Guðmundur Andri Thorsson

Fréttamynd

Á Gnitaheiði

Daglega berast fréttir af uppgjöri fjármálastofnana og engu líkara en að ný keppni sé hafin hjá samkeppnishetjunum sem forðum áttu í metingi um stærstu jeppana, sniðugustu nöfnin á eignarhaldsfélögunum, hæstu turnana og asnalegust poppstjörnurnar í afmælunum. Nú er tekist á um það hver tapaði mestu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ótrygg er ögurstundin

Þegar þetta er skrifað á sunnudegi líður manni eins og nú sé ögurstundin - augnablikið þegar náttúran heldur niðri í sér andanum áður en aftur fer að falla að… Manni finnst eitthvað í vændum. Eitthvað er um garð gengið. Og ótrygg er ögurstundin.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ómissandi fólk

Valdastólar landsins geyma ómissandi fólk. Afgangurinn af þjóðinni er hins vegar missandi. Það má alveg segja upp starfsfólki á spítulum og skrifstofum, skólum og elliheimilum, arkitektastofum, bönkum, byggingafyrirtækjum, fjölmiðlum, frystihúsum… já öllum fyrirtækjunum sem ekki geta lengur greitt laun vegna efnahagsstjórnar hins ómissandi fólks. Allar þessar vinnufúsu hendur sem af trúmennsku hafa haldið hjólum atvinnulífsins gangandi - þær mega nú hvíla verklausar í skauti. En á valdastólunum situr aftur á móti ómissandi fólk.

Fastir pennar
Fréttamynd

Og enn sitja þau

Íslensk stjórnvöld virðast ekki treysta sér til þess að lögsækja bresku stjórnina eftir beitingu hryðjuverkalaganna gagnvart íslensku bönkunum. Málið er þæft. Það er hummað. Það er bent. Í austur og vestur?… Nei, hinir eiga að gera það, nei, þetta er ekki í mínum verkahring?…?

Fastir pennar
Fréttamynd

Nýja manngildið

Ekki dettur mér í hug að halda því fram að við séum öll samsek í hruninu en hitt er annað mál að samfélag okkar var sjúkt. Verðmætamatið var brenglað. Sameiginleg auðlind landsmanna sem nýtt hafði verið gegnum aldirnar af þjóðinni var afhent nokkrum fjölskyldum sem síðan tóku að rukka þá sem sjóinn vildu sækja fyrir aðgang. Þá var fjandinn laus.

Fastir pennar
Fréttamynd

Orrustan um Ísland

Þetta var klassískur Davíð. Stefna hans hafði beðið algjört og varanlegt skipbrot. Með hann við stýrið lá þjóðarskútan brotin í spón upp við klett og íslenska þjóðin ekki bara rúin inn að skinni heldur fordæmd og fyrirlitin í öllum þeim löndum sem hún hefur þráð viðurkenningu hjá allt frá því að hún fór fyrst að tifa óstyrkum fótum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Frestarinn

Ég man eftir snjöllum pistli hjá Þráni Bertelssyni í útvarpinu í gamla daga þar sem hann gerði þá játningu að hann væri „frestari", geymdi það til morgundagsins sem betur væri gert í dag. Margir hlustendur sáu sjálfa sig í lýsingu Þráins - og vissulega ég.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tuggur tvær

Fyrir utan heilræðið um að við eigum nú að reyna að vera góð við börnin okkar - rétt eins og eitthvað annað hafi staðið til - þá held ég að tvær tuggur ráðamanna séu einna óbærilegastar um þessar mundir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Flatskjár og platskjár

Nokkuð er nú talað um að við þurfum öll að líta í eigin barm. Sagt er að við höfum öll dáð svo mjög útrásarvíkingana að við séum jafnvel á einhvern hátt samsek - ekki síst þau okkar sem varð það á að kaupa sér flatskjássjónvarp sem ævinlega er talað um eins og einhvers konar hástig óráðsíu Íslendinga, gott ef ekki sambærilega dellunni í auðmönnunum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Reiðarekstefnan

Maður horfir á Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra standa við hliðina á Geir Haarde og segja að ekki sé tímabært að huga að mannabreytingum í stjórn Seðlabankans, þótt leitun sé á bankastjórum í mannkynssögunni sem jafn rúnir eru öllu trausti, alls staðar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fé án hirðis

Ég hef heyrt virta hagfræðinga tala um að yfirtakan á Glitni hafa verið mesta axaskaft Íslandssögunnar. Ég hef líka heyrt virta hagfræðinga segja að hún hafi engu breytt..

Fastir pennar
Fréttamynd

Gegnum dimman kynjaskóg

Þegar þetta er skrifað upp úr hádegi á sunnudegi fer vaxandi sú nagandi tilfinning að beðið sé eftir Godot. Algjört ráðleysið endurspeglast í Pétri Blöndal að tala um það í Silfrinu að selja Þjórsá...

Fastir pennar
Fréttamynd

Á ári Steinsins

Á þessu ári, þann 13. október hefði Steinn Steinarr orðið hundrað ára en þann 25. maí síðastliðinn voru fimmtíu ár liðin frá dauða hans. Borgaryfirvöld ætla að minnast þessara tímamóta með því að láta reisa enn eina styttuna af Tómasi Guðmundssyni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Afmörkuð listaverk?

Kristinn E. Hrafnsson, myndlistarmaður og stjórnarmaður í LHÍ, skrifaði grein í Moggann 8. september þar sem hann átelur þau sem lýst hafa efasemdum um nýbyggingu Listaháskólans á Laugavegi. Hann krefst þess að byggingin sé "glæsilegt mannvirki" og sakar fólk um áhugaleysi, þekkingarskort og leti, segir að þau láti "hjá líða að rýna í formfræði, fagurfræði og hugmyndagrunn byggingarinnar".

Fastir pennar
Fréttamynd

Eðli starfa

Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, gæti gert nánast hvern sem er að femínista. Haft var eftir honum í Morgunblaðinu á laugardaginn var að ekki ætti að fara eingöngu eftir menntun þegar komi að röðun stétta í launaflokka, heldur eigi "miklu frekar að taka mið af eðli starfa“.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bestu stjórnmálamenn í heimi

Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður skrifaði pistil á heimasíðu sína í síðustu viku þar sem hann velti vöngum yfir því hvort setja ætti stjórnmálamönnum siðareglur en kemst ekki að afdráttarlausri niðurstöðu - er svo sem tilbúinn að skoða það en er ekki alveg viss og sér ýmis vanhöld á því að slíkt sé framkvæmanlegt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Morfeus og bræður

Skrafskjóðurnar á internetinu voru að skrifa sumar hverjar um það í gær og fyrradag að handbolti væri ekkert frægur í útlöndum og var það einkum haft til marks að þetta þætti skrýtin íþrótt hjá einhverjum bandarískum bloggurum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Það var platað mig

Stundum þegar ég hitti gamla vini sem búa enn í Reykjavík og þeir spyrja mig hvort það sé ekki alltaf rok þarna úti á Álftanesi þá svara ég: „Það er ekki eins og þú búir í einhverju Flórída“.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nálgunarbann er frelsun

Í Hæstarétti sitja tveir dómarar sem Sjálfstæðisflokkurinn tróð þangað í markvissri viðleitni sinni til að auka ítök Flokksins í dómsvaldinu. Nú súpum við seyðið af því.

Fastir pennar
Fréttamynd

Á hlaupahjólinu

Viðskiptablöðin eru stundum með svona dálka þar sem ungt fólk í viðskiptalífinu rekur dæmigerðan dag í lífi sínu.

Fastir pennar
Fréttamynd

14 Fóstbræður

Saving Iceland var með aðgerðir á laugardaginn á athafnasvæði Norðuráls í Helguvík þar sem hópurinn mótmælti jarðhitavirkjunum og vakti athygli á mannréttindabrotum Century Alumininum í Afríku og á Jamæku, að því er sagði í fréttum. Þetta var kunnuglegt. Fólk tjóðraði sig við vélar og prílaði í krönum og allt fór víst vel og skikkanlega fram. Lögregla fylgdist álengdar með aðgerðunum án þess að hafast að en handtók þó einn mótmælanda í lokin fyrir þær sakir að vilja ekki segja til nafns.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skrýtin nefnd og skrýtin viðbrögð

Ein af þessum skrýtnu nefndum sem stundum eru skipaðar varð fyrr í sumar til þess að styggja Sagnfræðingafélagið. Þetta var nefnd á vegum forsætisráðherra undir forsæti Svöfu Grönfeldt rektors HR en skýrslan sem nefndin skilaði af sér hét að sögn "Ímynd Íslands, styrkur staða og stefna".

Fastir pennar
Fréttamynd

Rifist um sátt

Þau eru að rífast um Þjóðarsáttina. Hver átti hugmyndina, hverjum ber heiðurinn, hverjir voru leikendur, hver var leikstjórinn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Átök skynsemi og trúar

Í síðustu Lesbók birtist grein eftir Björgu Hjartardóttur kynjafræðing þar sem hún skrifar í nokkrum umvöndunartóni um Hirsi Ali, sómalska rithöfundinn sem skorið hefur upp herör gegn kvennakúgun í trúræðissamfélögum íslams.

Fastir pennar
Fréttamynd

Töframeðal nútímans

Í hinum indælu ferðaþáttum Michaels Palins sem sýndir voru í sjónvarpinu um daginn var það sláandi að ekki er svo aumt og langhrjáð land í Evrópu að þar gangi ekki lestir, sem Palin hoppaði upp í glaður í bragði og létthífaður af öllu hvítvíninu sem alltaf var verið að gefa honum, eins og hann hefði aldrei frétt af því hvílík skömm og hneisa það er að þurfa að ferðast með öðru fólki í vagni – láta hreinlega annan mann um aksturinn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bjargvættir eða fargvættir

Andspænis ísbirni er fyrsta hugsun Íslendings ekki sú að knúsa hann - að minnsta kosti ekki skagfirsks karlmanns sem á byssu. Ísbjörninn er vissulega tákn fyrir náttúruna í augum þjóðarinnar, en sú náttúra er ekki góð í sjálfri sér þótt hún kunni að vera fögur og mikilfengleg.

Fastir pennar
Fréttamynd

Greining og hættumat

Kjartan Ólafsson hefur farið fram á það við Björn Bjarnason dómsmálaráðherra að hann biðjist fyrir hönd ríkisins afsökunar á því að sími Kjartans og annarra var hleraður á sínum tíma. Björn hefur svarað því efnislega svo að dómur sögunnar sé fallinn. Kjartan og allt hitt fólkið hafi átt hleranirnar skilið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Arfur Melkorku

Flóttamannavandamálið á Akranesi snýst ekki um það hver þau eru - heldur hver við erum. Hitt er svo aftur annað mál að það hvernig við erum mun hafa áhrif á hvernig þau verða. Sem aftur breytir okkur. Sem aftur breytir þeim...

Fastir pennar
Fréttamynd

Er Bréf til Láru bjánalegt?

Skemmtileg umræða var í Morgunblaðinu í síðustu viku um gáfnafar unglinga í framhaldi af léttúðugum ummælum Egils Helgasonar í Kiljunni þegar rætt var um Bréf til Láru eftir Þórberg. Hann sagði glaðhlakkalega: „Unglingar eru náttúrlega mjög vitlausir."

Fastir pennar
Fréttamynd

Í útlöndum er ónýtt kjöt

Þegar ég var krakki var kjúklingur aðallega eitthvert fínerí í útlöndum. Á þeim árum var samræmdur matseðill á öllum heimilum landsins alla daga vikunnar.

Fastir pennar