Fréttir

Tjón víða í Norð­firði eftir öfluga vind­hviðu

Skemmdir urðu á nokkrum stöðum á Norðfirði þegar hviða fór yfir bæinn sem mældist 54 metrar á sekúndu klukkan 9:14. Rúða brotnaði í dráttarvél á Kirkjubóli í Norðfjarðarsveit, sex metra grenitré brotnaði við Mýrargötu auk þess sem gróðurhús fauk á hliðina í nálægð við leikskólann Eyrarvelli. Fyrst var fjallað um málið á vef Austurfrétta.

Veður

Kastljósið beinist að Guð­rúnu

Innan við fjórar vikur eru í að fulltrúar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins velji sér nýjan formann. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ætlar sér formennsku en líklegt að hörð keppni verði milli hennar og Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Tíu oddvitar á Suðurlandi skora á hana að bjóða sig fram til formanns.

Innlent

Icelandair aflýsir 38 flug­ferðum vegna veðurs

Slæmt veður sem gengur yfir landið mun hafa áhrif á flugáætlun Icelandair á morgun og fimmtudag. Meðal annars verður seinkun á að Íslendingar komist í sólina á Tenerife. Play hefur aflýst öllum flugum á morgun nema þremur en heldur flugáætlun á fimmtudag. 

Innlent

Dæmdur fyrir mann­dráp af gá­leysi á Völlunum

Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið dæmdur til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir manndráp af gáleysi, með því að hafa ekið vörubíl yfir hinn átta ára gamla Ibrahim Shah í október 2023. Honum er gert að greiða foreldrum Ibrahims alls átta milljónir króna í miskabætur. Rannsókn á slysinu bendir til þess að Ibrahim hafi sést í baksýnisspegli vörubílsins í rúma hálfa mínútu áður en hann varð undir bílnum.

Innlent

Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs

Allar endurvinnslustöðvar SORPU verða lokaðar á morgun, miðvikudaginn 5. febrúar, vegna veðurs. Appelsínugular viðvaranir taka gildi á morgun fyrir landið allt. Gunnar Dofri Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu- og samskiptasviðs, segir það samkvæmt verklagi að loka þegar viðvaranir eru appelsínugular. 

Innlent

Svona var stemmningin við setningu Al­þingis

Þingsetningarathöfnin hefst klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, starfsaldursforseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Athöfnin verður í beinni á Vísi. 

Innlent

Skot­á­rás í sænskum skóla

Einhverjir eru sagðir látnir eftir að skotárás var gerð í skóla í bænum Örebro í Svíþjóð um hádegisbil. Lögregla hefur staðfest að fimmtán manns að minnsya kosti hafi særst í árásinni, en sænskir fjölmiðlar segja ljóst að einhverjir séu látnir. Viðbúnaður er mjög mikill á staðnum.

Erlent

Gatna­gerðar­gjöld hækka í Reykja­vík

Reykjavíkurborg stefnir á að hækka gatnagerðargjöld parhúsa og raðhúsa í haust þannig að gjöldin verða þau sömu og hjá einbýlishúsum í nágrannasveitarfélögum. Gjöld á íbúa fjölbýlishúsa nær tvöfaldast.

Innlent

Fær að dúsa inni í mánuð til

Karlmaður á fimmtugsaldri, sem grunaður um að hafa framið stunguárás í húsnæði á vegum Matfugls á Kjalarnesi á nýársnótt, fær að dúsa í gæsluvarðhaldi til 3. mars næstkomandi.

Innlent

Segir kennara ekki hafa komið með form­legt til­boð

Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi Kennarasambandi Íslands fyrir Félagsdóm í gær, í annað sinn í deilunni. Formaður Kennarasambandsins segir koma á óvart að Sveitarfélögin séu tilbúin með stefnu tólf tímum eftir að næstum því var búið að skrifa undir kjarasamning

Innlent

Appel­sínu­gular viðvaranir: Gæti minnt á ó­veðrið 2015

Appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir allt landið á morgun og fimmtudaginn. Veðurfræðingur segir að einhverjar þeirra gætu jafnvel verið hækkaðar í rautt með stuttum fyrirvara. Veðurfræðingur segir veðrið minna á veður sem gekk yfir í mars 2015. Þá fór allt á flot í Mosfellsbæ og víðar eins og sjá má í myndböndum að neðan.

Veður

Ráðin til Sam­fylkingarinnar

Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata sem skipti síðar yfir í Samfylkinguna, hefur verið ráðin starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar. Þetta kemur fram á vef Alþingis.

Innlent

Til­raun með basa í Hval­firði ekki sögð hættu­leg líf­ríki

Magn basa sem félagið Röst vill losa út í Hvalfjörð í sumar til þess að rannsaka kolefnisbindingu sjávar er ekki hættuleg lífríki og er minna en það sem iðn- og hafnarfyrirtæki mega losa út í sjó að staðaldri, að sögn framkvæmdastjóra félagsins. Sérfræðingur Hafró segir erfitt að sjá að tilraunin valdi skaða á firðinum.

Innlent

Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn

Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra ofbeldis- og kynheilbrigðismála hjá Barnaheillum, telur ofbeldi gegn börnum miklu stærra vandamál en fólk geri sér grein fyrir. Hún segir ekki eðlilegt að á Íslandi séu mörg hundruð manns tilbúin til að klæmast við börn og hitta þau í kynferðislegum tilgangi. Það þurfi fleiri úrræði fyrir gerendur og meiri fræðslu fyrir samfélagið allt.

Innlent

Víða all­hvasst og élja­gangur

Lægðin sem olli vestanstormi í gærkvöldi á norðanverðu landinu fjarlægist nú landið, en lægð í myndun á Grænlandssundi stýrir veðrinu í dag. Áttin verður suðvestlæg, víða strekkingur eða allhvass vindur og éljagangur, en yfirleitt úrkomulítið norðaustantil.

Veður

Blátt bann við er­lendum fjár­fram­lögum

Grænlenska landsstjórnin hyggst leggja blátt bann við nafnlausum og erlendum fjárhagsstuðningi til stjórnmálasamtaka. Ætlunin er að koma í veg fyrir erlend afskipti af þingkosningum þar í landi í vor.

Erlent

„Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“

Yfir fimm þúsund nemendur í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum sátu heima í dag vegna verkfallsaðgerða kennara. Nemendur sem fréttastofa ræddi við ætla að nota tímann vel dragist kjaradeilan á langinn. Aukin þungi verði settur í vinina og íþrótta- og trommuæfingar. Þá ætlar einn að taka kjallarann heima hjá sér algjörlega í gegn

Innlent