins jukust sömuleiðis, samt mun minna en í tilfelli Gildis, samhliða því að gengi krónunnar fór lækkandi.

Innherji
Fréttamynd

Styrking krónunnar gegn evru þurrkast út þrátt fyrir gjaldeyrissölu Seðlabankans

Gengi krónunnar hefur verið í stöðugum veikingarfasa á undanförnum vikum en mikil gengisstyrking framan af ári, einkum gagnvart evrunni, hefur núna gengið til baka og meira en það. Seðlabanki Íslands greip margsinnis inn í á markaði í dag með sölu á gjaldeyri úr forða sínum til að reyna að stemma stigu við of mikilli gengislækkun en samkvæmt nýrri hagspá Arion mun krónan halda áfram að gefa eftir fram á næsta ár.

Innherji
Fréttamynd

Ver­­u­­leg hækk­­un raun­­geng­­is á­sk­or­­un fyr­­ir at­v­inn­­u­­grein­­ar í al­þjóð­legr­i sam­­keppn­­i

Veruleg hækkun raungengisins á mælikvarða hlutfallslegrar launaþróunar á fyrri árshelmingi er til marks um hversu ólík þróun launa hefur verið annars vegar hér á landi og hins vegar í okkar helstu viðskiptaríkjum. Sú þróun er áskorun fyrir atvinnugreinar sem eru í beinni samkeppni á heimsmarkaði, til að mynda ferðaþjónustuna sem er enn að glíma við eftirköst Covid-19 heimsfaraldursins.

Innherji
Fréttamynd

Birting af­komu­við­varana

Það er hvorki markaðinum í heild né fjárfestum til framdráttar að birta afkomuviðvaranir vegna hvers konar minniháttar frávika. Til að auðvelda þetta mat og koma á samræmdri framkvæmd væri ekki úr vegi að skráð félög innleiddu vandað innra verklag í tengslum við vinnslu fjárhagsupplýsinga, birtingu uppgjöra, gerð afkomuspáa og við hvaða mörk skuli miða þegar afstaða er tekin til birtingu afkomuviðvarana.

Umræðan
Fréttamynd

Seldi gjaldeyri til að stemma stigu við gengisveikingu krónunnar

Seðlabanki Íslands beitti inngripum á gjaldeyrismarkaði undir lok síðustu viku til að vega á móti stöðugri gengisveikingu krónunnar að undanförnu. Þetta var í fyrsta sinn sem Seðlabankinn greip inn á markaði frá því um miðjan september en veiking krónunnar gerir bankanum erfiðara um vik að ná niður verðbólgunni.

Innherji
Fréttamynd

Merki um að heimilin séu að snúa aftur í verðtryggð íbúðalán lífeyrissjóða

Ný verðtryggð íbúðalán lífeyrissjóðanna voru nánast jafn mikil og upp- og umframgreiðslur þeirra í september en sjóðsfélagar höfðu áður greitt upp slík lán samfellt frá því á vormánuðum ársins 2020. Er þessi viðsnúningur í samræmi við þá útlánaþróun sem hefur sést hjá bönkunum á allra síðustu mánuðum samtímis hækkandi vaxtastigi en Seðlabankastjóri hefur sagst hafa áhyggjur af því að heimilin færi sig aftur yfir í verðtryggð lán.

Innherji
Fréttamynd

Íbúðaframboð í örum vexti

Lengri meðalsölutími, samdráttur í undirrituðum kaupsamningum, aukið framboð, húsnæðisverðslækkanir erlendis og sú staðreynd að tæplega þriðjungur útistandandi íbúðalána er á breytilegum óvertryggðum vöxtum bendir allt til að framundan séu húsnæðisverðslækkanir.

Umræðan
Fréttamynd

Hendur nýs formanns verða ekki bundnar vegna ESB

Krafan um Evrópusambandsaðild mun ekki verða til þess að Samfylkingin verði með hendur bundnar andspænis mögulegu ríkisstjórnarsamstarfi. Þrátt fyrir að nýr formaður Samfylkingarinnar sé Evrópusinni verða Evrópumálin ekki fyrsta forgangsmál. Áhersla verður lögð á „klassísk jafnaðarmannamál.“

Innlent
Fréttamynd

Óvissa með útgreiðslur til hluthafa Íslandsbanka vegna óróa á mörkuðum

Íslandsbanki mun nota síðasta fjórðung ársins til að kanna hvaða valkosti hann hefur vegna áður boðaðra áforma um að kaup á eigin bréfum fyrir allt að 15 milljarða króna, að sögn bankastjórans, en umrót á fjármálamörkuðum veldur því að óvissa er um hvenær getur orðið af slíkum útgreiðslum til hluthafa. Seðlabankastjóri hefur áður brýnt fyrir bönkunum að þeir þurfi að gæta vel að lausafjárstöðu sinni við þessar krefjandi markaðsaðstæður.

Innherji
Fréttamynd

Innlán fyrirtækja tóku yfir 40 milljarða króna stökk í einum mánuði

Umfang innlána atvinnufyrirtækja í viðskiptabönkunum jókst um rúmlega 40 milljarða króna í september, eða um heil sex prósent á milli mánaða. Líklegt má telja að þar muni mikið um stóra greiðslu til Símans vegna sölunnar á Mílu á síðasta degi septembermánaðar en verulegur vöxtur hefur verið í innlánum fyrirtækja allt frá vormánuðum síðasta árs.

Innherji
Fréttamynd

Bankarnir hafa fimmfaldað útlán sín til fyrirtækja milli ára

Eftir vísbendingar um að það væri farið að hægja á miklum útlánavexti viðskiptabankanna til atvinnufyrirtækja í ágúst þá sýna nýjar tölur Seðlabankans að hann tók við sér kröftuglega á ný í liðnum mánuði. Á fyrstu þremur fjórðungum þessa árs þá nema ný útlán bankanna til fyrirtækja samtals um 213 milljörðum króna borið saman við aðeins 44 milljarða á sama tímabili fyrir ári.

Innherji