Fjármálamarkaðir ACRO hagnast um 600 milljónir eftir tugprósenta tekjuaukningu í fyrra ACRO verðbréf skilaði metafkomu á árinu 2023 þrátt fyrir krefjandi aðstæður á mörkuðum, þar sem velta á hlutabréfamarkaði dróst talsvert saman, og áformar að greiða meira en sex hundruð milljónir í arð til eigenda félagsins. Á liðnu ári keyptu ACRO eigin bréf í tengslum við starfslok fyrrverandi hluthafa sem verðmat verðbréfafyrirtækið á ríflega einn milljarð. Innherji 12.4.2024 10:44 Erum frekar að fá til okkar skuldabréfafjárfesta sem horfa til langs tíma Þær takmarkanir sem eru á framvirkum gjaldeyrisskiptasamningum útilokar í reynd að erlendir skuldabréfasjóðir geti farið að eiga í vaxtamunarviðskiptum af þeirri stærðargráðu sem var á árunum fyrir bankahrun, að sögn seðlabankastjóra. Innflæði fjármagns í íslensk ríkisbréf hefur aukist stöðugt að undanförnu og nemur yfir 40 milljörðum á síðustu sex mánuðum. Innherji 10.4.2024 17:23 Vogunarsjóðum Akta reitt þungt högg eftir óvænt gengisfall Alvotech Ævintýralegar sveiflur hafa verið á gengi vogunarsjóða í stýringu Akta á undanförnum vikum samhliða hröðu risi og síðan falli á hlutabréfaverði Alvotech. Sjóðastýringarfélagið hefur lagt mikið undir á Alvotech, sem fékk undir lok febrúar langþráð samþykki fyrir markaðsleyfi í Bandaríkjunum, en einn af flaggskipssjóðum Akta tók dýfu um nærri fimmtíu prósent á nokkrum viðskiptadögum þegar það fór að síga á ógæfuhliðina hjá líftæknilyfjafyrirtækinu á hlutabréfamarkaði. Innherji 9.4.2024 10:29 Núverandi staða bjóði upp á stýrivaxtalækkun Varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika telur að hagkerfið sé komið á þann stað að Seðlabankinn geti byrjað að lækka stýrivexti. Ákvörðun sín um að hætta í bankanum tengist þó ekki því að hann var ósammála peningastefnunefnd. Honum hafi einfaldlega boðist spennandi starf. Innlent 8.4.2024 20:00 Rafmyntasjóður hækkaði um 71 prósent á þremur mánuðum og á „mikið inni” Rafmyntasjóður Visku hækkaði um 70,5 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins, nokkuð meira en sem nemur hækkun rafmyntanna Bitcoin og Ethereum. Sjóðstjórar félagsins telja að markaðurinn „eigi mikið inni” og benda á það styttist í að þvingaðar sölur þrotabúa á rafmyntum ljúki og „erfitt að sjá hvaða markaðsaðilar taki við sölukeflinu.“ Innherji 8.4.2024 16:26 Bankarnir gætu þurft að hækka útlánakjör til að vega upp tapaðar vaxtatekjur Ákvörðun peningastefnunefndar um að hækka fasta vaxtalausa bindiskyldu í því skyni að láta lánastofnanir bera hluta af kostnaði sem fylgir gjaldeyrisforðanum mun að óbreyttu þýða tapaðar vaxtatekjur fyrir bankana, að sögn hagfræðings, sem bendir á að Seðlabankinn hafi sjálfur mikinn hag af stórum forða. Aðgerðin styður við peningalegt aðhald en áframhaldandi vöxtur í peningamagni er til marks um að umsvifin séu enn mikil í hagkerfinu. Innherji 6.4.2024 12:56 Landsmenn treysta fjármálaráðgjöf minnst allra Evrópuþjóða Íslendingar bera minnst traust allra íbúa Evrópu til fjármálaráðgjafar fjármálastofnanna. Þá er helmingur allra landsmanna neikvæður gagnvart fjármálakerfinu. Bankastjóri Arion banka telur að fjármálahrunið hafi enn þá áhrif. Hægt sé að snúa þessu við með góðum starfsháttum. Innlent 4.4.2024 20:01 Vill að bankarnir beri einnig kostnað af ábata sem fylgir miklum gjaldeyrisforða Á sérstökum aukafundi sínum hefur peningastefnunefnd Seðlabankans ákveðið að hækka fasta bindiskyldu á lánastofnanir með það að markmiði að „dreifa betur“ kostnaði við að reka peningastefnuna og treysta fjármögnun gjaldeyrisforðans. Þetta er í annað sinn á innan við ári sem bindiskyldan er hækkuð sem að öðru óbreyttu ætti að minnka svigrúm banka til útlána en hlutabréfaverð þeirra hefur lækkað nokkuð eftir tilkynningu Seðlabankans. Innherji 4.4.2024 10:50 Væntingar skuldabréfamarkaðar til stýrivaxta Væntingar til stýrivaxta og verðbólgu hafa mikil áhrif á skuldabréfaverð og því er eðlilegt að velta fyrir sér hvaða væntingar megi lesa út úr núverandi skuldabréfaverðum. Á smærri og óstöðugri mörkuðum eins og á Íslandi, stöndum við oft frammi fyrir öðruvísi vandamálum en á stærri og rótgrónari mörkuðum. Umræðan 4.4.2024 08:01 Bíður enn svara frá Bankasýslunni og áformar að leggja hana niður Fjármála-og efnahagsráðherra segir kaup Landsbankans á TM tryggingafélagi í höndum Bankasýslu ríkisins, aðspurð hvort hún ætli að reyna að koma í veg fyrir kaupin. Hún væntir skýringa frá Bankasýslunni á aðkomu stofnunarinnar að kaupunum í næstu viku. Þá standi enn til að leggja Bankasýsluna niður. Innlent 3.4.2024 20:01 Alvotech í mótvindi þegar eftirspurn innlendra fjárfesta mettaðist Gæfan hefur snúist hratt gegn hlutabréfafjárfestum í Alvotech sem hafa séð bréfin lækka um þriðjung eftir að félagið náði hinum langþráða áfanga að fá markaðsleyfi í Bandaríkjunum. Enn er beðið eftir að fyrirtækið ljúki stórum sölusamningum vestanhafs og væntingar um innkomu nýrra erlendra fjárfesta á kaupendahliðina hafa ekki gengið eftir. Skarpt verðfall síðustu viðskiptadaga framkallaði veðköll á skuldsetta fjárfesta en á sama tíma og búið er að þurrka út stóran hluta af hækkun ársins hafa erlendir greinendur tekið vel í uppfærða afkomuáætlun Alvotech og hækkað verðmöt sín á félagið. Innherji 3.4.2024 10:55 Lækkun Úrvalsvísitölunnar tók niður CAPE-hlutfallið í marsmánuði Úrvalsvísitalan lækkaði talsvert í síðasta mánuði á sama tíma og ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisskuldabréfa hækkaði. Virði félaga í Kauphöllinni hefur fallið nokkuð á árinu sem hlutfall af hagsveifluleiðréttum hagnaði þeirra. Umræðan 2.4.2024 08:28 Hagnaður Stefnis minnkaði um ellefu prósent eftir sveiflukennt ár á mörkuðum Sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir, sem er í eigu Arion banka, skilaði um 1.095 milljóna króna hagnaði í fyrra og dróst hann saman um meira en ellefu prósent en eignir í stýringu minnkuðu jafnframt lítillega á ári sem einkenndist af sveiflum á verðbréfamörkuðum. Innlausnir hjá fjárfestum í stærsta innlenda hlutabréfasjóði landsins voru samtals tæplega 2,5 milljarðar á síðasta ári. Innherji 1.4.2024 11:03 Tuttugu milljóna hámark sett á einstaklinga Hver einstaklingur má að hámarki kaupa í Íslandsbanka fyrir tuttugu milljónir. Samkvæmt nýju frumvarpi um sölu bankans sem lagt hefur verið fyrir Alþingi verður áhersla lögð á að selja til einstaklinga, sem munu njóta forgangs við úthlutun. Viðskipti innlent 27.3.2024 18:23 Eyrir færir niður tvö sprotasöfn um nærri fimm milljarða á tveimur árum Hlutur Eyris Invest í tveimur fjárfestingafélögum í nýsköpun var færður niður um jafnvirði 2,1 milljarð króna, eða 49 prósent á árinu 2023 í bókum fjárfestingafélagsins. Þetta er annað árið í röð sem virði þeirra er fært mikið niður vegna erfiðra markaðsaðstæðna en á komandi aðalfundi er ráðgert að fyrrverandi framkvæmdastjóri Klíníkurinnar verði nýr stjórnarformaður félagsins sem stýrir sprota- og vaxtarsjóðum Eyris Innherji 27.3.2024 17:04 LIVE fjárfesti fyrir 1,5 milljarð í First Water og fer með sex prósenta hlut Lífeyrissjóður verslunarmanna fjárfesti fyrir 1,5 milljarða króna með beinum hætti í landeldinu First Water þegar fiskeldið kláraði stórt hlutfjárútboð í fyrra og var þá verðmetið á liðlega 25 milljarða. Stjórnarformaður sjóðsins, næst stærsti lífeyrissjóður landsins, kallar eftir því að settur verði aukinn kraft í greiningu vænlegra innviðafjárfestinga svo hægt sé að virkja sem fyrst tækifærin sem bíða á því sviði. Innherji 22.3.2024 15:55 Vill samskipti Bankasýslunnar og ráðuneytis upp á yfirborð Fjárlaganefnd ætlar að óska eftir upplýsingum frá Bankasýslunni um samskipti stofnunarinnar og fjármálaráðuneytisins vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingafélagi. Formaður nefndarinnar hefur efasemdir um kaupin en telur rétt að bíða eftir skýringum. Innlent 22.3.2024 11:51 Nær ómöglegt að hætta við kaupin Nær ómögulegt er fyrir Landsbankann að hætta við að kaupa TM að mati dósents við Háskóla Íslands. Hætti bankinn við séu allar líkur á að hann baki sér skaðabótaskyldu. Fjármálafyrirtæki hafi undanfarið keypt tryggingafyrirtæki og því ekkert óeðlilegt við kauptilboðið. Innlent 21.3.2024 21:00 Bauð talsvert betur en Íslandsbanki í baráttunni um að kaupa TM Fjórum mánuðum eftir að Kvika hafði hrundið af stað formlegu söluferli á TM var það ríkisfyrirtækið Landsbankinn, stærsti banki landsins á alla helstu mælikvarða, sem skilaði inn álitlegasta tilboðinu í allt hlutafé tryggingafélagsins – og ætlar sér núna að blása til sóknar þvert á vilja eigandans. Bankinn naut ráðgjafar fyrrverandi forstjóra annars tryggingafélags til margra ára við kaupin og er sagður hafa augljóslega langað mest allra tilboðsgjafa að komast yfir TM. Innherji 19.3.2024 15:03 Teya fjárfestir í framtíð verslunar á Íslandi Þrátt fyrir að hafa verið leiðandi á íslenskum markaði í áratugi hefur Teya haldið sig í skugganum síðustu misseri og lítið farið fyrir fyrirtækinu út á við. Samstarf 19.3.2024 13:41 Tvísýn ákvörðun en markaðurinn veðjar á óbreytta vexti enn um sinn Þrátt fyrir skaplega niðurstöðu í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði vegur þyngra að síðasta verðbólgumæling var slæm, talsvert yfir spám greinenda, og því er erfitt fyrir peningastefnunefnd Seðlabankans að réttlæta á þessari stundu að hefja vaxtalækkunarferlið, að mati meirihluta markaðsaðila og hagfræðinga í vaxtakönnun Innherja. Aðrir benda á hækkandi raunvaxtastig, skýr merki um kólnun í hagkerfinu og lækkandi verðbólguvæntingar og telja að bankinn muni því fara í varfærna vaxtalækkun í fyrsta sinn frá árslokum 2020. Innherji 18.3.2024 15:04 Verðhækkanir Oculis leiða til 1,4 milljarða hagnaðar hjá Brunni vaxtarsjóði Hagnaður Brunns vaxtarsjóðs, sem meðal annars hefur fjárfest í Oculis, DTE og EpiEndo Pharmaceuticals, jókst verulega á milli ára og nam 1,4 milljörðum króna á árinu 2023. Innherji 16.3.2024 11:01 Ríkið klárar sölu á grænu evrubréfi til tíu ára upp á um 110 milljarða Íslenska ríkið er að klára útgáfu á sínu fyrsta græna skuldabréfi í erlendri mynt til tíu ára upp á 750 milljónir evra, jafnvirði um 110 milljarða íslenskra króna. Margföld umframeftirspurn var á meðal erlendra skuldabréfafjárfesta í útboðinu en skuldabréfaútgáfan er sú fyrsta hjá ríkissjóði á alþjóðlegum mörkuðum frá því snemma árs 2021. Innherji 14.3.2024 14:37 Ríkið að ráðast í fyrstu grænu útgáfuna með evrubréfi til tíu ára Íslenska ríkið vinnur nú að því að ljúka við sölu á sjálfbærum skuldabréfum til alþjóðlegra fjárfesta en meira en þrjú ár eru liðin frá síðustu útgáfu ríkissjóðs á erlendum mörkuðum. Fulltrúar Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins funda nú með fjárfestum, ásamt erlendum ráðgjöfum stjórnvalda, en um verður að ræða fyrstu grænu útgáfuna hjá ríkissjóði. Innherji 13.3.2024 13:33 Háir raunvextir þrengja að rekstrarumhverfi fyrirtækja næstu misserin Fjárhagsstaða kerfislega mikilvægra banka hér á landi er sterk, sem birtist meðal annars í góðu aðgengi þeirra að fjármögnun, en hækkandi raunvextir eru farnir að fara draga úr eftirspurn heimila og fyrirtækja eftir lánsfjármagni, að sögn fjármálastöðugleikanefndar. Hún vekur athygli á því að þyngri greiðslubyrði lána ásamt minnkandi efnahagsumsvifum auki líkur á greiðsluerfiðleikum sem hafi neikvæð áhrif á fjármálastöðugleika. Innherji 13.3.2024 09:07 Fjármálaþjónusta og regluverk í 150 ár SFF eru fylgjandi því að hér á landi starfi fjármálafyrirtækin undir alþjóðlega viðurkenndu regluverki sem stuðlar að heilbrigðu fjármálaumhverfi og byggir um leið undir traust á starfseminni. En það eru engin efnisleg rök fyrir því að við í okkar litla hagkerfi búum við þrengri og stífari reglur sem auka flækjustig og þannig frekari áhættu og kostnað við að veita landsmönnum trausta fjármálaþjónustu. Umræðan 13.3.2024 08:00 Bið á vaxtalækkun meðan óvissa er um fjármögnun á kjarapakka stjórnvalda Nýgerðir samningar á almennum vinnumarkaði fela í sér launahækkanir við neðri mörk þess sem sést hefur í kjarasamningum síðustu fimmtán ár og lengd þeirra ætti að minnka verðbólguáhættu og auka fyrirsjáanleika, að mati viðmælenda Innherja á fjármálamarkaði, en ólíkar skoðanir eru um áhrifin á verðbólguhorfur. Miklu máli skiptir fyrir vaxtalækkunarferlið að stjórnvöld skýri hvernig þau hyggjast fjármagna tugmilljarða útgjaldaaðgerðir sínar sem eru „óhjákvæmilega“ sagðar vera eftirspurnarhvetjandi. Innherji 12.3.2024 11:48 Nálgast erlenda markaði af meiri varkárni en snörp leiðrétting ekki í kortunum Hlutabréfavísitölur beggja vegna Atlantsála eru í hæstum hæðum um þessar mundir og forsvarsmenn sumra íslenskra lífeyrissjóða segjast því nálgast erlenda hlutabréfamarkaði af meiri varkárni en áður. Aðrir eru hins vegar hóflega bjartsýnir um ávöxtunarhorfur til næstu ára og sjá að „óbreyttu ekki skýr teikn á lofti um snarpa leiðréttingu“ á mörkuðum, að mati eins sjóðstjóra. Innherji 11.3.2024 13:45 Horfur á að „stíflan bresti“ og fjárfestar fái fé frá framtakssjóðum eftir þurrkatíð Útgreiðslur til sjóðsfélaga bandarískra framtakssjóða eru nú í lægstu gildum síðan í fjármálakrísunni 2008 til 2009 og eru margir orðnir langeygir eftir að fá laust fé í hendur. Það eru „ágætar horfur á því að stíflan bresti á árinu“, og fjárfestar fái loksins laust fé í hendur eftir „þurrkatíðina“ síðustu tvö árin, segir aðalhagfræðingur Kviku. Innherji 7.3.2024 13:49 Útkoma kjarasamninga „langstærsti“ óvissuþátturinn fyrir vaxtalækkunarferlið Þrátt fyrir hátt aðhaldsstig peningastefnunnar þá þarf „allt að falla með okkur“ til þess að hægt verði að hefja vaxtalækkunarferlið í maí, meðal annars að niðurstaða kjarasamninga fái grænt ljós frá Seðlabankanum, að mati skuldabréfamiðlara. Hagfræðingar Arion banka segja hækkun matvöruverðs mestu vonbrigðin í nýjustu verðbólgumælingum en benda á að undirliggjandi verðbólga virðist enn vera að hjaðna. Innherji 29.2.2024 10:15 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 12 ›
