Fréttir

Stutt pása hleypti öllu í bál og brand

Yfirmaður öryggisgæslu á tónleikum FM95Blö í Laugardalshöllinni í gær segir troðning hafa myndast þegar tíu þúsund manna salurinn tæmdist fram í anddyri hallarinnar vegna fimmtán mínútna pásu í dagskránni. Forðast hefði mátt ástandið með því að hleypa úr salnum á fleiri en einum stað og stýra dagskránni betur.

Innlent

Fór ekki út úr húsi eftir af­sögnina

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingkona Flokks fólksins og fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra, segir afsögn sína úr embætti ráðherra hafa verið erfiðustu ákvörðun lífs síns. Eftir afsögnina hafi hún ekki farið úr húsi dögum saman.

Innlent

Sprengju­flug­vélar loga víða í Rúss­landi

Úkraínumenn hafa gert umfangsmiklar árásir með smáum sjálfsprengidrónum á að minnsta kosti tvo herflugvelli í Rússlandi og mögulega fjóra. Úkraínumenn segjast hafa grandað tugum flugvéla, eins og langdrægnum sprengjuflugvélum og eftirlitsvélum, sem eru Rússum gífurlega mikilvægar. Yfirlýsingar Úkraínumanna eru studdar af myndefni í dreifingu á samfélagsmiðlum eystra.

Erlent

Lýsa miklum troðningi, á­tökum og gráti á FM95BLÖ

Fjölmargir gesta tónleika FM 95BLÖ sem voru haldnir í gær kalla eftir því að fá endurgreitt. Þeir hafi ekki getað klárað tónleikana og sumir jafnvel lýsa því að hafa óttast um líf sitt á meðan aðrir lýsa troðningi, átökum og fólki að gera þarfir sínar á gólfið. 

Innlent

Rigning í dag og svo von á júníhreti

Í dag færist regnsvæði yfir landið úr vestri og búast má við rigningu af og til í flestum landshlutum. Hvergi er þó búist við mikilli úrkomu. Vindur verður áfram fremur hægur og áttin vestlæg eða breytileg. Hiti verður á bilinu sex til 13 stig. Síðar í vikunni stefnir í júníhret og er búið að gefa út gular viðvaranir vegna þess.

Veður

Brot á vopnalögum og líkams­á­rás á tón­leikum

Tveir voru handteknir vegna gruns um eða fyrir að hafa brotið vopnalög í gær á tónleikum. Ekki kemur fram hvaða tónleikar það eru í dagbók lögreglu en lögregla á stöð 1 sinnti útkallinu. Í gær fóru fram fjölmennir tóneikar í Laugardalshöll á vegum FM 95BLÖ.

Innlent

„Fal­legur dagur“ fyrir út­skrift

Tæplega tvö hundruð nemendur brautskráðust frá Menntaskólanum við Sund en í ræðum hátíðarhaldanna var þeim lýst sem ólíkum nemendum sem lærðu allir mikilvægar lexíur á meðan skólagöngunni stóð. Bæði dúx og semídúx skólans komu af félagsfræðibraut.

Innlent

Sagðist ekki hafa orðið var við á­tök: „Ég var eins og pabbi þeirra“

„Ég er fullorðinn maður. Ég var eins og pabbi þeirra. Ef ég hefði séð eitthvað hefði ég ekki leyft því að gerast,“ sagði karlmaður á sextugsaldri í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni og vísaði þar til mögulegra átaka sakbornings og fórnarlambs í Kiðjabergsmálinu svokallaða. Umræddur maður bjó með hinum tveimur í sumarhúsi og starfaði jafnframt með þeim. Þeir eru allir frá Litáen.

Innlent

„Við erum engir rasistar“

Stimpingar brutust út milli mótmælenda við Austurvöll í dag. Mótmælum þar sem krafist var endurskoðun á hælisleitendakerfinu var mótmælt af hópi sem sagði mótmælendur rasíska.

Innlent

Stimpingar milli mót­mælenda á Austur­velli

Stimpingar brutust út á milli einstakra mótmælenda sem saman eru komnir í miðbæ Reykjavíkur í dag og tilheyra sitt hvorum hópnum. Tvenn mótmæli, önnur gegn stefnu sjórnvalda í útlendingamálum og hin gegn rasisma, voru boðuð í dag. Á samfélagsmiðlum var því hótað að mótmælin yrðu ekki friðsamleg.

Innlent

Sig­ríður svarar gagn­rýni á störf lög­reglunnar á Suður­nesjum

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri svaraði gagnrýni Úlfars Lúðvíkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra, í tölvupósti til starfsmanna embættisins á þriðjudag. Þar sagði hún Úlfar ekki hafa sinnt sameiginlegu verkefni lögreglunnar og tollsins um farþegaeftirlit og því hafi samstarfinu verið rift.

Innlent

Tíundi hver með á­gætis­ein­kunn í MR

Menntaskólanum í Reykjavík var slitið í 179. sinn við hátíðlega athöfn í Háskólabíó í gær þar sem 194 stúdentar brautskráðust. Matthildur Bjarnadóttir dúxaði með einkunnina 9,65 og var tíundi hver nemandi með ágætiseinkunn.

Innlent