Mannauðsmál

Fréttamynd

Deildarstýri – deildarstýra – deildar­stjóri

Tungumálið endurspeglar sögu okkar. Ef við höfum hugrekki til að breyta sögunni verðum við að hafa hugrekki til að breyta tungunni. Það er skjalfest stefna Orkuveitunnar að vera „forystuafl fjölbreytileika og jafnréttis“ þar sem byggður er upp „öruggur og inngildandi vinnustaður.“

Skoðun
Fréttamynd

„Ég nenni ekki að standa í ein­hverju veseni“

„Ég á það til dæmis til að tala svolítið mikið. Samt hef ég ekkert meiri rétt til þess að tala á kaffistofunni en starfsfólkið. Enda hef ég sagt við þau að þá verði þau bara að segja mér að þegja,“ segir dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólastjóri Framhaldsskólans á Laugum og íþróttalýsandi.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Hann eyði­leggur alltaf alla stemningu um leið og hann kemur“

„Oft er þetta bara einn starfsmaður á vinnustaðnum sem er ekki að taka ábyrgð á starfinu sínu, stuðar fólk eða hegðar sér þannig að allir eru á tánum í kringum viðkomandi og enginn þorir að segja neitt,“ segir Sigríður Indriðadóttir, framkvæmdastjóri Saga Competence sem dæmi um aðstæður á vinnustað þar sem þögla herinn er að finna.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Já­kvæður orða­forði eykur hamingju og vel­líðan

Jákvæð sálfræði var kynnt sem fræðigrein í kringum aldamótin, vísindagrein sem gengur þvert á allar greinar sálfræðinnar og leitast við að greina hugsun, hegðun og lífstíl þeirra sem eru hamingjusöm og vegnar vel í lífinu.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég var skít­hrædd að senda þessa tölvu­pósta“

„Ég var skíthrædd að senda þessa tölvupósta. Hafði alltaf haft á mér þann merkimiða að ég væri svona „introvert“ og alls ekki nógu góð í neinu sem héti tengslanetsmyndun,“ segir Rakel Guðmundsdóttir eignarhaldsstjóri hjá Alfa Framtak og hlær.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Mun stýra mann­auðs­málum Al­vot­ech

Jenný Sif Steingrímsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra mannauðsmála hjá Alvotech. Jenný gekk til liðs við Alvotech í október 2022 og hefur verið mannauðsráðgjafi fyrir rannsóknar- og þróunarsvið Alvotech.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fögnum fjöl­breyti­leikanum: Pól­verjar flestir, síðan Lit­háar, síðan Ís­lendingar

„Í fyrirtækjum þar sem starfsfólkið er af jafn mörgum mismunandi þjóðernum og hjá okkur skiptir máli að hafa góða yfirsýn yfir þekkinguna og mannauðinn innan okkar veggja. Það er áskorun en á sama tíma gríðarlega spennandi verkefni,“ segir Guðfinna Ingjaldsdóttir, sviðstjóri mannauðs- og sjálbærni hjá Dögum, en þar er starfsfólk 800 talsins frá 41 landi.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Eiga ekki bara að vera Ís­lendingar í betur launuðu störfunum

„Við þurfum að reyna að breikka viðmiðin á öllum vinnustöðum því þannig sköpum við tækifæri til starfsþróunar fyrir allt starfsfólk. Í framlínustörfum eins og þjónustu eða ræstingum á ekki bara að vera fólk af erlendu bergi brotið, á meðan Íslendingarnir eru í betur launuðum störfum,“ segir Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Sýnileikadagur FKA: „Mikið er hún góð þessi!“

„Ein sem ég þekki ákvað til dæmis eitt sinn að taka svolítið karlana á þetta, bjóða þeim í einn og einn golfhring. Og hvað gerðist? Jú, strax eftir fyrsta höggið var viðmótið öðruvísi og hún sá hvernig svipurinn á andlitinu á þeim breyttist í: Mikið er hún góð þessi!“segir Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir og hlær.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Besti vinnu­staðurinn '23:  Enginn er yfir­maður eða  undir­maður

„Nei ég myndi ekki segja að það væri flatur strúktúr hjá okkur, því hér erum við öll með mjög skýr hlutverk og skýrar ábyrgðir,“ segir Anna Signý Guðbjörnsdóttir framkvæmdastjóri þegar hún skýrir út að hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Kolibri þar sem hún starfar, er í raun ekki talað um að neinn sé yfirmaður né undirmaður.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Besti vinnu­­staðurinn fyrir konur '24: Viljum upp­­hefja ræstinga­starfið

„Jú við erum afar stolt af þessari viðurkenningu, sérstaklega að hafa náð því að teljast besti vinnustaðurinn fyrir konur að starfa á. Því umræða fjölmiðla er oft neikvæð í garð ræstingafyrirtækja og fólks sem starfar í geiranum. Þetta er samt heilmikið starf og kallar oft á mikla sérþekkingu,“ segir Dagbjört Una Helgadóttir, mannauðstjóri AÞ Þrifa, sem nýverið hlaut viðurkenninguna Besti vinnustaðurinn fyrir konur 2024.

Atvinnulíf
Fréttamynd

For­stjóri Isavia: „Ein af mínum glímum er forðunarhegðun“

„Vissulega er það skrýtin upplifun að sitja með mínu fólki á fundi og segja „Ég heiti Sveinbjörn og ein af mínum glímum er forðunarhegðun.“ En ég er einfaldlega sannfærður um að ef ætlunin er að ná enn meiri árangri, snýst stóra verkefnið einfaldlega um að byrja á því að breyta hjá manni sjálfum,“ segir Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Þar eru leið­togar sem virðast hafa eitt­hvað extra“

„Það gerist oft í krísum að við áttum okkur á því að mögulega þarf vinnustaður að breyta vinnustaðamenningunni. Því það er í krísum sem við áttum okkur á því hvað hjá okkur er ekki að virka,“ segir Eyþór Eðvarðsson stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun.

Atvinnulíf