Fréttir

Í annar­legu á­standi með tvo hnífa

Lögregluþjónar tóku í dag tvo hnífa af manni í Reykjavík, sem mun hafa verið í annarlegu ástandi. Hald var lagt á hnífana og manninn sleppt í kjölfarið, miðað við það sem fram kemur í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki fylgir sögunni hvað maðurinn var að gera þegar afskipti voru höfð af honum.

Innlent

Hundrað milljónum stolið af lands­mönnum

Óprúttnir aðilar hafa haft um hundrað milljónir króna af fólki og fyrirtækjum hér á landi undanfarnar tíu vikur. Lögregla hvetur fólk sérstaklega til að hafa varann á ákveðnum forritum, að deila skjá sínum með einhverjum auk þess sem glæpamenn reyni að hafa fé af fólki undir því yfirskyni að verið sé að safna fyrir fólki í neyð á Gasa.

Innlent

For­sætis­ráð­herra Spánar vill Ísrael í bann frá Euro­vision

Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, lýsti í dag yfir þeirri skoðun sinni að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision vegna hernaðaraðgerða landsins á Gasa. Hann gagnrýndi Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) fyrir tvískinnungshátt með því að leyfa Ísrael að keppa, á meðan Rússland var útilokað eftir innrás sína í Úkraínu árið 2022.

Erlent

Hnúfu­bakur í bana­stuði í Hval­firði

Þeir félagar, frændur og nágrannar, Baldur Ketilsson kerfisstjóri hjá Vegagerðinni og Eyjólfur Matthíasson ljósmyndari náðu einstöku myndefni af hnúfubak sem var að leika listir sínar rétt við land í Hvalfirðinum.

Innlent

Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi

Síðan á miðnætti hafa verið fimm útköll á sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í tilkynningu segir að það sé óvenju mikið miðað við árstíma. Fyrsta útkallið var frá fólki sem var á siglingu á miðjum Seyðisfirði og hin fjögur vegna strandveiðibáta í vandræðum.

Innlent

„Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungu­mál“

Skortur á íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga hér á landi bitnar á þjónustu við sjúklinga og veldur því að hjúkrunarfræðingum er mismunað á vinnumarkaði. Þetta segir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem kallar eftir því að stjórnvöld bjóði upp á íslenskukennslu.

Innlent

Göngu­brúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan

Vegna vinnu við göngubrú yfir Sæbraut í Reykjavík verður lokað fyrir umferð á Sæbraut, milli Skeiðarvogs/Kleppsmýrarvegar og Súðarvogs, í kvöld frá klukkan 22 og til klukkan 6 í fyrramálið. Hjáleiðir verða merktar á staðnum og eru vegfarendur beðnir um að sína aðgát og virða merkingar.

Innlent

Hárs­breidd frá hitameti í borginni

Minnstu munaði að hitamet fyrir maímánuð í Reykjavík hefði verið slegið í blíðviðrinu í gær, nánar tiltekið munaði það aðeins hálfri gráðu. Áfram verður hlýtt, þurrt og tiltölulega bjart í dag og á morgun en það dregur síðan til tíðinda á fimmtudag.

Innlent

„Vinnu­brögð sem maður er ekki vanur“

Róbert Wessman vill lítið tjá sig um meintar njósnir manna á snærum Björgólfs Thors Björgólfssonar, sem beindust meðal annars að Róberti. „Auðvitað eru þetta vinnubrögð sem maður er ekki vanur,“ segir hann þó.

Innlent

Dæmi um að tvær fjöl­skyldur deili einni au pair

Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur á vinnumarkaðssviði hjá ASÍ, segir nauðsynlegt að stjórnvöld endurskoði vistráðningakerfið og sérstök dvalarleyfi fyrir au pair á Íslandi. Stjórnvöld verði að tryggja að kerfið sé notað eins og á að gera það.

Innlent

Ísraelsk stjórn­völd segjast ætla að hleypa hjálpar­gögnum á Gasa

Ísraelsk stjórnvöld segja að nú standi til að hleypa ákveðnu magni af hjálpargögnum inn á Gasa svæðið eftir ellefu vikna herkví sem hefur ýtt svæðinu á barm hungursneyðar. Netanjahú forsætisráðherra segir að hungusneyð á svæðinu myndi gera hernum erfiðara fyrir í sókninni inn á svæðið sem nú er hafin.

Erlent

Getur víða farið yfir tuttugu stig

Hæð yfir landinu stýrir veðrinu í dag og verður áfram hlýtt í veðri. Útlit er fyrir fremur hæga breytilega átt eða hafgolu og víða björtu veðri, en við ströndina eru líkur á þokulofti, einkum sunnan- og vestanlands.

Veður

Spænska ríkis­sjón­varpið vill að síma­kosningin verði yfir­farin

Spænska ríkissjónvarpið, RTVE, hefur krafist þess að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, yfirfari spænsku símakosninguna í Eurovision. Ísrael fékk flest stig í símakosningunni á Spáni síðasta laugardag og þar með tólf stig frá spænsku þjóðinni. Fjallað er um málið á spænska miðlinum El País. Ísrael fékk engin stig frá spænsku dómnefndinni.

Erlent

Af­drif Hörpunnar enn á huldu

Mótorbáturinn Harpa tengist einu alvarlegasta bátaslysi síðustu áratuga á Íslandi. En saga bátsins á sér líka undarlegan eftirleik. Aðstandandi annars þeirra sem lést í slysinu segir fulla ástæðu til endurupptöku á málinu.

Innlent

Sér­stakar hleranir og sím­tölin sem gætu alltaf orðið til

Leki á gögnum frá sérstökum saksóknara er kominn til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi í máli sem má rekja allt aftur til falls bankanna haustið 2008. Hleranir, njósnir, vanhæfi, auðmenn og embættið sem enginn vildi stýra; allt er orðið að miklum graut og margir hættir að skilja málið. Jafnvel Namibíumál Samherja fléttast inn í það.

Innlent

Verði að kunna ís­lensku til að geta hjúkrað

Félag íslenska hjúkrunarfræðinga hefur skorað á stjórnvöld að krefjast þess að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni fái ekki starfsleyfi nema íslenskukunnátta sé til staðar. Félagið samþykkti ályktun þess efnis á aðalfundi félagsins sem haldinn var í síðasta fimmtudag.

Innlent

Nicusor Dan nýr for­seti Rúmeníu

Nicusor Dan, borgarstjóri Búkarest, sigraði forsetakosningar Rúmeníu í dag með 55 prósent atkvæða. Dan sem er óháður Evrópusinni hafði þar betur gegn hinum hægrisinnaða George Simion.

Erlent