Íþróttir Enn meiðist Louis Saha Endurkomu framherjans Louis Saha hjá Manchester United hefur enn eina ferðina seinkað, eftir að í ljós kom að hann er meiddur á læri. Saha hefur verið meira og minna meiddur síðan hann kom til liðsins í janúar á síðasta ári. Sport 25.10.2005 14:50 Gæti þurft í aðgerð fljótlega Alan Shearer, fyrirliði Newcastle gæti þurft í aðgerð vegna kviðslits fljótlega, en meiðsli tengd því hafa verið að hrjá hann undanfarið. Sport 25.10.2005 14:18 Félagar Beckham hissa á rauða spjaldinu Pablo Garcia hjá Real Madrid sagðist mjög hissa á dómaranum að reka David Beckham af leikvelli fyrir litlar sakir í tapleiknum gegn Valencia á sunnudagskvöldið. Sport 25.10.2005 05:34 Flautukarfa Payton tryggði Miami sigur Fjórir æfingaleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt og þar bar hæst að Gary Payton tryggði Miami Heat eins stigs sigur á Atlanta Hawks með körfu á síðustu sekúndu leiksins. Sport 25.10.2005 05:47 ÍS lagði Breiðablik Einn leikur fór fram í kvennakörfunni í gærkvöldi. ÍS lagði Breiðablik með 68 stigum gegn 59. Jessalyn Deveny fór hamförum í liði Breiðabliks og skoraði 40 stig og hirti 13 fráköst. Sport 25.10.2005 05:16 Fulham er ekki til sölu Chris Coleman, knattspyrnustjóri Fulham, segir að ekkert sé til í sögusögnum þess efnis að Mohamed al Fayed hafi rætt við annan auðjöfur um helgina með það fyrir augum að selja félagið. Sport 24.10.2005 19:04 Róttækar breytingar á tímatökum Alþjóða bílasambandið samþykkti í gær að gera róttækar breytingar á tímatökum fyrir keppnir á næsta ári, þar sem keppt verður með útsláttarfyrirkomulagi. Nokkur lið eru vera mikið á móti þessum breytingum, sem eru gerðar með það fyrir augum að auka spennu og sjónvarpsáhorf. Sport 24.10.2005 17:01 Önnur kæra lögð fram á Val Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ hefur staðfest að sambandinu hafi borist kæra frá forráðamönnum Víkings á hendur Knattspyrnufélaginu Val fyrir að eiga ólöglegar viðræður við tvo af leikmönnum félagsins. Sport 24.10.2005 16:46 Þurfum að breyta hugarfarinu Knattspyrnustjóri Liverpool gaf leikmönnum sínum litla hvíld eftir tapið gegn Fulham um helgina og skipaði þeim á erfiða æfingu innan við sólarhring eftir leikinn. Hann segir að þeir þurfi að temja sér ný viðhorf ef þeir ætli sér að ná árangri og ætlar að tefla fram nánast sama liði gegn Crystal Palace annað kvöld til að reyna að slípa leik liðsins betur saman. Sport 24.10.2005 15:22 Steve Bruce hefur fullan stuðning David Gold, stjórnarformaður Birmingham, segir að þrátt fyrir slakt gengi liðsins í undanförnum leikjum, sé staða Steve Bruce örugg hjá félaginu og segist ennfremur ekki geta hugsað sér betri mann til að koma liðinu aftur á beinu brautina. Sport 24.10.2005 12:23 Dómarar fylgjandi nýrri tækni Dómarar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eru sagðir á einu máli um að taka í gagnið nýja tækni til að úrskurða um hvort boltinn fer yfir marklínu, eftir að enn eitt vafaatvikið leit dagsins ljós í leikjum helgarinnar. Sport 24.10.2005 12:04 Mark Gunnars Heiðars eitt af þeim bestu Á vefsíðu sænska blaðsins Aftonbladet geta lesendur nú tekið þátt í að kjósa mark ársins í sænska boltanum og þar er mark Gunnars Heiðars Þorvaldssonar gegn Djurgarden þann 3. október sl. eitt af þeim tíu mörkum sem tilnefnd eru. Mark Gunnars var sérlega glæsilegt og því er um að gera fyrir áhugasama að gefa honum sitt atkvæði á síðunni, þar sem einnig er hægt að sjá myndband af markinu. Sport 24.10.2005 11:24 Ekki hrifin af uppátækjum Beckham Íþróttasíður bresku blaðanna eru yfirfullar af myndum af David Beckham í dag, eftir að hann lét reka sig af leikvelli fyrir fíflagang í leik Real Madrid og Valencia í spænska boltanum í gærkvöldi og dálkahöfundar spyrja sig hvort Beckham sé í raun fyrirliðaefni enska landsliðsins eftir svona framkomu. Sport 24.10.2005 11:05 Hearts hefur áhuga á Robson Yfirmaður skoska úrvalsdeildarfélagsins Hearts, sem er í efsta sæti deildarinnar, hefur viðurkennt að félagið hafi áhuga á að ráða Sir Bobby Robson sem næsta knattspyrnustjóra félagsins, en sá gamli hafði áður látið í veðri vaka að hann hefði áhuga á starfinu. Sport 24.10.2005 10:17 Rétt að dæma Eið rangstæðan David Moyes, stjóri Everton, var ánægður með stigið gegn Chelsea í gær og vonar að það verði til þess að hleypa lífi í sína menn. Hann segir ákvörðun dómarans að dæma mark Didier Drogba af vegna rangstöðu hafa verið hárrétta. Sport 23.10.2005 22:58 Allt eftir bókinni 16-liða úrslitunum í Hópbílabikar karla í körfubolta lauk í kvöld með átta leikjum og segja má að úrslitin hafi verið eftir bókinni í flestum tilfellum. Sport 23.10.2005 22:33 Tveir leikir í kvöld Þór bar sigurorð af Víkingi/Fjölni á Akureyri í DHL deild karla í kvöld 31-26. Þá sigruðu Haukastúlkur Gróttu á Ásvöllum í hörkuleik 23-22 og lyftu sér í annað sæti deildarinnar. Sport 23.10.2005 22:05 Real tapaði heima Real Madrid tapaði 2-1 á heimavelli í æsilegum kvöldleik í spænska boltanum nú fyrir stundu. Zinedine Zidane misnotaði vítaspyrnu í leiknum og þeir David Beckham og Thomas Gravesen voru reknir af leikvelli. Sport 23.10.2005 20:53 Við skoruðum tvö mörk Knattspyrnustjóri Chelsea var mjög ósáttur við að ná aðeins jafntefli gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag og vildi meina að dómarinn hefði rænt löglegu marki af liði sínu, þegar Eiður Smári var dæmdur rangstæður í marki Didier Drogba. Sport 23.10.2005 20:13 Valerenga og Start efst Start er í efsta sæti í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir leiki dagsins, en aðeins ein umferð er eftir í deildinni. Valerenga er með jafn mörg stig og Start, en hefur lakara markahlutfall og því er ljóst að spennan verður gríðarleg í lokaumferðinni. Sport 23.10.2005 19:14 Gunnar Heiðar markakóngur Framherjinn knái hjá Halmstad, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, varð í dag markakóngur í sænsku úrvalsdeildinni þegar síðustu umferðinni lauk með heilli umferð. Halmstad tapaði lokaleiknum 2-0 fyrir Kalmar, en Gunnar varð engu að síður markahæstur í deildinni með 16 mörk. Sport 23.10.2005 19:18 Chelsea tapaði fyrstu stigum sínum Topplið Chelsea tapaði fyrstu stigum sínum í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð í dag, þegar liðið varð að sætta sig við jafntefli á útivelli gegn Everton. James Beattie skoraði mark Everton úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en Frank Lampard jafnaði metin í þeim síðari. Eiður Smári kom inná sem varamaður á 57. mínútu leiksins. Sport 23.10.2005 19:22 West Ham lagði Middlesbrough West Ham sigraði Middlesbrough 2-1 í ensku úrvalsdeildinni nú áðan og Bolton sigraði West Brom 2-0, en öll mörkin í leikjunum tveimur komu í síðari hálfleik. Chelsea var rétt í þessu að jafna leikinn gegn Everton, eftir að hafa lent undir 1-0. Sport 23.10.2005 19:30 Blackburn lagði Birmingham Blackburn Rovers bar sigurorð af Birmingham 2-0 í fyrsta leiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Paul Dickov skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu og Craig Bellamy innsiglaði sigur heimamanna, en bæði mörkin komu í síðari hálfleik. Birmingham er nú komið í bullandi fallbaráttu og hefur aðeins fengið 6 stig í fyrstu 10 leikjum sínum. Sport 23.10.2005 19:10 Loeb í öruggri forystu Heimsmeistarinn Sebastien Loeb á Citroen hefur örugga forystu í Korsíkurallinu sem fram fer um helgina og hefur unnið allar fyrstu átta sérleiðirnar, fjórar í gær og fjórar í dag. Sigur Loeb virðist því óumflýjanlegur ef ekkert kemur fyrir bíl hans á lokadeginum á morgun, en hann hefur níutíu sekúndna forskot á næsta mann. Sport 23.10.2005 17:51 A1 í opinni dagskrá um helgina Heimsbikarinn í kappakstri, A1, verður sýndur í opinni dagskrá á Sýn um helgina, þegar keppt verður í Portúgal. Þetta er þriðja keppnin á tímabilinu og útsendingar verða frá mótinu á laugardag klukkan 12:55 og á sunnudag hefst útsending klukkan 11:55. Sport 23.10.2005 17:51 Ásgeir og Þorvaldur líklegastir Ásgeir Elíasson og Þorvaldur Örlyggsson eru helst inn í myndinni um þjálfarastöðuna hjá fyrstu deildar liði Fram en þó koma nokkrir aðrir þjálfarar til greina. Þetta sagði Brynjar Jóhannesson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Fram, í samtali við Bylgjuna í morgun. Sport 23.10.2005 17:51 Ásakanirnar ósannar og ímyndun Umboðsmaður Christianos Ronaldo hjá Manchester United, Jorge Mendes, segir ásakanir gegn honum vegna gruns um að hafa nauðgað ungri konu á hótelherbergi í London 2. október síðastliðinn algerlega ósannar, ímyndun og hugarburður. Sport 23.10.2005 17:51 Liðin sváfu á verðinum Bob Bell, tæknistjóri Renault í Formúlu 1, segir að gömlu toppliðin Ferrari og McLaren hafi sofnað á verðinum á afstöðnu tímabili og vill meina að þau hafi ekki tekið Renault-liðið alvarlega í toppbaráttunni. Sport 23.10.2005 17:50 Liðsandinn lykillinn að sigri Flavio Briatore, stjóri Renault-liðsins í Formúlu 1, segir að liðsandinn hafi verið lykillinn að tvöföldum sigri Renault í ár, en liðið fagnaði sem kunnugt er sigri í bæði keppni ökumanna og bílasmiða á nýafstöðnu keppnistímabili. Sport 23.10.2005 17:34 « ‹ 325 326 327 328 329 330 331 332 333 … 334 ›
Enn meiðist Louis Saha Endurkomu framherjans Louis Saha hjá Manchester United hefur enn eina ferðina seinkað, eftir að í ljós kom að hann er meiddur á læri. Saha hefur verið meira og minna meiddur síðan hann kom til liðsins í janúar á síðasta ári. Sport 25.10.2005 14:50
Gæti þurft í aðgerð fljótlega Alan Shearer, fyrirliði Newcastle gæti þurft í aðgerð vegna kviðslits fljótlega, en meiðsli tengd því hafa verið að hrjá hann undanfarið. Sport 25.10.2005 14:18
Félagar Beckham hissa á rauða spjaldinu Pablo Garcia hjá Real Madrid sagðist mjög hissa á dómaranum að reka David Beckham af leikvelli fyrir litlar sakir í tapleiknum gegn Valencia á sunnudagskvöldið. Sport 25.10.2005 05:34
Flautukarfa Payton tryggði Miami sigur Fjórir æfingaleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt og þar bar hæst að Gary Payton tryggði Miami Heat eins stigs sigur á Atlanta Hawks með körfu á síðustu sekúndu leiksins. Sport 25.10.2005 05:47
ÍS lagði Breiðablik Einn leikur fór fram í kvennakörfunni í gærkvöldi. ÍS lagði Breiðablik með 68 stigum gegn 59. Jessalyn Deveny fór hamförum í liði Breiðabliks og skoraði 40 stig og hirti 13 fráköst. Sport 25.10.2005 05:16
Fulham er ekki til sölu Chris Coleman, knattspyrnustjóri Fulham, segir að ekkert sé til í sögusögnum þess efnis að Mohamed al Fayed hafi rætt við annan auðjöfur um helgina með það fyrir augum að selja félagið. Sport 24.10.2005 19:04
Róttækar breytingar á tímatökum Alþjóða bílasambandið samþykkti í gær að gera róttækar breytingar á tímatökum fyrir keppnir á næsta ári, þar sem keppt verður með útsláttarfyrirkomulagi. Nokkur lið eru vera mikið á móti þessum breytingum, sem eru gerðar með það fyrir augum að auka spennu og sjónvarpsáhorf. Sport 24.10.2005 17:01
Önnur kæra lögð fram á Val Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ hefur staðfest að sambandinu hafi borist kæra frá forráðamönnum Víkings á hendur Knattspyrnufélaginu Val fyrir að eiga ólöglegar viðræður við tvo af leikmönnum félagsins. Sport 24.10.2005 16:46
Þurfum að breyta hugarfarinu Knattspyrnustjóri Liverpool gaf leikmönnum sínum litla hvíld eftir tapið gegn Fulham um helgina og skipaði þeim á erfiða æfingu innan við sólarhring eftir leikinn. Hann segir að þeir þurfi að temja sér ný viðhorf ef þeir ætli sér að ná árangri og ætlar að tefla fram nánast sama liði gegn Crystal Palace annað kvöld til að reyna að slípa leik liðsins betur saman. Sport 24.10.2005 15:22
Steve Bruce hefur fullan stuðning David Gold, stjórnarformaður Birmingham, segir að þrátt fyrir slakt gengi liðsins í undanförnum leikjum, sé staða Steve Bruce örugg hjá félaginu og segist ennfremur ekki geta hugsað sér betri mann til að koma liðinu aftur á beinu brautina. Sport 24.10.2005 12:23
Dómarar fylgjandi nýrri tækni Dómarar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eru sagðir á einu máli um að taka í gagnið nýja tækni til að úrskurða um hvort boltinn fer yfir marklínu, eftir að enn eitt vafaatvikið leit dagsins ljós í leikjum helgarinnar. Sport 24.10.2005 12:04
Mark Gunnars Heiðars eitt af þeim bestu Á vefsíðu sænska blaðsins Aftonbladet geta lesendur nú tekið þátt í að kjósa mark ársins í sænska boltanum og þar er mark Gunnars Heiðars Þorvaldssonar gegn Djurgarden þann 3. október sl. eitt af þeim tíu mörkum sem tilnefnd eru. Mark Gunnars var sérlega glæsilegt og því er um að gera fyrir áhugasama að gefa honum sitt atkvæði á síðunni, þar sem einnig er hægt að sjá myndband af markinu. Sport 24.10.2005 11:24
Ekki hrifin af uppátækjum Beckham Íþróttasíður bresku blaðanna eru yfirfullar af myndum af David Beckham í dag, eftir að hann lét reka sig af leikvelli fyrir fíflagang í leik Real Madrid og Valencia í spænska boltanum í gærkvöldi og dálkahöfundar spyrja sig hvort Beckham sé í raun fyrirliðaefni enska landsliðsins eftir svona framkomu. Sport 24.10.2005 11:05
Hearts hefur áhuga á Robson Yfirmaður skoska úrvalsdeildarfélagsins Hearts, sem er í efsta sæti deildarinnar, hefur viðurkennt að félagið hafi áhuga á að ráða Sir Bobby Robson sem næsta knattspyrnustjóra félagsins, en sá gamli hafði áður látið í veðri vaka að hann hefði áhuga á starfinu. Sport 24.10.2005 10:17
Rétt að dæma Eið rangstæðan David Moyes, stjóri Everton, var ánægður með stigið gegn Chelsea í gær og vonar að það verði til þess að hleypa lífi í sína menn. Hann segir ákvörðun dómarans að dæma mark Didier Drogba af vegna rangstöðu hafa verið hárrétta. Sport 23.10.2005 22:58
Allt eftir bókinni 16-liða úrslitunum í Hópbílabikar karla í körfubolta lauk í kvöld með átta leikjum og segja má að úrslitin hafi verið eftir bókinni í flestum tilfellum. Sport 23.10.2005 22:33
Tveir leikir í kvöld Þór bar sigurorð af Víkingi/Fjölni á Akureyri í DHL deild karla í kvöld 31-26. Þá sigruðu Haukastúlkur Gróttu á Ásvöllum í hörkuleik 23-22 og lyftu sér í annað sæti deildarinnar. Sport 23.10.2005 22:05
Real tapaði heima Real Madrid tapaði 2-1 á heimavelli í æsilegum kvöldleik í spænska boltanum nú fyrir stundu. Zinedine Zidane misnotaði vítaspyrnu í leiknum og þeir David Beckham og Thomas Gravesen voru reknir af leikvelli. Sport 23.10.2005 20:53
Við skoruðum tvö mörk Knattspyrnustjóri Chelsea var mjög ósáttur við að ná aðeins jafntefli gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag og vildi meina að dómarinn hefði rænt löglegu marki af liði sínu, þegar Eiður Smári var dæmdur rangstæður í marki Didier Drogba. Sport 23.10.2005 20:13
