Fréttir

Enn annað inn­brot í Laugar­dalnum

Tilkynnt var um innbrot og þjófnað í geymslu í hverfi 104. Ekki er vitað hver gerandinn var. Í gær var greint frá því að brotist hefði verið inn á heimili í hverfinu á meðan íbúarnir voru heima og í fyrradag var greint frá því að brotist hefði verið inn í verslun.

Innlent

Tíu Ís­lendingar í Íran og fjórir í Ísrael

Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara í Íran og fjóra í Ísrael. Báðum hópum hafa verið sendar upplýsingar um opin landamæri og venjuleg farþegaflug frá bæði Jórdaníu og Egyptalandi. 

Erlent

„Við lifum ekki á friðar­tímum“

Fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki lítast á nýjustu vendingar eftir árásir Bandaríkjamanna á Íran. Hún kallar eftir enn sterkara sambandi við bandamenn Íslands, þar á meðal Bandaríkin.

Innlent

Krísa í Kattholti: Fólk losar sig við ketti á sumrin

Kattholt er þessa dagana yfirfullt af heimilislausum kisum og leita forsvarsmenn þess nú á náðir almennings um kattamat, kattasand og annað kattadót sem geti nýst við starfsemina. Rekstrarstýra segir fjöldann mega rekja til sumarsins en þá sé það algengara að eigendur losi sig við dýrin.

Innlent

Vaktin: Banda­ríkin gera á­rásir á Íran

Bandaríkjaher gerði árásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar Íran í gærkvöldi. Rúm vika er síðan Ísraelsher hóf umfangsmiklar loftárásir á Íran og síðan hafa herir landanna beggja hafa gert loftárásir á víxl.

Erlent

Hlýjast á Vestur­landi

Skammt suður af landinu er lægð sem er á leið til austurs. Austan og norðaustan stinningskaldi verður í dag auk úrkomu á köflum. Smáskúrir verða á suðvestur- og vesturhluta landsins. 

Veður

Tveir hand­teknir grunaðir um eigna­spjöll

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af tveimur einstaklingum sem sáust brjóta rúðu í húsbíl. Þeir eru grunaðir um eignaspjöll og voru báðir handteknir í lögregluumdæmi þrjú, sem nær yfir Kópavog og Breiðholt.

Innlent

Á­rás Banda­ríkjanna á Íran: „Íran, yfirgangsseggur Miðausturlandanna, verður að boða til friðar“

Bandaríski herinn gerði árásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran í gærkvöldi. Forseti Bandaríkjanna sagði á blaðamannafundi að rannsóknarstöðvarnar hafi gereyðilagst í árásunum en íranskir embættismenn segja að svo sé ekki. Þeir hafa svarað fyrir sig með árás á Ísrael. Ákvörðunin hefur vakið upp mismunandi viðbrögð meðal embættismanna víða um heim.

Erlent

Tókst að leysa alla hvalina úr fjörunni

Öllum grindhvölunum sem festust í fjörunni í Ólafsfirði í dag hefur verið komið aftur á flot og út í fjörðinn. Svæðisstjóri fyrir björgunarsveitina Tind segist aldrei hafa búist við að tækist að bjarga þeim öllum.

Innlent

Ísraelar bíði ekki eftir grænu ljósi Trump

Ísraelskri embættismenn hafa tjáð Bandaríkjastjórn að þeir hyggist ekki bíða í tvær vikur til að gefa Írönum færi á að komast að samkomulagi við Bandaríkjamenn. Spennan hefur aukist hægt og þétt undanfarna daga en Trump Bandaríkjaforseti hefur ekki gefið út hvort hann geri beinar árásir á Íran.

Erlent

Þriðjungur þjóðarinnar á Chess.com

Þriðjungur íslensku þjóðarinnar er með reikning á skákforritinu Chess.com samkvæmt gögnum frá fyrirtækinu. Þá eru Íslendingar jafnframt virkustu notendur forritsins og fjórða stigahæsta þjóðin þar inni.

Innlent

Leið­togi í hvítrússnesku and­spyrnu­hreyfingunni frjáls

Einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi og einn helsti andstæðingur einræðisstjórnar Alexanders Lúkasjenka hefur verið látinn laus eftir fimm ára fangelsisvist. Hann var í hópi fjórtán pólitískra fanga sem náðaðir voru af Lúkasjenka í dag.

Erlent