Lögreglumál Erilsamur dagur hjá lögreglunni: Ógnaði starfsfólki slysadeildar með skærum Mjög erilsamt hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Sex manns hafa verið vistaðir í fangaklefa og samkvæmt upplýsingum lögreglu hafa margar aðstoðarbeiðnir borist um allt höfuðborgarsvæðið vegna fólks í annarlegu ástandi. Innlent 6.8.2023 19:20 Úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við tvö vopnuð rán Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. september, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á síbrotum og tveimur vopnuðum ránum í gær. Innlent 6.8.2023 14:21 Stöðvuðu erlendan bílstjóra hópbifreiðar á nöglum og án réttinda Lögregla hafi afskipti af bílstjóra hópbifreiðar í nótt sem reyndist hvorki vera með atvinnuréttindi hér á landi né ökuréttindi til að aka hópbifreið. Þrír farþegar voru um borð en bílstjórinn er kínverskur ríkisborgari með dvalarleyfi í Svíþjóð. Innlent 6.8.2023 13:19 Sérsveit kölluð að Alþingi eftir að tilkynnt var um hugsanlegt skotvopn Sérsveit og lögregla voru send að Alþingi eftir að tilkynnt var að einstaklingur bæri hugsanlegt skotvopn við þinghúsið. Þegar sá komst í leitirnar reyndist einstaklingurinn vera með kveikjara sem var eftirlíking af skammbyssu. Var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Innlent 6.8.2023 10:56 Ráðist á tvo dyraverði í miðborginni Tveir voru handteknir í gærkvöldi fyrir líkamsárásir gegn dyravörðum skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 6.8.2023 07:27 Óku um bæinn á vespu og frömdu vopnuð rán Tveir hafa verið handteknir vegna tveggja vopnaðra rána í dag í Reykjavík og Kópavogi. Mennirnir óku um á vespu og rændu gangandi vegfarendur. Innlent 5.8.2023 14:43 Sló til hunds og var handtekinn Þjóðhátíðargestur var handtekinn eftir að hafa slegið til fíkniefnaleitarhunds lögreglu en var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Talsverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt og ekki síður hjá fíkniefnaleitarhundum þar sem fimmtán mál tengd fíkniefnum komu upp. Innlent 5.8.2023 12:49 Góða skemmtun um verslunarmannahelgina Framundan er ein helsta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin. Neyðarlínan vill af því tilefni senda öllum landsmönnum góða kveðju og ósk um um að landsmenn skemmti sér vel. Skoðun 4.8.2023 14:12 Rænd á afmælisdaginn og ræninginn gengur laus Berglind Ármannsdóttir átti heldur verri afmælisdag í gær en venjulega þar sem hún var rænd á bílaplani í Breiðholti. Hún er nokkuð lemstruð eftir að hafa dottið í jörðina þegar ræninginn sló til hennar og fór á bráðamóttöku í gær. Lögregla leitar ræningjans enn. Innlent 4.8.2023 11:10 Börn á smáfarartækjum sláandi stór hluti umferðarslysa Börn á smáfarartækjum voru sláandi stór hluti þeirra sem lentu í umferðarslysum í júlí, að sögn varðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar. Um sé að ræða nýjan veruleika í umferðinni sem verði að taka á. Innlent 4.8.2023 08:57 Öfgahægrimenn helsta hryðjuverkaógnin og engin merki um íslamska öfgamenn Öfgahægrimenn eru helsta hryðjuverkaógnin á Íslandi, að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns og tilkynningum um einstaklinga sem aðhyllast öfgahægrihyggju farið fjölgandi. Ekki séu merki um íslamska öfgamenn hérlendis. Innlent 3.8.2023 07:48 Ungabarn lést eftir að hafa verið skilið eftir í heitum bíl Eins árs gömul stúlka lést í bænum Smithtown í New York í gær eftir að amma hennar skildi hana eftir í bifreið sinni meðan hún fór í vinnuna. Erlent 2.8.2023 13:46 Gríðarleg eftirspurn eftir kókaíni Innflutningur á kókaíni hefur aukist og neysla þar með. Sex sitja í gæsluvarðhaldi vegna þriggja ólíkra mála. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir rannsókn í fullum gangi. Innlent 2.8.2023 12:00 Það furðulegasta við gosstöðvarnar hingað til Litlu mátti muna að illa færi þegar erlendur ferðamaður flaug á svifvæng við gosstöðvarnar við Litla-Hrút í gær. Lögreglustjórinn segir atvikið líklegasta það furðulegasta sem hefur gerst við gosstöðvarnar hingað til. Innlent 2.8.2023 11:13 Mælingar á íslensku skólpi sýni mikla neyslu sterkra fíkniefna Dósent í afbrotafræði segir neyslu fíkniefna vera farin að færast aftur í aukana hérlendis eftir heimsfaraldur. Lögregla hafi aldrei lagt hald á eins mikið af fíkniefnum og á síðasta ári og þá sýni mælingar á skólpi höfuðborgarbúa að neyslan sé mikil og sambærileg við fíkniefnaneyslu í erlendum stórborgum. Innlent 1.8.2023 20:15 Maðurinn sem leitað var að fannst heill á húfi Maðurinn sem leitað var að við Goðafoss frá því hann týndist rétt rúmlega 17:00 í dag fannst heill á húfi á áttunda tímanum í kvöld. Innlent 1.8.2023 18:55 160 kíló af hassi voru í skútunni Lagt var hald á tæplega 160 kíló af hassi í lögregluaðgerðum á Reykjanesi í skútumáli í lok júní. Þrír eru enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Innlent 1.8.2023 14:40 Sex í gæsluvarðhaldi í tengslum við kókaíninnflutning Á síðustu tveimur vikum hafa níu verið handteknir í tengslum við fjögur mál tengdum innflutningi á kókaíni. Sex sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málanna. Innlent 1.8.2023 14:39 Góð ráð fyrir þá sem yfirgefa heimili sitt ferðahelgina miklu Landsmenn leggja margir hverjir land undir fót um verslunarmannahelgina sem hefst á föstudaginn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur varað við innbrotafaraldri og því ekki úr vegi að huga að heimilum sínum til að lágmarka líkur á innbroti. Innlent 1.8.2023 11:19 Deilur um fíkniefni upphafið að hrottalegu manndrápi Átök á milli þriggja 17 til 19 ára pilta við 27 ára pólskan karlmann sem lauk með manndrápi í Hafnarfirði í apríl má rekja til deilna sem tengdust fíkniefnum. Fólkið þekktist ekkert en því hafði verið vísað af Íslenska rokkbarnum fyrir neyslu fíkniefna fyrir opnum tjöldum. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í október. Innlent 31.7.2023 07:00 Veittist að fólki með stórum hníf Lögregla handtók einstakling grunaðan um að hafa veist að fólk með stórum hníf á höfuðborgarsvæðinu. Sá var handtekinn fyrir brot á vopnalögum og er sagður hafa verið í annarlegu ástandi. Innlent 31.7.2023 06:19 Mikið um líkamsárásir og ölvunarakstur Lögreglu barst töluverður fjöldi tilkynninga um líkamsárásir í nótt. Þá var fjöldi fólks handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Innlent 30.7.2023 07:46 Tilkynnt um grunsamlega menn með hnífa Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í nótt. Tilkynningar bárust um grunsamlegar mannaferðir víða um bæinn, þar á meðal tilkynning um grunsamlega menn með hnífa. Þá var mikið af ölvunartengdum málum og nokkur slagsmál. Innlent 29.7.2023 08:09 Fólk verði að setja upp „innbrotsgleraugun“ Öryggis- og löggæslufræðingur segir að mikilvægt að fólk gangi hringinn í kringum heimili sín og setji upp „innbrotsgleraugun“ vegna þeirrar innbrotahrinu sem nú gengur yfir höfuðborgarsvæðið. Innlent 29.7.2023 07:01 Glæpahópar þegar farnir að nota gervigreind Forstjóri Interpol segir alþjóðleg glæpasamtök þegar farin að nota gervigreind í starfsemi sinni. Netglæpir séu sífellt stærra vandamál og enn brýnna en ella að