Borgarstjórn

Fréttamynd

Fimmtán hendur á loft

Meiri- og minnihlutar í stjórnmálum koma sér sjaldnast saman um mál. Í atkvæðagreiðslum er vaninn að meirihluti felli flest sem frá minnihlutanum kemur og minnihlutinn segir oftast nei eða situr hjá þegar kosið er um tillögur meirihlutans. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Skipulagði gamla hafnarsvæðið

Þresti Þórssyni hugnuðust ekki hugmyndir hins opinbera um skipulag hafnarsvæðisins í miðborginni og tók til sinna ráða. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Embættismenn firra sig ábyrgð

Það er ekki rétt að kalla það mistök þegar Gullhamrar ehf., eigendur verslunarhúsnæðisins við Þjóðhildarstíg í Grafarholti, fengu verslunarleyfi að sögn Salvarar Jónsdóttur, sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur. Nóatún leigir nú húsnæðið og rekur verslun á staðnum.

Innlent
Fréttamynd

Áfram leynd um Línu Net

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Orkuveitu Reykjavíkur fá ekki að sjá endurskoðanaskýrslu Línu Nets eins og þeir hafa beðið um. Lína Net var dótturfélag Orkuveitunnar. Guðlaugur Þór Þórðarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórn Línu Nets hafi synjað beiðninni. Meirihluta stjórnarinnar mynda þeir Alfreð Þorsteinsson og Stefán Jón Hafstein, fulltrúar Reykjavíkurlistans.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið efli sveitarfélögin

Borgarstjórn Reykjavíkur skorar á ríkisstjórnina að efla tekjustofna sveitarfélaga þannig að þau geti með eðlilegum hætti sinnt þeim verkefnum sem þau hafa með höndum. Áskorunin var samþykkt samhljóða á fundi borgarstjórnar í gær. Margrét Sverrisdótti, varaborgarfulltrúi Frjálslyndra lagði fram tillögu í þessa átt en henni var breytt með tillögu Reykjavíkurlistans.

Innlent
Fréttamynd

Atvinnuleysi er áhygguefni

Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir aðspurður að þörf sé á að skoða þær tölur sem skýrt er frá í Fréttablaðinu í gær varðandi fækkun íbúa á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn ársfjóðung.

Innlent
Fréttamynd

Kvöðum ekki aflétt

Ekki kemur til greina að aflétta kvöðum sem fylgja skipulagi vegna matvöruverslunar Bónuss og Hagkaupa í Spönginni að sögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, formanns skipulagsnefndar borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Málaferli gegn borginni

Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn telur fráleitt að líta svo á að hömlur sem settar voru á uppbyggingu matvöruverslana í Grafarvogi gildi enn. Engum geti dottið í hug að þær hafi átt að gilda að eilífu. Verið er að undirbúa málaferli gegn Reykjavíkurborg vegna samninga um einokun Baugs á matvöruverslun í hverfinu. 

Innlent
Fréttamynd

Vínveitingar leyfðar í Egilshöll

Borgarráð samþykkti í dag að veita Sportbitanum í Egilshöll vínveitingaleyfi til reynslu í eitt ár. Þrír borgarráðsmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

Innlent
Fréttamynd

ÍBR á móti sameiningunni

Stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur og forysta íþróttafélaganna í Reykjavík leggjast gegn því að málaflokkurinn íþrótta- og tómstundamál verði sameinaður menningarmálum í tengslum við stjórnkerfisbreytingar hjá Reykjavíkurborg.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnkerfisbreytingar í borgarráð

Íþróttamál og menningarmál verða ekki sameinuð í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Þetta var ákveðið á fundi stjórnkerfisnefndar Reykjavíkur í gær. Tillögur um sameininguna hafa verið til umræðu hjá borgarfulltrúum Reykjavíkurlistans. Þær mættu hins vegar mikilli andstöðu. Til dæmis sendur formenn allra stærstu íþróttafélaganna í Reykjavík borgarfulltrúum mótmælabréf.

Innlent
Fréttamynd

Fylgjandi auknum orkurannsóknum

Árni Þór Sigurðsson, oddviti Vinstri - grænna í borgarstjórn, segir ekkert athugavert við afstöðu flokksins til hugsanlegrar virkjunar Skjálfandafljóts. Vinstri - grænir séu fylgjandi auknum orkurannsóknum.

Innlent
Fréttamynd

Hverfafundir á næstunni

Þórólfur Árnason borgarstjóri efnir til funda með íbúum allra hverfa Reykjavíkurborgar dagana 11. – 26. október. Í tilkynningu segir að hverfafundirnir séu hugsaðir sem samræða borgarbúa og borgarstjóra og séu kjörið tækifæri fyrir borgarbúa að koma sínum skoðunum á framfæri.

Innlent
Fréttamynd

Alfreð var viss um niðurstöðuna

Búið var að vara borgaryfirvöld við því að með því að synja Egilshöll um vínveitingarleyfi væri verið að brjóta gegn stjórnsýslulögum. Málið var þverpólitískt í borgarstjórn og klofnaði R-listinn meðal annars í afstöðu sinni. Sjö voru á móti því að veita leyfið og sex með.

