Fréttir

Hótar hertum að­gerðum neiti Pútín að semja

JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, segir að neiti Vladimír Pútin, forseti Rússlands, að semja um frið í Úkraínu og tryggja sjálfstæði Úkraínumanna til lengri tíma, muni Bandaríkin herða refsiaðgerðir og þvinganir gegn Rússlandi. Þá kæmi einnig til greina að senda bandaríska hermenn til Úkraínu.

Erlent

Segir Úkraínu enn á leið í NATO

Úkraína mun að endingu ganga í Atlantshafsbandalagið. Þetta sagði Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, þegar þeir töluðu saman í síma í morgun en þá sagði Starmer einnig að engar viðræður um Úkraínu gætu átt sér stað án Úkraínu.

Erlent

For­setinn klyfjaður krossum til Dan­merkur

Þegar Halla Tómasdóttir forseti Íslands fór til Danmerkur 8. Nóvember 2024 í umtalaða heimsókn mætti hún ekki tómhent. Hún útbýtti stórkrossum, stórriddarakrossum, jafnvel með stjörnu, á báða bóga.

Innlent

Aug­lýsir eftir stjórnarfólki og breytir reglunum

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sett nýjar reglur um val á einstaklingum til stjórnarsetu í stærri ríkisfyrirtækjum, sem eiga að tryggja að tilnefndir stjórnarmenn veljist á grundvelli hæfni, menntunar eða reynslu.

Innlent

Segja nánast öllum nýjum starfs­mönnum upp

Yfirmönnum opinberra stofnana í Bandaríkjunum hefur verið sagt að segja upp svo gott sem öllum nýjum starfsmönnum. Sumum yfirmannanna var sömuleiðis tilkynnt að frekari uppsagnir væru í vændum.

Erlent

Rúmur helmingur vill að styrkirnir verði endur­greiddir

Rétt rúmur helmingur landsmanna er á þeirri skoðun að stjórnmálaflokkar ættu að endurgreiða þá styrki sem þeir fengu úr ríkisjóði á meðan þeir uppfylltu ekki skilyrði til að fá umrædda styrki. Þetta er niðurstaða könnunar Maskínu.

Innlent

Mögu­legt hvass­viðri fyrir sunnan

Talsverður lægðagangur er langt sunnan lands næstu daga, en hæðasvæði er norður af Jan Mayen. Að sögn Veðurstofunnar er búist við því að í sameiningu muni þessi veðrakerfi valda austlægum áttum á landinu, allhvössum vindi eða hvassviðri syðst um tíma, en annars mun hægari.

Veður

Brynjar settur dómari

Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið settur í embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur til eins árs. Jafnframt hefur Jónas Þór Guðmundsson verið skipaður hæstaréttarlögmaður verið skipaður í embætti dómara við Héraðsdóm Reykjaness.

Innlent

Hélt hann hefði verið étinn af hval

Hnúfubakur tók kajakræðara í munn sinn í stutta stund við strendur Síle síðustu helgi. Atvikið náðist á myndband. Maðurinn segist hafa verið hræddur um líf sitt og föður síns. 

Erlent

„Ég á­kvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“

Vitni sem elti uppi mann sem handtekinn var fyrir líkamsárás fyrr í dag segir manninn hafa barið konu sem var með manninum í bílnum, á meðan hann ók eins og brjálæðingur frá Smáralind upp á Bústaðaveg. Lögregla hafi lokað veginum til að hafa hendur í hári mannsins. Vitnið var með lögregluna í símanum alla bílferðina, svo hægt væri að stöðva manninn.

Innlent

Framhaldsskólakennarar funda á­fram á morgun

Fundi samninganefnda framhaldsskólakennara og ríkisins, sem hófst klukkan ellefu í morgun, lauk síðdegis og hefur nýr fundur verið boðaður klukkan eitt á morgun. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði í samtali við fréttastofu að viðræðurnar hefðu snúist um afmarkaðan hluta deilunnar en ekki kröfurnar í heild.

Innlent

„Við viljum bara keyra hlutina í gang“

Meirihlutaviðræður Samfylkingar, Pírata, Sósíalista, Flokks fólksins og Vinstri grænna í Reykjavík ganga vel að sögn oddvita tveggja flokkanna. Borgarstjórastóllinn hafi ekki verið ræddur, en mikið traust ríki milli oddvita allra flokkanna. 

Innlent