löggæsluyfirvöld taki höndum saman. Innlent 28.7.2023 21:01 Milli sex og átta milljarðar tapist í þjófnaði brotahópa Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir stærstan hluta þjófnaða í verslunum vera af völdum erlendra brotahópa. Hann segir lögreglu ekki nægilega tæknivædda til að taka á vandanum og bindur því vonir við að nýr þjófavarnarbúnaður, sem nýtir myndgreiningu í samráði við lögreglu, taki á vandanum. Innlent 28.7.2023 17:51 Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn Maðurinn sem lögreglan lýsti eftir í dag er fundinn. Hann er heill á húfi. Innlent 28.7.2023 14:53 Lögreglan lýsir eftir Jóhanni Inga Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Jóhanni Inga Ögmundssyni, 30 ára. Talið er að hann sé klæddur í svartar Nike buxur sem eru smá eyddar á hliðunum og grárri hettupeysu. Innlent 28.7.2023 13:14 Starfsfólk í áfalli eftir furðulegt rán í Húsasmiðjunni Uppi varð fótur og fit í verslun Húsasmiðjunnar í Skútuvogi á mánudag þegar maður gekk inn með lambhúshettu og tók upp öxi sem var þar til sölu. Að sögn starfsfólks ógnaði hann því á leið út og hafa tveir þurft á áfallahjálp að halda. Lögregla náði manninum, sem segir verknaðinn hafa átt að vera hluta af Tik-Tok myndbandi. Hann hafi ekki ætlað að vera ógnandi. Rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar í Skútuvogi segir skipulagðan þjófnað hafa færst í aukana og öryggisráðstafanir hertar. Innlent 28.7.2023 07:01 Óvæntur brimbrettakappi og úrræðagóður lyklalaus íbúi Nokkuð var um ölvaða einstaklinga sem voru til vandræða í miðborginni í gær samkvæmt dagbók lögreglu. Þá voru nokkrir ökumenn handteknir fyrir að aka undir áhrifum áfengis og fíkniefna. En lögreglan stóð líka í nokkrum óvenjulegum málum. Innlent 28.7.2023 06:33 « ‹ 60 61 62 63 64 65 66 67 68 … 275 ›
Erilsamur dagur hjá lögreglunni: Ógnaði starfsfólki slysadeildar með skærum Mjög erilsamt hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Sex manns hafa verið vistaðir í fangaklefa og samkvæmt upplýsingum lögreglu hafa margar aðstoðarbeiðnir borist um allt höfuðborgarsvæðið vegna fólks í annarlegu ástandi. Innlent 6.8.2023 19:20
Úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við tvö vopnuð rán Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. september, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á síbrotum og tveimur vopnuðum ránum í gær. Innlent 6.8.2023 14:21
Stöðvuðu erlendan bílstjóra hópbifreiðar á nöglum og án réttinda Lögregla hafi afskipti af bílstjóra hópbifreiðar í nótt sem reyndist hvorki vera með atvinnuréttindi hér á landi né ökuréttindi til að aka hópbifreið. Þrír farþegar voru um borð en bílstjórinn er kínverskur ríkisborgari með dvalarleyfi í Svíþjóð. Innlent 6.8.2023 13:19
Sérsveit kölluð að Alþingi eftir að tilkynnt var um hugsanlegt skotvopn Sérsveit og lögregla voru send að Alþingi eftir að tilkynnt var að einstaklingur bæri hugsanlegt skotvopn við þinghúsið. Þegar sá komst í leitirnar reyndist einstaklingurinn vera með kveikjara sem var eftirlíking af skammbyssu. Var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Innlent 6.8.2023 10:56
Ráðist á tvo dyraverði í miðborginni Tveir voru handteknir í gærkvöldi fyrir líkamsárásir gegn dyravörðum skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 6.8.2023 07:27
Óku um bæinn á vespu og frömdu vopnuð rán Tveir hafa verið handteknir vegna tveggja vopnaðra rána í dag í Reykjavík og Kópavogi. Mennirnir óku um á vespu og rændu gangandi vegfarendur. Innlent 5.8.2023 14:43
Sló til hunds og var handtekinn Þjóðhátíðargestur var handtekinn eftir að hafa slegið til fíkniefnaleitarhunds lögreglu en var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Talsverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt og ekki síður hjá fíkniefnaleitarhundum þar sem fimmtán mál tengd fíkniefnum komu upp. Innlent 5.8.2023 12:49
Góða skemmtun um verslunarmannahelgina Framundan er ein helsta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin. Neyðarlínan vill af því tilefni senda öllum landsmönnum góða kveðju og ósk um um að landsmenn skemmti sér vel. Skoðun 4.8.2023 14:12
Rænd á afmælisdaginn og ræninginn gengur laus Berglind Ármannsdóttir átti heldur verri afmælisdag í gær en venjulega þar sem hún var rænd á bílaplani í Breiðholti. Hún er nokkuð lemstruð eftir að hafa dottið í jörðina þegar ræninginn sló til hennar og fór á bráðamóttöku í gær. Lögregla leitar ræningjans enn. Innlent 4.8.2023 11:10
Börn á smáfarartækjum sláandi stór hluti umferðarslysa Börn á smáfarartækjum voru sláandi stór hluti þeirra sem lentu í umferðarslysum í júlí, að sögn varðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar. Um sé að ræða nýjan veruleika í umferðinni sem verði að taka á. Innlent 4.8.2023 08:57
Öfgahægrimenn helsta hryðjuverkaógnin og engin merki um íslamska öfgamenn Öfgahægrimenn eru helsta hryðjuverkaógnin á Íslandi, að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns og tilkynningum um einstaklinga sem aðhyllast öfgahægrihyggju farið fjölgandi. Ekki séu merki um íslamska öfgamenn hérlendis. Innlent 3.8.2023 07:48
Ungabarn lést eftir að hafa verið skilið eftir í heitum bíl Eins árs gömul stúlka lést í bænum Smithtown í New York í gær eftir að amma hennar skildi hana eftir í bifreið sinni meðan hún fór í vinnuna. Erlent 2.8.2023 13:46
Gríðarleg eftirspurn eftir kókaíni Innflutningur á kókaíni hefur aukist og neysla þar með. Sex sitja í gæsluvarðhaldi vegna þriggja ólíkra mála. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir rannsókn í fullum gangi. Innlent 2.8.2023 12:00
Það furðulegasta við gosstöðvarnar hingað til Litlu mátti muna að illa færi þegar erlendur ferðamaður flaug á svifvæng við gosstöðvarnar við Litla-Hrút í gær. Lögreglustjórinn segir atvikið líklegasta það furðulegasta sem hefur gerst við gosstöðvarnar hingað til. Innlent 2.8.2023 11:13
Mælingar á íslensku skólpi sýni mikla neyslu sterkra fíkniefna Dósent í afbrotafræði segir neyslu fíkniefna vera farin að færast aftur í aukana hérlendis eftir heimsfaraldur. Lögregla hafi aldrei lagt hald á eins mikið af fíkniefnum og á síðasta ári og þá sýni mælingar á skólpi höfuðborgarbúa að neyslan sé mikil og sambærileg við fíkniefnaneyslu í erlendum stórborgum. Innlent 1.8.2023 20:15
Maðurinn sem leitað var að fannst heill á húfi Maðurinn sem leitað var að við Goðafoss frá því hann týndist rétt rúmlega 17:00 í dag fannst heill á húfi á áttunda tímanum í kvöld. Innlent 1.8.2023 18:55
160 kíló af hassi voru í skútunni Lagt var hald á tæplega 160 kíló af hassi í lögregluaðgerðum á Reykjanesi í skútumáli í lok júní. Þrír eru enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Innlent 1.8.2023 14:40
Sex í gæsluvarðhaldi í tengslum við kókaíninnflutning Á síðustu tveimur vikum hafa níu verið handteknir í tengslum við fjögur mál tengdum innflutningi á kókaíni. Sex sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málanna. Innlent 1.8.2023 14:39
Góð ráð fyrir þá sem yfirgefa heimili sitt ferðahelgina miklu Landsmenn leggja margir hverjir land undir fót um verslunarmannahelgina sem hefst á föstudaginn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur varað við innbrotafaraldri og því ekki úr vegi að huga að heimilum sínum til að lágmarka líkur á innbroti. Innlent 1.8.2023 11:19
Deilur um fíkniefni upphafið að hrottalegu manndrápi Átök á milli þriggja 17 til 19 ára pilta við 27 ára pólskan karlmann sem lauk með manndrápi í Hafnarfirði í apríl má rekja til deilna sem tengdust fíkniefnum. Fólkið þekktist ekkert en því hafði verið vísað af Íslenska rokkbarnum fyrir neyslu fíkniefna fyrir opnum tjöldum. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í október. Innlent 31.7.2023 07:00
Veittist að fólki með stórum hníf Lögregla handtók einstakling grunaðan um að hafa veist að fólk með stórum hníf á höfuðborgarsvæðinu. Sá var handtekinn fyrir brot á vopnalögum og er sagður hafa verið í annarlegu ástandi. Innlent 31.7.2023 06:19
Mikið um líkamsárásir og ölvunarakstur Lögreglu barst töluverður fjöldi tilkynninga um líkamsárásir í nótt. Þá var fjöldi fólks handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Innlent 30.7.2023 07:46
Tilkynnt um grunsamlega menn með hnífa Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í nótt. Tilkynningar bárust um grunsamlegar mannaferðir víða um bæinn, þar á meðal tilkynning um grunsamlega menn með hnífa. Þá var mikið af ölvunartengdum málum og nokkur slagsmál. Innlent 29.7.2023 08:09
Fólk verði að setja upp „innbrotsgleraugun“ Öryggis- og löggæslufræðingur segir að mikilvægt að fólk gangi hringinn í kringum heimili sín og setji upp „innbrotsgleraugun“ vegna þeirrar innbrotahrinu sem nú gengur yfir höfuðborgarsvæðið. Innlent 29.7.2023 07:01
Glæpahópar þegar farnir að nota gervigreind Forstjóri Interpol segir alþjóðleg glæpasamtök þegar farin að nota gervigreind í starfsemi sinni. Netglæpir séu sífellt stærra vandamál og enn brýnna en ella að löggæsluyfirvöld taki höndum saman. Innlent 28.7.2023 21:01
Milli sex og átta milljarðar tapist í þjófnaði brotahópa Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir stærstan hluta þjófnaða í verslunum vera af völdum erlendra brotahópa. Hann segir lögreglu ekki nægilega tæknivædda til að taka á vandanum og bindur því vonir við að nýr þjófavarnarbúnaður, sem nýtir myndgreiningu í samráði við lögreglu, taki á vandanum. Innlent 28.7.2023 17:51
Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn Maðurinn sem lögreglan lýsti eftir í dag er fundinn. Hann er heill á húfi. Innlent 28.7.2023 14:53
Lögreglan lýsir eftir Jóhanni Inga Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Jóhanni Inga Ögmundssyni, 30 ára. Talið er að hann sé klæddur í svartar Nike buxur sem eru smá eyddar á hliðunum og grárri hettupeysu. Innlent 28.7.2023 13:14
Starfsfólk í áfalli eftir furðulegt rán í Húsasmiðjunni Uppi varð fótur og fit í verslun Húsasmiðjunnar í Skútuvogi á mánudag þegar maður gekk inn með lambhúshettu og tók upp öxi sem var þar til sölu. Að sögn starfsfólks ógnaði hann því á leið út og hafa tveir þurft á áfallahjálp að halda. Lögregla náði manninum, sem segir verknaðinn hafa átt að vera hluta af Tik-Tok myndbandi. Hann hafi ekki ætlað að vera ógnandi. Rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar í Skútuvogi segir skipulagðan þjófnað hafa færst í aukana og öryggisráðstafanir hertar. Innlent 28.7.2023 07:01
Óvæntur brimbrettakappi og úrræðagóður lyklalaus íbúi Nokkuð var um ölvaða einstaklinga sem voru til vandræða í miðborginni í gær samkvæmt dagbók lögreglu. Þá voru nokkrir ökumenn handteknir fyrir að aka undir áhrifum áfengis og fíkniefna. En lögreglan stóð líka í nokkrum óvenjulegum málum. Innlent 28.7.2023 06:33