Blikar kláruðu Fylki á fimm mínútna kafla | Myndir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. september 2016 19:53 Svava Rós skoraði eitt og lagði annað upp í öruggum sigri Blika. vísir/ernir Breiðablik minnkaði forskot Stjörnunnar á toppi Pepsi-deildar kvenna niður í tvö stig með öruggum 4-0 sigri á Fylki í lokaleik 14. umferðar á Kópavogsvelli í kvöld.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Kópavogsvellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Blikar gengu frá leiknum á fimm mínútna kafla snemma leiks þegar þær skoruðu þrjú mörk. Blikar voru á ferðinni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Wales í síðustu viku en það var ekki að sjá að þátttakan sæti í leikmönnum Íslandsmeistaranna. Svava Rós Guðmundsdóttir braut ísinn á 14. mínútu og þremur mínútum síðar bætti Esther Rós Arnarsdóttir öðru marki við. Fyrirliðinn Rakel Hönnudóttir lagði bæði mörkin upp. Blikar tóku sér svo aðeins tveggja mínútna pásu áður en Hildur Antonsdóttir skoraði þriðja markið eftir stoðsendingu Fanndísar Friðriksdóttur. Ótrúlegur kafli hjá Íslandsmeisturunum og leik í raun lokið. Blikar fengu færi til að skora fleiri mörk en létu eitt duga. Það gerði hin nýsjálenska Olivia Chance á 76. mínútu eftir sendingu frá Svövu Rós. Lokatölur 4-0, Breiðabliki í vil Gríðarleg spenna er nú komin í toppbaráttu Pepsi-deildar kvenna eftir úrslitin í 14. umferð. Stjarnan er á toppnum með 34 stig, tveimur stigum meira en Breiðablik. Valur er svo í 3. sæti með 30 stig. Stjörnukonur og Blikar mætast í þarnæstu umferð og þá leiða Breiðablik og Valur saman hesta sína í lokaumferðinni.Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.vísir/ernir Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 2-1 | Valur opnaði toppbaráttuna upp á gátt Valur lagði Stjörnuna 2-1 í toppslag Pepsi-deildar kvenna í fótbolta í kvöld á heimavelli. Laufey Björnsdóttir tryggði sigurinn í uppbótartíma. 31. ágúst 2016 21:45 Eyjakonur sóttu sigur á Skagann ÍBV vann sinn fjórða sigur í síðustu fimm leikjum þegar liðið lagði ÍA að velli í 14. umferð Pepsi-deildar kvenna á Norðurálsvellinum á Akranesi í kvöld. 31. ágúst 2016 19:15 Sigríður tryggði KR stigin þrjú á Selfossi | Þór/KA á góðu róli Sigríður María S. Sigurðardóttir tryggði KR sinn fyrsta sigur síðan 24. júní þegar hún skoraði eina markið gegn Selfossi á útivelli í 14. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. 31. ágúst 2016 19:47 Lokaspretturinn í deildinni og EM næsta sumar í óvissu hjá Hörpu Markahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna, Harpa Þorsteinsdóttir, spilar væntanlega ekki mikið meira með Stjörnunni í sumar þar sem hún er ólétt. 1. september 2016 13:48 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira
Breiðablik minnkaði forskot Stjörnunnar á toppi Pepsi-deildar kvenna niður í tvö stig með öruggum 4-0 sigri á Fylki í lokaleik 14. umferðar á Kópavogsvelli í kvöld.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Kópavogsvellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Blikar gengu frá leiknum á fimm mínútna kafla snemma leiks þegar þær skoruðu þrjú mörk. Blikar voru á ferðinni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Wales í síðustu viku en það var ekki að sjá að þátttakan sæti í leikmönnum Íslandsmeistaranna. Svava Rós Guðmundsdóttir braut ísinn á 14. mínútu og þremur mínútum síðar bætti Esther Rós Arnarsdóttir öðru marki við. Fyrirliðinn Rakel Hönnudóttir lagði bæði mörkin upp. Blikar tóku sér svo aðeins tveggja mínútna pásu áður en Hildur Antonsdóttir skoraði þriðja markið eftir stoðsendingu Fanndísar Friðriksdóttur. Ótrúlegur kafli hjá Íslandsmeisturunum og leik í raun lokið. Blikar fengu færi til að skora fleiri mörk en létu eitt duga. Það gerði hin nýsjálenska Olivia Chance á 76. mínútu eftir sendingu frá Svövu Rós. Lokatölur 4-0, Breiðabliki í vil Gríðarleg spenna er nú komin í toppbaráttu Pepsi-deildar kvenna eftir úrslitin í 14. umferð. Stjarnan er á toppnum með 34 stig, tveimur stigum meira en Breiðablik. Valur er svo í 3. sæti með 30 stig. Stjörnukonur og Blikar mætast í þarnæstu umferð og þá leiða Breiðablik og Valur saman hesta sína í lokaumferðinni.Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.vísir/ernir
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 2-1 | Valur opnaði toppbaráttuna upp á gátt Valur lagði Stjörnuna 2-1 í toppslag Pepsi-deildar kvenna í fótbolta í kvöld á heimavelli. Laufey Björnsdóttir tryggði sigurinn í uppbótartíma. 31. ágúst 2016 21:45 Eyjakonur sóttu sigur á Skagann ÍBV vann sinn fjórða sigur í síðustu fimm leikjum þegar liðið lagði ÍA að velli í 14. umferð Pepsi-deildar kvenna á Norðurálsvellinum á Akranesi í kvöld. 31. ágúst 2016 19:15 Sigríður tryggði KR stigin þrjú á Selfossi | Þór/KA á góðu róli Sigríður María S. Sigurðardóttir tryggði KR sinn fyrsta sigur síðan 24. júní þegar hún skoraði eina markið gegn Selfossi á útivelli í 14. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. 31. ágúst 2016 19:47 Lokaspretturinn í deildinni og EM næsta sumar í óvissu hjá Hörpu Markahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna, Harpa Þorsteinsdóttir, spilar væntanlega ekki mikið meira með Stjörnunni í sumar þar sem hún er ólétt. 1. september 2016 13:48 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 2-1 | Valur opnaði toppbaráttuna upp á gátt Valur lagði Stjörnuna 2-1 í toppslag Pepsi-deildar kvenna í fótbolta í kvöld á heimavelli. Laufey Björnsdóttir tryggði sigurinn í uppbótartíma. 31. ágúst 2016 21:45
Eyjakonur sóttu sigur á Skagann ÍBV vann sinn fjórða sigur í síðustu fimm leikjum þegar liðið lagði ÍA að velli í 14. umferð Pepsi-deildar kvenna á Norðurálsvellinum á Akranesi í kvöld. 31. ágúst 2016 19:15
Sigríður tryggði KR stigin þrjú á Selfossi | Þór/KA á góðu róli Sigríður María S. Sigurðardóttir tryggði KR sinn fyrsta sigur síðan 24. júní þegar hún skoraði eina markið gegn Selfossi á útivelli í 14. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. 31. ágúst 2016 19:47
Lokaspretturinn í deildinni og EM næsta sumar í óvissu hjá Hörpu Markahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna, Harpa Þorsteinsdóttir, spilar væntanlega ekki mikið meira með Stjörnunni í sumar þar sem hún er ólétt. 1. september 2016 13:48