Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Belgía 83-76 | Strákarnir byrja á sigri Stefán Árni Pálsson skrifar 27. júlí 2017 22:00 Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson. Vísir/Andri Marinó Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann góðan sigur á Belgíu, 83-76, í vináttulandsleik í Smáranum í kvöld en þetta var fyrri leikur þjóðanna í heimsókn Belga hingað til lands. Um var að ræða undirbúningsleik fyrir Eurobasket 2017 en liðið hóf æfingar í síðustu viku.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Smáranum og tók myndirnar sem má sjá hér að neðan. Ísland náði mest 13 stig forystu strax í fyrsta leikhlutanum og gaf það heldur betur tóninn og var staðan 24-15 eftir fyrstu tíu mínútur leiksins. Martin Hermannsson stjórnaði leik íslenska liðsins mjög vel til að byrja með en allir leikmenn liðsins komu við sögu strax í fyrsta leikhlutanum. Fyrri hálfleikurinn var eign Íslendinga og þegar honum lauk höfðu allir leikmenn liðsins nema tveir komist á blað. Staðan í hálfleik var 47-35 en Belgarnir náðu strax að minnka muninn niður í aðeins fimm stig í upphafi síðari hálfleiksins og var kominn smá spenna í leikinn. Stigaskor íslenska liðsins dreifðist mjög á leikmenn liðsins og voru allir að fá tækifæri til að taka virkan þátt í leiknum. Íslenska liðið var samt sem áður í vandræðum allan leikinn að slíta Belganna almennilega frá sér og ná í nægilega stórt forskot til að loka leiknum. Fyrir lokaleikhlutann var staðan 66-60 fyrir Ísland. Í upphafi fjórða leikhlutans náðu Belgar að minnka forkost Íslands niður í eitt stig 66-65 en þá sögðu heimamenn hingað og ekki lengra og skelltu í lás í vörninni. Liðið náði að lokum að innbyrða fínan sigur 83-76. Martin Hermannsson skoraði 15 stig fyrir Ísland en stigaskorið dreifðist mjög vel á milli leikmanna liðsins. Allir leikmenn íslenska landsliðsins skoruðu í kvöld nema Ægir Steinarsson. Íslenska landsliðið er á leiðinni í Eurobasket í lok ágúst þar sem liðið mætir Grikklandi, Póllandi, Finnlandi, Slóveníu og Frakklandi. Þessi lið mætast aftur á Akranesi á laugardaginn.Ísland - Belgía 83-76 (24-15, 23-20, 19-25, 17-16)Ísland: Martin Hermannsson 15/5 fráköst, Logi Gunnarsson 10, Kristófer Acox 10, Hlynur Elías Bæringsson 10/4 fráköst, Haukur Helgi Pálsson 8, Sigtryggur Arnar Björnsson 6, Brynjar Þór Björnsson 6, Ólafur Ólafsson 5, Elvar Már Friðriksson 5/7 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 4, Hörður Axel Vilhjálmsson 4/4 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 0.Belgía: Quentin Serron 18/4 fráköst, Emmanuel Lecomte 15, Olivier Troisfontaines 10, Hans Vanwijn 9/6 fráköst, Amaury Gorgemans 8, Khalid Boukichou 7, Vincent Kesteloot 4, Loic Schwartz 3/4 fráköst, Ismael Bako 2, Elias Lasisi 0, Ioann Iarochevitch 0.Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Ísak Ernir Kristinsson. Martin: Vorum mjög góðir í fyrri hálfleikMartin skoraði 15 stig og var stigahæstur í íslenska liðinu.vísir/andri marinó„Mér fannst við spila frábærlega í fyrri hálfleik og þá sérstaklega í fyrsta leikhlutanum,“ segir Martin Hermannsson, leikmaður íslenska landsliðsins, en hann gerði 15 stig fyrir Ísland í kvöld. „Við mættum tilbúnir og vorum að hitta vel. Svo mátti alveg búast við því að seinni hálfleikurinn yrði svolítið þungur og erfiður.“ Hann segir að svona leikir séu frábærir til að koma sér aftur í leikform. „Fyrst og fremst er ég bara gríðarlega ánægður með þennan sigur, hann er mikilvægur. Þjálfararnir voru búnir að láta okkur vita fyrir leik að það yrði rúllað á morgun mönnum og allir myndu fá sénsinn. Til þess eru nú þessir leikir, til að finna út hverjir eru í þessum lokahóp.“ Logi: Smá stirðleiki í okkurLogi lætur skot ríða af.vísir/andri marinó„Það er mjög mikilvægt að vinna fyrsta leikinn í undirbúningnum og það á móti svona sterku lið,“ segir Logi Gunnarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, en hann skoraði tíu stig í leiknum. „Það er kannski töluverður stirðleiki í okkur og við vorum að dreifa álaginu mjög mikið í kvöld. Það fengu því allir að spila eitthvað sem er mjög gott.“ Logi segir að leikur íslenska liðsins hafi verið gloppóttur. „Mér fannst við vera fínir í fyrri hálfleik og þar náðum við góðu forskoti. Við hleypum þeim allt og nálægt okkur í seinni hálfleiknum og þeir komast allt of oft á vítalínuna. Þetta hefur sennilega verið frekar leiðinlegur leikur til að horfa á.“Vísir/Andri Marinó
