Anna Rakel Pétursdóttir, leikmaður Þórs/KA, var í dag valin í íslenska landsliðið í fyrsta sinn. Freyr Alexandersson tilkynnti nú í hádeginu leikmannahóp sinn fyrir leik Íslands og Færeyja í undankeppni HM 2019.
Fjórir leikmenn sem fóru á EM í sumar eru ekki með í hópnum í dag - Sonný Lára Þráinsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir og Harpa Þorsteinsdóttir.
Leikurinn gegn Færeyjum verður fyrsti leikur Íslands eftir EM í sumar og þar af leiðandi sá fyrsti í undankeppni HM. Leikurinn fer fram þann 14. september.
Sigurvegari hvers riðils í undankeppninni fer áfram í lokakeppnina í Frakklandi en Ísland er í sterkum riðli með Þýskalandi, Tékklandi, Færeyjum og Slóveníu.
Hópurinn er þannig skipaður:
Agla María Albertsdóttir, Stjarnan
Anna Björk Kristjánsdóttir, LB07
Anna Rakel Pétursdóttir, Þór/KA
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðablik
Dagný Brynjarsdóttir, Portland Thorns
Elín Metta Jensen, Valur
Fanndís Friðriksdóttir, Breiðablik
Glódís Perla Viggósdóttir, FC Rosengard
Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgarden
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Valerenga
Hallbera Guðný Gísladóttir, Djurgarden
Hólmfríður Magnúsdóttir, KR
Ingibjörg Sigurðardóttir, Breiðablik
Katrín Ásbjörnsdóttir, Stjarnan
Rakel Hönnudóttir, Breiðablik
Sandra María Jessen, Þór/KA
Sandra Sigurðardóttir, Valur
Sara Björk Gunnarsdóttir , Wolfsburg
Sif Atladóttir, Kristianstad
Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV
