Lög og regla Fylgjast með mótmælendum Útlendingastofnun mun í samráði við lögregluyfirvöld fylgjast með erlendum mótmælendum sem hyggjast mótmæla Kárahnjúkavirkjun í sumar. Forstjóri stofnunarinnar segir ástæðu til að skoða hvort grípa þurfi til varúðarráðstafana. Innlent 13.10.2005 19:19 Klippti númer af ótryggðum bílum Lögreglan í Kópavogi handtók fólk með smáræði af fíkniefnum í gærkvöldi en það var annað fíkniefnamálið sem kom upp í Kópavogi um helgina. Bæði málin teljast upplýst. Annars hafði Kópavogslögreglan þónokkuð að gera við að klippa númer af bílum sem ekki voru tryggðir en eigendur þeirra bíla geta verið í vonum málum ef þeir lenda í óhappi, jafnvel þótt þeir séu í rétti. Innlent 13.10.2005 19:19 Erill hjá lögreglu í Reykjanesbæ Lögreglumenn í Reykjanesbæ höfðu nokkuð að gera í gærkvöld og nótt þar sem töluvert var um slagsmál og ryskingar við skemmtistaðinn Traffic í Hafnargötu í Keflavík. Þá var maður laminn fyrir utan Vitann í Sandgerði með þeim afleiðingum að nokkrar tennur í honum brotnuðu, hann fékk skurði í andliti og þá kvartaði hann undan eymslum í brjóstkassa. Innlent 13.10.2005 19:18 Eldur í bústað í Tálknafirði Eldur kviknaði í sumarbústað í Tálknafirði á fimmta tímanum í nótt. Fjöldi fólks var í bústaðnum þegar eldurinn kom upp. Þrír voru fluttir á heilsugæslu Patreksfjarðar til frekari rannsóknar vegna gruns um reykeitrun að sögn lögreglunnar. Slökkviliðinu á Tálknafirði gekk vel að slökkva eldinn en bústaðurinn skemmdist mikið. Innlent 13.10.2005 19:18 Rólegt hjá lögreglunni í borginni Mikill mannfjöldi var saman kominn í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi og í nótt og virðist sem fólkið hafi að mestu leyti skemmt sér í sátt og samlyndi. Að sögn lögreglunnar er sárafátt sem stendur upp úr eftir nóttina, tvö minni háttar fíkniefnamál en fátt annað frásagnarvert. Klukkan sjö í morgun þegar vaktaskipti urðu á lögreglustöðinni var enn töluverður fjöldi á ferli í miðbænum. Innlent 13.10.2005 19:18 Helgin með besta móti Þó víða hefði verið erill hjá lögreglu um land allt voru lögreglumenn almennt afar ánægðir með helgina. Dansleikir voru víða eins og ávallt fyrir Sjómannadaginn en það er af sem áður var að kvíði væri í mönnum vegna þess enda þessi helgi undanfarin ár verið með besta móti. Innlent 13.10.2005 19:19 Sjö handteknir vegna fíkniefnamáls Sjö hafa verið handteknir á Raufarhöfn í dag vegna fíkniefnamáls. Við aðgerðina haldlagði lögregla nokkuð magn meintra fíkniefna, svo og tóla og tækja til fíkniefnaneyslu. Um það bil 25-30 grömm af hvítum efnum voru haldlögð og um 50 töflur sem líklegt þykir að séu e-töflur. Innlent 13.10.2005 19:18 Handtekin í kjölfar húsleitar Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók fimm manns í nótt eftir að nokkurt magn af hassi fannst við húsleit í bænum en lögregla leitaði að fíkniefnum í þremur húsum. Við leitina fundust einnig áhöld til neyslu fíkniefna. Innlent 13.10.2005 19:18 Töluverður erill hjá lögreglu Töluverður erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt en ölvun var talsverð í miðborginni langt fram eftir morgni. Er það ekki síst rakið til þess að veður var með besta móti auk þess sem skólastarfi er nýlokið. Innlent 13.10.2005 19:18 Fíkniefnafundur á Raufarhöfn Sjö voru handteknir eftir að talsvert magn fíkniefna fannst við húsleit lögreglu á Raufarhöfn í gærmorgun. Var um að ræða tæp 50 grömm af hvítum efnum og um 50 töflur sem líkur þóttu á að væru e-töflur en það hafði þó ekki verið staðfest. Innlent 13.10.2005 19:18 Eldur og eiturlyf í Grindavík Eitt fíkniefnamál upp í Grindavík á sjómannadagshátíðinni þar í bæ í nótt. Þá var lögregla og slökkvilið kölluð að heimahúsi í Grindavík vegna reyks sem lagði frá íbúð á jarðhæð. Þar reyndist eldur vera laus á eldavél en húsráðandinn, eldri kona, hafði brugðið sér úr húsi en gleymt að slökkva á eldavélinni. Víkurfréttir greina frá þessu. Innlent 13.10.2005 19:18 Vilja þyngri dóma í mansalsmálum Kristín Ástgeirsdóttir, sérfræðingur á rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands, segir nauðsynlegt að taka á öllum málum tengdum mansali, þar sem konur um allan heim eru oftar en ekki fórnarlömb, af ákveðni og hörku. Innlent 13.10.2005 19:18 Rockville brennur Mikill eldur var í Rockville, gömlu ratsjárstöðinni á Miðnesheiði, í nótt. Samkvæmt Víkurfréttum var fjölmennt slökkvilið sent á staðinn á þriðja tímanum í nótt og logaði þá mikill eldur í byggingu hjá kúluturnunum sem eru eitt helsta kennileiti staðarins. Innlent 13.10.2005 19:18 Par dæmt í fangelsi Maður og kona voru í gær dæmd í fangelsi fyrir innbrot og þjófnaði. Þau stálu meðal annars fartölvu úr bifreið og gerðu tilraun til þess að brjótast inn í skóla í Hörgárbyggð en flúðu þegar þjófavarnarkerfi skólans fór í gang. Innlent 13.10.2005 19:18 Hæstiréttur sneri tveimur dómum Hæstiréttur sneri í gær við tveimur dómum þar sem ökumenn höfðu verið sakfelldir fyrir að virða ekki hvíldarákvæði EES-samningsins. Í báðum málunum hafði Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmt bílstjórana til sektargreiðslu. Innlent 13.10.2005 19:18 Níu ákærðir Töluverður erill var hjá lögreglunni í Kópavogi í fyrrinótt og komu meðal annars upp fjögur fíkniefnamál. Innlent 13.10.2005 19:18 Fjórir unglingspiltar fá dóm Fjórir piltar, fæddir árin 1986 og 1987, voru dæmdir í sex til tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Piltarnir játuðu allir brot sín sem voru nokkur fjöldi innbrota auk minniháttar fíkniefnabrota. Haldi piltarnir skilorð í þrjú ár fellur refsing niður. Innlent 13.10.2005 19:18 Tveir mikið slasaðir Alvarlegt umferðarslys varð á Austurvegi í fyrrinótt þegar bifreið keyrði á ljósastaur og valt nokkrar veltur utan vegar. Þrír voru í bílnum og slösuðust þau sem fram í sátu alvarlega. Innlent 13.10.2005 19:18 Fjögur fíkniefnamál á sólarhring Kópavogslögreglan hefur komið upp um fjögur fíkniefnamál síðastliðinn sólarhring og hafa níu manns verið ákærðir. Grunur leikur á fíkniefnasölu í einu málanna. Upp komst um málin við reglubundið eftirlit á götum bæjarins en málin teljast öll upplýst. Innlent 13.10.2005 19:18 Reykjanesbær greiði 5 milljónir Hæstiréttur dæmdi í gær Reykjanesbæ til að greiða fyrrverandi starfsmanni bæjarins tæpar fimm milljónir króna. Maðurinn vann hjá Vatnsveitu Suðurnesja en þegar sú starfsemi færðist undir Hitaveitu Suðurnesja hf. rýrnuðu lífeyrisréttindi mannsins og tókst Reykjanesbæ ekki að sýna fram á að starfið sem hann fékk við breytingarnar væri sambærilegt fyrra starfi hvað ráðningarkjör varðar. Innlent 13.10.2005 19:18 40 daga fangelsi fyrir úlnliðsbrot Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrir stundu tvítugan karlmann í fjörutíu daga fangelsi, skilorðsbundið, fyrir að ráðast á unga konu á veitingastað í Grindavík með þeim afleiðingum að hún brotnaði á báðum úlnliðum. Atvikið átti sér stað á Sjávarperlunni fyrir rúmu ári. Innlent 13.10.2005 19:18 Dæmdir fyrir hass Fjórir piltar á aldrinum 18 til 19 ára voru í gær dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í sex til tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnaðarbrot og brot á fíkniefnalöggjöf. Innlent 13.10.2005 19:18 Reyndi að flýja úr umsjón lögreglu Maður frá Singapúr var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að smygla fólki á milli landa. Einn þeirra sem með honum voru í för reyndi að flýja úr umsjón lögreglu með því að stökkva út um glugga af annarri hæð. Innlent 13.10.2005 19:18 Kveiktu í mosa og sinu á æfingu Þyrla frá Varnarliðinu kveikti óvart eld í sinu og mosa sem nú brennur við Litla Sandfell í Þrengslum skammt frá þjóðveginum. Slökkvilið Þorlákshafnar með aðstoð slöllviliðsins í Hveragerði er á staðnum að berjast við eldinn. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Selfossi var þyrlan á æfingu og var reykblysi óvart sleppt á þurra jörðina. Innlent 13.10.2005 19:18 Ók út af Eyrarbakkavegi Bíl var ekið út af Eyrarbakkavegi á fimmta tímanum í morgun. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, kvartaði undan eymslum en var ekki talinn alvarlega slasaður. Bíllinn var óökufær á eftir. Innlent 13.10.2005 19:18 Eðlileg vinnubrögð Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, segir vinnubrögð lögreglunnar í Dettifossmálinu hafa verið eðlileg og gefur lítið fyrir gagnrýni sem kom fram hjá Jóni Magnússyni og Brynjari Níelssyni, hæstaréttarlögmönnum og verjendum tveggja sakborninga í málinu. Innlent 13.10.2005 19:18 Hálft ár fyrir að smygla Kínverjum Maður frá Singapúr var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa smyglað fólki ólöglega á milli landa. Fjórir Kínverjar voru með honum í för og um tíma var talið að stúlkurnar, sem eru þrjár, væru 15 til 17 ára gamlar. Nú hefur hins vegar verið staðfest að fólkið er á aldrinum 19 til 24 ára. Innlent 13.10.2005 19:18 Bankaræningi dæmdur Maður á þrítugsaldri, Jón Þorri Jónssson, var í gær dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa rænt útibú Búnaðarbankans að Vesturgötu 54. Innlent 13.10.2005 19:18 Mildaði dóm yfir bankaræningja Hæstiréttur mildaði í dag dóm yfir manni sem framdi vopnað rán í útbúi Búnaðarbankans við Vesturgötu í nóvember árið 2003. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt manninn í tveggja ára fangelsi en Hæstiréttur lækkaði refsinguna í fimmtán mánaða fangelsi. Ránið framdi maðurinn í slagtogi við annan mann sem ók flóttabílnum. Innlent 13.10.2005 19:18 Fékk hálfs árs fangelsi Kínverskur karlmaður var í gær dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir að reyna að smygla ungum Kínverjum um Ísland til Bandaríkjanna. Innlent 13.10.2005 19:18 « ‹ 58 59 60 61 62 63 64 65 66 … 120 ›
Fylgjast með mótmælendum Útlendingastofnun mun í samráði við lögregluyfirvöld fylgjast með erlendum mótmælendum sem hyggjast mótmæla Kárahnjúkavirkjun í sumar. Forstjóri stofnunarinnar segir ástæðu til að skoða hvort grípa þurfi til varúðarráðstafana. Innlent 13.10.2005 19:19
Klippti númer af ótryggðum bílum Lögreglan í Kópavogi handtók fólk með smáræði af fíkniefnum í gærkvöldi en það var annað fíkniefnamálið sem kom upp í Kópavogi um helgina. Bæði málin teljast upplýst. Annars hafði Kópavogslögreglan þónokkuð að gera við að klippa númer af bílum sem ekki voru tryggðir en eigendur þeirra bíla geta verið í vonum málum ef þeir lenda í óhappi, jafnvel þótt þeir séu í rétti. Innlent 13.10.2005 19:19
Erill hjá lögreglu í Reykjanesbæ Lögreglumenn í Reykjanesbæ höfðu nokkuð að gera í gærkvöld og nótt þar sem töluvert var um slagsmál og ryskingar við skemmtistaðinn Traffic í Hafnargötu í Keflavík. Þá var maður laminn fyrir utan Vitann í Sandgerði með þeim afleiðingum að nokkrar tennur í honum brotnuðu, hann fékk skurði í andliti og þá kvartaði hann undan eymslum í brjóstkassa. Innlent 13.10.2005 19:18
Eldur í bústað í Tálknafirði Eldur kviknaði í sumarbústað í Tálknafirði á fimmta tímanum í nótt. Fjöldi fólks var í bústaðnum þegar eldurinn kom upp. Þrír voru fluttir á heilsugæslu Patreksfjarðar til frekari rannsóknar vegna gruns um reykeitrun að sögn lögreglunnar. Slökkviliðinu á Tálknafirði gekk vel að slökkva eldinn en bústaðurinn skemmdist mikið. Innlent 13.10.2005 19:18
Rólegt hjá lögreglunni í borginni Mikill mannfjöldi var saman kominn í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi og í nótt og virðist sem fólkið hafi að mestu leyti skemmt sér í sátt og samlyndi. Að sögn lögreglunnar er sárafátt sem stendur upp úr eftir nóttina, tvö minni háttar fíkniefnamál en fátt annað frásagnarvert. Klukkan sjö í morgun þegar vaktaskipti urðu á lögreglustöðinni var enn töluverður fjöldi á ferli í miðbænum. Innlent 13.10.2005 19:18
Helgin með besta móti Þó víða hefði verið erill hjá lögreglu um land allt voru lögreglumenn almennt afar ánægðir með helgina. Dansleikir voru víða eins og ávallt fyrir Sjómannadaginn en það er af sem áður var að kvíði væri í mönnum vegna þess enda þessi helgi undanfarin ár verið með besta móti. Innlent 13.10.2005 19:19
Sjö handteknir vegna fíkniefnamáls Sjö hafa verið handteknir á Raufarhöfn í dag vegna fíkniefnamáls. Við aðgerðina haldlagði lögregla nokkuð magn meintra fíkniefna, svo og tóla og tækja til fíkniefnaneyslu. Um það bil 25-30 grömm af hvítum efnum voru haldlögð og um 50 töflur sem líklegt þykir að séu e-töflur. Innlent 13.10.2005 19:18
Handtekin í kjölfar húsleitar Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók fimm manns í nótt eftir að nokkurt magn af hassi fannst við húsleit í bænum en lögregla leitaði að fíkniefnum í þremur húsum. Við leitina fundust einnig áhöld til neyslu fíkniefna. Innlent 13.10.2005 19:18
Töluverður erill hjá lögreglu Töluverður erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt en ölvun var talsverð í miðborginni langt fram eftir morgni. Er það ekki síst rakið til þess að veður var með besta móti auk þess sem skólastarfi er nýlokið. Innlent 13.10.2005 19:18
Fíkniefnafundur á Raufarhöfn Sjö voru handteknir eftir að talsvert magn fíkniefna fannst við húsleit lögreglu á Raufarhöfn í gærmorgun. Var um að ræða tæp 50 grömm af hvítum efnum og um 50 töflur sem líkur þóttu á að væru e-töflur en það hafði þó ekki verið staðfest. Innlent 13.10.2005 19:18
Eldur og eiturlyf í Grindavík Eitt fíkniefnamál upp í Grindavík á sjómannadagshátíðinni þar í bæ í nótt. Þá var lögregla og slökkvilið kölluð að heimahúsi í Grindavík vegna reyks sem lagði frá íbúð á jarðhæð. Þar reyndist eldur vera laus á eldavél en húsráðandinn, eldri kona, hafði brugðið sér úr húsi en gleymt að slökkva á eldavélinni. Víkurfréttir greina frá þessu. Innlent 13.10.2005 19:18
Vilja þyngri dóma í mansalsmálum Kristín Ástgeirsdóttir, sérfræðingur á rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands, segir nauðsynlegt að taka á öllum málum tengdum mansali, þar sem konur um allan heim eru oftar en ekki fórnarlömb, af ákveðni og hörku. Innlent 13.10.2005 19:18
Rockville brennur Mikill eldur var í Rockville, gömlu ratsjárstöðinni á Miðnesheiði, í nótt. Samkvæmt Víkurfréttum var fjölmennt slökkvilið sent á staðinn á þriðja tímanum í nótt og logaði þá mikill eldur í byggingu hjá kúluturnunum sem eru eitt helsta kennileiti staðarins. Innlent 13.10.2005 19:18
Par dæmt í fangelsi Maður og kona voru í gær dæmd í fangelsi fyrir innbrot og þjófnaði. Þau stálu meðal annars fartölvu úr bifreið og gerðu tilraun til þess að brjótast inn í skóla í Hörgárbyggð en flúðu þegar þjófavarnarkerfi skólans fór í gang. Innlent 13.10.2005 19:18
Hæstiréttur sneri tveimur dómum Hæstiréttur sneri í gær við tveimur dómum þar sem ökumenn höfðu verið sakfelldir fyrir að virða ekki hvíldarákvæði EES-samningsins. Í báðum málunum hafði Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmt bílstjórana til sektargreiðslu. Innlent 13.10.2005 19:18
Níu ákærðir Töluverður erill var hjá lögreglunni í Kópavogi í fyrrinótt og komu meðal annars upp fjögur fíkniefnamál. Innlent 13.10.2005 19:18
Fjórir unglingspiltar fá dóm Fjórir piltar, fæddir árin 1986 og 1987, voru dæmdir í sex til tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Piltarnir játuðu allir brot sín sem voru nokkur fjöldi innbrota auk minniháttar fíkniefnabrota. Haldi piltarnir skilorð í þrjú ár fellur refsing niður. Innlent 13.10.2005 19:18
Tveir mikið slasaðir Alvarlegt umferðarslys varð á Austurvegi í fyrrinótt þegar bifreið keyrði á ljósastaur og valt nokkrar veltur utan vegar. Þrír voru í bílnum og slösuðust þau sem fram í sátu alvarlega. Innlent 13.10.2005 19:18
Fjögur fíkniefnamál á sólarhring Kópavogslögreglan hefur komið upp um fjögur fíkniefnamál síðastliðinn sólarhring og hafa níu manns verið ákærðir. Grunur leikur á fíkniefnasölu í einu málanna. Upp komst um málin við reglubundið eftirlit á götum bæjarins en málin teljast öll upplýst. Innlent 13.10.2005 19:18
Reykjanesbær greiði 5 milljónir Hæstiréttur dæmdi í gær Reykjanesbæ til að greiða fyrrverandi starfsmanni bæjarins tæpar fimm milljónir króna. Maðurinn vann hjá Vatnsveitu Suðurnesja en þegar sú starfsemi færðist undir Hitaveitu Suðurnesja hf. rýrnuðu lífeyrisréttindi mannsins og tókst Reykjanesbæ ekki að sýna fram á að starfið sem hann fékk við breytingarnar væri sambærilegt fyrra starfi hvað ráðningarkjör varðar. Innlent 13.10.2005 19:18
40 daga fangelsi fyrir úlnliðsbrot Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrir stundu tvítugan karlmann í fjörutíu daga fangelsi, skilorðsbundið, fyrir að ráðast á unga konu á veitingastað í Grindavík með þeim afleiðingum að hún brotnaði á báðum úlnliðum. Atvikið átti sér stað á Sjávarperlunni fyrir rúmu ári. Innlent 13.10.2005 19:18
Dæmdir fyrir hass Fjórir piltar á aldrinum 18 til 19 ára voru í gær dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í sex til tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnaðarbrot og brot á fíkniefnalöggjöf. Innlent 13.10.2005 19:18
Reyndi að flýja úr umsjón lögreglu Maður frá Singapúr var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að smygla fólki á milli landa. Einn þeirra sem með honum voru í för reyndi að flýja úr umsjón lögreglu með því að stökkva út um glugga af annarri hæð. Innlent 13.10.2005 19:18
Kveiktu í mosa og sinu á æfingu Þyrla frá Varnarliðinu kveikti óvart eld í sinu og mosa sem nú brennur við Litla Sandfell í Þrengslum skammt frá þjóðveginum. Slökkvilið Þorlákshafnar með aðstoð slöllviliðsins í Hveragerði er á staðnum að berjast við eldinn. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Selfossi var þyrlan á æfingu og var reykblysi óvart sleppt á þurra jörðina. Innlent 13.10.2005 19:18
Ók út af Eyrarbakkavegi Bíl var ekið út af Eyrarbakkavegi á fimmta tímanum í morgun. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, kvartaði undan eymslum en var ekki talinn alvarlega slasaður. Bíllinn var óökufær á eftir. Innlent 13.10.2005 19:18
Eðlileg vinnubrögð Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, segir vinnubrögð lögreglunnar í Dettifossmálinu hafa verið eðlileg og gefur lítið fyrir gagnrýni sem kom fram hjá Jóni Magnússyni og Brynjari Níelssyni, hæstaréttarlögmönnum og verjendum tveggja sakborninga í málinu. Innlent 13.10.2005 19:18
Hálft ár fyrir að smygla Kínverjum Maður frá Singapúr var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa smyglað fólki ólöglega á milli landa. Fjórir Kínverjar voru með honum í för og um tíma var talið að stúlkurnar, sem eru þrjár, væru 15 til 17 ára gamlar. Nú hefur hins vegar verið staðfest að fólkið er á aldrinum 19 til 24 ára. Innlent 13.10.2005 19:18
Bankaræningi dæmdur Maður á þrítugsaldri, Jón Þorri Jónssson, var í gær dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa rænt útibú Búnaðarbankans að Vesturgötu 54. Innlent 13.10.2005 19:18
Mildaði dóm yfir bankaræningja Hæstiréttur mildaði í dag dóm yfir manni sem framdi vopnað rán í útbúi Búnaðarbankans við Vesturgötu í nóvember árið 2003. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt manninn í tveggja ára fangelsi en Hæstiréttur lækkaði refsinguna í fimmtán mánaða fangelsi. Ránið framdi maðurinn í slagtogi við annan mann sem ók flóttabílnum. Innlent 13.10.2005 19:18
Fékk hálfs árs fangelsi Kínverskur karlmaður var í gær dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir að reyna að smygla ungum Kínverjum um Ísland til Bandaríkjanna. Innlent 13.10.2005 19:18