
Ísland Got Talent

Léttir að fá Asperger-greiningu segir Susan Boyle
Susan Boyle, söngkonan sem sló svo eftirminnilega í gegn í þáttunum Britain´s Got Talent árið 2009, var greind með heilkennið Asperger.

Bubbi brattur baksviðs
Eins og sjá má fór vel um dómarana baksviðs. Bubbi var brattur.

Rappandi stelpa í Arabs Got Talent
Mayam Mahmoud, frá Egyptalandi, hefur slegið í gegn eftir að hún kom fram í þættinum Arabs Got Talent. Hún rappar um kvenréttindi og vill bættan hlut kvenna í Mið-Austurlöndum.

9 ára stúlka slær í gegn í Holland's Got Talent
Dómarar og áhorfendur áttu ekki til orð yfir flutningi Amiru á óperunni O Mio Babbino Caro eftir Puccini.

Hér er enginn feiminn
Við sjáum líflegan kabarett, rómantískan gítarspilara, Elvis, töfrabrögð og fleiri frábær atriði en síðustu áheyrnarprufur fyrir Ísland got talent fóru fram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í gær. Missið ekki af fjörugu Íslandi í dag klukkan 18:55 í kvöld.

Gríðarleg stemning í Ísland Got Talent - Fólk á öllum aldri og jafnvel dýr
"Það er búið að vera fullur salur frá því í morgun,“ sagði Auðunn Blöndal, kynnir í þættinum Ísland Got Talent. "Það er gríðarleg stemning og fullt af efnilegu fólki búið að spreyta sig. Það er skemmtilegt að þetta virðist vera fólk á öllum aldri og líka hundar og fleiri dýr.“

Troðfullt í prufum Ísland Got Talent
Áheyrnarprufunum fyrir Ísland Got Talent lýkur í Reykjavík nú um helgina en prufur fara fram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í dag og á morgun.

Reykvíkingar láta ljós sitt skína
"Ég vona að sem flestir kýli á þetta því það eru 10 milljónir í verðlaun og það verður hrikalega gaman hjá okkur í vetur,“ segir Auðunn Blöndal, þáttarstjórnandi Ísland got talent sem verður á dagskrá í vetur á Stöð 2.

Söðlar um með RVK Studios
Baltasar Kormákur hefur endurreist framleiðslufyrirtæki sitt undir nafninu RVK Studios og hyggst veita sjónvarps- og kvikmyndagerðarfólki þjónustu í innlendum jafnt sem erlendum verkefnum.

Bubbi: Þetta er tækifæri lífs þíns
"Ég meina ef þú ert ekki tilbúinn að taka þátt og það eru tíu milljónir í verðlaun, vertu þá heima."

Miklar öfgar í allri umræðunni
Miklar öfgar í allri umræðunni Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi ráðherra, segir algerlega vanhugsað hjá ríkisstjórninni að slíta aðildarviðræðunum við ESB. Hún er í nýju starfi innan Samtaka atvinnulífsins og kveðst frjálsari þar en í landsmálunum.

Þorgerður Katrín segir Íslendinga verða að hætta tala niður listir og menningu
Þakkar menningunni mikinn straum ferðamanna til landsins.

Húsfyllir á haustkynningu Stöðvar 2
Húsfyllir var á haustkynningu Stöðvar 2 í Hörpu í gær þegar glæsilegasta vetrardagskrá stöðvarinnar frá upphafi var kynnt.

Stærsta hæfileikakeppni í heimi
Ef þú, eða einhver sem þú þekkir, lumar á hæfileikum og munar um tíu milljónir króna ættir þú að halda áfram að lesa. Stöð 2 ætlar nefnilega að bjóða stærstu hæfileikakeppni heims velkomna hingað til lands þegar Ísland got talent verður hleypt af stokkunum.

Þorgerður Katrín dæmir í Ísland Got Talent
Hæfileikakeppnin Ísland Got Talent hefur göngu sína á Stöð 2 í desember. Þessi vinsæla keppni er hugarfóstur Simons Cowell og hefur náð útbreiðslu víða um heim. Nú kemur hún til Íslands í fyrsta sinn.