ACRO hagnast um 600 milljónir eftir tugprósenta tekjuaukningu í fyrra ACRO verðbréf skilaði metafkomu á árinu 2023 þrátt fyrir krefjandi aðstæður á mörkuðum, þar sem velta á hlutabréfamarkaði dróst talsvert saman, og áformar að greiða meira en sex hundruð milljónir í arð til eigenda félagsins. Á liðnu ári keyptu ACRO eigin bréf í tengslum við starfslok fyrrverandi hluthafa sem verðmat verðbréfafyrirtækið á ríflega einn milljarð. Innherji 12.4.2024 10:44
Erum frekar að fá til okkar skuldabréfafjárfesta sem horfa til langs tíma Þær takmarkanir sem eru á framvirkum gjaldeyrisskiptasamningum útilokar í reynd að erlendir skuldabréfasjóðir geti farið að eiga í vaxtamunarviðskiptum af þeirri stærðargráðu sem var á árunum fyrir bankahrun, að sögn seðlabankastjóra. Innflæði fjármagns í íslensk ríkisbréf hefur aukist stöðugt að undanförnu og nemur yfir 40 milljörðum á síðustu sex mánuðum. Innherji 10.4.2024 17:23
Vogunarsjóðum Akta reitt þungt högg eftir óvænt gengisfall Alvotech Ævintýralegar sveiflur hafa verið á gengi vogunarsjóða í stýringu Akta á undanförnum vikum samhliða hröðu risi og síðan falli á hlutabréfaverði Alvotech. Sjóðastýringarfélagið hefur lagt mikið undir á Alvotech, sem fékk undir lok febrúar langþráð samþykki fyrir markaðsleyfi í Bandaríkjunum, en einn af flaggskipssjóðum Akta tók dýfu um nærri fimmtíu prósent á nokkrum viðskiptadögum þegar það fór að síga á ógæfuhliðina hjá líftæknilyfjafyrirtækinu á hlutabréfamarkaði. Innherji 9.4.2024 10:29
Núverandi staða bjóði upp á stýrivaxtalækkun Varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika telur að hagkerfið sé komið á þann stað að Seðlabankinn geti byrjað að lækka stýrivexti. Ákvörðun sín um að hætta í bankanum tengist þó ekki því að hann var ósammála peningastefnunefnd. Honum hafi einfaldlega boðist spennandi starf. Innlent 8.4.2024 20:00
Rafmyntasjóður hækkaði um 71 prósent á þremur mánuðum og á „mikið inni” Rafmyntasjóður Visku hækkaði um 70,5 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins, nokkuð meira en sem nemur hækkun rafmyntanna Bitcoin og Ethereum. Sjóðstjórar félagsins telja að markaðurinn „eigi mikið inni” og benda á það styttist í að þvingaðar sölur þrotabúa á rafmyntum ljúki og „erfitt að sjá hvaða markaðsaðilar taki við sölukeflinu.“ Innherji 8.4.2024 16:26
Bankarnir gætu þurft að hækka útlánakjör til að vega upp tapaðar vaxtatekjur Ákvörðun peningastefnunefndar um að hækka fasta vaxtalausa bindiskyldu í því skyni að láta lánastofnanir bera hluta af kostnaði sem fylgir gjaldeyrisforðanum mun að óbreyttu þýða tapaðar vaxtatekjur fyrir bankana, að sögn hagfræðings, sem bendir á að Seðlabankinn hafi sjálfur mikinn hag af stórum forða. Aðgerðin styður við peningalegt aðhald en áframhaldandi vöxtur í peningamagni er til marks um að umsvifin séu enn mikil í hagkerfinu. Innherji 6.4.2024 12:56
Landsmenn treysta fjármálaráðgjöf minnst allra Evrópuþjóða Íslendingar bera minnst traust allra íbúa Evrópu til fjármálaráðgjafar fjármálastofnanna. Þá er helmingur allra landsmanna neikvæður gagnvart fjármálakerfinu. Bankastjóri Arion banka telur að fjármálahrunið hafi enn þá áhrif. Hægt sé að snúa þessu við með góðum starfsháttum. Innlent 4.4.2024 20:01
