Fjarskipti

Fréttamynd

Aukinn hagnaður Sýnar milli ára

Hagnaður Sýnar á fyrsta ársfjórðungi ársins nam 207 milljónum krónum samanborið við 231 milljóna króna tap á sama tímabili í fyrra. Tekjur félagsins á ársfjórðungnum námu 5,7 milljörðum krónum og jukust um tæplega 700 milljónir á milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Betri tækifæri til fjarvinnu og fjarnáms á landsbyggðinni

Í blómlegu samfélagi eins og í Hrunamannahrepp þurfum við að velta fyrir okkur hvað við getum gert til þess að laða nýtt fólk til okkar og gera vel við íbúa sem búa hér fyrir. Það er grundvallarréttur hjá okkur eins og öðrum landsmönnum að það sé jöfn búsetuskilyrði í landinu.

Skoðun
Fréttamynd

Stefnir byggir upp stöðu í Sýn, meðal tíu stærstu hluthafa

Tveir hlutabréfasjóðir í rekstri Stefnis keyptu fyrr í þessum mánuði umtalsverðan eignarhlut í Sýn og fara núna samanlagt með um 3,5 prósenta hlut í fjarskiptafélaginu. Í krafti þess eignarhlutar eru sjóðir Stefnis – Innlend hlutabréf hs. og ÍS 5 – áttundi stærsti hluthafinn í Sýn.

Innherji
Fréttamynd

Fjar­skipti yfir far­síma í sveitum og þétt­býli Ís­lands

Ég er áhugamaður um fjarskipti og hef verið í mörg ár. Þar á meðal fjarskipti sem fara um farsíma. Á Íslandi er staðan áhugaverð, miðað við nágrannalöndin. Þar sem fyrirtækin á Íslandi sem bjóða farsímaþjónustu virðast hafa þá stefnu að bjóða nýja þjónustu seint og illa. Þetta hefur lagast mikið undanfarin ár frá því sem þetta var áður.

Skoðun
Fréttamynd

Fjarskiptastofa herðir tökin fyrir söluna á Mílu

Fjarskiptastofa hefur að undanförnu leitast við að setja meiri kvaðir á Símasamstæðuna þrátt fyrir að salan á Mílu sé langt á veg komin og þrátt fyrir að markaðshlutdeild samstæðunnar hafi farið minnkandi á síðustu árum. Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir óviðunandi að Fjarskiptastofa vinni út frá úreltum forsendum um markaðsstyrk samstæðunnar. Stofnunin sé föst í fortíðinni.

Innherji
Fréttamynd

Ljósleiðarinn segir fjárfestum að langur afskriftartími eigi fullan rétt á sér

Ljósleiðarinn, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, telur ekkert óeðlilegt við það að ljósleiðarakerfi fyrirtækisins sé afskrifað á 46 árum sem er nokkuð lengri afskriftartími en gengur og gerist hjá sambærilegum innviðafyrirtækjum. Í fjárfestakynningu fyrir skuldabréfaútboð bendir Ljósleiðarinn meðal annars á að rörakerfið, sem er stærsti kostnaðarliðurinn við lagningu ljósleiðara, geti nýst í meira en 50 ár.

Innherji
Fréttamynd

Síminn segir merki um að Ljósleiðarinn fegri afkomuna

Síminn heldur því fram að stöðugar breytingar á afskriftartíma í bókhaldi Ljósleiðarans beri þess merki að verið sé að „fegra“ rekstrarniðurstöðu fyrirtækisins. Ef afskriftartíminn væri nær því sem þekkist hjá sambærilegum fyrirtækjum á Íslandi og Norðurlöndunum væri „ólíklegt“ að Ljósleiðarinn myndi skila eiganda sínum, Orkuveitu Reykjavíkur, fjármunum á næstu áratugum.

Innherji
Fréttamynd

Ó­kláraður sálmur vegna bruna í kirkju­orgeli

Mikil aukning hefur orðið á að jarðarförum og minningarathöfnum sé streymt á internetið. Í kjölfar COVID-19 faraldursins var það af nauðsyn sökum samkomutakmarkanna, en nú er sífellt algengara að þeim sé streymt fyrir þá sem ekki eiga heimangengt sökum heilsu, aldurs eða veðurs, og eru þá ógleymdir aðstandendur sem búa erlendis eða utan borgarmarkanna.

Skoðun
Fréttamynd

Stokkseyringar og Eyrbekkingar fá ljósleiðara í sumar

Í sumar mun Ljósleiðarinn leggja ljósleiðara til allra heimila og fyrirtækja á Stokkseyri og Eyrarbakka. Framkvæmdirnar hefjast með hækkandi sól og lokið verður við að tengja öll heimili á Stokkseyri og Eyrarbakka fyrir árslok 2022. 

Innlent
Fréttamynd

Sýn hagnaðist um tvo milljarða á seinasta ári

Fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækið Sýn hf. hagnaðist um 2,10 milljarða króna á seinasta ári samanborið við 405 milljóna króna tap árið 2020. Innifalið í hagnaði ársins 2021 er hagnaður af sölu óvirkra innviða en bókfærður söluhagnaður að frádregnum kostnaði við söluna var 2,55 milljarðar króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Siggeir og Díana til Sýnar

Siggeir Örn Steinþórsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Vöruþróunar og upplifunar viðskiptavina hjá Sýn og Díana Dögg Víglundsdóttir ráðin sem vörueigandi stafrænna dreifileiða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjarskiptafrumvarp gæti fælt erlenda fjárfesta

Frumvarp sem veitir ráðherra heimild til að binda erlenda fjárfestingu skilyrðum með vísan til þjóðaröryggis gæti fælt fjárfestingu frá landinu. Þetta er mat Samtaka iðnaðarins, Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands en auk þess telja fjarskiptafyrirtækin að ákvæði laganna kunni að brjóta gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar.

Innherji
Fréttamynd

Segja sölu Mílu ekki ógna þjóðaröryggi

Búið er að skrifa undir samning um kvaðir sem snúa að rekstri Mílu eftir að franska fyrirtækið Ardian France SA kaupir það af Símanum. Það var gert eftir viðræður fulltrúa fyrirtækjanna og ríkisstjórnar Íslands um tryggja að starfsemi Mílu samrýmist þjóðaröryggishagsmunum Íslands eftir söluna.

Innlent
Fréttamynd

Skilur gagn­rýni stjórnar­and­stöðunnar vel

Forsætisráðherra segist hafa haft miklar áhyggjur af sölu Símans á fjarskiptainnviðum Mílu til erlenda fjárfestingarfyrirtækisins Ardian. Hún segir gagnrýni stjórnarandstöðunnar á skömmum tíma sem þingið fær til að fjalla um málið réttmæta.

Innlent