Valerenga og Start efst Start er í efsta sæti í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir leiki dagsins, en aðeins ein umferð er eftir í deildinni. Valerenga er með jafn mörg stig og Start, en hefur lakara markahlutfall og því er ljóst að spennan verður gríðarleg í lokaumferðinni. Sport 23.10.2005 19:14
Gunnar Heiðar markakóngur Framherjinn knái hjá Halmstad, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, varð í dag markakóngur í sænsku úrvalsdeildinni þegar síðustu umferðinni lauk með heilli umferð. Halmstad tapaði lokaleiknum 2-0 fyrir Kalmar, en Gunnar varð engu að síður markahæstur í deildinni með 16 mörk. Sport 23.10.2005 19:18
Chelsea tapaði fyrstu stigum sínum Topplið Chelsea tapaði fyrstu stigum sínum í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð í dag, þegar liðið varð að sætta sig við jafntefli á útivelli gegn Everton. James Beattie skoraði mark Everton úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en Frank Lampard jafnaði metin í þeim síðari. Eiður Smári kom inná sem varamaður á 57. mínútu leiksins. Sport 23.10.2005 19:22
West Ham lagði Middlesbrough West Ham sigraði Middlesbrough 2-1 í ensku úrvalsdeildinni nú áðan og Bolton sigraði West Brom 2-0, en öll mörkin í leikjunum tveimur komu í síðari hálfleik. Chelsea var rétt í þessu að jafna leikinn gegn Everton, eftir að hafa lent undir 1-0. Sport 23.10.2005 19:30
Blackburn lagði Birmingham Blackburn Rovers bar sigurorð af Birmingham 2-0 í fyrsta leiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Paul Dickov skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu og Craig Bellamy innsiglaði sigur heimamanna, en bæði mörkin komu í síðari hálfleik. Birmingham er nú komið í bullandi fallbaráttu og hefur aðeins fengið 6 stig í fyrstu 10 leikjum sínum. Sport 23.10.2005 19:10
Loeb í öruggri forystu Heimsmeistarinn Sebastien Loeb á Citroen hefur örugga forystu í Korsíkurallinu sem fram fer um helgina og hefur unnið allar fyrstu átta sérleiðirnar, fjórar í gær og fjórar í dag. Sigur Loeb virðist því óumflýjanlegur ef ekkert kemur fyrir bíl hans á lokadeginum á morgun, en hann hefur níutíu sekúndna forskot á næsta mann. Sport 23.10.2005 17:51
A1 í opinni dagskrá um helgina Heimsbikarinn í kappakstri, A1, verður sýndur í opinni dagskrá á Sýn um helgina, þegar keppt verður í Portúgal. Þetta er þriðja keppnin á tímabilinu og útsendingar verða frá mótinu á laugardag klukkan 12:55 og á sunnudag hefst útsending klukkan 11:55. Sport 23.10.2005 17:51
Ásgeir og Þorvaldur líklegastir Ásgeir Elíasson og Þorvaldur Örlyggsson eru helst inn í myndinni um þjálfarastöðuna hjá fyrstu deildar liði Fram en þó koma nokkrir aðrir þjálfarar til greina. Þetta sagði Brynjar Jóhannesson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Fram, í samtali við Bylgjuna í morgun. Sport 23.10.2005 17:51
Ásakanirnar ósannar og ímyndun Umboðsmaður Christianos Ronaldo hjá Manchester United, Jorge Mendes, segir ásakanir gegn honum vegna gruns um að hafa nauðgað ungri konu á hótelherbergi í London 2. október síðastliðinn algerlega ósannar, ímyndun og hugarburður. Sport 23.10.2005 17:51
Liðin sváfu á verðinum Bob Bell, tæknistjóri Renault í Formúlu 1, segir að gömlu toppliðin Ferrari og McLaren hafi sofnað á verðinum á afstöðnu tímabili og vill meina að þau hafi ekki tekið Renault-liðið alvarlega í toppbaráttunni. Sport 23.10.2005 17:50
Liðsandinn lykillinn að sigri Flavio Briatore, stjóri Renault-liðsins í Formúlu 1, segir að liðsandinn hafi verið lykillinn að tvöföldum sigri Renault í ár, en liðið fagnaði sem kunnugt er sigri í bæði keppni ökumanna og bílasmiða á nýafstöðnu keppnistímabili. Sport 23.10.2005 17:34