Íslenski handboltinn

Fréttamynd

Seinni leikur Hauka í dag

Íslandsmeistarar Hauka í handbolta áttu ekki í neinum vandræðum með að leggja Brechem frá Lúxemborg að velli í fyrri leik liðanna um sæti í meistaradeild. Haukarnir unnu 34-25 í Lúxemborg en liðin eigast við á sama stað í dag.

Sport
Fréttamynd

Valur niðurlægði Tblisi

Handknattleikslið Vals vann ótrúlegan 51-15 sigur á georgísku meisturunum í HC Tblisi í Evrópukeppni félagsliða í handknattleik í Laugardalshöllinni nú áðan. Valur hafði forystu 27-4 í hálfleik og það var Fannar Friðgeirsson sem var markahæstur í liði Vals með 12 mörk.

Sport
Fréttamynd

Valsmenn bjóða frítt í Höllina

Valur tekur á móti H/C Tbilisi í dag og á morgun í 1. umferð Evrópukeppni félagsliða í handbolta og fara báðir leikirnir fram í Laugardalshöll. Leikurinn í dag hefst klukkan 17 og á morgun er leikið klukkan 14.10. Ókeypis er á leikina og því um að gera fyrir handboltaunnendur að fjölmenna.

Sport
Fréttamynd

Kiel sigraði Hamborg

Einn leikur var á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Kiel vann Hamborg á útivelli, 23-20, en Hamborg hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í deildinni.

Sport
Fréttamynd

Góð byrjun Hauka í Evrópukeppninni

Haukastúlkur spiluðu í gærkvöld sinn fyrsta leik í Evrópukeppni þegar þær mættu ítalska liðinu Pelplast og ekki er hægt að segja annað en Haukaliðið hafi byrjað með glæsibrag, því þær unnu stórsigur 38-19 og eru því í mjög góðri stöðu fyrir síðari leik liðanna.

Sport
Fréttamynd

Stjarnan sigraði á Ragnarsmóti

Stjarnan sigraði á Ragnarsmótinu í handknattleik sem fram fór á Selfossi um helgina þegar liðið lagði Fylki í úrslitaleik 33-22.

Sport
Fréttamynd

Göppingen lagði Hamborg

Tveir leikir voru í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Göppingen vann Hamborg 33-26. Jaliecky Garcia gat ekki leikið með Göppingen vegna meiðsla. Nýliðar Melsungen lögðu Fullingen á heimavelli 23-20.

Sport
Fréttamynd

Haukastúlkur mæta Salerno

Kvennalið Hauka leikur í kvöld gegn Salerno frá Ítalíu í EFH-bikarnum í handknattleik, en leikur liðanna hefst klukkan átta að Ásvöllum. Þetta er í fyrsta skipti sem kvennalið Hauka tekur þátt í Evrópukeppni en aðgangur að leiknum í kvöld er ókeypis.

Sport
Fréttamynd

Öruggur sigur Lemgo

Þýska úrvalsdeildin í handknattleik hófst í gær þegar Wilhelmshavener tók á móti Lemgo. Lemgo hafði yfirburði í leiknum og sigraði 34-25. Gylfi Gylfason skoraði eitt mark fyrir Wilhelmshavener og Ásgeir Örn Hallgrímsson sem lék í gær sinn fyrsta leik í þýsku úrvalsdeildinni skoraði eitt mark fyrir Lemgo.

Sport
Fréttamynd

Fylkir og Stjarnan í úrslit

Það verða Fylkir og Stjarnan sem leika til úrslita á Ragnarsmótinu í handknattleik sem fram fer á Selfossi. Stjarnan sigraði ÍBV í gær 29-23 og Selfoss og Fylkir gerðu jafntefli, 26-26. Fylkir vann sigur í B-riðli en Stjarnan varð í efsta sæti A-riðils.

Sport
Fréttamynd

Dregið í undankeppni EM kvenna

Ísland leikur í riðli með Tyrklandi, Sviss, Búlgaríu, Ítalíu og Belgíu í undankeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik sem fram fer í nóvember. Fjögur efstu liðin í riðlinum komast áfram í úrslitaumferðina sem fram fer næsta vor.

Sport
Fréttamynd

Danir heimsmeistarar ungmenna

Danir tryggðu sér í gær heimsmeistaratitilinn í handknattleik karla 21 árs og yngri, en Danir sigruðu Serba og Svartfellinga í úrslitum 40-25. Ungverjar urðu í þriðja sæti, en þeir lögðu Þjóðverja 28-27 í leik um bronsið.

Sport
Fréttamynd

Valur sigraði á Reykjavíkurmóti

Valur sigraði í gær á Opna Reykjavíkurmótinu í handknattleik þegar liðið lagði Fram í úrslitaleik 32-31. Í kvennflokki sigraði Valur Stjörnuna í úrslitum 28-23.

Sport
Fréttamynd

Ísland hafnaði í níunda sæti

Ísland lagði Ísrael að velli í leiknum um níunda sætið á heimsmeistaramóti piltalandsliða í handknattleik í Ungverjalandi í gær, 35-32.

Sport
Fréttamynd

Ísland í 9. sæti

Íslenska landsliðið í handknattleik karla 21 árs og yngri tryggði sér 9. sætið á heimsmeistaramótinu í Ungverjalandi í morgun með því að bera sigurorð af Ísraelsmönnum, 35-32. Í hálfleik var staðan 18-17 fyrir Íslendinga.

Sport
Fréttamynd

Ísland lagði Suður Kóreu

U21 árs karlalandslið Íslands í hanbolta vann S. Kóreu í dag með eins marks mun, 34-33 á heimsmeistaramótinu í Ungverjalandi. Staðan í hálfleik var 15-17 fyrir Kóreuliðið. Ásgeir Örn Hallgrímsson var markahæstur Íslands með 13 mörk, Ernir Hrafn Arnarson með 6 og Árni Sigryggsson fjögur. Ísland mun því leika um 9. sætið á mótinu á laugardag.

Sport
Fréttamynd

Ísland enn án stiga í milliriðli

Íslenska ungmennlandsliðið í handknattleik  tapaði fyrir Dönum með átta marka mun, 33-25, í milliriðli á heimsmeistaramótinu í Ungverjalandi í gær. Staðan í hálfleik var 16-12 fyrir Dani. Arnór Atlason var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk. Íslendingar hafa ekki fengið stig í milliriðlinum og mæta Suður-Kóreumönnum á fimmtudag, en íslenska liðið leikur um 9. til 11. sætið á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Steinlágu gegn Dönum

Íslenska landsliðið í handknattleik karla 21 árs og yngri töpuðu fyrir Dönum með 33 mörkum gegn 25 í millrriðli á heimsmeistaramótinu í Ungverjalandi í dag. Í hálfleik var staðan 16-12 fyrir Dani, sem hafa tryggt sér sæti í undanúrslitum. Þetta var fjórði ósigur Íslendinga í röð á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Tap gegn Egyptum

Íslenska landsliðið í handknattleik karla 21 árs og yngri tapaði fyrir Egyptum með 30 mörkum gegn 25 í fyrsta leiknum í millriðli á heimsmeistaramótinu í Ungverjalandi í dag. Í hálfleik var staðan 14-12 fyrir Egypta. Árni Sigtryggsson skoraði 8 mörk í leiknum,  Ásgeir Örn Hallgrímsson 7 og Ernir Hrafn Arnarson 4.

Sport
Fréttamynd

Vonbrigði í Ungverjalandi

Eftir tvo sigra á Chile og Kongó í upphafi heimsmeistaramóts U-21 landsliða í Ungverjalandi hafa allir þrír leikir Íslands gegn stærri þjóðum tapast, nú síðast gegn Egyptum í gær, 30-25.

