
Viðskipti

Gengishagnaður lyftir afkomu Atlantic Petroleum
Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum tapaði um 31,4 milljónum danskra króna á fyrstu sex mánuðum ársins, jafnvirði 511 milljónum íslenskra. Þetta er 7,9 milljónum betri afkoma í dönskum krónum talið en á sama tíma í fyrra. Hagnaður á öðrum ársfjórðungi nam hins vegar 2,8 milljónum danskra og er langmestu leyti tilkominn af gengishagnaði.

Viðskiptabankarnir hækka í Kauphöllinni
Gengi hlutabréfa í Landsbankanum hefur hækkað um 0,84 prósent í upphafi dags. Gengi bréfa í Glitni hefur hækkað um 0,65 prósent og í Kaupþingi um 0,14 prósent. Engin önnur hlutabréf hafa hækkað í verði það sem af er dags.

Mjög dregur úr hagnaði Íbúðalánasjóðs
Íbúðalánasjóður hagnaðist um 466 milljónir króna á fyrri helmingi ársins. Þetta er 75 prósenta samdráttur á milli ára, samkvæmt árshlutareikningi Íbúðalánasjóðs.

Gengi krónunnar styrkist
Gengi krónunnar hefur styrkst um 0,7 prósent frá opnun viðskipta á gjaldeyrismarkaði og stendur gengisvísitalan í tæpum 157 stigum. Krónan styrktist um 0,4 prósent í gær.

Hagvaxtarskeiði í Bretlandi lokið
Hagkerfið stóð í stað í Bretlandi á milli mánaða í apríl og júní, samkvæmt upplýsingum hagstofunnar þar í landi. Þetta er nokkuð undir væntingum enda höfðu sérfræðingar spáð í það minnsta 0,2 prósenta hagvexti.

Erfiðleikarnir halda áfram
Hægja mun mjög á bandarísku efnahagslífi á seinni helmingi ársins. Margt bendir til að dýpra sé á erfiðleikunum en áður var talið. Mestu munar um áframhaldandi verðlækkun fasteigna og aukins atvinnuleysis, sem hefur ekki verið meira í sex ár, að sögn bandarískra hagfræðinga.

Fjármögnun Lehman Brothers rann út í sandinn
Bandaríski fjárfestingarbankinn Lehman Brothers átti í leynilegum viðræðum við asíska fjárfesta um kaup á helmingi hlutabréfa í bankanum í byrjun mánaðar. Ekki liggur fyrir hvaðan fjárfestarnir eru en þeir eru taldir frá Suður-Kóreu eða Kína. Viðræðurnar runnu út í sandinn, að sögn breska viðskiptadagblaðsins Financial Times.

Baugur vill enn kaupa Saks
„Við erum enn að skoða fyrirtækið," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs Group, um áhuga á fyrirtækisins á bandarísku munúðarvöruversluninni Saks. Baugur á 8,5 prósenta hlut í Saks og hefur verið orðað við yfirtöku á versluninni síðan í október í fyrra. Ekki er reiknað með að neitt gerist fyrir jólin.

Álfélagið hækkaði mest í dag
Gengi bréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hækkaði um rétt rúm tvö prósent í Kauphöllinni í dag og er það mesta hækkun dagsins. Spron hækkaði um 1,82 prósent. Til skamms tíma hafði gengið rokið upp um tólf prósent áður en það gaf eftir.

Varar við þýskum bankamönnum
Ef Íslendingar ganga í Evrópusambandið verða þeir „líkt og maður sem er lokaður inni í brennandi húsi án útkomuleiðar“. Þetta sagði Nigel Farage, leiðtogi breska Sjálfstæðisflokksins, á opnum fyrirlestri á vegum Heimssýnar og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í hádeginu á fimmtudag. Farage re inn þekktasti stjórnmálamaður Bretlands og tvímælalaust með þekktustu gagnrýnendum Evrópusambandsins þar í landi.

Olíuverð enn á uppleið
Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað í dag, þriðja daginn í röð. Helsta ástæðan er gremja Rússa í garð Bandaríkjamanna, sem ætla að byggja upp búnað fyrir hnattrænt eldflaugavarnakerfi í Póllandi. Verðið hefur rokið upp um 68 prósent frá sama tíma í fyrra.

Fyrsta fórnarlambið í Evrópu selt til Bandaríkjanna
Bandaríska fjárfestingafélagið Lone Star ætlar að kaupa 91 prósents hlut í þýska bankann Industriebank IKB. Bankinn hefur glímt við mikla lausafjárerfiðsleika vegna afskrifta á bandarískum skuldabréfavafningum sem tengjast áhættusömum fasteignalánum í Bandaríkjunum. Erlendir fjölmiðlar eru sammála um að bankinn sé fyrsta evrópska fórnarlamb undirmálslánakreppunnar.

Fjármálafyrirtækin lækka á markaðnum
Gengi hlutabréfa í Existu féll um 3,17 prósent í fyrstu viðskiptunum í Kauphöllinni í dag. Lækkun í Kauphöllinni í dag er í takti við þróunin á erlendum hlutabréfamörkuðum.

Krónan veikist lítillega
Gengi íslensku krónunnar hefur veikst um tæp tvö prósent prósent frá því viðskipti hófust á gjaldeyrismarkaði í morgun eftir smávægilega styrkingu í gær. Gengisvísitalan stendur nú í 159,3 stigum.

