Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. og 47. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

Vilja skoða samfélagsmiðla ís­lenskra ferða­manna

Íslendingar á leið til Bandaríkjanna í frí gætu bráðum þurft að veita Bandaríkjamönnum aðgang að samfélagsmiðlafærslum sínum fimm ár aftur í tímann. Einnig gætu ferðamenn frá Íslandi og öðrum ríkjum þurft að senda inn myndir af sér, ýmis sýni og mikið af upplýsingum um fjölskyldumeðlimi, svo eitthvað sé nefnt.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Saka for­seta FIFA um í­trekuð brot og fara fram á rann­sókn

Form­leg kvörtun hefur verið send til siða­nefndar Alþjóðaknatt­spyrnu­sam­bandsins (FIFA) og þar full­yrt að for­seti sam­bandsins, Gianni Infantino, hafi ítrekað brotið á hlut­leysis­skyldu sinni þegar kemur að stjórn­málum. Er þess enn fremur krafist að rannsókn fari fram á ferlinu sem leiddi til þess að Donald Trump, for­seti Bandaríkjanna, hlaut fyrstu friðar­verð­laun FIFA.

Fótbolti
Fréttamynd

Hraunar yfir „hnignandi“  heims­álfu

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur Evrópu í hnignun og að heimsálfan sé leidd af „veikburða“ leiðtogum og sumum heimskum. Hann gerir lítið úr Evrópumönnum fyrir að stöðva ekki flæði innflytjenda til heimsálfunnar og fyrir að geta ekki bundið enda á innrás Rússa í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða

Donald Trump Bandaríkjaforseti brást reiður við þegar í ljós kom að þingmaður sem hann náðaði sótti um endurkjör sem Demókrati. Svo virðist sem forsetinn hafi gert ráð fyrir að þingmaðurinn myndi ganga í raðir Repúblikana í þakklætisskyni.

Erlent
Fréttamynd

Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði við blaðamenn í gærkvöldi að Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti væri ekki reiðubúinn til að skrifa undir friðartillögur Bandaríkjamanna.

Erlent
Fréttamynd

Pólitísk stríðs­yfir­lýsing

Viðeigandi viðbragð við nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna er ekki aðeins að gera lítið úr henni fyrir þvæluna sem hún sannarlega er. Fyrir bandamenn Bandaríkjanna í áratugi, einkum í Evrópu, er hún mun alvarlegri. Skjalið er í raun yfirlýsing um árás á evrópskt lýðræði og evrópska lífshætti.

Umræðan
Fréttamynd

Telja Evrópu traðka niður and­óf gegn Úkraínustríðinu

Bandarísk stjórnvöld telja evrópska ráðamenn hafa óraunhæfar væntingar um stríðið í Úkraínu og að þeir beiti ólýðræðislegum aðferðum til að þagga niður í andófsröddum við það heima fyrir. Þá telja þau Evrópu standa frammi fyrir „eyðingu“ siðmenningar sinnar.

Erlent
Fréttamynd

Hand­tóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit

Útsendarar Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) handtóku í dag mann sem grunaður er um að hafa komið tveimur rörasprengjum fyrir á tveimur stöðum í Washington DC þann 6. janúar 2021. Maðurinn, sem sagður er vera þrjátíu ára gamall og frá Virginíu en hann heitir Brian Cole yngri, kom fyrir sprengjunum fyrir utan höfuðstöðvar landsnefnda bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins.

Erlent
Fréttamynd

Ógnaði öryggi her­manna með Signal-spjalli

Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ógnaði öryggi hermanna með því að ræða yfirvofandi hernaðaraðgerðir gegn Hútum í Jemen. Það gerði hann í einkasíma sínum gegnum samskiptaforritið Signal, en blaðamaður var í einum hópnum sem Hegseth var í og var honum bætt í hópinn fyrir mistök.

Erlent
Fréttamynd

Vöruðu við því að Banda­ríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu

Ráðamenn í Evrópu bera lítið traust til erindreka Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í tengslum við viðræður Bandaríkjamanna við Rússa um mögulegan frið í Evrópu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, varaði aðra þjóðarleiðtoga og embættismenn í Evrópu við því á dögunum að ráðamenn í Bandaríkjunum gætu á endanum svikið Úkraínu og Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Af hverju reyndi Kína ekki að „leika Kissin­ger“ til að kljúfa Evrópu frá Banda­ríkjunum?

Kína hefur varpað þunga sínum á vogarskál Rússlands í stríðinu í Úkraínu, en það virðist hafa fengið minni athygli meðal evrópskra leiðtoga en efni standa til. Frá því að hafa veitt Moskvu fjárhagslega líflínu til afhendingar á lykiltækni til rússneska vopna­iðnaðarins hefur svonefnt „takmarkalaust“ samstarf ríkjanna tvær augljósar og víðtækar afleiðingar fyrir gang stríðsins – og um leið framtíðaröryggi Evrópu.

Umræðan
Fréttamynd

Leggja fram á­ætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun leggja til að frystar eignir Rússa í Belgíu og öðrum Evrópuríkjum verði notaðar til að fjármagna 165 milljarða evra lán til Úkraínu. Peningarnir yrðu notaðir til að fjármagna ríkisrekstur og varnir Úkraínu á næstu árum.

Erlent
Fréttamynd

Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins

Demókratar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings birtu í kvöld myndir og myndbönd frá einkeyju barnaníðingsins heitna, Jeffreys Epstein. Hluti myndefnisins hefur aldrei sést áður.

Erlent
Fréttamynd

Náðar Demó­krata sakaðan um mútu­þægni

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur náðað þingmann Demókrataflokksins frá Texas og eiginkonu hans en þau höfðu verið ákærð fyrir mútþægni og svik. Forsetinn segir í yfirlýsingu um náðunina að Joe Biden, forveri hans í embætti, hafi vopnvætt dómskerfið gegn pólitískum andstæðingum sínum sem hafi talað gegn opnum landamærum.

Erlent
Fréttamynd

Tals­maður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk

Poppstjarnan Sabrina Carpenter sagðist ekki vilja að tónlist hennar yrði notuð í „illu og ógeðslegu“ myndbandi innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna og var þá svarað fullum hálsi. Talsmaður Hvíta hússins sagði ríkisstjórnina ekki myndu biðjast afsökunar á því að senda hættulega glæpamenn úr landi.

Lífið
Fréttamynd

Engin niður­staða á annars „gagn­legum“ fundi

Júrí Úsjakóv, ráðgjafi Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir að fundur þeirra með þeim Steve Witkoff, sérstökum erindreka Donalds Trump, og Jared Kushner, tengdasyni Trumps, hafi verið skilvirkur, innihaldsríkur og mjög gagnlegur.

Erlent
Fréttamynd

Fyrr­verandi for­seti Hondúras laus eftir náðun Trumps

Juan Orlando Hernández, fyrrverandi forseti Hondúras, er laus úr fangelsi í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði hann á dögunum en Hernández var í fyrra dæmdur í 45 ára fangelsi fyrir aðkomu að smygli á hundruðum tonna af kókaíni til Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Segist til­búinn í stríð við Evrópu

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að Rússar væru tilbúnir í stríð við í Evrópu, ef ráðamenn heimsálfunnar óskuðu þess. Þá sakaði hann Evrópumenn um að standa í vegi friðar í Úkraínu, eins og hann hefur ítrekað haldið fram áður.

Erlent
Fréttamynd

Viður­kenna um­deilda á­rás en fría Hegseth á­byrgð

Umdeild árás á bát sem sagður er hafa verið notaður til að flytja fíkniefni um Karíbahaf var fullkomlega lögleg, samkvæmt talskonu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Hún segir Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, ekki hafa gefið skipunina, heldur hafi það verið Frank M. Bradley, aðmíráll, sem leiðir sérsveitir Bandaríkjanna (SOCOM), sem hafi gert það.

Erlent