Enski boltinn

Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni

Liverpool er með meira en tvöfalt fleiri stig en Manchester United, og leik til góða, fyrir leik liðanna á sunnudag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Arne Slot, stjóri Liverpool, segir stöðu United í deildinni hins vegar blekkjandi.

Enski boltinn

Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent

Það bendir allt til þess að hægri bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold gangi til liðs við Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd þegar samningur hans við Liverpool rennur út í sumar. Spænska félagið vill þó ekki bíða svo lengi.

Enski boltinn

Carrag­her skammar Alexander-Arn­old

Samningur Trent Alexander-Arnold hjá Liverpool rennur út í sumar og möguleg félagaskipti hans til spænska stórliðsins Real Madrid hafa verið í deiglunni um nokkurt skeið. Liverpool goðsögnin Jamie Carragher er allt annað en sáttur með framkomu Alexander-Arnold gagnvart uppeldisfélaginu.

Enski boltinn

Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns

Jhon Durán hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir slæma hegðun á hliðarlínunni eftir að hann var rekinn út af í leik Aston Villa gegn Newcastle. Durán er í þriggja leikja banni sem gæti orðið lengra.

Enski boltinn

Rooney hættur að þjálfa Guð­laug Victor

Þjálfarinn Wayne Rooney og enska félagið Plymouth Argyle hafa ákveðið að slíta samstarfinu. Hann mun því ekki þjálfa landsliðsmanninn Guðlaug Victor Pálsson áfram, eins og hann hefur gert hjá tveimur mismunandi liðum undanfarin tvö ár. 

Enski boltinn

Newcastle bætti við mar­tröð Man. Utd

Vandræði Manchester United héldu áfram í kvöld en liðið tapaði 2-0 á heimavelli gegn Newcastle, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þetta var þriðja tap Manchester United í röð í deildinni, og markatalan úr þeim leikjum er 7-0. Aston Villa og Brighton gerðu 2-2 jafntefli.

Enski boltinn

Rashford laus úr út­legð

Enski fótboltamaðurinn Marcus Rashford er kominn inn í leikmannahóp Manchester United á nýjan leik eftir að hafa verið hafður utan hóps í síðustu fjórum leikjum.

Enski boltinn

Í stormi innan vallar en vann góð­verk utan hans

Þrátt fyrir að gengi Manchester United í ensku úr­vals­deildinni hafi ekki verið upp á marga fiska síðkastið er ljóst að Rúben Amorim, knatt­spyrnu­stjóri liðsins, lætur það ekki eyði­leggja fyrir sér allan daginn. Hann gerði góð­verk og gladdi ungan stuðnings­mann félagsins á dögunum.

Enski boltinn

Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann

Cristiano Ronaldo þekkir vel til hjá Manchester United en Portúgalinn fór frá félaginu í desember 2022 og hefur spilað síðan í Sádi-Arabíu. Ronaldo segist gera sér vel grein fyrir því hvað sé vandamálið innandyra hjá United en hann notaði fiskabúr sem dæmi í útskýringum sínum á vandræðunum á Old Trafford.

Enski boltinn