Innlent
Fréttamynd

Formenn mótmæla breytingum

Forystumenn allra stærstu íþróttafélaganna í Reykjavík hafa mótmælt hugmyndum um sameiningu íþróttamála og menningarmála í stjórnsýslu borgarinnar. Þetta kemur fram í bréfi sem tekið verður fyrir í borgarráði í dag.

Innlent
Fréttamynd

Börnum fækkar í borginni

Yngstu börnunum fækkar í Reykjavík en fjölgar í Kópavogi. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kennir lóðaskorti um. Reykjavíkurlistinn segir lækkun fæðingatíðni útskýringuna. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Engin mótsögn hjá Samfylkingu

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, vísar því á bug að þversögn sé á milli afstöðu Samfylkingarinnar á Alþingi og innan R-listans í borgarstjórn Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Vín veitt í Egilshöllinni

Borgaryfirvöldum hefur verið gert að veita Sportbitanum, sem sér um veitingasölu í Egilshöll í Grafarvogi, vínveitingaleyfi.

Innlent
Fréttamynd

Úrskurðað um Sundabraut

Skipulagsstofnun hefur loks fengið öll nauðsynleg gögn vegna mats á umhverfisáhrifum Sundabrautar og mun úrskurður liggja fyrir um mánaðamótin. Upphaflega átti að úrskurða í málinu 30. júlí.

Innlent
Fréttamynd

Vilja mislæg gatnamót

Ungir sjálfstæðismenn í Reykjavík efndu til mótmælastöðu við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar í gærmorgun til að mótmæla þeirri ákvörðun R-listans að fresta framkvæmdum vegna mislægra gatnamóta þar.

Innlent
Fréttamynd

Hallsvegur áfram tveggja akreina

Hallsvegur í Grafarvogi verður áfram tveggja akreina en ekki fjögurra eins og nú er gert ráð fyrir í aðalskipulagi. Borgarstjórn samþykkti í gær að fela skipulags- og bygginganefnd borgarinnar að undirbúa þessa breytingu á aðalskipulaginu.

Innlent
Fréttamynd

Beitir sér ekki fyrir kennara

Reykjavíkurborg rétt eins og önnur sveitarfélög á við fjárhagsvanda að stríða, segir Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur. Borgin mun því ekki grípa inn í samningaviðræður kennara og launanefndar sveitarfélaganna. Árni Þór segir fjárhags- og verkfallsvandann óskylda hluti.

Innlent
Fréttamynd

Þriðjungur í þrot vegna lóðaverðs

Tæpur þriðjungur þeirra verktaka sem fengu úthlutað lóðum í Grafarholti á árunum 1999 til 2002 hafa síðan orðið gjaldþrota. Þetta kom fram í erindi Þorsteins Víglundssonar, forstjóra BM-Vallár, á fundi Samtaka iðnaðarins í gær. Þorsteinn segir að þetta megi rekja til þess fyrirkomulags á úthlutun lóða, en lóðum í Grafarholti var úthlutað eftir útboð.

Innlent
Fréttamynd

Stófelldar kerfisbreytingar

Tillögur Reykjavíkurlistans um stórfelldar breytingar á stjórnkerfi borgarinnar eru nú til óformlegrar umfjöllunar meðal borgarfulltrúa. Þar er meðal annars lögð til sameining menningarmála og íþrótta- og tómstundamála.

Innlent
Fréttamynd

Tillaga um mislæg gatnamót

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Frjálslynda flokksins flytja sameiginlega tillögu um mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar á fundi borgarstjórnar sem nú er nýhafinn. Í síðustu viku fluttu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins tillögu í samgöngunefnd um hönnun mislægra gatnamóta og var sú tillaga felld af R-listanum.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra þrýsti á borgaryfirvöld

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins skorar á Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra að þrýsta á borgaryfirvöld að fara í framkvæmd mislægra gatnamóta við Miklubraut og Kringlumýrarbraut á undan Sundabraut.

Innlent
Fréttamynd

Sorphirðugjöld hækka um þriðjung

Sorphirðugjöld eiga samkvæmt landsáætlun að endurspegla raunkostnað við sorphirðuna. Nefnd borgarinnar leggur til hækkun og um leið afslátt til fólks sem sættir sig við stopulli sorphirðu.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfbær þróun í samgöngum

Áherslur í samgöngumálum borgarinnar byggja á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Þetta sagði Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, við setningu Evrópskrar samgönguviku í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær.

Innlent
Fréttamynd

Atlantsolía fær lóð

Borgarráð staðfesti í gær breytingu á borgarskipulaginu sem gerir ráð fyrir að reist verði sjálfsafgreiðslustöð fyrir bensín og olíu við Bústaðaveg. Atlantsolía hefur þegar fengið fyrirheit um lóðina, sem stendur norðan við veitingastaðinn Sprengisand og austan hesthúsa Fáks á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Samstaða um sölu borgarfyrirtækja

Lagt er til að Þórólfur Árnason, borgarstjóri Reykjavíkur, feli þriggja manna verkefnisstjórn að móta tillögu að sölu hlutar Reykjavíkurborgar í Vélamiðstöð ehf. og Malbikunarstöðinni Höfða hf. og leggja fyrir borgarráð fyrir árslok.

Innlent