Fréttir Viðvaranir vegna snjókomu og hríðar: „Þetta eru mikil vonbrigði“ Bændasamtök Íslands hvetja bændur um land allt til að fylgjast náið með veðurþróun næstu daga og vera undirbúnir ef veðurspá gengur eftir. Hret og úrkoma er í kortunum og gular og appelsínugular veðurviðvaranir taka gildi eftir helgi. Innlent 1.6.2025 13:46 Útlendingaandúð sé vinsæl leið til að marka sér stöðu á samfélagsmiðlum Stjórn samtakanna Solaris - hjálparsamtökum fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur miklar áhyggjur af aukinni andúð og fyrirlitningu í garð fólks á flótta. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að þessi andúð birtist bæði í net- og raunheimum. Innlent 1.6.2025 13:44 Stutt pása hleypti öllu í bál og brand Yfirmaður öryggisgæslu á tónleikum FM95Blö í Laugardalshöllinni í gær segir troðning hafa myndast þegar tíu þúsund manna salurinn tæmdist fram í anddyri hallarinnar vegna fimmtán mínútna pásu í dagskránni. Forðast hefði mátt ástandið með því að hleypa úr salnum á fleiri en einum stað og stýra dagskránni betur. Innlent 1.6.2025 12:39 Fór ekki út úr húsi eftir afsögnina Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingkona Flokks fólksins og fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra, segir afsögn sína úr embætti ráðherra hafa verið erfiðustu ákvörðun lífs síns. Eftir afsögnina hafi hún ekki farið úr húsi dögum saman. Innlent 1.6.2025 12:28 Sprengjuflugvélar loga víða í Rússlandi Úkraínumenn hafa gert umfangsmiklar árásir með smáum sjálfsprengidrónum á að minnsta kosti tvo herflugvelli í Rússlandi og mögulega fjóra. Úkraínumenn segjast hafa grandað tugum flugvéla, eins og langdrægnum sprengjuflugvélum og eftirlitsvélum, sem eru Rússum gífurlega mikilvægar. Yfirlýsingar Úkraínumanna eru studdar af myndefni í dreifingu á samfélagsmiðlum eystra. Erlent 1.6.2025 12:14 Troðningur í Laugardalshöll, óveður og sjómannadeginum fagnað Í það minnsta þrír voru fluttir á bráðamóttökuna af tónleikum FM95Blö í Laugardalshöll í gær. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það verði skoðað með tónleikahöldurum hvað fór úrskeiðis. Innlent 1.6.2025 11:55 Landsmálin, fiskveiðistjórnun og Ásthildur Lóa í Sprengisandi Sprengisandur er á sínum stað klukkan tíu. Páll Magnússon leysir Kristján Kristjánsson af í þætti dagsins og ræðir við góða gesti. Innlent 1.6.2025 09:45 Lýsa miklum troðningi, átökum og gráti á FM95BLÖ Fjölmargir gesta tónleika FM 95BLÖ sem voru haldnir í gær kalla eftir því að fá endurgreitt. Þeir hafi ekki getað klárað tónleikana og sumir jafnvel lýsa því að hafa óttast um líf sitt á meðan aðrir lýsa troðningi, átökum og fólki að gera þarfir sínar á gólfið. Innlent 1.6.2025 09:18 Um þrjátíu drepin í árás nærri dreifingarmiðstöð hjálpargagna Allt að þrjátíu voru drepin í árás Ísraelshers nærri dreifingarmiðstöð hjálpargagna í Rafah og tugir voru særð. Þúsundir höfðu safnast saman við dreifingarmiðstöðina þegar skriðdrekum Ísraelshers var ekið að henni og svo hafin skothríð. Erlent 1.6.2025 08:39 Rigning í dag og svo von á júníhreti Í dag færist regnsvæði yfir landið úr vestri og búast má við rigningu af og til í flestum landshlutum. Hvergi er þó búist við mikilli úrkomu. Vindur verður áfram fremur hægur og áttin vestlæg eða breytileg. Hiti verður á bilinu sex til 13 stig. Síðar í vikunni stefnir í júníhret og er búið að gefa út gular viðvaranir vegna þess. Veður 1.6.2025 07:34 Brot á vopnalögum og líkamsárás á tónleikum Tveir voru handteknir vegna gruns um eða fyrir að hafa brotið vopnalög í gær á tónleikum. Ekki kemur fram hvaða tónleikar það eru í dagbók lögreglu en lögregla á stöð 1 sinnti útkallinu. Í gær fóru fram fjölmennir tóneikar í Laugardalshöll á vegum FM 95BLÖ. Innlent 1.6.2025 07:23 Tveir löðrungar og fall líklega ekki orsök andlátsins Réttarmeinafræðingur sem rannsakaði lík í Kiðjabergsmálinu svokallaða sagði ekki hægt að tengja tvo löðrunga og fall til jarðar við áverkana sem voru á hinum látna. Innlent 1.6.2025 07:03 Þrír fluttir á bráðamóttökuna af tónleikum FM95BLÖ Þrír einstaklingar voru fluttir á bráðamóttökuna vegna troðnings á tónleikum á vegum FM95BLÖ í Laugardalshöll. Mikill fjöldi sótti tónleikana í kvöld. Innlent 1.6.2025 00:19 Tékknesk herþota hluti af árlegri flugsýningu Margt var um manninn á Reykjavíkurflugvelli í dag þegar haldin var árleg flugsýning Flugmálafélags Íslands. Blíðskaparveður var á vellinum en ekki voru allir jafn ánægðir með herlegheitin. Innlent 1.6.2025 00:02 Kosti tugi milljóna að hirða yfirgefin húsgögn Íbúar í miðborg Reykjavíkur eru orðnir langþreyttir á húsgögnum sem reglulega eru skilin eftir við fjölbýlishús í hverfinu. Samskiptastjóri Sorpu segir athæfið fela í sér kostnað upp á tugi milljóna. Innlent 31.5.2025 23:50 „Fallegur dagur“ fyrir útskrift Tæplega tvö hundruð nemendur brautskráðust frá Menntaskólanum við Sund en í ræðum hátíðarhaldanna var þeim lýst sem ólíkum nemendum sem lærðu allir mikilvægar lexíur á meðan skólagöngunni stóð. Bæði dúx og semídúx skólans komu af félagsfræðibraut. Innlent 31.5.2025 23:30 Banaslysið haft áhrif á undirbúning manngerðra íshella Banaslysið í Breiðamerkurjökli á síðasta ári hefur haft töluverð áhrif á undirbúning fyrir tvo manngerða íshella sem fyrirhugaðir eru í Langjökli. Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir að tekið verði tillit til allra athugasemda forsætisráðuneytisins. Innlent 31.5.2025 22:01 Sagðist ekki hafa orðið var við átök: „Ég var eins og pabbi þeirra“ „Ég er fullorðinn maður. Ég var eins og pabbi þeirra. Ef ég hefði séð eitthvað hefði ég ekki leyft því að gerast,“ sagði karlmaður á sextugsaldri í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni og vísaði þar til mögulegra átaka sakbornings og fórnarlambs í Kiðjabergsmálinu svokallaða. Umræddur maður bjó með hinum tveimur í sumarhúsi og starfaði jafnframt með þeim. Þeir eru allir frá Litáen. Innlent 31.5.2025 21:10 Einn fékk rúmar fimmtíu milljónir Einn þátttakandi í Lottó var með allar tölur réttar. Pottur vikunnar var fjórfaldur og vann hann rúmar 54,5 milljónir króna. Miðinn var keytpur á heimasíðu Lottó. Innlent 31.5.2025 20:02 Lengri opnunartímar sundlauga taka gildi Lengdur opnunartími um helgar í sundlaugum Reykjavíkurborgar tekur gildi sunnudaginn 1. júní. Opnunartíminn hefur verið lengdur um eina klukkustund yfir sumartímann. Innlent 31.5.2025 19:53 „Við erum engir rasistar“ Stimpingar brutust út milli mótmælenda við Austurvöll í dag. Mótmælum þar sem krafist var endurskoðun á hælisleitendakerfinu var mótmælt af hópi sem sagði mótmælendur rasíska. Innlent 31.5.2025 19:14 Kolmónoxíðeitrun talin vera orsök veikinda í flugvél Talið er að kolmónoxíðeitrun hafi valdið veikindum í flugvél United Airlines sem lenda þurfti á Keflavíkurflugvelli. Þrír einstaklingar úr vélinni leituðu aðstoð sjúkraliða á vettvangi en enginn þurfti að leita á sjúkrahús. Innlent 31.5.2025 18:49 Hasar á tvöföldum mótmælum, flugsýning og tryllitæki í beinni Stimpingar brutust út milli mótmælenda við Austurvöll í dag. Mótmælum þar sem krafist var endurskoðun á hælisleitendakerfinu var mótmælt af samtökum sem vilja opna landamærin. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sýnum við myndir frá mótmælunum og rætt verður við mótmælendur úr báðum fylkingum. Innlent 31.5.2025 18:16 Hamas svarar vopnahléstillögunni sem Ísraelar hafa samþykkt Hamas liðar hafa að hluta til svarað vopnahléstillögu Bandaríkjanna sem lögð var fram fyrr í vikunni. Fulltrúar Ísrael hafa nú þegar samþykkt tillöguna. Erlent 31.5.2025 17:59 Liggur þungt haldinn eftir stórfellda líkamsárás í Hlíðunum Lögreglunni á höfðuborgarsvæðinu barst tilkynning um stórfellda líkamsárás. Maðurinn sem varð fyrir árásinni var fluttur á sjúkrahús og er sagður liggja þungt haldinn á bráðamóttöku. Einn einstaklingur hefur verið handtekinn. Innlent 31.5.2025 17:27 Nikótínþurfi guðsbarn braust inn í Bjarnabúð Maður í hettupeysu með textanum „Child of God“ braust inn í Bjarnabúð í Reykholti í nótt. Guðsbarnið var svangt og nikótínþurfi samkvæmt eigendum Bjarnabúðar. Innlent 31.5.2025 16:31 „Ef fram heldur sem horfir verður Aþena lögð niður í næstu viku“ Rekstrarsamningur íþróttafélagsins Aþenu við Reykjavíkurborg um notkun íþróttahúsnæðis rennur út í dag. Þjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson segir borgina ekki hafa neinn áhuga á að endurnýja samning við félagið sem verður að óbreyttu lagt niður í næstu viku. Innlent 31.5.2025 16:11 Stimpingar milli mótmælenda á Austurvelli Stimpingar brutust út á milli einstakra mótmælenda sem saman eru komnir í miðbæ Reykjavíkur í dag og tilheyra sitt hvorum hópnum. Tvenn mótmæli, önnur gegn stefnu sjórnvalda í útlendingamálum og hin gegn rasisma, voru boðuð í dag. Á samfélagsmiðlum var því hótað að mótmælin yrðu ekki friðsamleg. Innlent 31.5.2025 15:06 Sigríður svarar gagnrýni á störf lögreglunnar á Suðurnesjum Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri svaraði gagnrýni Úlfars Lúðvíkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra, í tölvupósti til starfsmanna embættisins á þriðjudag. Þar sagði hún Úlfar ekki hafa sinnt sameiginlegu verkefni lögreglunnar og tollsins um farþegaeftirlit og því hafi samstarfinu verið rift. Innlent 31.5.2025 15:02 Tíundi hver með ágætiseinkunn í MR Menntaskólanum í Reykjavík var slitið í 179. sinn við hátíðlega athöfn í Háskólabíó í gær þar sem 194 stúdentar brautskráðust. Matthildur Bjarnadóttir dúxaði með einkunnina 9,65 og var tíundi hver nemandi með ágætiseinkunn. Innlent 31.5.2025 13:49 « ‹ 67 68 69 70 71 72 73 74 75 … 334 ›
Viðvaranir vegna snjókomu og hríðar: „Þetta eru mikil vonbrigði“ Bændasamtök Íslands hvetja bændur um land allt til að fylgjast náið með veðurþróun næstu daga og vera undirbúnir ef veðurspá gengur eftir. Hret og úrkoma er í kortunum og gular og appelsínugular veðurviðvaranir taka gildi eftir helgi. Innlent 1.6.2025 13:46
Útlendingaandúð sé vinsæl leið til að marka sér stöðu á samfélagsmiðlum Stjórn samtakanna Solaris - hjálparsamtökum fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hefur miklar áhyggjur af aukinni andúð og fyrirlitningu í garð fólks á flótta. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að þessi andúð birtist bæði í net- og raunheimum. Innlent 1.6.2025 13:44
Stutt pása hleypti öllu í bál og brand Yfirmaður öryggisgæslu á tónleikum FM95Blö í Laugardalshöllinni í gær segir troðning hafa myndast þegar tíu þúsund manna salurinn tæmdist fram í anddyri hallarinnar vegna fimmtán mínútna pásu í dagskránni. Forðast hefði mátt ástandið með því að hleypa úr salnum á fleiri en einum stað og stýra dagskránni betur. Innlent 1.6.2025 12:39
Fór ekki út úr húsi eftir afsögnina Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingkona Flokks fólksins og fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra, segir afsögn sína úr embætti ráðherra hafa verið erfiðustu ákvörðun lífs síns. Eftir afsögnina hafi hún ekki farið úr húsi dögum saman. Innlent 1.6.2025 12:28
Sprengjuflugvélar loga víða í Rússlandi Úkraínumenn hafa gert umfangsmiklar árásir með smáum sjálfsprengidrónum á að minnsta kosti tvo herflugvelli í Rússlandi og mögulega fjóra. Úkraínumenn segjast hafa grandað tugum flugvéla, eins og langdrægnum sprengjuflugvélum og eftirlitsvélum, sem eru Rússum gífurlega mikilvægar. Yfirlýsingar Úkraínumanna eru studdar af myndefni í dreifingu á samfélagsmiðlum eystra. Erlent 1.6.2025 12:14
Troðningur í Laugardalshöll, óveður og sjómannadeginum fagnað Í það minnsta þrír voru fluttir á bráðamóttökuna af tónleikum FM95Blö í Laugardalshöll í gær. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það verði skoðað með tónleikahöldurum hvað fór úrskeiðis. Innlent 1.6.2025 11:55
Landsmálin, fiskveiðistjórnun og Ásthildur Lóa í Sprengisandi Sprengisandur er á sínum stað klukkan tíu. Páll Magnússon leysir Kristján Kristjánsson af í þætti dagsins og ræðir við góða gesti. Innlent 1.6.2025 09:45
Lýsa miklum troðningi, átökum og gráti á FM95BLÖ Fjölmargir gesta tónleika FM 95BLÖ sem voru haldnir í gær kalla eftir því að fá endurgreitt. Þeir hafi ekki getað klárað tónleikana og sumir jafnvel lýsa því að hafa óttast um líf sitt á meðan aðrir lýsa troðningi, átökum og fólki að gera þarfir sínar á gólfið. Innlent 1.6.2025 09:18
Um þrjátíu drepin í árás nærri dreifingarmiðstöð hjálpargagna Allt að þrjátíu voru drepin í árás Ísraelshers nærri dreifingarmiðstöð hjálpargagna í Rafah og tugir voru særð. Þúsundir höfðu safnast saman við dreifingarmiðstöðina þegar skriðdrekum Ísraelshers var ekið að henni og svo hafin skothríð. Erlent 1.6.2025 08:39
Rigning í dag og svo von á júníhreti Í dag færist regnsvæði yfir landið úr vestri og búast má við rigningu af og til í flestum landshlutum. Hvergi er þó búist við mikilli úrkomu. Vindur verður áfram fremur hægur og áttin vestlæg eða breytileg. Hiti verður á bilinu sex til 13 stig. Síðar í vikunni stefnir í júníhret og er búið að gefa út gular viðvaranir vegna þess. Veður 1.6.2025 07:34
Brot á vopnalögum og líkamsárás á tónleikum Tveir voru handteknir vegna gruns um eða fyrir að hafa brotið vopnalög í gær á tónleikum. Ekki kemur fram hvaða tónleikar það eru í dagbók lögreglu en lögregla á stöð 1 sinnti útkallinu. Í gær fóru fram fjölmennir tóneikar í Laugardalshöll á vegum FM 95BLÖ. Innlent 1.6.2025 07:23
Tveir löðrungar og fall líklega ekki orsök andlátsins Réttarmeinafræðingur sem rannsakaði lík í Kiðjabergsmálinu svokallaða sagði ekki hægt að tengja tvo löðrunga og fall til jarðar við áverkana sem voru á hinum látna. Innlent 1.6.2025 07:03
Þrír fluttir á bráðamóttökuna af tónleikum FM95BLÖ Þrír einstaklingar voru fluttir á bráðamóttökuna vegna troðnings á tónleikum á vegum FM95BLÖ í Laugardalshöll. Mikill fjöldi sótti tónleikana í kvöld. Innlent 1.6.2025 00:19
Tékknesk herþota hluti af árlegri flugsýningu Margt var um manninn á Reykjavíkurflugvelli í dag þegar haldin var árleg flugsýning Flugmálafélags Íslands. Blíðskaparveður var á vellinum en ekki voru allir jafn ánægðir með herlegheitin. Innlent 1.6.2025 00:02
Kosti tugi milljóna að hirða yfirgefin húsgögn Íbúar í miðborg Reykjavíkur eru orðnir langþreyttir á húsgögnum sem reglulega eru skilin eftir við fjölbýlishús í hverfinu. Samskiptastjóri Sorpu segir athæfið fela í sér kostnað upp á tugi milljóna. Innlent 31.5.2025 23:50
„Fallegur dagur“ fyrir útskrift Tæplega tvö hundruð nemendur brautskráðust frá Menntaskólanum við Sund en í ræðum hátíðarhaldanna var þeim lýst sem ólíkum nemendum sem lærðu allir mikilvægar lexíur á meðan skólagöngunni stóð. Bæði dúx og semídúx skólans komu af félagsfræðibraut. Innlent 31.5.2025 23:30
Banaslysið haft áhrif á undirbúning manngerðra íshella Banaslysið í Breiðamerkurjökli á síðasta ári hefur haft töluverð áhrif á undirbúning fyrir tvo manngerða íshella sem fyrirhugaðir eru í Langjökli. Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir að tekið verði tillit til allra athugasemda forsætisráðuneytisins. Innlent 31.5.2025 22:01
Sagðist ekki hafa orðið var við átök: „Ég var eins og pabbi þeirra“ „Ég er fullorðinn maður. Ég var eins og pabbi þeirra. Ef ég hefði séð eitthvað hefði ég ekki leyft því að gerast,“ sagði karlmaður á sextugsaldri í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni og vísaði þar til mögulegra átaka sakbornings og fórnarlambs í Kiðjabergsmálinu svokallaða. Umræddur maður bjó með hinum tveimur í sumarhúsi og starfaði jafnframt með þeim. Þeir eru allir frá Litáen. Innlent 31.5.2025 21:10
Einn fékk rúmar fimmtíu milljónir Einn þátttakandi í Lottó var með allar tölur réttar. Pottur vikunnar var fjórfaldur og vann hann rúmar 54,5 milljónir króna. Miðinn var keytpur á heimasíðu Lottó. Innlent 31.5.2025 20:02
Lengri opnunartímar sundlauga taka gildi Lengdur opnunartími um helgar í sundlaugum Reykjavíkurborgar tekur gildi sunnudaginn 1. júní. Opnunartíminn hefur verið lengdur um eina klukkustund yfir sumartímann. Innlent 31.5.2025 19:53
„Við erum engir rasistar“ Stimpingar brutust út milli mótmælenda við Austurvöll í dag. Mótmælum þar sem krafist var endurskoðun á hælisleitendakerfinu var mótmælt af hópi sem sagði mótmælendur rasíska. Innlent 31.5.2025 19:14
Kolmónoxíðeitrun talin vera orsök veikinda í flugvél Talið er að kolmónoxíðeitrun hafi valdið veikindum í flugvél United Airlines sem lenda þurfti á Keflavíkurflugvelli. Þrír einstaklingar úr vélinni leituðu aðstoð sjúkraliða á vettvangi en enginn þurfti að leita á sjúkrahús. Innlent 31.5.2025 18:49
Hasar á tvöföldum mótmælum, flugsýning og tryllitæki í beinni Stimpingar brutust út milli mótmælenda við Austurvöll í dag. Mótmælum þar sem krafist var endurskoðun á hælisleitendakerfinu var mótmælt af samtökum sem vilja opna landamærin. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sýnum við myndir frá mótmælunum og rætt verður við mótmælendur úr báðum fylkingum. Innlent 31.5.2025 18:16
Hamas svarar vopnahléstillögunni sem Ísraelar hafa samþykkt Hamas liðar hafa að hluta til svarað vopnahléstillögu Bandaríkjanna sem lögð var fram fyrr í vikunni. Fulltrúar Ísrael hafa nú þegar samþykkt tillöguna. Erlent 31.5.2025 17:59
Liggur þungt haldinn eftir stórfellda líkamsárás í Hlíðunum Lögreglunni á höfðuborgarsvæðinu barst tilkynning um stórfellda líkamsárás. Maðurinn sem varð fyrir árásinni var fluttur á sjúkrahús og er sagður liggja þungt haldinn á bráðamóttöku. Einn einstaklingur hefur verið handtekinn. Innlent 31.5.2025 17:27
Nikótínþurfi guðsbarn braust inn í Bjarnabúð Maður í hettupeysu með textanum „Child of God“ braust inn í Bjarnabúð í Reykholti í nótt. Guðsbarnið var svangt og nikótínþurfi samkvæmt eigendum Bjarnabúðar. Innlent 31.5.2025 16:31
„Ef fram heldur sem horfir verður Aþena lögð niður í næstu viku“ Rekstrarsamningur íþróttafélagsins Aþenu við Reykjavíkurborg um notkun íþróttahúsnæðis rennur út í dag. Þjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson segir borgina ekki hafa neinn áhuga á að endurnýja samning við félagið sem verður að óbreyttu lagt niður í næstu viku. Innlent 31.5.2025 16:11
Stimpingar milli mótmælenda á Austurvelli Stimpingar brutust út á milli einstakra mótmælenda sem saman eru komnir í miðbæ Reykjavíkur í dag og tilheyra sitt hvorum hópnum. Tvenn mótmæli, önnur gegn stefnu sjórnvalda í útlendingamálum og hin gegn rasisma, voru boðuð í dag. Á samfélagsmiðlum var því hótað að mótmælin yrðu ekki friðsamleg. Innlent 31.5.2025 15:06
Sigríður svarar gagnrýni á störf lögreglunnar á Suðurnesjum Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri svaraði gagnrýni Úlfars Lúðvíkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra, í tölvupósti til starfsmanna embættisins á þriðjudag. Þar sagði hún Úlfar ekki hafa sinnt sameiginlegu verkefni lögreglunnar og tollsins um farþegaeftirlit og því hafi samstarfinu verið rift. Innlent 31.5.2025 15:02
Tíundi hver með ágætiseinkunn í MR Menntaskólanum í Reykjavík var slitið í 179. sinn við hátíðlega athöfn í Háskólabíó í gær þar sem 194 stúdentar brautskráðust. Matthildur Bjarnadóttir dúxaði með einkunnina 9,65 og var tíundi hver nemandi með ágætiseinkunn. Innlent 31.5.2025 13:49