Óvæntur vöxtur í breskri smásölu
Velta í smásöluverslun í Bretlandi jókst um 0,8 prósent á milli mánaða í júlí, samkvæmt tölum bresku hagstofunnar. Niðurstöðurnar koma þægilega á óvart enda hefur vöruverð hækkað og var því almennt spáð að áfram muni draga úr veltunni.

Lágvöruverslanir vinsælar í þrengingum
Lágvöruverslanir hafa átt góðu gengi að fagna í Bretlandi um þessar mundir og hefur markaðshlutdeild þeirra stærstu aldrei verið meiri, samkvæmt niðurstöðum markaðsrannsókna fyrirtækisins Nielsen.

Spron féll um 5,7 prósent í dag
Gengi bréfa í hinum færeyska Eik banka hækkaði um 5,68 prósent í dag auk þess sem háflug Icelandair Group hélt áfram en gengi bréfa í félaginu hækkaði um 2,4 prósent. Á sama tíma féll gengi bréfa í Spron um 5,7 prósent og í Existu um 3,3 prósent.

HP dregur hlutabréfamarkaðinn upp
Líkur eru á því að gott uppgjör bandaríska tölvuframleiðandans Hewlett-Packard hífi upp bandarískan hlutabréfamarkað í dag, að sögn fjármálaskýrenda.

Olíuverð hækkar lítillega á alþjóðamörkuðum
Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað lítillega í dag þrátt fyrir væntingar um að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafi aukist á milli vikna. Þá er sömuleiðis reiknað með því að dregið hafi úr eftirspurn eftir olíu og eldsneyti, svo sem í Kína.

Icelandair enn á uppleið
Gengi hlutabréfa í Icelandair Group hefur hækkað um 1,33 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins. Á hæla flugfélagsins fylgir Eimskipafélagið, en gengi bréfa í því hefur hækkað um 0,71 prósent. Ekkert annað félag hefur hækkað í dag en meirihluti félaga lækkað.

Gott skrið á House of Fraser
Sala jókst um 2,9 prósent hjá bresku versluninni House of Fraser á fyrri helmingi ársins. Fréttaveitan Thomson Financial segir rekstrarhagnað verslunarinnar (EBITDA) hafa aukist um rúm þrjátíu prósent síðastliðna tólf mánuði og skili hún góðum hagnaði eftir kaup Baugs og fleiri á henni fyrir tæpum tveimur árum.

Krónan styrkist lítillega
Gengi krónunnar hefur styrkst um 0,35 prósent það sem af er dags á gjaldeyrismarkaði. Hún hefur veikst lítillega síðastliðna tvo daga. Gengisvísitalan stendur nú í 158,4 stigum.

Vísitala byggingarkostnaðar hækkar um 0,1 prósent
Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði um 0,1 prósent á milli mánaða í ágúst, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þetta er minnsta mánaðarlega hækkunin á árinu.

Hækkun á flestum mörkuðum
Gengi hlutabréfa í Kaupþingi sem skráð eru í kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð hafa lækkað um 0,46 prósent það sem af er dags og standa nú í 54,25 sænskum krónum á hlut. Að öðru leyti hefur gengi bréfa almennt hækkað á Norðurlöndunum sem á öðrum mörkuðum þrátt fyrir skell á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær.

Olíuverðið hækkar eftir snarpa lækkun
Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um allt að þrjá dali og fór í 115 dali á tunnu á markaði í Bandaríkjunum í dag í kjölfar veikingar bandaríkjadals gagnvart evru og áframhaldandi hernaðarátaka Rússa í Georgíu. Tunnan er nú komin í 115 dali.

Spron féll um rúm ellefu prósent
Gengi hlutabréfa í Spron féll um 11,39 prósent í Kauphöllinni í dag. Á sama tíma ruku bréf í hinum færeyska Eik banka upp um 6,4 prósent og í Icelandair Group um 5,9 prósent. Það var eina hækkun dagsins.

Rauður dagur í Bandaríkjunum
Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum hefur almennt lækkað í dag eftir birtingu talna sem sýndi að framleiðsluverð rauk upp um 1,2 prósent á milli mánaða í júlí. Líklegt þykir að bandaríski seðlabankinn verði að hækka stýrivexti á næstu misserum til að halda verðbólgu niðri.

Glitnir segir verðbólguna lækka í september
Vísitala neysluverð hækkar um 1,1 prósent á milli mánaða í þessum mánuði og mælast 14,8 prósent, samkvæmt nýjust verðbólguspá greiningardeildar Glitnis. Deildin segir verðbólgu ná hámarki þá og draga úr henni í september. Reiknað er með því að mánaðarverðbólgan í október verði tiltölulega lítil.

Icelandair Group eitt á uppleið
Gengi hlutabréfa í Icelandair Group sveif upp um 5,37 prósent í Kauphöllinni í byrjun dags og er eitt á uppleið á annars rauðum degi. Önnur félög hafa lækkað í verði. Exista, sem hefur hækkað um rúm 20 prósent síðustu daga, hefur lækkað um 3,13 prósent, sem er mesta lækkun dagsins.

Krónan veikist í byrjun dags
Gengi íslensku krónunnar hefur veikst um 0,29 prósent það sem af er dags og stendur gengisvísitalan í 158,2 stigum. Hún veiktist um 0,1 prósent í gær eftir nokkra styrkingu framan af degi.