Refurinn Gústi jr.

Eftirminnilegustu og sætustu dýr ársins
Það er sama hvað gengur á í þjóðfélaginu. Heimsfaraldur, jarðskjálftar, eldgos eða talningaklúður í Borgarnesi. Í allri ólgunni virðast sæt dýr vera eina festan á fordæmalausum tímum.

Söfnuðu hundrað þúsund krónum fyrir Píeta með bragðarefnum Gústa Jr.
Ísbúðin Háaleiti og Ágúst Beinteinn, sem gengur undir nafninu Gústi B, söfnuðu hundrað þúsund krónum fyrir Píeta samtökin með sölu bragðarefsins Gústa Jr. sem hófst um síðustu helgi.

Gústi B gerir upp stóra refamálið og frumsýnir tónlistarmyndband
„Lagið Gústi Jr. er tilraun til þess að útkljá stóra refamálið í eitt skipti fyrir öll.Málið hefur tekið sinn toll og þrátt fyrir margt gott sem hefur komið í kjölfarið erum við nafnarnir einfaldlega búnir á því.“

Dýralæknir MAST segir Gústa Jr. sýna skýr merki um streitu og telur brotið á honum
Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun (MAST), segist telja þörf á því staðreyndir í máli refsins Gústa Jr. komi fram, en talsvert hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum að undanförnu. Hún segir það skýrt að verið sé að brjóta gegn velferð refsins.

Samdi lag um átökin við MAST: Tvísaga um hvort hann sé raunverulegur eigandi
Héraðsdómur Reykjavíkur veitti lögreglu þann 12. október heimild til húsleitar á heimili Ágústs Beinteins Árnasonar. Vísir greindi frá því í síðustu viku að lögregla og fulltrúar Matvælastofnunar (MAST) hafi gripið í tómt þegar til stóð að sækja ref sem Ágúst hefur haldið sem gæludýr.

Refir falli undir skilgreiningu um gæludýr
Lögmaður ungs manns sem á ref telur afar skrýtið hvernig Matvælastofnun hefur beitt sér í því að ná refnum af honum. Hann segir að ekki sé hægt að útiloka að refir geti skilgreinst sem gæludýr ef þeir alast upp á heimili manna.

Aðstoðarvarðstjóri á eftirlaunum átti ref og skilur ekkert í Matvælastofnun
„Ég skil ekkert í Matvælastofnun að hafa ruðst inn til greyið stráksins til að reyna taka af honum refinn,“ segir Hlöðver Magnússon, fyrrverandi aðstoðarvarðstjóri hjá lögreglunni. Og kona hans, Ástríður Sveinsdóttir, eða Ásta, tekur undir með honum: „Já, mér finnst það bara dónaskapur,“ segir hún. Hjónin áttu sjálf ref árið 1993 og voru þekkt fyrir að ganga um með hann í bandi.

Ruddust inn með leitarheimild til að taka refinn en gripu í tómt
Ágústi Beinteini Árnasyni brá heldur betur í brún þegar tveir einkennisklæddir lögreglumenn mættu að heimili hans ásamt fulltrúa Matvælastofnunar (MAST) í síðustu viku með húsleitarheimild. Markmiðið var að finna og taka af Ágústi, sem er kallaður Gústi B, ref sem hann hefur haldið síðasta eina og hálfa mánuðinn, Gústa Jr. Þeir gripu þó í tómt.

Magnús Norðdahl hættur að hugsa um kosningarnar og farinn að verja refi
Magnús Davíð Norðdahl, lögfræðingur og oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum, er hættur að hugsa um kosningamálið í bili og farinn að snúa sér aftur að lögfræðistörfum. Þar á meðal máli sem kom nýlega inn á borð lögfræðistofu hans, um refinn Gústa Jr. sem Vísir hefur fjallað um.

Of seint fyrir Gústa að aðlagast náttúrunni og sambúðin versni þegar hann þroskast
„Gústi refur hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu og þá sérstaklega „eigandi“ hans Tiktok stjarnan Ágúst Beinteinn Árnason. Refur þessi er haldinn að því er virðist í miðborg Reykjavíkur þar sem hann er í tjóðri eiganda síns honum til skemmtunar. Það þarf að sjálfsögðu ekki að fjölyrða um að hér er um lögbrot að ræða, enda refir villt dýr sem ekki má halda án sérstaks leyfis.“

Reyndu að taka refinn og koma honum í Húsdýragarðinn
Refurinn Gústi Jr. hefur vakið talsverða lukku á samfélagsmiðlinum TikTok en það er Ágúst Beinteinn Árnason, sem á hann. Á miðlinum hefur hann birt fjölda myndbanda af sér og refnum á flakki um bæinn. Matvælastofnun er ekki eins hrifin af uppátækinu, hefur reynt að taka refinn af Ágústi og segir málið vera í ferli hjá héraðsdýralækni.