Aðrar íþróttir

Dagný og Hafþór Íslandsmeistarar para
Dagný Þórisdóttir KFR og Hafþór Harðarson ÍR urðu Íslandsmeistarar para 2015.

Lyfti hálfu tonni á bikarmeistaramóti: „Á Íslandi þykir þetta frekar gott"
Arnhildur Anna Árnadóttir, kraftlyftingarkona úr Gróttu, varð fyrsta konan til að lyfta yfir hálfu tonni, en þetta gerði hún á Bikarmóti Kraftlyftingarsambandi Íslands á Akureyri um síðustu helgi.

Níu ára sigurganga Klitschko á enda
Tyson Fury vann Úkraínumanninn á stigum og hirti fjóra heimsmeistaratitla af Klitschko.

Tinna nýr landsliðsþjálfari
Meiri kraftur settur í uppbyggingarstarf og afrekshópa hjá Badmintonsambandinu.

„Lítum á þetta sem hreingerningu“
Eins og fram koma á Vísi fyrr í dag hafa tólf manns verið settir í keppnisbann af Alþjóðsambandi líkamsræktarmanna á Íslandi (IFBB) fyrir að selja stera, og önnur ólögleg efni, undir eigin nafni í lokuðum hópum á Facebook.

Annie Mist bætti þrjú Íslandsmet
Frábær árangur íslenskra lyftingakvenna á heimsmeistaramótinu í Houston.

Þú sérð ekki tilfinningaþrungnari Haka-dans en þetta
Háskólanemar vottuðu Jonah Lomu, einum besta ruðningskappa sögunnar, virðingu sína en hann lést í gær.

Þórdís Ylfa og Ragnar meistarar
Íslandsmeistaramótið í skylmingum með höggsverði fór fram í dag.

Fjögurra ára bann Þorvaldar Árna staðfest
Knapinn fær ekki að taka þátt í keppnum á vegum ÍSÍ næstu fjögur árin vegna amfetamínneyslu.

Klitschko: Heimska að kalla mig djöfladýrkanda
Wladimir Klitschko segir næsta mótherja sinn, Tyson Fury, vera með heila á stærð við íkorna.

Gaf ungum stuðningsmanni gull verðlaunapeninginn | Myndband
Leikmaður All-blacks, rúbbíliðs Nýja-Sjálands ákvað að gefa ungum stuðningsmanni liðsins verðlaunapening sinn eftir að hafa borið sigur úr býtum í úrslitaleik HM í rúbbí á dögunum.

Taylor Swift bölvunin í bandaríska hafnarboltanum
Þrjú bandarísk hafnarboltafélög í MLB-deildinni hafa verið í tómu tjóni eftir heimsókn frá einni vinsælustu tónlistakonu heimsins í dag og það þykir ekki boða gott að fá þessa stóru poppstjörnu í heimsókn til sín.

Elsa og Broddi hafa lokið keppni á HM öldunga
Elsa Nielen og Broddi Kristjánsson duttu bæði út í undanúrslitum á HM öldunga í badminton sem fer fram í Helsingborg þessa dagana.

Íslandsmeistararnir í Evrópukeppni í annað sinn
HK, Íslands- og deildarmeistarar í blaki karla taka þátt í norður Evrópukeppni félagsliða 27. – 29. nóvember n.k.

Elsa og Broddi í undanúrslit á HM öldunga
Elsa Nielsen og Broddi Kristjánsson komust í undanúrslit á HM öldunga í badminton í dag en mótið fer fram í Helsingborg í Svíþjóð.

Kennir AC/DC um slæmt ástand vallarins
Þjálfari Chicago Cubs, Joe Maddon, kenndi rokkhljómsveitinni AC/DC um lélegt ástand Wrigley Field eftir tónleika sveitarinnar viku áður.

Yogi „Jógi Björn“ Berra er látinn
Hafnaboltagoðsögnin Yogi Berra, maðurinn sem er talinn fyrirmynd teiknimyndarinnar um Jóga Björn, er fallin frá.

Gerum allt til að halda þeim
Landsliðið í alpagreinum var tilkynnt í gær, en skíðalandsliðið verður án Erlu Ásgeirsdóttur. Hún bætist í hóp fleiri efnilegra ungmenna sem leggja skíðin á hilluna eða fara í pásu. Enginn landsliðsþjálfari verður í vetur en framtíðin er samt björt með stelpurnar í hópnum.

Erla: Mjög erfið ákvörðun
Skíðakonan ætlar að einbeita sér að námi í Háskólanum í Reykjavík og stunda skíði hér heima.

Búið að velja landslið alpagreina fyrir komandi vetur
Skíðasamband Íslands tilkynnti í dag landslið alpagreina fyrir komandi vetur sem og yngri æfingahópa og verkefnastjóra þeirra.

Ólympíuleikarnir 2024 verða í einni af þessum fimm borgum
Alþjóðaólympíunefndin velur keppnisstað í Líma í Perú í september eftir tvö ár.

Fjallið tapar í sjómann | Myndband
Hafþór Júlíus Björnsson tapaði fyrir tvöföldum heimsmeistara sem er tvöfalt léttari en stóri maðurinn.

Kári féll úr leik í Mexíkó gegn sterkum mótherja
Kári Gunnarsson féll úr leik í Mexíkó gegn hinum brasilíska Ygor Coelho Oliveira á móti í Mexíkó í dag en Ygor er raðað númer sjö inn í einliðaleik karla og er númer 66 á heimslista.

Kristján Helgason komst í 32 manna úrslit á HM í snóker
Snókerspilarinn Kristján Helgason tryggði sér í dag sæti í 32 manna úrslitum á Heimsmeistaramótinu í 6 rauðum sem haldið er í Tælandi.

Júlían tók gullið á HM unglinga í kraftlyftingum | Myndband
Fjórir íslenskir strákar kepptu í dag á HM unglinga í kraftlyftingum í Prag með glæsilegum árangri. Þeir koma heim hlaðnir verðlaunum og metum, og varð íslenska karlaliðið í 6.sæti samanlagt í unglingaflokki.

Júlían heimsmeistari í kraftlyftingum
Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingarmaður úr Ármanni, varð heimsmeistari unglinga í kraftlyftingum í dag, en hann sigraði í +120 kg flokki.

Los Angeles sækir um að halda Sumarólympíuleikana 2024
Borg englanna var í dag tilnefnd sem borgin sem myndi halda Sumarólympíuleikana 2024 færu þeir fram í Bandaríkjunum en það yrði í þriðja sinn sem leikarnir fara fram í borginni.

Ágúst Kristinn lenti í 9-16. sæti á HM ungmenna í taekwondo
Bardagakappinn Ágúst Kristinn Eðvarðsson lenti í 9-16. sæti á HM ungmenna í taekwondo í dag en aðeins sex vikur eru síðan hann nældi í brons á EM.

Þuríður Erla Norðurlandameistari
Þuríður Erla Helgadóttir, Ármann, varð í gær Norðurlandameistari í -58kg flokki kvenna á Norðurlandameistaramótinu í ólympískum lyftingum sem fram fer í Slagelse í Danmörku núna um helgina.

Berglind og Elísabet lentu í 17-24. sæti á EM
Berglind Gígja Jónsdóttir og Elísabet Einarsdóttir hafa lokið keppni á EM U22 eftir tap gegn sterku lið Hollands í morgun