Fréttir

Þor­gerður Katrín: Enginn ráðskonurass undir fólki í Við­reisn

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er keppniskona með mikla reynslu af stjórnmálum og er kominn í hlaupaskóna fyrir næstu alþingiskosningar. Hún segir engann „ráðskonurass undir fólki í Viðreisn," sem taki almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni.   Þegar Benedikt Jóhannesson, aðalhvatamaður að stofnun Viðreisnar og fyrsti formaður flokksins, sagði af sér formennskunni aðeins sautján dögum fyrir kosningarnar 2017, stökk Þorgerður Katrín upp í brú á þessu nýsjósetta skipi í ólgusjó íslenskra stjórnmála og kom því í höfn.

Innlent

Tveir reyndust í skotti bíls

Lögreglan stöðvaði ökumann í miðbæ Reykjavíkur í nótt en bíll hans reyndist vera með of marga farþega. Tveir voru í farangursrými bílsins.

Innlent

Mannekla bindur hendur héraðssaksóknara í samráðsmáli

Embætti héraðssaksóknara hefur ekki mannafla til þess að halda úti rannsókn á ólöglegu samráði Eimskipa og Samskipa á sama tíma og möguleg brot nálgast það að fyrnast. Sex starfsmönnum embættisins var sagt upp í fyrra vegna niðurskurðarkröfu stjórnvalda.

Innlent

Munu ekki láta af her­ferð vegna launaþjófnaðarins

Starfsfólk veitingastaðarins Ítalíu gekk í dag inn á skrifstofur Eflingar, til að krefjast þess að stéttarfélagið léti af aðgerðum sínum í garð staðarins. Formaður Eflingar segir af og frá að látið verði af aðgerðum vegna launaþjófnaðar, sem eigandi Ítalíu segir ekki eiga stoð í raunveruleikanum.

Innlent

Loksins mega hommar gefa blóð

Samkynhneigðir karlmenn fá að gefa blóð hér á landi frá og með júlí á næsta ári. Heilbrigðisráðherra segir mikið ánægjuefni að þetta skref sé loks tekið

Innlent

Versnandi á­stand í Pokrovsk

Rússar gera ítrekaðar árásir á bæinn Pokrovsk í austurhluta Úkraínu og eru helstu innviðir bæjarins, þar sem um þrettán þúsund manns búa, ónýtir. Hersveitir Rússa eru um sjö kílómetra frá bænum, sem er mikilvæg birgðamiðstöð fyrir úkraínska herinn og óbreytta borgara í Dónetsk-héraði.

Erlent

Segir val­sað um sjúkraskrána eins og á rölti um Kringluna

Lögmaður flugmanns sem kvartaði til Persónuverndar vegna aðgangs Samgöngustofu að sjúkraskrá hans segir stofnunina fara með rangt mál um hverjir höfðu aðgang að gögnunum. Flugmaðurinn missti starfsleyfi sitt á grundvelli upplýsinga úr sjúkraskránni sem lögmaðurinn segir hafa verið teknar úr samhengi.

Innlent

Á­bendingarnar verði teknar al­var­lega

Frumkvæðisathugun Persónuverndar var viðbúin að sögn forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem segir að ábendingar nefndarinnar verði teknar alvarlega. Þegar sé hafin vinna við að safna saman upplýsingum fyrir nefndina. 

Innlent

Hætta rann­sókn á mútu­­málinu á Sel­­fossi

Héraðssaksóknari hefur hætt rannsókn á meintu mútubroti þar sem einn eigenda Sigtúns þróunarfélags var sakaður um að hafa boðið kjörnum bæjarfulltrúa í Árborg fjárhagslega aðstoð í næstu kosningum gegn því að hann myndi stuðla að því að sveitarfélagið félli frá kaupum á húsi Landsbankans á Selfossi árið 2020.

Innlent

Öku­manns hvítrar Teslu enn leitað

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn ökumanna tveggja bíla í tengslum við rannsókn á banaslysi á Sæbraut í Reykjavík aðfaranótt sunnudagsins 29. september. Annar ók hvítri Teslu en hinn ljósri smárútu.

Innlent

Starfs­fólk Ítalíu vill bíl Eflingar burt

Starfsfólk Ítalíu mætti á skrifstofur Eflingar við Guðrúnartún nú rétt fyrir hádegi, til þess að krefjast þess að fulltrúar stéttarfélagsins hættu að leggja sendiferðabíl fyrir utan veitingastaðinn. Á bílinn hafa verið sett skilaboð um að viðskipti við Ítalíu séu fjármögnun launaþjófnaðar, vinnuréttarbrota og skattsvika. 

Innlent

„Hönnun er í raun og veru allt í kringum okkur“

Hönnunarþing, hátíð hönnunar og nýsköpunar, fer fram á Húsavík í dag og á morgun. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá en forvígismaður hátíðarinnar segir hönnun vera allt í kringum okkur á hverjum degi og að hátíðin eigi því erindi við alla.

Innlent

Trump sagði Pence að hann yrði fyrir­litinn og talinn heimskur

Nokkrum dögum áður en stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020 og hótuðu meðal annars að hengja Mike Pence, varaforseta, sagði Donald Trump, forseti, Pence að hann yrði „fyrirlitinn“ og talinn „heimskur“ ef hann stöðvaði ekki áðurnefnda staðfestingu. Pence hafði aldrei vald til að gera það en Trump þrýsti ítrekað á hann.

Erlent