Bárðarbunga

Fréttamynd

Segir forganginn þurfa að vera á hreinu

„Ég held það ætti að vera áhersluatriði númer eitt að vera tilbúnir til að sækja veika eða slasaða sjómenn eða fólk uppi á landi eða hvar sem er ef það slasast,“ segir Árni Bjarnason, formaður Farmanna- og skimannasambands Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Tók þyrluna þrjá tíma að ná í veikan mann á sjó

Skipverji á sjó fékk hjartaáfall og fór í hjartastopp. Þyrla Landhelgisgæslunnar var stödd við gosstöðvarnar og tók það þrjá tíma að ná í manninn. Skipstjórinn segir óásættanlegt að farið sé í slík verkefni á björgunarþyrlu.

Innlent
Fréttamynd

Flugu á Bárðarbungu til að gera við mæli

Vísindamenn flugu yfir gosstöðvarnar í Holuhrauni á fimmtudag. Meðal erinda þeirra var að afla nákvæmra gagna um rúmmál hraunbreiðunnar. Þeir reikningar verða tilbúnir nú eftir helgi, en vikugömul mæling sýndi að rúmmál hraunsins er metið um einn rúmkílómetri.

Innlent
Fréttamynd

Eldgos í og við Vatnajökul kalla á breytingar

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur lagt til breytingar á stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins til að mæta breytingum í kjölfar eldgosa í og við Vatnajökul. Stjórnin leggur til að lagning nýrra vega og gönguleiða í kjölfar eldsumbrota eða annarra hamfara verði heimiluð, en ljóst er að þegar aðstæður við gosstöðvarnar verða tryggari og umferð verður heimiluð mun ásókn ferðafólks verða mikil.

Innlent
Fréttamynd

Merkjanlegar breytingar á hegðun gossins

Frá þessum breytingum er greint stuttlega í skýrslu vísindamannaráðs í gær. Þar segir einnig að annars vegar séu sveiflur sem taka margar klukkustundir og hins vegar smærri sveiflur á tíu til tuttugu sekúndna fresti.

Innlent
Fréttamynd

Sagt er að frekar gjósi í hlýju veðri

Veðurblíða hefur ríkt á landinu í haust og er nóvembermánuður einn sá hlýjasti í manna minnum. Til að mynda hefur hitastig í nóvember verið fjórum gráðum hærra en í meðalári.

Innlent
Fréttamynd

Skjálftavirknin svipuð og verið hefur

Þrír skjálftar mældust yfir fjögur stig í Bárðarbungu síðasta sólarhringinn og einn af sama styrkleika í nótt. Aðrir skjálftar voru vægari en virknin í heild álíka og undanfarna daga. Gasmengun frá gosinu í Holuhrauni berst nú til norðurs, eða frá Þistilfirði í austri og vestur á Tröllaskaga. Loftgæði eru með ágætum á öllum sjálfvirkum mælistöðvum.

Innlent
Fréttamynd

Virkni eldgossins er á 400 metra gosrás

Virkni gosstöðvanna í Holuhrauni er á um 400 metra langri gosrás, sem er allt að 100 metrar á breidd. Stærsta hraunáin frá gosrásinni streymir út um skarð í norðurausturhluta hennar.

Innlent