Vill að bankarnir beri einnig kostnað af ábata sem fylgir miklum gjaldeyrisforða Á sérstökum aukafundi sínum hefur peningastefnunefnd Seðlabankans ákveðið að hækka fasta bindiskyldu á lánastofnanir með það að markmiði að „dreifa betur“ kostnaði við að reka peningastefnuna og treysta fjármögnun gjaldeyrisforðans. Þetta er í annað sinn á innan við ári sem bindiskyldan er hækkuð sem að öðru óbreyttu ætti að minnka svigrúm banka til útlána en hlutabréfaverð þeirra hefur lækkað nokkuð eftir tilkynningu Seðlabankans. Innherji 4.4.2024 10:50
Væntingar skuldabréfamarkaðar til stýrivaxta Væntingar til stýrivaxta og verðbólgu hafa mikil áhrif á skuldabréfaverð og því er eðlilegt að velta fyrir sér hvaða væntingar megi lesa út úr núverandi skuldabréfaverðum. Á smærri og óstöðugri mörkuðum eins og á Íslandi, stöndum við oft frammi fyrir öðruvísi vandamálum en á stærri og rótgrónari mörkuðum. Umræðan 4.4.2024 08:01
Bíður enn svara frá Bankasýslunni og áformar að leggja hana niður Fjármála-og efnahagsráðherra segir kaup Landsbankans á TM tryggingafélagi í höndum Bankasýslu ríkisins, aðspurð hvort hún ætli að reyna að koma í veg fyrir kaupin. Hún væntir skýringa frá Bankasýslunni á aðkomu stofnunarinnar að kaupunum í næstu viku. Þá standi enn til að leggja Bankasýsluna niður. Innlent 3.4.2024 20:01
Alvotech í mótvindi þegar eftirspurn innlendra fjárfesta mettaðist Gæfan hefur snúist hratt gegn hlutabréfafjárfestum í Alvotech sem hafa séð bréfin lækka um þriðjung eftir að félagið náði hinum langþráða áfanga að fá markaðsleyfi í Bandaríkjunum. Enn er beðið eftir að fyrirtækið ljúki stórum sölusamningum vestanhafs og væntingar um innkomu nýrra erlendra fjárfesta á kaupendahliðina hafa ekki gengið eftir. Skarpt verðfall síðustu viðskiptadaga framkallaði veðköll á skuldsetta fjárfesta en á sama tíma og búið er að þurrka út stóran hluta af hækkun ársins hafa erlendir greinendur tekið vel í uppfærða afkomuáætlun Alvotech og hækkað verðmöt sín á félagið. Innherji 3.4.2024 10:55
Lækkun Úrvalsvísitölunnar tók niður CAPE-hlutfallið í marsmánuði Úrvalsvísitalan lækkaði talsvert í síðasta mánuði á sama tíma og ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisskuldabréfa hækkaði. Virði félaga í Kauphöllinni hefur fallið nokkuð á árinu sem hlutfall af hagsveifluleiðréttum hagnaði þeirra. Umræðan 2.4.2024 08:28
Hagnaður Stefnis minnkaði um ellefu prósent eftir sveiflukennt ár á mörkuðum Sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir, sem er í eigu Arion banka, skilaði um 1.095 milljóna króna hagnaði í fyrra og dróst hann saman um meira en ellefu prósent en eignir í stýringu minnkuðu jafnframt lítillega á ári sem einkenndist af sveiflum á verðbréfamörkuðum. Innlausnir hjá fjárfestum í stærsta innlenda hlutabréfasjóði landsins voru samtals tæplega 2,5 milljarðar á síðasta ári. Innherji 1.4.2024 11:03
Tuttugu milljóna hámark sett á einstaklinga Hver einstaklingur má að hámarki kaupa í Íslandsbanka fyrir tuttugu milljónir. Samkvæmt nýju frumvarpi um sölu bankans sem lagt hefur verið fyrir Alþingi verður áhersla lögð á að selja til einstaklinga, sem munu njóta forgangs við úthlutun. Viðskipti innlent 27.3.2024 18:23
Eyrir færir niður tvö sprotasöfn um nærri fimm milljarða á tveimur árum Hlutur Eyris Invest í tveimur fjárfestingafélögum í nýsköpun var færður niður um jafnvirði 2,1 milljarð króna, eða 49 prósent á árinu 2023 í bókum fjárfestingafélagsins. Þetta er annað árið í röð sem virði þeirra er fært mikið niður vegna erfiðra markaðsaðstæðna en á komandi aðalfundi er ráðgert að fyrrverandi framkvæmdastjóri Klíníkurinnar verði nýr stjórnarformaður félagsins sem stýrir sprota- og vaxtarsjóðum Eyris Innherji 27.3.2024 17:04
LIVE fjárfesti fyrir 1,5 milljarð í First Water og fer með sex prósenta hlut Lífeyrissjóður verslunarmanna fjárfesti fyrir 1,5 milljarða króna með beinum hætti í landeldinu First Water þegar fiskeldið kláraði stórt hlutfjárútboð í fyrra og var þá verðmetið á liðlega 25 milljarða. Stjórnarformaður sjóðsins, næst stærsti lífeyrissjóður landsins, kallar eftir því að settur verði aukinn kraft í greiningu vænlegra innviðafjárfestinga svo hægt sé að virkja sem fyrst tækifærin sem bíða á því sviði. Innherji 22.3.2024 15:55
Vill samskipti Bankasýslunnar og ráðuneytis upp á yfirborð Fjárlaganefnd ætlar að óska eftir upplýsingum frá Bankasýslunni um samskipti stofnunarinnar og fjármálaráðuneytisins vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingafélagi. Formaður nefndarinnar hefur efasemdir um kaupin en telur rétt að bíða eftir skýringum. Innlent 22.3.2024 11:51
Nær ómöglegt að hætta við kaupin Nær ómögulegt er fyrir Landsbankann að hætta við að kaupa TM að mati dósents við Háskóla Íslands. Hætti bankinn við séu allar líkur á að hann baki sér skaðabótaskyldu. Fjármálafyrirtæki hafi undanfarið keypt tryggingafyrirtæki og því ekkert óeðlilegt við kauptilboðið. Innlent 21.3.2024 21:00
Bauð talsvert betur en Íslandsbanki í baráttunni um að kaupa TM Fjórum mánuðum eftir að Kvika hafði hrundið af stað formlegu söluferli á TM var það ríkisfyrirtækið Landsbankinn, stærsti banki landsins á alla helstu mælikvarða, sem skilaði inn álitlegasta tilboðinu í allt hlutafé tryggingafélagsins – og ætlar sér núna að blása til sóknar þvert á vilja eigandans. Bankinn naut ráðgjafar fyrrverandi forstjóra annars tryggingafélags til margra ára við kaupin og er sagður hafa augljóslega langað mest allra tilboðsgjafa að komast yfir TM. Innherji 19.3.2024 15:03
Teya fjárfestir í framtíð verslunar á Íslandi Þrátt fyrir að hafa verið leiðandi á íslenskum markaði í áratugi hefur Teya haldið sig í skugganum síðustu misseri og lítið farið fyrir fyrirtækinu út á við. Samstarf 19.3.2024 13:41
Tvísýn ákvörðun en markaðurinn veðjar á óbreytta vexti enn um sinn Þrátt fyrir skaplega niðurstöðu í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði vegur þyngra að síðasta verðbólgumæling var slæm, talsvert yfir spám greinenda, og því er erfitt fyrir peningastefnunefnd Seðlabankans að réttlæta á þessari stundu að hefja vaxtalækkunarferlið, að mati meirihluta markaðsaðila og hagfræðinga í vaxtakönnun Innherja. Aðrir benda á hækkandi raunvaxtastig, skýr merki um kólnun í hagkerfinu og lækkandi verðbólguvæntingar og telja að bankinn muni því fara í varfærna vaxtalækkun í fyrsta sinn frá árslokum 2020. Innherji 18.3.2024 15:04
Verðhækkanir Oculis leiða til 1,4 milljarða hagnaðar hjá Brunni vaxtarsjóði Hagnaður Brunns vaxtarsjóðs, sem meðal annars hefur fjárfest í Oculis, DTE og EpiEndo Pharmaceuticals, jókst verulega á milli ára og nam 1,4 milljörðum króna á árinu 2023. Innherji 16.3.2024 11:01
Ríkið klárar sölu á grænu evrubréfi til tíu ára upp á um 110 milljarða Íslenska ríkið er að klára útgáfu á sínu fyrsta græna skuldabréfi í erlendri mynt til tíu ára upp á 750 milljónir evra, jafnvirði um 110 milljarða íslenskra króna. Margföld umframeftirspurn var á meðal erlendra skuldabréfafjárfesta í útboðinu en skuldabréfaútgáfan er sú fyrsta hjá ríkissjóði á alþjóðlegum mörkuðum frá því snemma árs 2021. Innherji 14.3.2024 14:37