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann góðan sigur á Belgíu, 83-76, í vináttulandsleik í Smáranum í kvöld en þetta var fyrri leikur þjóðanna í heimsókn Belga hingað til lands. Um var að ræða undirbúningsleik fyrir Eurobasket 2017 en liðið hóf æfingar í síðustu viku.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Smáranum og tók myndirnar sem má sjá hér að neðan. Ísland náði mest 13 stig forystu strax í fyrsta leikhlutanum og gaf það heldur betur tóninn og var staðan 24-15 eftir fyrstu tíu mínútur leiksins. Martin Hermannsson stjórnaði leik íslenska liðsins mjög vel til að byrja með en allir leikmenn liðsins komu við sögu strax í fyrsta leikhlutanum. Fyrri hálfleikurinn var eign Íslendinga og þegar honum lauk höfðu allir leikmenn liðsins nema tveir komist á blað. Staðan í hálfleik var 47-35 en Belgarnir náðu strax að minnka muninn niður í aðeins fimm stig í upphafi síðari hálfleiksins og var kominn smá spenna í leikinn. Stigaskor íslenska liðsins dreifðist mjög á leikmenn liðsins og voru allir að fá tækifæri til að taka virkan þátt í leiknum. Íslenska liðið var samt sem áður í vandræðum allan leikinn að slíta Belganna almennilega frá sér og ná í nægilega stórt forskot til að loka leiknum. Fyrir lokaleikhlutann var staðan 66-60 fyrir Ísland. Í upphafi fjórða leikhlutans náðu Belgar að minnka forkost Íslands niður í eitt stig 66-65 en þá sögðu heimamenn hingað og ekki lengra og skelltu í lás í vörninni. Liðið náði að lokum að innbyrða fínan sigur 83-76. Martin Hermannsson skoraði 15 stig fyrir Ísland en stigaskorið dreifðist mjög vel á milli leikmanna liðsins. Allir leikmenn íslenska landsliðsins skoruðu í kvöld nema Ægir Steinarsson. Íslenska landsliðið er á leiðinni í Eurobasket í lok ágúst þar sem liðið mætir Grikklandi, Póllandi, Finnlandi, Slóveníu og Frakklandi. Þessi lið mætast aftur á Akranesi á laugardaginn.Ísland - Belgía 83-76 (24-15, 23-20, 19-25, 17-16)Ísland: Martin Hermannsson 15/5 fráköst, Logi Gunnarsson 10, Kristófer Acox 10, Hlynur Elías Bæringsson 10/4 fráköst, Haukur Helgi Pálsson 8, Sigtryggur Arnar Björnsson 6, Brynjar Þór Björnsson 6, Ólafur Ólafsson 5, Elvar Már Friðriksson 5/7 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 4, Hörður Axel Vilhjálmsson 4/4 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 0.Belgía: Quentin Serron 18/4 fráköst, Emmanuel Lecomte 15, Olivier Troisfontaines 10, Hans Vanwijn 9/6 fráköst, Amaury Gorgemans 8, Khalid Boukichou 7, Vincent Kesteloot 4, Loic Schwartz 3/4 fráköst, Ismael Bako 2, Elias Lasisi 0, Ioann Iarochevitch 0.Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Ísak Ernir Kristinsson. Martin: Vorum mjög góðir í fyrri hálfleikMartin skoraði 15 stig og var stigahæstur í íslenska liðinu.vísir/andri marinó„Mér fannst við spila frábærlega í fyrri hálfleik og þá sérstaklega í fyrsta leikhlutanum,“ segir Martin Hermannsson, leikmaður íslenska landsliðsins, en hann gerði 15 stig fyrir Ísland í kvöld. „Við mættum tilbúnir og vorum að hitta vel. Svo mátti alveg búast við því að seinni hálfleikurinn yrði svolítið þungur og erfiður.“ Hann segir að svona leikir séu frábærir til að koma sér aftur í leikform. „Fyrst og fremst er ég bara gríðarlega ánægður með þennan sigur, hann er mikilvægur. Þjálfararnir voru búnir að láta okkur vita fyrir leik að það yrði rúllað á morgun mönnum og allir myndu fá sénsinn. Til þess eru nú þessir leikir, til að finna út hverjir eru í þessum lokahóp.“ Logi: Smá stirðleiki í okkurLogi lætur skot ríða af.vísir/andri marinó„Það er mjög mikilvægt að vinna fyrsta leikinn í undirbúningnum og það á móti svona sterku lið,“ segir Logi Gunnarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, en hann skoraði tíu stig í leiknum. „Það er kannski töluverður stirðleiki í okkur og við vorum að dreifa álaginu mjög mikið í kvöld. Það fengu því allir að spila eitthvað sem er mjög gott.“ Logi segir að leikur íslenska liðsins hafi verið gloppóttur. „Mér fannst við vera fínir í fyrri hálfleik og þar náðum við góðu forskoti. Við hleypum þeim allt og nálægt okkur í seinni hálfleiknum og þeir komast allt of oft á vítalínuna. Þetta hefur sennilega verið frekar leiðinlegur leikur til að horfa á.“Vísir/Andri Marinó
EM 2017 í Hollandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti