Valsmenn bjóða frítt í Höllina 9. september 2005 00:01 Valur tekur á móti H/C Tbilisi í dag og á morgun í 1. umferð Evrópukeppni félagsliða í handbolta og fara báðir leikirnir fram í Laugardalshöll. Leikurinn í dag hefst klukkan 17 og á morgun er leikið klukkan 14.10. Ókeypis er á leikina og því um að gera fyrir handboltaunnendur að fjölmenna. Lítið er vitað um þetta georgíska lið og því má segja að Valsmenn renni blint í sjóinn fyrir viðureignirnar tvær. Fréttablaðið hafði samband við Óskar Bjarna Óskarsson, þjálfara Vals, sem var spenntur fyrir viðureignunum við þetta nánast óþekkta lið. "Við vitum að þeir eru með ungt lið, það er eina vitneskja okkar um þá. Við reyndum að sjálfsögðu að fá upplýsingar um liðið í gegnum Róland Val Eradze, fyrrum Valsmann. Hann tók hins vegar þann pól í hæðina að tjá sig hvorki við okkur né Georgíumennina en þjálfari þeirra er góðvinur hans frá því hann lék í heimalandinu." "En annars held ég það skipti ekki öllu máli þó við vitum lítið um andstæðingana því við þurfum að hugsa um okkur sjálfa. Við erum með mikið breytt lið frá því á síðasta tímabili, höfum misst fjóra leikmenn og fengið aðeins einn." "Þrátt fyrir að við séum með óreynt lið í svona Evrópukeppni vil ég nú meina að við ættum að fara áfram, því heimavöllurinn gefur okkur ákveðið forskot og vonandi að við fáum góðan stuðning. Ég er afar þakklátur fyrirtækjunum Danól, Norðlenska og Ölgerðinni fyrir að bjóða fólki frítt á völlinn. Það er búið að leggja mikið í þetta dæmi, það kostaði okkur 1,8 milljónir króna að fá leikina báða hér á landi," sagði Óskar Bjarni, þjálfari Vals. Íslenski handboltinn Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sjá meira
Valur tekur á móti H/C Tbilisi í dag og á morgun í 1. umferð Evrópukeppni félagsliða í handbolta og fara báðir leikirnir fram í Laugardalshöll. Leikurinn í dag hefst klukkan 17 og á morgun er leikið klukkan 14.10. Ókeypis er á leikina og því um að gera fyrir handboltaunnendur að fjölmenna. Lítið er vitað um þetta georgíska lið og því má segja að Valsmenn renni blint í sjóinn fyrir viðureignirnar tvær. Fréttablaðið hafði samband við Óskar Bjarna Óskarsson, þjálfara Vals, sem var spenntur fyrir viðureignunum við þetta nánast óþekkta lið. "Við vitum að þeir eru með ungt lið, það er eina vitneskja okkar um þá. Við reyndum að sjálfsögðu að fá upplýsingar um liðið í gegnum Róland Val Eradze, fyrrum Valsmann. Hann tók hins vegar þann pól í hæðina að tjá sig hvorki við okkur né Georgíumennina en þjálfari þeirra er góðvinur hans frá því hann lék í heimalandinu." "En annars held ég það skipti ekki öllu máli þó við vitum lítið um andstæðingana því við þurfum að hugsa um okkur sjálfa. Við erum með mikið breytt lið frá því á síðasta tímabili, höfum misst fjóra leikmenn og fengið aðeins einn." "Þrátt fyrir að við séum með óreynt lið í svona Evrópukeppni vil ég nú meina að við ættum að fara áfram, því heimavöllurinn gefur okkur ákveðið forskot og vonandi að við fáum góðan stuðning. Ég er afar þakklátur fyrirtækjunum Danól, Norðlenska og Ölgerðinni fyrir að bjóða fólki frítt á völlinn. Það er búið að leggja mikið í þetta dæmi, það kostaði okkur 1,8 milljónir króna að fá leikina báða hér á landi," sagði Óskar Bjarni, þjálfari Vals.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sjá meira