Þjóðverjar með öruggt sæti í undankeppni ÓL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2015 15:03 Dagur Sigurðsson og félagar fagna. Vísir/Eva Björk Þýskaland hafnaði í sjöunda sæti á HM í handbolta og tryggði sér þar með öruggan þátttökurétt í undankeppni ÓL 2016. Það varð ljóst eftir sigur Þjóðverja á Slóveníu í dag, 30-27. Sjöunda sætið var í húfi í dag en liðin í 2.-7. sæti HM fá sæti í undankeppni næstu Ólympíuleika. Ef að Katar, sem keppir til úrslita á mótinu á morgun, verður Asíumeistari á næsta ári fær liðið í áttunda sæti einnig sæti í undankeppninni. Það eru því ágætar líkur á því að Slóvenía fái einnig tækifæri til að koma sér til Ríó á næsta ári en engu að síður var það góð tilfinning fyrir Dag Sigurðsson að klára mótið með sigri og halda heim á leið með þetta langþráða sæti í undankeppni Ólympíuleikanna. Þýskaland missti af Ólympíuleikunum 2012 í London og þar á bæ þrá menn fátt meira en að verða aftur á meðal þátttökuþjóða í handboltakeppni leikanna. Dagur endurheimti skyttuna Steffen Weinhold úr meiðslum en sóknarleikur liðsins leið mjög fyrir fjarveru hans í leiknum gegn Króatíu í gær. Eftir þunga byrjun náðu Þjóðverjar að þétta varnarleikinn um miðjan fyrri hálfleik og taka þar með frumkvæðið í leiknum. Silvio Heinevetter kom þá einnig inn fyrir Carsten Lichtlein, sem varði aðeins eitt af sjö skotum sínum á upphafsmínútum leiksins, og sá fyrrnefndi átti góðan leik. Enginn var þó betri en fyrirliðinn og hornamaðurinn Uwe Gensheimer sem skoraði þrettán mörk í dag og var magnaður. Þjóðverjar fóru langt á góðum varnaleik og markvörslu í dag og uppskáru fyrir það dýrmæt mörk úr hraðaupphlaupum. Staðan var orðin 27-21 um miðjan síðari hálfleikinn og þrátt fyrir áhlaup Slóvenanna þá héldu þeir þýsku dampi og lönduðu öruggum sigri. HM 2015 í Katar Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira
Þýskaland hafnaði í sjöunda sæti á HM í handbolta og tryggði sér þar með öruggan þátttökurétt í undankeppni ÓL 2016. Það varð ljóst eftir sigur Þjóðverja á Slóveníu í dag, 30-27. Sjöunda sætið var í húfi í dag en liðin í 2.-7. sæti HM fá sæti í undankeppni næstu Ólympíuleika. Ef að Katar, sem keppir til úrslita á mótinu á morgun, verður Asíumeistari á næsta ári fær liðið í áttunda sæti einnig sæti í undankeppninni. Það eru því ágætar líkur á því að Slóvenía fái einnig tækifæri til að koma sér til Ríó á næsta ári en engu að síður var það góð tilfinning fyrir Dag Sigurðsson að klára mótið með sigri og halda heim á leið með þetta langþráða sæti í undankeppni Ólympíuleikanna. Þýskaland missti af Ólympíuleikunum 2012 í London og þar á bæ þrá menn fátt meira en að verða aftur á meðal þátttökuþjóða í handboltakeppni leikanna. Dagur endurheimti skyttuna Steffen Weinhold úr meiðslum en sóknarleikur liðsins leið mjög fyrir fjarveru hans í leiknum gegn Króatíu í gær. Eftir þunga byrjun náðu Þjóðverjar að þétta varnarleikinn um miðjan fyrri hálfleik og taka þar með frumkvæðið í leiknum. Silvio Heinevetter kom þá einnig inn fyrir Carsten Lichtlein, sem varði aðeins eitt af sjö skotum sínum á upphafsmínútum leiksins, og sá fyrrnefndi átti góðan leik. Enginn var þó betri en fyrirliðinn og hornamaðurinn Uwe Gensheimer sem skoraði þrettán mörk í dag og var magnaður. Þjóðverjar fóru langt á góðum varnaleik og markvörslu í dag og uppskáru fyrir það dýrmæt mörk úr hraðaupphlaupum. Staðan var orðin 27-21 um miðjan síðari hálfleikinn og þrátt fyrir áhlaup Slóvenanna þá héldu þeir þýsku dampi og lönduðu öruggum sigri.
HM 2015 í Katar Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira