Fréttir

Gult í kortunum

Gular viðvaranir munu taka gildi klukkan tíu í fyrramálið í þremur landshlutum, klukkutíma síðar mun fjórða viðvörunin taka gildi. Viðvaranirnar eru vegna suðaustanhríðarveðurs.

Innlent

Átta­tíu og fimm prósent vilja ekki til­heyra Trump

Lang flestir Grænlendingar vilja ekki að Grænland tilheyra Bandaríkjunum. Svo svöruðu 85 prósent svarenda í nýrri könnun þar í landi. Tæpur helmingur þeirra sem svöruðu segjast þó sjá mikil tækifæri í áhuga Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á eyjunni.

Erlent

Skýtur fast á Krist­rúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að fjarvera forsætisráðherra á fundi leiðtoga Norðurlandanna um helgina sýni okkar nánustu bandamönnum að Ísland forgangsraði með allt öðrum og undarlegri hætti en löndin í kringum okkur.

Innlent

Lenti á Ís­landi eftir fæðingu í há­loftunum

Flugvél frá úsbeksku flugfélagi lenti á Keflavíkurflugvelli í dag eftir að kona hafði fætt barn í vélinni þegar hún var á flugi yfir Grænlandi. Móðir og barn voru flutt á sjúkrahús til aðhlynningar, og heilsast báðum vel.

Innlent

Vest­firðingar þokast nær langþráðum vegabótum

Borgarverk í Borgarnesi átti lægsta tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði og reyndist tilboð verktakans 280 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Vegagerðin snertir helsta náttúrudjásn Vestfjarða, fossinn Dynjanda.

Innlent

Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum

Einn forsvarsmanna Atlantshafsbandalagsins staðfesti í dag að Rússar hafi lagt á ráðin með að myrða Armin Papperger, framkvæmdastjóra þýska hergagnaframleiðandans Rheinmetall. Rússneskir útsendarar hefðu staðið að baki fjölmörgum skemmdarverkum og tilraunum til skemmdarverka í Evrópu á undanförnum árum, auk fleiri banatilræða.

Erlent

Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rán­dýr

Caroline Kennedy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ástralíu og frænka Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt í embætti heilbrigðisráðherra, segir frænda sinn vera rándýr. Hún segir hann einnig vera athyglissjúkan hræsnara og að „krossferð“ hans gegn bóluefnum þjóni þeim tilgangi að gera hann auðugan.

Erlent

Æfðu við­brögð við svörtustu sviðs­myndinni

Það er afar brýnt að kunna að bregðast við svörtustu sviðsmyndinni sem upp gæti komið ef netsamband við Ísland rofnar segir sviðstjóri hjá CERT-IS. Stefnt er að því að fara í raunprófanir til að æfa viðbragð við slíku ástandi og hvernig eina og takmarkaða varanetsamband Íslands um gervihnött yrði nýtt í neyð.

Innlent

Inga iðrast og biðst af­sökunar á sím­tali

Inga Sæland félagsmálaráðherra iðrast símtals sem hún átti við skólameistara Borgarholtsskóla og biðst afsökunar á því. Hún segist hvatvís að eðlisfari en verði að átta sig á nýrri stöðu sem ráðherra.

Innlent

Mona Lisa fær sér­her­bergi

Mona Lisa verður færð í sérherbergi í Louvre-safninu í París, og gestir utan Evrópusambandsins munu greiða hærri aðgangseyri. Þetta kom fram á blaðamannafundi Macrons frakklandsforseta um fyrirhugaðar umbætur á safninu.

Erlent

Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar andlát karlmanns um fertugt en grunur leikur að dauða hans megi rekja til hættulegra falskvíðalyfja sem eru í umferð. Aðstoðaryfirlögregluþjón segir sölu ólöglegra lyfja hafa aukist og varar fólk við að taka þau.

Innlent

Gómuðu leður­blökuna

Leðurblakan sem hefur verið á sveimi um Hlíðar og Laugardal undanfarna daga hefur verið fönguð af Dýraþjónustu Reykjavíkur. Hún var varla með lífsmarki og hefur verið svæfð.

Innlent

Stór­hættu­leg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar andlát karlmanns um fertugt en grunur leikur að dauða hans megi rekja til hættulegra falskvíðalyfja sem eru í umferð. Yfirlögregluþjónn segir sölu ólöglegra lyfja hafa aukist og varar fólk við að taka þau. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent

Líkur á eld­gosi fara vaxandi

Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi landris og kvikusöfnun undir Svartsengi. Atburðarrásin heldur því áfram á svipaðan hátt og fyrir síðustu gos. Líkanreikningar sýna að magn kviku sem safnast hefur undir Svartsengi nálgast það magn sem kom upp í síðasta eldgosi.

Innlent

Pawel stýrir utan­ríkis­mála­nefnd

Pawel Bartoszek verður tilnefndur til formennsku í utanríkismálanefnd Alþingis þegar þing kemur saman. Skipan í fastanefndir þingsins er langt komin en þing kemur saman þriðjudaginn 4. febrúar næstkomandi.

Innlent

Fjór­tán metra hvalur í Guðlaugs­vík

Fjórtán metra hvalur fannst í Guðlaugsvík á Ströndum í upphafi þessarar viku. Í tilkynningu Lögreglunnar á Norðvesturlandi segir að um sé að ræða búrhval og að til samanburðar megi áætla að hvalurinn sé jafnlangur og þrjár Tesla Y bifreiðar eða sjö Cleveland þriggja sæta sófar lagðir samsíða hvalnum.

Innlent

Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðu­neytinu

Fjármálaráðherra segir ljóst að eitthvað hafi farið úrskeiðis þegar stjórnmálaflokkar fengu greitt úr ríkissjóði, án þess að uppfylla skilyrði fyrir slíkum greiðslum. Viðvörunarljós hefðu átt að blikka inni í fjármálaráðuneytinu löngu áður en málið komst í hámæli í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar.

Innlent