Sérsveit kölluð að Alþingi eftir að tilkynnt var um hugsanlegt skotvopn Eiður Þór Árnason skrifar 6. ágúst 2023 10:56 Fjölmörg mál komu inn á borð lögreglu í gær. vísir/vilhelm Sérsveit og lögregla voru send að Alþingi eftir að tilkynnt var að einstaklingur bæri hugsanlegt skotvopn við þinghúsið. Þegar sá komst í leitirnar reyndist einstaklingurinn vera með kveikjara sem var eftirlíking af skammbyssu. Var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en einstaklingurinn er sagður glíma við andleg veikindi. Annasamt var hjá lögreglu í gærkvöld og nótt og voru allir fangaklefar á stöðinni á Hverfisgötu fullir í morgun. Var því einnig notast við fangaklefa í Hafnarfirði. Lögregla stöðvaði bifreið sem í reyndust vera sex erlendir einstaklingar. Að sögn lögreglu voru þeir allir frá landi utan Schengen-svæðisins og gátu einungis tveir þeirra framvísað skilríkjum. „Reyndust þeir einnig vera búnir að vera í landinu lengur en þeir hafa leyfi til. Hinir fjórir gátu ekki framvísað neinum skilríkjum. Allir aðilar vistaðir í fangaklefa á meðan rannsókn málsins stendur yfir,“ segir í tilkynningu. Klemmdist á fótum Tilkynnt var um vinnuslys þar sem einstaklingur klemmdist á fótum eftir að lyftari rann til. Ekki er vitað um alvarleika áverka. Í öðru máli kom eldur upp í klæðningu sem kviknaði út frá gasgrilli. Að sögn lögreglu náðu húsráðendur að slökkva eldinn áður en lögregla og slökkvilið komu á staðinn. Tilkynnt var um farsímaþjófnað úr starfsmannarými á veitingastað í miðborginni. Gerandi fannst seinna eftir ábendingu frá almennum borgara og var handtekinn. Þegar búið var að flytja einstaklinginn upp á stöð fannst einnig hnífur á honum, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu sem segir málið hafa verið klárað með hefðbundnu ferli. Alls voru 110 mál skráð frá klukkan 17 í kerfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en þeirra á meðal voru ýmis umferða- og líkamsárásamál. Lögreglumál Reykjavík Alþingi Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en einstaklingurinn er sagður glíma við andleg veikindi. Annasamt var hjá lögreglu í gærkvöld og nótt og voru allir fangaklefar á stöðinni á Hverfisgötu fullir í morgun. Var því einnig notast við fangaklefa í Hafnarfirði. Lögregla stöðvaði bifreið sem í reyndust vera sex erlendir einstaklingar. Að sögn lögreglu voru þeir allir frá landi utan Schengen-svæðisins og gátu einungis tveir þeirra framvísað skilríkjum. „Reyndust þeir einnig vera búnir að vera í landinu lengur en þeir hafa leyfi til. Hinir fjórir gátu ekki framvísað neinum skilríkjum. Allir aðilar vistaðir í fangaklefa á meðan rannsókn málsins stendur yfir,“ segir í tilkynningu. Klemmdist á fótum Tilkynnt var um vinnuslys þar sem einstaklingur klemmdist á fótum eftir að lyftari rann til. Ekki er vitað um alvarleika áverka. Í öðru máli kom eldur upp í klæðningu sem kviknaði út frá gasgrilli. Að sögn lögreglu náðu húsráðendur að slökkva eldinn áður en lögregla og slökkvilið komu á staðinn. Tilkynnt var um farsímaþjófnað úr starfsmannarými á veitingastað í miðborginni. Gerandi fannst seinna eftir ábendingu frá almennum borgara og var handtekinn. Þegar búið var að flytja einstaklinginn upp á stöð fannst einnig hnífur á honum, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu sem segir málið hafa verið klárað með hefðbundnu ferli. Alls voru 110 mál skráð frá klukkan 17 í kerfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en þeirra á meðal voru ýmis umferða- og líkamsárásamál.
Lögreglumál Reykjavík Alþingi Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira