Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“

Talsmaður Keirs Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segir að forsætisráðherrann hafi talað við Donald Trump Bandaríkjaforseta í síma í dag. Ráðherran hafi sagt að það væri „rangt“ að leggja tolla á bandamenn sína fyrir það eitt að reyna að tryggja öryggi á norðurslóðum.

Erlent
Fréttamynd

Þjóð­verjar yfir­gefa Græn­land

Eftir aðeins tvo daga á heræfingu á Grænlandi snúa þýskir hermenn aftur heim, en þeir millilentu á Íslandi síðdegis í dag. Talsmaður hersins segir að verkefni hermannana sé lokið. Fulltrúar íslensku landhelgisgæslunnar eru um kyrrt á Grænlandi, að sögn gæslunnar.

Erlent
Fréttamynd

Stjórn­völd „í blind­flugi“ í mennta­málum í rúman ára­tug

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Köru Connect, segir stjórnvöld hafa verið í blindflugi í menntamálum í rúman áratug. Allir mælikvarðar hafi verið á niðurleið frá árinu 2012 og á sama tíma og önnur lönd í svipaðri stöðu hafi komið sér á strik hefur Íslendingum ekkert tekist að spyrna fótum.

Innlent
Fréttamynd

Miklar sviptingar í Sýr­landi

Stjórnarher Sýrlands og aðrar sveitir hliðhollar stjórnvöldum hafa í dag og um helgina rekið sýrlenska Kúrda (SDF) og bandamenn þeirra á brott frá stórum svæðum í austurhluta Sýrlands. Harðir bardagar eru sagðir eiga sér stað í borginni Raqqa og er herinn sagður hafa náð mikilvægum olíulindum í austurhluta landsins.

Erlent
Fréttamynd

Gríðar­leg von­brigði og mikið á­hyggju­efni

„Ég verð að segja eins og er að þessi nýjustu skilaboð frá Bandaríkjaforseta eru mikil vonbrigði og áhyggjuefni. Ekki síst fyrir líkt þenkjandi þjóðir sem trúa á frelsi, lýðræði og alþjóðalög og virðingu fyrir þeim. Þetta eru mikil vonbrigði.“

Erlent
Fréttamynd

Sam­bandið aldrei verra: Ís­land gæti bæst á listann

Sendiherrar Evrópusambandsins koma saman á neyðarfundi seinna í dag vegna Grænlandstolla Bandaríkjaforseta. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir samband Bandaríkjanna og Evrópu aldrei hafa verið verra. Hún útilokar ekki að Ísland bætist á lista forsetans. 

Innlent
Fréttamynd

Nóbelsnefndin af­dráttar­laus varðandi fram­sal verð­launa­peninga

Nóbelsnefnd friðarverðlaunanna hefur gefið út yfirlýsingu vegna framsals Maríu Corinu Machado verðlaunahafa á medalíu sinni til Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Yfirlýsingin er stutt og afdráttarlaus og segir nefndin að verðlaunin séu verðlaunahafans eins, burtséð frá því hvar peningurinn sé niðurkominn.

Erlent
Fréttamynd

Dæmi um að nem­endur hafi aldrei mætt í leik­fimi

Íþróttakennari til 25 ára segir þátttöku barna í skólaleikfimi hafa dregist mjög saman á undanförnum árum. Almenn vanlíðan meðal nemenda hafi aukist og dæmi eru um að börn hafi verið í skólanum hans í nokkurn tíma án þess að hafa mætt í íþróttatíma.

Innlent
Fréttamynd

Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Banda­ríkjunum

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kallar eftir því að Evrópusambandið beiti „ofurvopni“ sínu gegn Bandaríkjunum vegna aðgerða Donalds Trump varðandi Grænland. Utanríkisráðherra Danmerkur segir erfitt að átta sig á Bandaríkjamönnum og forsætisráherra Ítalíu segir Bandaríkjamenn ekki skilja Evrópumenn.

Erlent
Fréttamynd

Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust

Verðbólga gæti sprengt hina svokölluðu „stöðugleikasamninga“ strax í haust. Í lok árs mældist verðbólga 4,5 prósent og Landsbankinn spáir verðbólgu upp á 5,1 prósent í janúar og Arion spaír 4,9 prósent. Forsenduákvæði kjarasamninganna sem skrifað var undir 2024 miða við 4,7 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Hundruð her­manna í við­bragðs­stöðu vegna Minnesota

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sett 1.500 fallhlífarhermenn í viðbragðsstöðu vegna mögulegra aðgerða í Minnesota. Það er ef Donald Trump, forseti, stendur við hótun sína um að beita gömlum uppreisnarlögum til að siga hernum á mótmælendur í ríkinu en þar hafa umfangsmikil mótmæli gegn starfsemi Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) átt sér stað.

Erlent
Fréttamynd

Myndir: Þúsundir mót­mæltu á Græn­landi

Íbúar Nuuk létu rigningu ekki stöðva sig í gær og mótmæltu í þúsundatali. Mótmæli voru einnig haldin í smærri byggðum landsins stóra, þar sem fólk stóð saman gegn hótunum ráðamanna í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Segir þúsundir hafa dáið á grimmi­legan máta

Ali Khamenei, æðstiklerkur Íran, viðurkenndi í fyrsta sinn í ræðu sem hann hélt í gær að þúsundir hefðu látið lífið í mótmælum í Íran á undanförnum vikum. Sumir hefðu dáið á „ómennskan og grimmilegan“ máta. Hann kenndi þó Bandaríkjunum og Ísrael um allt saman.

Erlent
Fréttamynd

Setur „stærsta samning í sögunni“ í upp­nám

Verslunarsamningur Bandaríkjanna og Evrópusambandsins frá því í fyrra er í uppnámi þar sem meirihluti á Evrópuþingi vill ekki lengur staðfesta samkomulagið í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði átta Evrópulöndum með tollum í tengslum við Grænland.

Erlent
Fréttamynd

Ís­land standi með Græn­landi og Dan­mörku

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir yfir stuðningi við Grænland og Danmörku í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðað tolla á lönd sem styðja Grænland. Hún segist ekki trúa því að tollastríð „færi okkur nær lausn í þessu máli“ en Trump vill leggja undir sig landið.

Innlent
Fréttamynd

Ekki úti­lokað að Ís­land sæti Grænlandstollum

Ekki er útilokað að Donald Trump Bandaríkjaforseti leggi toll á Ísland, að mati stjórnmálafræðings, rétt eins og forsetinn hyggst gera við fjölda Evrópuríkja vegna stuðnings þeirra við Grænland. Stjórnmálafræðingurinn segir að aðferðir Trumps séu komnar á svo alvarlegt stig að Evrópulönd geti ekki lengur útilokað innrás Bandaríkjamanna í Grænland.

Erlent