Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020

Góðgerðarsjóður Clinton vill ekki peninga frá hverjum sem er
Aðeins sex stjórnvöldum heimilt að styrkja sjóðinn. Þar á meðal eru stjórnvöld í Noregi og Hollandi.

Skemmdir unnar á gröf föður Hillary
Lögreglu í Scranton barst tilkynning um að legsteini Hugh Rodham hafi verið velt.

Hillary Clinton býður sig fram til forseta Bandaríkjanna
Clinton heldur í baráttuna með víðtækan stuðning demókrata en í könnun CBS sögðust 81 prósent demókrata íhuga það að kjósa fyrrum forsetafrúnna.

Hillary Clinton talin kynna framboð sitt
Talið er að Hillary Clinton muni tilkynna forsetaframboð sitt á sunnudaginn.

Rand Paul býður sig fram til forseta
Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn vill verða frambjóðandi Repúblikana í bandarísku forsetakosningunum á næsta ári.

Clinton vill láta birta tölvupóstana
Hillary Clinton hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki notast við ráðuneytistölvupóstfang sitt í ráðherratíð sinni.

Clinton notaði einungis einkatölvupóst í ráðherratíð sinni
Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur greint Hillary Clinton hafi nú útvegað ráðuneytinu afrit af tölvupóstum sínum.

Kosningasvindl í Bandaríkjunum?
Víðtækt samsæri var um að breyta kosninganiðurstöðum í Ohio-ríki í forsetakosningunum í Bandaríkjunum og var öllum ráðum beitt til að tryggja sigur Bush forseta þar. Þessu heldur hópur sem Jesse Jackson fer fyrir fram og hefur krafist rannsóknar.

Láta rannsaka kosningarnar
Demókrataflokkurinn hefur ákveðið að hefja rannsókn á því hvernig staðið var að framkvæmd bandarísku forsetakosninganna í Ohio, en niðurstaðan þar réði úrslitum um að repúblikaninn George W. Bush bar sigurorð af demókratanum John Kerry.

Gonzales í stað Ashcroft
George W. Bush Bandaríkjaforseti valdi einn helsta ráðgjafa sinn í stríðinu gegn hryðjuverkum til að taka við af embætti dómsmálaráðherra af John Ashcroft. Fyrir valinu varð Alberto Gonzales, samherji Bush frá því á ríkisstjóraárum forsetans frá Texas.

Uppstokkun í stjórn Bush
John Ashcroft dómsmálaráðherra og Don Evans viðskiptaráðherra urðu fyrstu ráðherrarnir til að segja af sér eftir endurkjör George W. Bush Bandaríkjaforseta. Fyrir lá að einhverjar breytingar yrðu gerðar á ráðherraskipan fyrir seinna kjörtímabil Bush og var Ashcroft meðal þeirra sem búist var við að myndu láta af störfum.

Uppstokkun í Hvíta húsinu
Tveir ráðherrar úr ríkisstjórn Bush Bandaríkjaforseta hafa sagt af sér. Það eru John Ashcroft dómsmálaráðherra og Donald Evans viðskiptaráðherra. Búist var við afsögn beggja en afsagnarbréf þeirra voru dagsett sama dag og Bush sigraði í forsetakosningunum vestra.

Til sálfræðings vegna tapsins
Stuðningsmenn Johns Kerry í bandarísku forsetakosningunum hafa margir hverjir leitað til sálfræðinga eftir hjálp við að jafna sig á áfallinu eftir ósigur hans fyrir George W. Bush Bandaríkjaforseta.

Fjölskyldugildi skiptu sköpum
Hvers vegna urðu úrslit bandarísku forsetakosninganna sem raun ber vitni? Svo virðist sem gömul trúarleg fjölskyldugildi hafi í raun verið stærsta kosningamálið - ekki Íraksmálin.

Græddi á ótta við hjónabönd homma
Kosningar um stjórnarskrárbann við hjónaböndum samkynhneigðra sem fóru fram samhliða forsetakosningunum í Bandaríkjunum hjálpaði George W. Bush að tryggja sér endurkjör. Ástæðan er sú að fjöldi íhaldssamra kjósenda sem ella er óvíst hvort hefðu farið á kjörstað mætti til að greiða atkvæði með banninu.

Skattar og eftirlaun í brennidepli
Helstu áhersluefni George W. Bush Bandaríkjaforseta á seinna kjörtímabili sínu sem forseti verða þau að stokka upp skattkerfið og gjörbreyta eftirlaunakerfinu. Bush vill breyta eftirlaunakerfinu þannig að fólk hafi meira forræði yfir eftirlaunasparnaði sínum og geti lagt iðgjöld sín inn á eigin eftirlaunareikninga.

Repúblikanar juku meirihluta sinn
Repúblikanar tryggðu sér í fyrrinótt áframhaldandi meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings og bættu við sig þingsætum bæði í öldungadeildinni og fulltrúadeildinni.

Bush fer mun betur af stað
Ef litið er hvort tveggja til þeirra ríkja þar sem George W. Bush hefur verið spáð sigri og þeirra þar sem hann leiðir samkvæmt útgönguspám er hann kominn með 87 kjörmenn af þeim 270 sem þarf til að tryggja sér sigur. Kerry er spáð sigri í einu ríki og leiðir í öðru, og fengi samkvæmt því sjö kjörmenn. Lítið þarf þó að gerast til að þetta breytist.

Enginn vafi á sigri Bush
Andy Card, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði fyrir stundu að enginn vafi væri á því að George Bush færi með sigur af hólmi í Ohio og ynni þar með forsetakosningarnar. Úrslitin í kosningunum í Bandaríkjunum munu líklega velta á úrslitum kosninganna í Ohio-ríki en staðfest niðurstaða liggur ekki enn fyrir þar.

Bush á erfitt verk fyrir höndum
"Það verður erfitt verk forseta að skapa breiða og öfluga samstöðu bandarísku þjóðarinnar eftir þann djúpstæða ágreining sem hér hefur birst," segir Ólafur Ragnar Grímsson forseti eftir úrslit kosninga í Bandaríkjunum.

Banna hjónabönd samkynhneigðra
Víst þykir að kjósendur í Kentucky og Ohio hafi samþykkt stjórnarskrárbann við hjónaböndum samkynhneigðra einstaklinga. Slíkar tillögur liggja fyrir í ellefu ríkjum og gefa skoðanakannanir til kynna að þær verði alls staðar samþykktar. Bannið var samþykkt með miklum mun í Ohio og kann það að gefa til kynna að Kerry eigi erfitt uppdráttar þar.

Bush með forystu í þremur ríkjum
George W. Bush er á leið með að tryggja sér 34 kjörmenn en Kerry þrjá í þeim sex ríkjum sem hafa þegar lokað kjörstöðum samkvæmt útgönguspám. Þetta er niðurstaðan í þeim ríkjum þar sem nógu mikill munur er á þeim til að hægt sé að spá fyrir um hvor þeirra tryggir sér kjörmenn ríkisins.

Kerry yfir í flestum spám
Fjórar af fimm stóru sjónvarpsstöðunum í Bandaríkjunum spá John Kerry 74 eða 77 kjörmönnum miðað við þær upplýsingar sem nú liggja fyrir en George W. Bush 66 kjörmönnum. Ein stöð sker sig úr, það er CBS sjónvarpsstöðin sem spáir Bush 108 kjörmönnum en Kerry 77 kjörmönnum.

Bush með 44 kjörmanna forskot
George W. Bush er spáð sigri í sex af fimmtán ríkjum þar sem kjörstaðir lokuðu klukkan tvö, John Kerry er spáð sigri í tveimur ríkjanna en í sjö þeirra er of snemmt að spá til um hvor þeirra fer með sigur af hólmi. Staðan nú er því sú að Bush virðist kominn með 156 kjörmenn en Kerry 112.
Dregur saman með Bush og Kerry
Eins og staðan er núna er George W. Bush talinn hafa tryggt sér áttatíu kjörmenn en John Kerry 77. Staðan í Flórída er svo jöfn að ekki er hægt að spá fyrir um sigurvegara, í Pennsylvaníu liggja ekki fyrir nægar upplýsingar. Því er enn óljóst hvernig fer í þremur stærstu óvissuríkjunum.

Óvíst hver vinnur í Ohio
Of litlu munar á George W. Bush og John Kerry í Ohio til að spá fyrir um hvor þeirra fær þá 20 kjörmenn sem ríkið færir sigurvegaranum. Ríkið er eitt af þremur stærstu óvissuríkjunum sem talið er að komi til með að vega einna þyngst á munum þegar upp er staðið. Samkvæmt fyrstu tölum hefur Bush naumt forskot, 52 prósent gegn 48 prósentum hjá Kerry.

Gæti tekið daga eða vikur að telja
Það gæti tekið nokkra daga og jafnvel vikur að telja öll atkvæði sagði George Stephanopoulous, stjórnmálaskýrandi ABC sjónvarpsstöðvarinnar. Hann segir ástæðuna vera utankjörfundaratkvæði og vafaatkvæði sem ólíklegt sé að verði talin í nótt.

Bush sigurvegari
George Bush, forseti Bandaríkjanna, mun flytja ræðu klukkan 20 í kvöld að íslenskum tíma, eða klukkan 15 að staðartíma í Washington, þar sem hann mun tilkynna sigur sinn í forsetakosningunum í gær.

Berlusconi fagnar sigri Bush
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, fagnaði í dag sigri George Bush í kosningunum í Bandaríkjunum í gær, þrátt fyrir að endanleg úrslit liggi ekki fyrir. Berlusconi segir sigurinn tilkominn vegna efnahagsástands Bandaríkjanna og skattalækkana Bush.

Barist um Ohio
Þegar 91 prósent atkvæða í Ohio hefur verið talið og eftir á að telja hálfa milljón atkvæða munar 102 þúsund atkvæðum á George W. Bush og John Kerry sem þarf nauðsynlega að sigra í ríkinu ef hann ætlar sér að eiga einhvern möguleika á því að verða forseti. Tvær stöðvar hafa þegar spáð Bush sigri í ríkinu en aðrir fjölmiðlar segja það of snemmt.