Dýraheilbrigði

Fréttamynd

Starfshópur leggur til að blóðmerahald verði áfram leyfilegt

Starfshópur, sem skipaður var af matvælaráðherra í lok síðasta árs, leggur til að blóðmerahald verði áfram leyfilegt. Matvælaráðherra hefur ákveðið að setja reglugerð um starfsemina sem gildir til þriggja ára þar sem skýrt er kveðið á um hvaða skilyrði starfsemin þurfi að uppfylla.

Innlent
Fréttamynd

Súla drapst við Kasthústjörn

Íbúi á Álftanesi telur ekki ólíklegt að súlan hafi verið smituð af hinni skæðu fuglaflensu sem nú geisar og vonar að smit berist ekki í hundruð fugla sem þarna koma.

Innlent
Fréttamynd

Fuglar um allt land detta dauðir niður

Fuglaflensa hefur nú greinst í að minnsta kosti tólf villtum fuglum víða um landið og ljóst er að þessi skæði sjúkdómur er nú orðinn útbreiddur og smithætta fyrir alifugla er  mikil. Viðbúnaðarstig verður hækkað í rautt þegar sjúkdómurinn greinist í alifuglum og þurfa bændur að gæta sín vel. 

Innlent
Fréttamynd

Fuglaflensa greinist í fleiri villtum fuglum

Fuglaflensuveirur af gerðinni H5 greindust í átta sýnum af fimmtán sem tekin voru úr villtum fuglum í vikunni og rannsökuð á Tilraunastöð HÍ að Keldum. Matvælastofnun ítrekar mikilvægi þess að fuglaeigendur verndi fugla sína gegn smiti.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er inflúensuveira sem getur stökkbreyst mjög auðveldlega”

Yfirdýralæknir segir alvarlegt ef smit af skæðu fuglaflensuafbrigði berst inn á alifuglabú. Veiran getur drepið fugla á tveimur dögum. Heimilishænsn eru fyrstu heimilisdýrin á Íslandi sem hafa greinst með veiruna. MAST hefur útbúið kort sem sýnir útbreiðslu smita og sýna sem hafa verið tekin. 

Innlent
Fréttamynd

Biðla til fólks að handleika ekki veika fugla án hlífðarbúnaðar

Matvælastofnun biðlar til fólks að fara varlega verði það vart við ósjálfbjarga fugla í umhverfi sínu þar sem þeir gætu mögulega verið smitaðir af fuglaflensuveirunni. Ekki skuli handleika slíka fugla, hvort sem þeir eru dauðir eða lifandi, án tilskilins hlífðarbúnaðar.

Innlent
Fréttamynd

Fuglaflensa staðfest í hænunum á Skeiðum

Fuglaflensan hefur nú greinst í heimilishænum en sýni voru tekin úr hænum á bænum Reykjum á Skeiðum í síðustu viku. Tilkynnt var um það síðastliðinn föstudag að fuglaflensa hefði greinst í þremur villtum fuglum, þar á meðal í hrafni sem fannst dauður á Skeiðum. Þá var sterkur grunur um að hænurnar á Skeiðum væru smitaðar sem hefur nú verið staðfest.

Innlent
Fréttamynd

Landsmenn hugi að sóttvörnum

Það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ef fuglaflensa berst inn á stærri alifuglabú að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Landsmenn eru hvattir til að huga vel að sóttvörnum, ekki síst í kringum dauða fugla.

Innlent
Fréttamynd

Fuglaflensa greinst hér á landi

Fuglaflensa hefur verið staðfest í þremur villtum fuglum sem fundist hafa hér á landi undanfarna daga. Um er að ræða heiðagæs við Hornafjörð, hrafn á Skeiðum í Árnessýslu og súlu rétt við Strandarkirkju við Suðurstandaveg.

Innlent
Fréttamynd

Biðlisti á námskeið um aðskilnaðarkvíða

Biðlisti er hjá hundaþjálfara sem sérhæfir sig í aðskilnaðarkvíða hunda en í verstu tilvikum þarf að gefa hundinum kvíðalyf. Talið er að allt að fjórir af hverjum tíu hundum þjáist af aðskilnaðarkvíða.

Innlent
Fréttamynd

Grísir eru nú geltir með bólusetningu

Risa skref hefur verið stigið í svínarækt hér á landi því nú eru grísir ekki geltir lengur með skurðaðgerð, heldur eru þeir bólusettir gegn galtarlykt og galtabragði, sem samsvarar geldingu.

Innlent
Fréttamynd

Safnar sögum um ketti sem finnast langt að heiman: „Þetta getur ekki verið tilviljun“

Nýjum Facebook hóp er ætlað að kortleggja sögur af köttum sem týnast og finnast langt frá heimili sínu en nokkuð hefur borið á því undanfarið. Stofnandi hópsins telur að í einhverjum tilvikum séu óprúttnir aðilar að fara með kettina í annað bæjarfélag. Hún segir það óskiljanlega mannvonsku að fara illa með ketti og því sé mikilvægt að ná þeim sem stunda slíkt. 

Innlent
Fréttamynd

Blóðpeningar

Töluvert hefur verið til umfjöllunar sú iðja að taka blóð úr fylfullum merum í þeim tilgangi að búa til hormón sem m.a. notað er til að auka frjósemi gylta. Í heimildaþætti sem sýndur var í Þýskalandi var farið ítarlega yfir þetta mál þar í landi. Hormón sem er búið til á Íslandi úr blóði fylfullra hryssa er einmitt notað í svínarækt á meginlandinu.

Skoðun