Ríkið að ráðast í fyrstu grænu útgáfuna með evrubréfi til tíu ára Íslenska ríkið vinnur nú að því að ljúka við sölu á sjálfbærum skuldabréfum til alþjóðlegra fjárfesta en meira en þrjú ár eru liðin frá síðustu útgáfu ríkissjóðs á erlendum mörkuðum. Fulltrúar Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins funda nú með fjárfestum, ásamt erlendum ráðgjöfum stjórnvalda, en um verður að ræða fyrstu grænu útgáfuna hjá ríkissjóði. Innherji 13.3.2024 13:33
Háir raunvextir þrengja að rekstrarumhverfi fyrirtækja næstu misserin Fjárhagsstaða kerfislega mikilvægra banka hér á landi er sterk, sem birtist meðal annars í góðu aðgengi þeirra að fjármögnun, en hækkandi raunvextir eru farnir að fara draga úr eftirspurn heimila og fyrirtækja eftir lánsfjármagni, að sögn fjármálastöðugleikanefndar. Hún vekur athygli á því að þyngri greiðslubyrði lána ásamt minnkandi efnahagsumsvifum auki líkur á greiðsluerfiðleikum sem hafi neikvæð áhrif á fjármálastöðugleika. Innherji 13.3.2024 09:07
Fjármálaþjónusta og regluverk í 150 ár SFF eru fylgjandi því að hér á landi starfi fjármálafyrirtækin undir alþjóðlega viðurkenndu regluverki sem stuðlar að heilbrigðu fjármálaumhverfi og byggir um leið undir traust á starfseminni. En það eru engin efnisleg rök fyrir því að við í okkar litla hagkerfi búum við þrengri og stífari reglur sem auka flækjustig og þannig frekari áhættu og kostnað við að veita landsmönnum trausta fjármálaþjónustu. Umræðan 13.3.2024 08:00
Bið á vaxtalækkun meðan óvissa er um fjármögnun á kjarapakka stjórnvalda Nýgerðir samningar á almennum vinnumarkaði fela í sér launahækkanir við neðri mörk þess sem sést hefur í kjarasamningum síðustu fimmtán ár og lengd þeirra ætti að minnka verðbólguáhættu og auka fyrirsjáanleika, að mati viðmælenda Innherja á fjármálamarkaði, en ólíkar skoðanir eru um áhrifin á verðbólguhorfur. Miklu máli skiptir fyrir vaxtalækkunarferlið að stjórnvöld skýri hvernig þau hyggjast fjármagna tugmilljarða útgjaldaaðgerðir sínar sem eru „óhjákvæmilega“ sagðar vera eftirspurnarhvetjandi. Innherji 12.3.2024 11:48
Nálgast erlenda markaði af meiri varkárni en snörp leiðrétting ekki í kortunum Hlutabréfavísitölur beggja vegna Atlantsála eru í hæstum hæðum um þessar mundir og forsvarsmenn sumra íslenskra lífeyrissjóða segjast því nálgast erlenda hlutabréfamarkaði af meiri varkárni en áður. Aðrir eru hins vegar hóflega bjartsýnir um ávöxtunarhorfur til næstu ára og sjá að „óbreyttu ekki skýr teikn á lofti um snarpa leiðréttingu“ á mörkuðum, að mati eins sjóðstjóra. Innherji 11.3.2024 13:45
Horfur á að „stíflan bresti“ og fjárfestar fái fé frá framtakssjóðum eftir þurrkatíð Útgreiðslur til sjóðsfélaga bandarískra framtakssjóða eru nú í lægstu gildum síðan í fjármálakrísunni 2008 til 2009 og eru margir orðnir langeygir eftir að fá laust fé í hendur. Það eru „ágætar horfur á því að stíflan bresti á árinu“, og fjárfestar fái loksins laust fé í hendur eftir „þurrkatíðina“ síðustu tvö árin, segir aðalhagfræðingur Kviku. Innherji 7.3.2024 13:49
Útkoma kjarasamninga „langstærsti“ óvissuþátturinn fyrir vaxtalækkunarferlið Þrátt fyrir hátt aðhaldsstig peningastefnunnar þá þarf „allt að falla með okkur“ til þess að hægt verði að hefja vaxtalækkunarferlið í maí, meðal annars að niðurstaða kjarasamninga fái grænt ljós frá Seðlabankanum, að mati skuldabréfamiðlara. Hagfræðingar Arion banka segja hækkun matvöruverðs mestu vonbrigðin í nýjustu verðbólgumælingum en benda á að undirliggjandi verðbólga virðist enn vera að hjaðna. Innherji 29.2.2024 10:15