Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Kolbrúnu Bergþórsdóttur blaðamanni, gagnrýnanda og pistlahöfundi hefur verið sagt upp störfum hjá Morgunblaðinu. Hún staðfestir þetta í samtali við Vísi. Innlent 29.12.2025 13:23
Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Víði Sigurðssyni, fréttastjóra íþróttadeildar Morgunblaðsins og mbl.is, hefur verið sagt upp störfum hjá Árvakri. Hann hefur lokið störfum hjá fjölmiðlinum eftir 26 ára starf. Innlent 29.12.2025 13:08
Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Kvikuhlaup og eldgos á Sunhnúksgígaröðinni er komið á tíma samkvæmt öllum breytum sem voru til staðar fyrir fyrri kvikuhlaup. Því gæti gosið hvað úr hverju. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir stofnunina vera í góðu sambandi við Grindvíkinga og að vel sé fylgst með þróuninni. Innlent 29.12.2025 12:54
Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Innlent 29.12.2025 12:45
Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Áramótin nálgast óðfluga og halda mörg sveitarfélög í þá hefð að hlaða í áramótabrennur. Vísir tók saman lista með helstu áramótabrennum landsins, listinn er ekki tæmandi og tekur fréttastofa fagnandi ábendingum um brennur sem ekki eru á lista. Innlent 29.12.2025 11:22
Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Flokkarnir eru nú í óða önn að undirbúa framboðslista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem fara fram 16. maí á næsta ári. Björn Ingi Hrafnsson tekur fyrir að hann muni leiða lista Miðflokksins. Innlent 29.12.2025 10:52
Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að nýjar friðartillögur sem hafi verið til umræðu milli hans og Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í Flórída í gær innihaldi meðal annars tillögu um fimmtán ára öryggistryggingar handa Úkraínu. Selenskí segir að þær yrði svo hægt að framlengja enn frekar en hann lagði til við Trump í gær að öryggistryggingarnar næðu til allt að fimmtíu ára. Erlent 29.12.2025 10:46
Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Gestir á lúxushótelinu Edition við Hafnarbakkann þurftu óvænt að yfirgefa herbergi sín um eittleytið í nótt þegar að brunavarnakerfi hótelsins fór í gang með tilheyrandi látum. Um bilun í kerfinu reyndist að ræða. Innlent 29.12.2025 10:37
Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Eigið fé Vinstri grænna nam um fimmtíu milljónum króna við lok síðasta árs þrátt fyrir taprekstur á kosningaári. Flokkurinn varði rúmum 26,6 milljónum króna í kosningabaráttu sem skilaði honum engu. Innlent 29.12.2025 09:41
Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Frímúrarareglan á Bretlandseyjum hafa leitað til dómstóla til að freista þess að fá lögbann á nýjar reglur lögregluyfirvalda í Lundúnum sem kveða á um að að lögreglumenn greini yfirmönnum sínum frá því ef þeir tilheyra félagsskapnum. Erlent 29.12.2025 09:08
Milljón dalir eða meira fyrir náðun Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu verið iðinn við að náða menn og fyrirtæki. Í einhverjum tilfellum hefur það gerst svo hratt að Trump hefur komið eigin starfsfólki á óvart og hefur forsetinn verið sakaður um spillingu vegna sumra náðanna. Erlent 29.12.2025 09:07
Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Nokkuð annríki hefur verið hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sem hefur farið í 120 sjúkraflutninga síðastliðinn sólarhringinn sem telst mikið og af þeim voru þrjátíu og sjö svokölluð forgangsverkefni. Innlent 29.12.2025 08:35
Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Forsvarsmenn Sósíalistaflokksins hafa ausið ríki með gerræðislegt stjórnarfar eins og Kína, Norður-Kóreu og Rússland lofi á undanförnum misserum. Formaðurinn segir það bull að Ísland sé hluti af lýðræðisríkjum í heiminum og að „sjúkir“ fjölmiðlar ljúgi upp á óvini Bandaríkjastjórnar. Innlent 29.12.2025 08:00
Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Kínverjar standa nú í umfangsmiklum heræfingum umhverfis Taívan, þar sem þeir líkja eftir lokunum helstu hafna, árásum á skotmörk á sjó og vörnum gegn inngripum þriðju aðila. Yfirvöld í Kína segja um að ræða viðvörun til „aðskilnaðarsinna“ í Taívan. Erlent 29.12.2025 07:48
„Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum og stoppa hann í því að myrða fólk og taka saklaus líf,“ segir Ahmed al Ahmed, maðurinn sem hljóp að öðrum árásarmannanna á Bondi strönd í desember og tók af honum byssuna. „Ég veit að ég bjargaði mörgum lífum en ég finn til með þeim sem létust.“ Erlent 29.12.2025 06:47
Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til vegna ráns í gærkvöldi eða nótt, þar sem þrír karlmenn eru grunaðir um að hafa ráðist á einn með höggum og spörkum og stolið af honum farsíma. Brotaþoli var fluttur á bráðamóttöku en áverkar hans eru sagðir hafa verið minniháttar. Lögregla telur sig vita hverjir voru að verki og er málið í rannsókn. Innlent 29.12.2025 06:22
Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Minnst einn lést og annar var fluttur á sjúkrahús með alvarlega áverka eftir þyrluslys sem varð við bæinn Hammonton í New Jersey í Bandaríkjunum í dag. Erlent 28.12.2025 22:51
Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Ég held að við séum að færast talsvert nær, við erum jafnvel komin ansi nálægt,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti að loknum fundi hans og Vólódímírs Selenskíjs Úkraínuforseta á heimili þess síðarnefnda í Mar-a-Lago í Flórída. Erlent 28.12.2025 22:33
Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru sendar í sjúkraflutninga á sjötta tímanum í dag vegna alvarlegs umferðarslyss á Fagurhólsmýri í Öræfunum. Innlent 28.12.2025 20:34
„Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Vólódímír Selenskíj Úkraínuforseti er mættur á fund Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á heimili þess síðarnefnda í Mar-a-Lago í Flórída. Erlent 28.12.2025 18:55
Átti gott samtal við Pútín Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa átt gott og mjög áhrifaríkt samtal við Vladímír Pútín Rússlandsforseta á símafundi þeirra í dag. Erlent 28.12.2025 17:58
„Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum Íbúar Úkraínu glíma við nær daglegt rafmagnsleysi og svefnfriður er jafnan lítill þegar hvað mest lætur í árásum Rússa. Íslendingur í Kænugarði segir umfang loftárása Rússa hafa tífaldast frá því í fyrra með tilliti til fjölda vopna sem nýtt eru til árása á Úkraínu. Það sé til marks um mikla framleiðslugetu Rússa sem sé ekki aðeins áhyggjuefni fyrir Úkraínu heldur Evrópu alla. Innlent 28.12.2025 17:51
„Gamla góða Ísland, bara betra“ Formaður Miðflokksins segir velgengi flokksins í skoðanakönnun vera „pólitískri vakningu“ að þakka. Flokkurinn standi á þeirri gömlu miðju og berst fyrir gamla góða Íslandi, bara betra. Hann ræddi áherslumál Miðflokksins í Sprengisandi í morgun. Innlent 28.12.2025 16:02
Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Ástralskt skemmtiferðaskip, sem er undir rannsókn eftir að hafa skilið konu eftir á eyju þar sem hún lést, strandaði við strendur Papúa Nýju-Gíneu. Erlent 28.12.2025 15:51
Gróður farinn að grænka fyrir norðan Á Akureyri hafa þau undur og stórmerki átt sér stað að gróður er farinn að grænka milli jóla og nýárs. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir að óvenju hlýtt hafi verið í bænum síðustu daga og nokkrir runnar farnir að grænka örlítið. Innlent 28.12.2025 15:11