Nornahraun nær yfir 80 ferkílómetra lands Svavar Hávarðsson skrifar 22. desember 2014 11:14 Hraunið þenur sig aðallega út til norðurs þessa dagana. Mynd/JÍ/GroPedersen Hraunið sem rennur frá eldstöðinni í Holuhrauni þekur nú 80 ferkílómetra lands á svæðinu norðan við Dyngjujökul. Aukin jarðskjálftavirkni hefur mælst norðan Tungnafellsjökuls síðustu daga, en svæðið hefur verið virkt síðan umbrotin í norðvestanverðum Vatnajökli hófust um miðjan ágúst. Ekki er útilokað að virknin gæti endað með litlu eldgosi. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Jarðvísindastofnun, segir, spurður um þróun eldgossins þessar vikurnar, að hægt og bítandi dragi úr allri virkni á svæðinu eins og vísbendingar í nær öllum gögnum frá Bárðarbungu sýni. „Þetta er allt að draga sig saman, allt sem er að gerast er í kringum gígana og engar langar opnar hraunrásir lengur sem þýðir að eldgosið er allt að hægja á sér. Það þýðir líka að gosið getur verið í þessum gír í mörg ár. Þetta er ekkert að klárast á morgun eða næstu daga. Það góða er að gasútstreymið er miklu minna, sem eru bestu fréttirnar þó að logi þarna eitthvað fram á næsta ár,“ segir Ármann. Hraunrennsli er aðallega í norður frá gígunum og stór hluti norðurjaðarsins er virkur. Hrauná nær nú í 14 kílómetra fjarlægð frá gígunum, til norðausturs. Spurður um virknina í Tungnafellsjökli, og hvort hún hafi einhverja sérstaka þýðingu, segir Ármann erfitt um það að segja. „Það virðist eins og hann sé að taka við einhverju frá Bárðarbungu; eitthvert hliðarskot sem erfitt er að segja til um hvernig endar. Það gæti endað með Fimmvörðuhálsgosi eða einhverju í líkingu við það. Þó að það sé sig í Bárðarbungu þá þarf hún greinilega að koma meiru frá sér en hún losar út í Nornahraunið,“ segir Ármann. Nú eru rétt rúmlega fjórir mánuðir síðan jarðhræringarnar hófust við Bárðarbungu. Gögn sýna að mesta virknin í kvikuganginum, eða mesta orkulosunin, var vikuna áður en sprungugosið hófst eða á meðan gangurinn var að ryðjast fram. Orkulosunin í ganginum núna er 10.000 sinnum minni en þá var. Bárðarbunga Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira
Hraunið sem rennur frá eldstöðinni í Holuhrauni þekur nú 80 ferkílómetra lands á svæðinu norðan við Dyngjujökul. Aukin jarðskjálftavirkni hefur mælst norðan Tungnafellsjökuls síðustu daga, en svæðið hefur verið virkt síðan umbrotin í norðvestanverðum Vatnajökli hófust um miðjan ágúst. Ekki er útilokað að virknin gæti endað með litlu eldgosi. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Jarðvísindastofnun, segir, spurður um þróun eldgossins þessar vikurnar, að hægt og bítandi dragi úr allri virkni á svæðinu eins og vísbendingar í nær öllum gögnum frá Bárðarbungu sýni. „Þetta er allt að draga sig saman, allt sem er að gerast er í kringum gígana og engar langar opnar hraunrásir lengur sem þýðir að eldgosið er allt að hægja á sér. Það þýðir líka að gosið getur verið í þessum gír í mörg ár. Þetta er ekkert að klárast á morgun eða næstu daga. Það góða er að gasútstreymið er miklu minna, sem eru bestu fréttirnar þó að logi þarna eitthvað fram á næsta ár,“ segir Ármann. Hraunrennsli er aðallega í norður frá gígunum og stór hluti norðurjaðarsins er virkur. Hrauná nær nú í 14 kílómetra fjarlægð frá gígunum, til norðausturs. Spurður um virknina í Tungnafellsjökli, og hvort hún hafi einhverja sérstaka þýðingu, segir Ármann erfitt um það að segja. „Það virðist eins og hann sé að taka við einhverju frá Bárðarbungu; eitthvert hliðarskot sem erfitt er að segja til um hvernig endar. Það gæti endað með Fimmvörðuhálsgosi eða einhverju í líkingu við það. Þó að það sé sig í Bárðarbungu þá þarf hún greinilega að koma meiru frá sér en hún losar út í Nornahraunið,“ segir Ármann. Nú eru rétt rúmlega fjórir mánuðir síðan jarðhræringarnar hófust við Bárðarbungu. Gögn sýna að mesta virknin í kvikuganginum, eða mesta orkulosunin, var vikuna áður en sprungugosið hófst eða á meðan gangurinn var að ryðjast fram. Orkulosunin í ganginum núna er 10.000 sinnum minni en þá var.
Bárðarbunga Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira