Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. og 47. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio

Lars Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur og Vivian Motzfeldt utanríkisráðherra Grænlands funda með Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna á morgun í Washington D.C og hefur J.D. Vance varaforseti einnig óskað þess að sitja fundinn.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Banda­ríkin og Ísrael verði skot­mörk verði ráðist að Íran

Mohammad Bagher Qalibaf, forseti íranska þingsins hefur varað við því að bandarískir hermenn og Ísrael verði skotmörk ef Bandaríkin gera árás vegna mótmæla. Mótmæli gegn klerkastjórninni hafa nú staðið yfir víða í Íran í um tvær vikur. Í það minnsta 116 eru látnir og mikill fjöldi slasaður. Þúsundir hafa verið handtekin. 

Erlent
Fréttamynd

Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Út­lendinga­stofnun

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að endurskoða 24 verkbeiðnir vegna ríkisborgara frá Venesúela sem flytja á til Venesúela. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun fylgist starfsfólk náið með stöðunni. Alls eru óafgreiddar 70 umsóknir Útlendingastofnunar um vernd frá ríkisborgurum Venesúela.

Innlent
Fréttamynd

Allt bendi til þess að breytingar séu í far­vatninu

Mótmælin í Íran hafa staðið frá áramótum og stigmagnast dag frá degi. Tugir eru látnir og yfir tvö þúsund hafa verið handteknir. Sérfræðingur í málefnum Írans telur möguleika á að einhverjar breytingar séu í farvatninu hvað varði stjórnarhætti landsins.

Erlent
Fréttamynd

Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að hitta Maríu Corina Machado, leiðtoga stjórnarandstæðunnar í Venesúela. Þá segir Trump að það yrði mikill heiður fyrir hann ef hún ákvæði að afhenda honum friðarverðlaun Nóbels, sem hún vann í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland

Útsendarar heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna skutu og særðu í gær tvo í bíl fyrir utan sjúkrahús í Portland. Það var degi eftir að kona var skotin til bana í Minneapolis en eins og þar leiddi skothríðin í Portland til nokkuð umfangsmikilla mótmæla í borginni í nótt.

Erlent
Fréttamynd

Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“

Ég ætlaði að byrja árið á jákvæðu nótunum. Staðreyndin er hins vegar sú að það borgar mér enginn laun fyrir að breiða út gleði. Eitt er það sem ég þoli verr við janúar en veðrið og Vísa-reikninginn. Ég hef skömm á öllum dálksentímetrum dagblaðanna sem fara undir völvu ársins.

Lífið
Fréttamynd

Mikil spenna í Minneapolis eftir bana­skot ICE-liða

Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, segir ekki koma til greina að útsendarar hennar fari frá Minneapolis, eftir að starfsmaður Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) skaut 37 ára gamla konu til bana í gær.

Erlent
Fréttamynd

Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum

Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins Í Bandaríkjunum, lýsti því yfir í gærkvöldi að hann hefði fengið Donald Trump, forseta, til að veita frumvarpi um hertar refsiaðgerðir gagnvart Rússum blessun sína. Frumvarpið, sem nýtur stuðnings þingmanna úr báðum flokkum Bandaríkjanna, var samið fyrir mörgum mánuðum síðan en aldrei lagt fyrir þing vegna andstöðu Trumps.

Erlent
Fréttamynd

Enn mót­mælt í Íran og á­tök að aukast

Víða í Íran kom til átaka milli mótmælenda og öryggissveita klerkastjórnarinnar. Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í landinu undanfarnar tæpar tvær vikur en útlit er fyrir að tíðni átaka sé að aukast.

Erlent
Fréttamynd

Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu ör­lögum eða dauða

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og embættismenn hans hafa talað fyrir því að stjórnvöld í Venesúela verði friðsamir vinir Bandaríkjanna. Einn maður þykir líklegastur til að geta komið í veg fyrir að það raungerist. Sá maður heitir Diosdado Cabello.

Erlent
Fréttamynd

Trump sé til­búinn að ganga „eins langt og nauð­syn­legt er“ gagn­vart Græn­landi

Áfram halda ráðamenn í Washington að ítreka ósk sína um að eignast Grænland. Nú síðast JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sem fór nokkuð hörðum orðum um Danmörku í viðtali við Fox News í nótt. Líkt og Trump-stjórnin hefur gert áður gagnrýnir Vance Dani fyrir að hafa staðið illa að vörnum Grænlands undanfarin ár. Vance segir Trump vera tilbúinn til að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ til að tryggja hagsmuni Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Þúsundir Kólumbíumanna mót­mæltu hótunum Trump

Þúsundir mótmæltu í borgum Kólumbíu í gær, í kjölfar hótana Donald Trump Bandaríkjaforseta um mögulegar hernaðaraðgerðir gegn landinu. Mótmælendur voru afar harðorðir í garð forsetans. „Trump er djöfullinn, hann er hræðilegasta manneskja í heimi,“ hefur Guardian eftir einum þeirra.

Erlent
Fréttamynd

„Trúið ekki þessari áróðursvél“

Donald Trump Bandaríkjaforseti kemur ICE, innflytjendaeftirliti Bandaríkjanna, til varnar eftir að fulltrúi ICE skaut í dag 37 ára bandarískan ríkisborgara til bana í Minneapolis í Minnesota. Ríkisstjóri Minnesota harmar atvikið en biðlar til íbúa að halda ró sinni, „bíta ekki á agnið“ og trúa ekki „áróðursvél“ Trump-stjórnarinnar. Ríkisstjórinn vill meina að aðgerðir ICE í borginni séu til þess fallnar að skapa óreiðu.

Erlent
Fréttamynd

Gæti leitt til aukinnar í­hlutunar í At­lants­hafi

Bandaríski herinn tók yfir stjórn rússnesks olíuflutningaskips í íslenskri efnahagslögsögu fyrr í dag eftir tveggja vikna eftirför og tóku rússneska áhafnarmeðlimi um borð fasta. Rússar hafa fordæmt aðgerðina og krafist þess að borgurum sínum verði skilað heim en því verða Bandaríkjamenn ekki við.

Erlent
Fréttamynd

Full­trúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis

Fulltrúi ICE, innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna, skaut 37 ára konu til bana í Suður-Minneapolis í Minnesota í dag er hún sat á bak við stýri í bíl sínum. Í yfirlýsingu segir eftirlitið að fulltrúinn hafi óttast um líf sitt. „Drullið ykkur úr Minneapolis,“ segir borgarstjóri Minneapolis við ICE. Hvíta húsið kallar bæjarstjórann skítseiði.

Erlent
Fréttamynd

„Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um að ríki NATO kæmu Bandaríkjunum til aðstoðar ef Bandaríkjamenn þyrftu nauðsynlega á bandamönnum sínum að halda. Þá segir hann að hvorki Rússar né Kínverjar myndu óttast Atlantshafsbandalagið, ef ekki væri fyrir Bandaríkin.

Erlent