Fréttir

Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins er komin til New York þar sem hún ætlar að stunda nám næsta árið við Columbia-háskóla. Hún er komin í níu mánaða leyfi frá þingstörfum en enn hefur ekki verið hóað í varamann hennar og því er stjórnarandstaðan ekki fullskipuð á þingfundi dagsins.

Innlent

„Stóra og fal­lega“ frum­varp repúblikana á tæpasta vaði

Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa aðeins efni á því að missa eitt atkvæði í viðbót ef þeir ætla sér að koma í gegn risavöxnu frumvarpi um stórfelldan niðurskurð og skattalækkanir og þóknast forseta sínum. Ein þingmaður þeirra hefur þegar sagst ekki ætla að sækjast eftir endurkjöri vegna deilna um efni frumvarpsins.

Erlent

Ældi í rútunni og réðst svo á bíl­stjórann

Karlmaður sem réðst á rútubílstjóra á sjötugsaldri í Reykjavík á laugardagskvöld var nýbúinn að kasta upp í rútunni. Fimm unga menn þurfti til að halda aftur af árásarmanninum sem er Íslendingur um tvítugt.

Innlent

Sá sem réðst á Ingunni á­frýjar til hæsta­réttar

Norski nemandinn sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent við Óslóarháskóla, nítján sinnum í fólskulegri árás á skrifstofu hennar hefur ákveðið að áfrýja 7,5 ára fangelsisdómi sem hann hefur hlotið fyrir árásina. Hann áfrýjar dóminum aðallega hvað varðar réttarúrræði sem að óbreyttu mun heimila yfirvöldum að halda honum á bak við lás og slá eftir að hann afplánar dóminn.

Innlent

Snurða hljóp á þráðinn í nótt

Formenn þingflokka reyna nú að ná saman um þinglok og hafa fundað stíft undanfarna daga. Eftir ágætis gang í samtalinu um helgina þykir nú meiri óvissa uppi samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Öll mál ríkisstjórnarinnar eru undir í samtalinu segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.

Innlent

Skæð hita­bylgja velgir Evrópu­búum undir uggum

Útlit er fyrir að hitabylgjan sem hefur steikt stóran hluta Evrópu síðustu daga nái til fleiri landa þegar líður á vikuna. Rauðar veðurviðvaranir hafa verið gefnar út sums staðar vegna ofsahitans og gróðureldar loga í Tyrklandi.

Erlent

Samstöðinni verði mögu­lega lokað í kvöld: Vilja fá lög­bann á boðaðan aðal­fund

Stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands segir stjórnina ætla að reyna að fá lögbann á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar í dag. Gangi það ekki hyggst stjórnin mæta á fundinn og ná stjórn á félaginu. Formaður Vorstjörnunnar segir alla reikninga félagsins verða lagða fram á fundinum, en félagsmenn hafa verið hvattir til að fylkja liði á fundinn til varnar félaginu.

Innlent

Strandveiðibátur sökk úti fyrir Pat­reks­firði

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum voru kallaðar út á tólfta tímanum í dag eftir að strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði. Einn var um borð í bátnum.

Innlent

Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum

Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari telur að fyrrverandi starfsmenn embættis sérstaks saksóknara hafi afritað gögn er vörðuðu símhleranir á tímabilinu 2009 til fyrri hluta árs 2012. Hann segir að á þeim tíma hafi fáum málum sem embættið hafði með höndum verið endanlega lokið og gögnunum þess vegna ekki verið eytt.

Innlent

Bjórpása í Víkinni og lög­reglan í heim­sókn í Garða­bæ

Fundur lögreglu með knattspyrnufélögum á höfuðborgarsvæðinu hafði það meðal annars í för með sér að ekki var seldur bjór á heimaleik Víkinga gegn Aftureldingu í Bestu deild karla í gærkvöldi. Lögregla gerði athugasemdir við áfengisneyslu á heimaleik Stjörnunnar gegn Breiðabliki á föstudagskvöld.

Innlent

Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Ríkissaksóknara um áfrýjunarleyfi á sýknudómi yfir manni sem var sakaður um að hafa bundið barn niður og kitlað það. Ríkissaksóknari taldi mikilvægt að skera úr um það hvort fullorðinn einstaklingur gæti skýlt sér bak við það að um leik væri að ræða, þegar augljósum aðstöðu- og aflsmuni væri beitt. Hæstiréttur féllst ekki á það.

Innlent

Biður Höllu af­sökunar á fréttum af meintum líf­vörðum

Fjölmiðlamaðurinn Eiríkur Jónsson hefur beðið Höllu Tómasdóttur forseta afsökunar eftir að hann greindi frá því að hún hefði mætt með lífverði með sér í sund. Forsetinn hafði aftur á móti ekki lífvörð með sér í för heldur dóttur sína, að sögn forsetaembættisins, sem kallar fréttaflutninginn „vitleysu“. Eiríkur hefur tekið greinina niður að beiðni embættisins.

Innlent

Fundar með þing­flokks­for­mönnum

Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, mun funda með þingflokksformönnum klukkan níu þar sem þinghald í vikunni verður til umræðu. Þingfundur hefst svo klukkan 10 þar sem á dagskrá eru atkvæðagreiðslur og svo áframhaldandi umræður um breytingar á veiðigjöldum.

Innlent

Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér

Engin leiktæki eru í dag við leikskóladeild sonar Herdísar Sveinbjörnsdóttur. Sonur hennar er á leikskóladeildinni Lyngási sem er lítil og sérhæfð leikskóladeild sem rekin er af Ás styrktarfélagi. Börnin á deildinni eru öll með einhvers konar fötlun og geta því ekki notað hefðbundin leiktæki.

Innlent

All­kröpp lægð á leiðinni til landsins

Allkröpp lægð er nú á leið til norðausturs milli Íslands og Færeyja og mun hún valda suðvestan hvassviðri í dag. Á Íslandi liggjum við þó í mun hægari norðanátt vestan lægðarmiðjunnar þar sem vindhraði verður yfirleitt á bilinu fimm til tíu metrar á sekúndu.

Veður

Krefjast svara um mögu­legar frekari á­rásir

Aðstoðarutanríkisráðherra Íran segir Írani hafa fengið skilaboð frá Bandaríkjastjórn um að Bandaríkjamenn vilji setjast að samningaborðinu á ný. Það komi hins vegar ekki til greina fyrr en frekari árásir á innviði Íran hafa verið útilokaðar.

Erlent

Ekkert sam­komu­lag í höfn enn um þing­lok

Þingflokksformenn funduðu og áttu samtöl í allan dag til að freista þess að samkomulagi um þinglok. Búið er að birta dagskrá þingfundar á vef Alþingis fyrir morgundaginn. Ef ekki tekst að semja um þinglok í kvöld heldur umræða um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar áfram að loknum fernum atkvæðagreiðslum.

Innlent

Hitamet slegið á Spáni um helgina

Hitamet var slegið á Spáni í gær þegar hiti mældist 46 gráður í bænum El Granado. Útlit er fyrir að mánuðurinn verði sá heitasti í sögu Spánar samkvæmt veðurstofu landsins. Fjallað er um málið á vef BBC en hitabylgja gengur nú yfir í Evrópu. Víða hafa stjórnvöld gefið út viðvaranir vegna hita.

Erlent