Sport
Fréttamynd

Skjern vann sigur á Barcelona

Danska handknattleiksliðið Skjern, sem Vignir Svavarsson, Vilhjálmur Halldórsson og Jón Jóhannesson leika með og Aron Kristjánsson þjálfar, bar sigurorð af spænsku Evrópumeisturunum Barcelona í æfingleik á sunnudagskvöldinu með einu marki, 29 - 28. Vignir skoraði fimm mörk, Vilhjálmur tvö og Jón eitt.

Sport
Fréttamynd

Ísland tapaði fyrir Þjóðverjum

Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri tapaði í dag fyrir liði Þýskalands, 30-27. Staðan í hálfleik var 15-10, Þjóðverjum í vil. Úrslitin þýða að Ísland kemst áfram í milliriðlakeppnina en tekur engin stig með sér, þar sem liðið tapaði fyrir Spáni í gær.

Sport
Fréttamynd

Leikið gegn Þjóðverjum í dag

Íslendingar mæta Þjóðverjum í dag á heimsmeistaramótinu í handknattleik leikmanna 21 árs og yngri. Íslenska liðið tapaði með eins marks mun fyrir Spánverjum í gær. Eyjamaðurinn Kári Kristjánsson, sem leikur með Haukum á næstu leiktíð, var markahæstur í íslenska liðinu, skoraði 11 mörk og var valinn maður leiksins.

Sport
Fréttamynd

Stigalausir inn í milliriðil

Íslenska piltalandsliðið í handbolta tapaði í gær sínum öðrum leik í röð á Heimsmeistaramótinu í Ungverjalandi þegar það lá 27-30 fyrir Þýskalandi í sínum fjórða og síðasta leik í riðlakeppninni.

Sport
Fréttamynd

Tap fyrir Spáni í handboltanum

U21 landslið karla í handbolta beið í dag lægri hlut fyrir Spánverjum á heimsmeistarmótinu í Ungverjalandi. Spánn vann 32-31 en staðan í hálfleik var 17-12 fyrir Spán. Íslendingar eru í þriðja sæti síns riðils með fjögur stig en þeir spænsku í öðru sæti. Þýskaland er í fyrsta sæti en næsti leikur Íslands er á morgun gegn Þjóðverjum.

Sport
Fréttamynd

Mæta Spánverjum í dag

Íslendingar mæta í dag Spánverjum á heimsmeistaramóti leikmanna 21 árs og yngri í handbolta en keppt er í Ungverjalandi. Íslendingar og Þjóðverjar hafa forystu í b-riðli, en Íslendingar hafa unnið Chilemenn og Kongomenn með miklum yfirburðum.

Sport
Fréttamynd

Loutoufi og Baldvin semja við Val

Valsmenn skrifuðu í gær undir samning við franska handknattleiksmanninn Mohamad Loutoufi og þá var gengið frá samningi við Baldvin Þorsteinsson, en Baldvin hafði greint frá því að hann hygðist leika með fyrrum félögum sínum í KA í vetur og yfirgefa Hlíðarenda. Samingaviðræður Baldvins og Vals höfðu siglt í strand, en sættir náðust um síðustu helgi.

Sport
Fréttamynd

Ísland burstaði Chile

Íslenska landsliðið í handbolta karla 21 árs og yngri burstaði Chile með 20 marka mun 43-23 á heimsmeistaramótinu í Ungverjalandi í kvöld. Í hálfleik var staðan 24-10. Árni Sigtryggsson var markahæstur okkar manna og gerði 12 mörk.Arnór Atlason og Ragnar Njálsson skoruðu 5 mörk hvor og Ernir Hrafn Arnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson 4 hvor.

Sport
Fréttamynd

Baldvin áfram hjá Val

Baldvin Þorsteinsson skrifaði í dag undir samning við handknattleiksdeild Vals en leikmaðurinn sem hefur leikið með Hlíðarendaliðinu undanfarin tvö ár hafði hugsað sér til hreyfings en hefur nú ákveðið að vera áfram í herbúðum liðsins. Þá gerði liðið samning við franska leikmanninn Mohamadi Loutoufi...

Sport