Lögreglumál

Fréttamynd

Opna aftur fyrir að­gang fólks að gossvæðinu

Búið er að opna aftur inn á gossvæðið við Litla-Hrút en almenningi hefur verið óheimilt að ganga þar um frá því á fimmtudag. Slökkvistarf vegna gróðurelda heldur áfram en lögregla telur nú óhætt að hleypa fólki inn á Meradalaleið. Lögð er áhersla á að fólk fari ekki inn á skilgreint hættusvæði sem nær frá Náttaga að Keili. 

Innlent
Fréttamynd

Á­fram lokað að gos­stöðvunum

Lokað verður áfram að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Það er gert til að tryggja öryggi fólks á svæðinu en þar er mikil mengun vegna gróðurelda. Þá er vindáttin sérstaklega óhagstæð þar sem gasmengunin berst yfir gönguleiðir og Suðurstrandarveg.

Innlent
Fréttamynd

Ölvaður maður áreitti listamann

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í nótt. Þó nokkrar tilkynningar bárust um slagsmál, þjófnað og fólk í annarlegu ástandi. Þá var fjöldi ökumanna sektaður vegna hraðaksturs og aðrir teknir vegna gruns um akstur undir áhrifum.

Innlent
Fréttamynd

Mikill kyn­lífs­há­vaði raskaði svefn­friði íbúa

Nóttin hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var nokkuð hefðbundin ef marka má dagbók hennar. Tvær tilkynningar bárust um líkamsárás, nokkrar tilkynningar um innbrot og kvartanir undan hávaða. Ein slík barst vegna kynlífshávaða sem raskaði svefnfriði.

Innlent
Fréttamynd

Gæti verið sakfelld fyrir manndráp af gáleysi

Til greina kemur að Steina Árnadóttir, hjúkrunarfræðingurinn sem ákærð er fyrir að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans, verði sakfelld fyrir manndráp af gáleysi fyrir Landsrétti.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast fjögurra vikna á­fram­haldandi varðhalds vegna mann­dráps á Sel­fossi

Lögreglan á Suðurlandi hefur óskað eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir karlmanni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið ungri konu að bana á Selfossi í lok apríl. Von er á niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands síðar í dag. Ellefu vikur eru nú liðnar frá því að maðurinn var fyrst úrskurðaður í gæsluvarðhald. 

Innlent
Fréttamynd

Alvarlegt bílslys í Þrengslum

Alvarlegt umferðarslys varð í Þrengslunum á Suðurlandi á níunda tímanum í dag. Einn hefur verið fluttur slasaður á bráðamóttöku í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Ætlaði að nota rusla­tunnu til að ferja góssið

Karlmaður var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu í nótt eftir að hafa verið staðinn að verki við að stela munum úr skóla í miðborg Reykjavíkur. Sá hinn sami ætlaði að nýta sér ruslatunnu íbúa í borginni til þess að ferja góssið af vettvangi. Lögregla hafði hendur í hári hans eftir eftirför á fæti um hverfið.

Innlent
Fréttamynd

Drengirnir á­kærðir fyrir mann­dráp og stúlkan brot á hjálpar­skyldu

Þrír drengir á aldrinum 17 til 19 ára hafa verið ákærðir fyrir að hafa orðið pólskum karlmanni að bana á bílastæðinu við Fjarðarkaup í apríl. Sautján ára stúlka hefur verið ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá héraðssaksóknara við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Bílstjórinn rekinn og má reikna með kæru fyrir aksturinn

Bílstjóra Samskipa sem staðinn var að stórhættulegum framúrakstri á hringveginum í gær hefur verið sagt upp störfum. Hann verður yfirheyrður hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Saksóknari mun svo ákveða fyrir hversu alvarlegt brot hann verður ákærður.

Innlent
Fréttamynd

Líta málið alvarlegum augum og boða tilkynningu

Nokkur hætta var á ferðum þegar flutningabílstjóri Samskipa með tengivagn reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness síðdegis í gær. Forstöðumaður innanlandsflutninga Samskipa segir atvikið engan veginn í samræmi við öryggiskröfur fyrirtækisins og að rætt verði við bílstjórann í dag til að ljúka málinu.

Innlent
Fréttamynd

Stal bíl og ók undir á­hrifum með lögguna á hælunum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut liðsinnis sérsveitarinnar í umfangsmiklum aðgerðum í Reykjavík, Garðabæ og Hafnarfirði þar sem ökumanni Land Cruiser jeppa var veitt eftirför. Um stolinn bíl var að ræða en engan sakaði þrátt fyrir að lögreglubíll hafi hafnað utan vegar við eftirförina.

Innlent
Fréttamynd

Hnífa­maður gengur enn laus

Maður sem stakk annan mann á Lauga­vegi í mið­borg Reykja­víkur í byrjun síðustu viku er enn ó­fundinn. Lög­regla segir það ó­venju­legt en vill ekki gefa upp nánari upp­lýsingar um hvernig leitinni að manninum miðar. Þá er rann­sókn lög­reglu á mann­drápi á skemmti­staðnum Lúx langt komin.

Innlent
Fréttamynd

Árekstur við Hellu

Fólksbíll og flutningabíll skullu saman á Suðurlandsvegi við Hellu á þrettánda tímanum í dag. Veginum var lokað um stund á meðan hreinsunarstarf var unnið á vettvangi og nú er að greiðast úr töfum sem urðu vegna þesss.

Innlent