Fréttir Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Fundarstjóri umdeilds fundar Heimdallar, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, sagði ekkert til í „grófum ásökunum“ um fundarstjórn hans. Honum þyki leitt ef öguð fundarstjórn hans hafi skilist sem dónaskapur. Innlent 16.2.2025 22:42 Hver einasta mínúta skipti máli Móðir langveiks barns hefur miklar áhyggjur af lokun flugbrauta Reykjavíkurflugvalla. Fjölskyldan hafi oft þurft að nýta sér sjúkraflug þar sem hver mínúta skipti máli. Innlent 16.2.2025 21:54 Átján létust í troðningi Átján manns hafa verið úrskurðaðir látnir eftir mikinn troðning á lestarstöð í höfuðborg Indlands. Þar á meðal eru fimm börn. Erlent 16.2.2025 19:43 „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Meirihlutaviðræður vinstri flokka í Reykjavíkurborg ganga vel að sögn oddvita Vinstri grænna. Hún er ekki sammála ummælum oddvita Sjálfstæðisflokksins að um seinagang sé að ræða. Húsnæðismálin hafa verið áberandi í viðræðunum. Innlent 16.2.2025 19:21 Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast. Rætt verður við Ragnar Þór Ingólfsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 16.2.2025 18:03 Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Tilkynning barst lögreglu fyrr í dag vegna þriggja manna í bifreið í Hafnarfirði og handléku skammbyssu. Mennirnir voru handteknir en byssan reyndist vera loftbyssa. Þeim var sleppt að lokinni skýrslutöku. Innlent 16.2.2025 17:41 Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir leiðtoga Evrópu uggandi en að samband Evrópu og Bandaríkjanna sé ekki að versna heldur breytast. Hún ræddi við fréttastofu um vendingar í alþjóðamálunum að lokinni umfangsmikilli öryggisráðstefnu í München sem hún sótti ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Innlent 16.2.2025 16:38 Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Rekstrarstjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli segir að það þurfi að vera með bjartsýnustu mönnum til að reka skíðasvæði á Íslandi en aðeins hefur verið hægt að hafa opið í Bláfjöll einn dag af sextán í mánuðinum. Innlent 16.2.2025 15:28 Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Eftir að bandarískur landamæravörður var skotinn til bana í Vermont í síðasta mánuði hefur tiltölulega fámennur hópur fólks, sem kallaður hefur verið sértrúarsöfnuður, verið bendlaður við að minnsta kosti sex morð í þremur ríkjum Bandaríkjanna. Erlent 16.2.2025 15:04 Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Oddvitar flokkanna fimm sem eiga í meirihlutaviðræðum hittust á fundi í morgun og stendur hann fram eftir degi. Á meðan tók Einar Þorsteinsson borgarstjóri fyrstu skóflustungu að nýju fjölnota íþróttahúsi KR. Innlent 16.2.2025 13:52 Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Fimmtán ára drengur var rændur af hópi sex drengja og úlpu stolið af honum skammt frá Smáralind í Kópavogi í gær. Innlent 16.2.2025 12:25 Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg, segir engan kalla eftir vinstri meirihluta í borginni. Það hafi verið mikil vonbrigði að slitnað hafi upp úr viðræðum hennar og hægri flokkanna sem hún segir gamaldagskreddutal bera ábyrgð á. Innlent 16.2.2025 12:13 Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Kjaradeila kennara og sveitarfélaga mjakast lítið sem ekkert og deiluaðilar hafa ekkert rætt saman um helgina. Bæjarstjóri Akraness segir verkföll hafa fyrst og fremst áhrif á börnin í bænum og að nú sé verið að undirbúa viðbrögð við verkfalli. Innlent 16.2.2025 11:52 Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Yfirvöld í Austurríki segja að maðurinn sem stakk fólk af handahófi í bænum Villach í gær hafi tengingar við Íslamska ríkið eða önnur hryðjuverkasamtök, sem hann mun hafa lýst yfir hollustu við fyrir árásina. Fjórtán ára drengur lét lífið og fimm aðrir voru særðir áður en árásin var stöðvuð og maðurinn handtekinn. Erlent 16.2.2025 11:35 Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Efling segir Ræstitækni brjóta gegn kjarasamningi í fjölmörgum liðum. Starfsmenn hafi engan aðgang að salerni eða aðstöðu til að matast. Búist sé við nær tvöföldum vinnuhraða en eðlilegt telst án viðeigandi launahækkunar. Innlent 16.2.2025 11:00 Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Jarðskjálfti varð í Brennisteinsfjöllum í morgun og fannst hann víða á höfuðborgarsvæðinu. Skjálftinn mældist 2,8 að stærð og upptök hans um 4,8 kílómetra suðvestur af Bláfjallaskála. Innlent 16.2.2025 09:55 Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Sprengisandur er á sínum stað klukkan 10 þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. Innlent 16.2.2025 09:31 Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist hafa sagt ráðherrum sínum að skrifa ekki undir samning við Bandaríkjamenn um að veita þeim síðarnefndu aðgang að umfangsmikilli námuvinnslu í Úkraínu. Hann segir samkomulagið eingöngu snúa að hag Bandaríkjanna. Erlent 16.2.2025 08:00 Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Lögregluþjónar höfðu í nógu að snúast í miðbænum gærkvöldi og í nótt vegna slagsmála, hávaða og annarra mála sem tengjast munu skemmtanalífinu. Í einu tilfelli var maður handtekinn eftir að hann réðst á starfsmenn og öryggisverði heilbrigðisstofnunnar. Sá var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa í nótt. Innlent 16.2.2025 07:24 Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Evrópskir ráðamenn, þar á meðal Emmanuel Macron, forseti Frakklands og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, mæta á „neyðarfund“ í næstu viku. Fundarefnið er ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að taka yfir friðarviðræður á milli Úkraínu og Rússlands. Erlent 15.2.2025 23:58 Unglingsstrákur lést í hnífaárás Fjórtán ára drengur er látinn eftir hnífaárás í Austurríki. Fimm eru særðir, þar af tveir alvarlega. Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi. Erlent 15.2.2025 22:05 Mæðgur látnar eftir árásina í München Tveggja ára stúlka og móðir hennar eru látnar eftir að bíll keyrði inn í hóp mótmælenda í München á fimmtudag. Árásarmaðurinn er afganskur hælisleitandi. Erlent 15.2.2025 20:32 „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Forsætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands funduðu með forsætisráðherra Palestínu. Forsætisráðherra tók skýra afstöðu með Palestínu. Innlent 15.2.2025 19:41 Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Holóttir og blæðandi vegir á Vesturlandi valda því að þungatakmarkanir eru í gildi þar víða. Bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar segir lykilatriði að fyrirtæki úti á landi séu samkeppnishæf og því verði að sinna viðhaldi á vegum. Innlent 15.2.2025 18:11 Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir fjölda aðgerða til skoðunar til að bregðast við því ástandi sem uppi er komið í Breiðholtsskóla en þar lýsa foreldrar því að börn þeirra þori ekki að mæta í skólann af ótta við fámennan hóp drengja sem halda árangi í heljargreipum. Innlent 15.2.2025 17:35 Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Atvinnuvegaráðherra hefur óskað eftir því við dómsmálaráðherra að kanna möguleikann á því að Neyðarlínan tæki við tilkynningum frá almenningi í gegnum 112 þegar það verði vart við dýr í neyð og það sé Neyðarlínan sem vinni úr umræddum tilkynningum og komi boðum til lögregluyfirvalda. Innlent 15.2.2025 16:01 Kallar eftir evrópskum her Úkraínumenn munu ekki framfylgja samkomulagi sem þeir hafa enga aðkomu að. Þetta sagði Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, í ræðu á öryggisráðstefnunni í München í dag og var hann greinilega að senda Donald Trump, forseta Bandaríkjanna skilaboð. Erlent 15.2.2025 15:01 Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Skuggastríð Rússa gegn Vesturlöndum er leitt af nýju teymi njósnara hjá leyniþjónustu rússneska hersins (GRU). Þessi hópur er meðal annars talinn hafa sent eldsprengjur um borð í fragtflugvélar og reynt að ráða forstjóra stærsta hergagnaframleiðanda Evrópu af dögum, svo eitthvað sé nefnt. Erlent 15.2.2025 13:06 Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Meirihlutaviðræður í borginni ganga mjög vel að sögn oddvita Samfylkingarinnar. Hún telur allar líkur á að viðræðurnar endi á því að meirihluti verður myndaður. Litlar líkur séu á að Katrín Jakobsdóttir verði næsti borgarstjóri. Innlent 15.2.2025 12:16 Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum sínum af ástandi hreindýrastofnsins og segir það mikilvægt að komast að því hvað veldur og grípa til viðeigandi ráðstafana svo tryggja megi framtíð hreindýrastofnsins. Innlent 15.2.2025 11:55 « ‹ 5 6 7 8 9 10 11 12 13 … 334 ›
Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Fundarstjóri umdeilds fundar Heimdallar, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, sagði ekkert til í „grófum ásökunum“ um fundarstjórn hans. Honum þyki leitt ef öguð fundarstjórn hans hafi skilist sem dónaskapur. Innlent 16.2.2025 22:42
Hver einasta mínúta skipti máli Móðir langveiks barns hefur miklar áhyggjur af lokun flugbrauta Reykjavíkurflugvalla. Fjölskyldan hafi oft þurft að nýta sér sjúkraflug þar sem hver mínúta skipti máli. Innlent 16.2.2025 21:54
Átján létust í troðningi Átján manns hafa verið úrskurðaðir látnir eftir mikinn troðning á lestarstöð í höfuðborg Indlands. Þar á meðal eru fimm börn. Erlent 16.2.2025 19:43
„Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Meirihlutaviðræður vinstri flokka í Reykjavíkurborg ganga vel að sögn oddvita Vinstri grænna. Hún er ekki sammála ummælum oddvita Sjálfstæðisflokksins að um seinagang sé að ræða. Húsnæðismálin hafa verið áberandi í viðræðunum. Innlent 16.2.2025 19:21
Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast. Rætt verður við Ragnar Þór Ingólfsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 16.2.2025 18:03
Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Tilkynning barst lögreglu fyrr í dag vegna þriggja manna í bifreið í Hafnarfirði og handléku skammbyssu. Mennirnir voru handteknir en byssan reyndist vera loftbyssa. Þeim var sleppt að lokinni skýrslutöku. Innlent 16.2.2025 17:41
Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir leiðtoga Evrópu uggandi en að samband Evrópu og Bandaríkjanna sé ekki að versna heldur breytast. Hún ræddi við fréttastofu um vendingar í alþjóðamálunum að lokinni umfangsmikilli öryggisráðstefnu í München sem hún sótti ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Innlent 16.2.2025 16:38
Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Rekstrarstjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli segir að það þurfi að vera með bjartsýnustu mönnum til að reka skíðasvæði á Íslandi en aðeins hefur verið hægt að hafa opið í Bláfjöll einn dag af sextán í mánuðinum. Innlent 16.2.2025 15:28
Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Eftir að bandarískur landamæravörður var skotinn til bana í Vermont í síðasta mánuði hefur tiltölulega fámennur hópur fólks, sem kallaður hefur verið sértrúarsöfnuður, verið bendlaður við að minnsta kosti sex morð í þremur ríkjum Bandaríkjanna. Erlent 16.2.2025 15:04
Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Oddvitar flokkanna fimm sem eiga í meirihlutaviðræðum hittust á fundi í morgun og stendur hann fram eftir degi. Á meðan tók Einar Þorsteinsson borgarstjóri fyrstu skóflustungu að nýju fjölnota íþróttahúsi KR. Innlent 16.2.2025 13:52
Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Fimmtán ára drengur var rændur af hópi sex drengja og úlpu stolið af honum skammt frá Smáralind í Kópavogi í gær. Innlent 16.2.2025 12:25
Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg, segir engan kalla eftir vinstri meirihluta í borginni. Það hafi verið mikil vonbrigði að slitnað hafi upp úr viðræðum hennar og hægri flokkanna sem hún segir gamaldagskreddutal bera ábyrgð á. Innlent 16.2.2025 12:13
Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Kjaradeila kennara og sveitarfélaga mjakast lítið sem ekkert og deiluaðilar hafa ekkert rætt saman um helgina. Bæjarstjóri Akraness segir verkföll hafa fyrst og fremst áhrif á börnin í bænum og að nú sé verið að undirbúa viðbrögð við verkfalli. Innlent 16.2.2025 11:52
Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Yfirvöld í Austurríki segja að maðurinn sem stakk fólk af handahófi í bænum Villach í gær hafi tengingar við Íslamska ríkið eða önnur hryðjuverkasamtök, sem hann mun hafa lýst yfir hollustu við fyrir árásina. Fjórtán ára drengur lét lífið og fimm aðrir voru særðir áður en árásin var stöðvuð og maðurinn handtekinn. Erlent 16.2.2025 11:35
Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Efling segir Ræstitækni brjóta gegn kjarasamningi í fjölmörgum liðum. Starfsmenn hafi engan aðgang að salerni eða aðstöðu til að matast. Búist sé við nær tvöföldum vinnuhraða en eðlilegt telst án viðeigandi launahækkunar. Innlent 16.2.2025 11:00
Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Jarðskjálfti varð í Brennisteinsfjöllum í morgun og fannst hann víða á höfuðborgarsvæðinu. Skjálftinn mældist 2,8 að stærð og upptök hans um 4,8 kílómetra suðvestur af Bláfjallaskála. Innlent 16.2.2025 09:55
Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Sprengisandur er á sínum stað klukkan 10 þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. Innlent 16.2.2025 09:31
Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist hafa sagt ráðherrum sínum að skrifa ekki undir samning við Bandaríkjamenn um að veita þeim síðarnefndu aðgang að umfangsmikilli námuvinnslu í Úkraínu. Hann segir samkomulagið eingöngu snúa að hag Bandaríkjanna. Erlent 16.2.2025 08:00
Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Lögregluþjónar höfðu í nógu að snúast í miðbænum gærkvöldi og í nótt vegna slagsmála, hávaða og annarra mála sem tengjast munu skemmtanalífinu. Í einu tilfelli var maður handtekinn eftir að hann réðst á starfsmenn og öryggisverði heilbrigðisstofnunnar. Sá var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa í nótt. Innlent 16.2.2025 07:24
Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Evrópskir ráðamenn, þar á meðal Emmanuel Macron, forseti Frakklands og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, mæta á „neyðarfund“ í næstu viku. Fundarefnið er ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að taka yfir friðarviðræður á milli Úkraínu og Rússlands. Erlent 15.2.2025 23:58
Unglingsstrákur lést í hnífaárás Fjórtán ára drengur er látinn eftir hnífaárás í Austurríki. Fimm eru særðir, þar af tveir alvarlega. Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi. Erlent 15.2.2025 22:05
Mæðgur látnar eftir árásina í München Tveggja ára stúlka og móðir hennar eru látnar eftir að bíll keyrði inn í hóp mótmælenda í München á fimmtudag. Árásarmaðurinn er afganskur hælisleitandi. Erlent 15.2.2025 20:32
„Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Forsætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands funduðu með forsætisráðherra Palestínu. Forsætisráðherra tók skýra afstöðu með Palestínu. Innlent 15.2.2025 19:41
Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Holóttir og blæðandi vegir á Vesturlandi valda því að þungatakmarkanir eru í gildi þar víða. Bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar segir lykilatriði að fyrirtæki úti á landi séu samkeppnishæf og því verði að sinna viðhaldi á vegum. Innlent 15.2.2025 18:11
Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir fjölda aðgerða til skoðunar til að bregðast við því ástandi sem uppi er komið í Breiðholtsskóla en þar lýsa foreldrar því að börn þeirra þori ekki að mæta í skólann af ótta við fámennan hóp drengja sem halda árangi í heljargreipum. Innlent 15.2.2025 17:35
Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Atvinnuvegaráðherra hefur óskað eftir því við dómsmálaráðherra að kanna möguleikann á því að Neyðarlínan tæki við tilkynningum frá almenningi í gegnum 112 þegar það verði vart við dýr í neyð og það sé Neyðarlínan sem vinni úr umræddum tilkynningum og komi boðum til lögregluyfirvalda. Innlent 15.2.2025 16:01
Kallar eftir evrópskum her Úkraínumenn munu ekki framfylgja samkomulagi sem þeir hafa enga aðkomu að. Þetta sagði Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, í ræðu á öryggisráðstefnunni í München í dag og var hann greinilega að senda Donald Trump, forseta Bandaríkjanna skilaboð. Erlent 15.2.2025 15:01
Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Skuggastríð Rússa gegn Vesturlöndum er leitt af nýju teymi njósnara hjá leyniþjónustu rússneska hersins (GRU). Þessi hópur er meðal annars talinn hafa sent eldsprengjur um borð í fragtflugvélar og reynt að ráða forstjóra stærsta hergagnaframleiðanda Evrópu af dögum, svo eitthvað sé nefnt. Erlent 15.2.2025 13:06
Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Meirihlutaviðræður í borginni ganga mjög vel að sögn oddvita Samfylkingarinnar. Hún telur allar líkur á að viðræðurnar endi á því að meirihluti verður myndaður. Litlar líkur séu á að Katrín Jakobsdóttir verði næsti borgarstjóri. Innlent 15.2.2025 12:16
Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum sínum af ástandi hreindýrastofnsins og segir það mikilvægt að komast að því hvað veldur og grípa til viðeigandi ráðstafana svo tryggja megi framtíð hreindýrastofnsins. Innlent 15.2.2025 11:55