Menning

Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins
Jólasýning Þjóðleikhússins í ár er Óresteia eftir ástralska verðlaunaleikstjórann Benedict Andrews, sem jafnframt fer með leikstjórn sýningarinnar. Verkið byggir á sígildum þríleik Æskílosar og er flokkað sem eitt af höfuðverkum heimsbókmenntanna.

Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð
Samkvæmt samantekt Félags íslenskra bókaútgefenda leiðir í ljós að fyrrverandi forsetafrú, Eliza Reid, er enn á toppnum með Diplómati deyr.

Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi
Það var líf og fjör á opnun sýningarinnar Auðmannsgleði í Elliðárdal á dögunum. Myndlistarmaðurinn Árni Már sýndi þar ný verk samhliða því að kynna listamannarekinn fjárfestingarsjóð. Margt var um manninn og létu margar af stjörnum landsins sig ekki vanta.

Þjóðin virðist tengja við streituna
Það hefur ekkert lát verið á vinsældum einleiksins Á rauðu ljósi, þar sem leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir blandar saman uppistandi, einleik og einlægni ásamt hugleiðingum um lífið og streituna sem fylgir því að vera manneskja. Nú fagnar Kristín Þóra 100. sýningu einleikjar síns með sérstakri hátíðarsýningu á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu í haust.

Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks
Birta Sólveig Söring Þórisdóttir mun fara með hlutverk Línu Langsokks í nýrri uppsetningu Þjóðleikhússins sem verður frumsýnd þann 13. september næstkomandi. Nú þegar hafa hátt í fimmtán þúsund miðar selst og stefnir í að allar 40 sýningarnar verði uppseldar fyrir frumsýningu.

Emilíana og Víkingur Heiðar meðal tólf tilnefndu
Emilíana Torrini og Víkingur Heiðar Ólafsson eru tilnefnd til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2025. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðinu. Úrslitin ráðast í október og fær verðlaunahafinn andvirði 5,9 milljóna króna í sinn hlut.

Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn
Hinn rússneski Júrí Grígorovitsj, einn virtasti ballettdanshöfundur heims og listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins í Moskvu til áratuga, er látinn.Hann varð 98 ára.

Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar
Ungfrú Ísland fær flestar tilnefningar til Grímunnar, eða alls níu talsins, fyrir síðasta ár. Meðal annars er hún tilnefnd sem sýning ársins og leikrit ársins. Þar á eftir koma Sýslumaður dauðans og Hringir Orfeusar og annað slúður með sjö tilnefningar en bæði Köttur á heitu blikkþaki og Innkaupapokinn eru með fimm.

Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal
Myndlistarmaðurinn Árni Már Þ. Viðarsson hefur komið víða við í listheiminum og er meðal annars eigandi Gallery Port. Hann heldur ótrauður áfram að fara nýjar leiðir og opnar sýninguna Auðmannsgleði í Elliðaárdal næstkomandi laugardag á kaffihúsinu Elliða.

Eliza Reid efst á bóksölulistanum
Félag íslenskra bókaútgefenda hefur gefið út bóksölulista fyrir aprílmánuð og það kemur eflaust einhverjum á óvarta en fyrrverandi forsetafrú trónir þar á toppi með bók sína Diplómati deyr.

Opnaði sumarið með sólríkum stæl
Margt var um manninn á sólríkri opnun einkasýningar Sigurðar Árna „Litarek“ í Ásmundarsal laugardaginn 3. maí. Á meðal gesta mátti sjá fjölbreyttan hóp listunnenda, listamanna, safnara og fólki úr menningar-og listalífi borgarinnar sem nutu sín innan um litrík og leikandi verk Sigurðar.

Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi
Svissnesk-bandaríski myndlistarmaðurinn Christian Marclay hefur komið víða að í listheiminum og þar á meðal unnið til verðlauna á virtu hátíðinni Feneyjartvíæringnum. Verk hans The Clock er af mörgum talið eitt merkasta listaverk 21. aldarinnar og er nú til sýnis á Listasafni Íslands.

Blautir búkar og pylsupartí
Margt var um manninn þegar leiksýningin Sund, eftir leikhópinn Blautir búkar, var endurfrumsýnd í Kassanum í Þjóðleikhúsinu síðastliðið föstudagskvöld. Sýningin naut mikilla vinsælda á síðasta leikári og hefur nú snúið aftur á dagskrá fram á sumar.

Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr
Mæðginin Arnhildur og Arnar hafa síðustu daga unnið hörðum höndum að því að koma upp sýningu sinni á Feneyjartvíæringnum í arkitektúr. Í sýningunni er fjallað um nýjar leiðir til að nota hraun í arkitektúr. Róttæk leið til að takast á við öfgafullar aðstæður segir Arnhildur.

„Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum
Ingiríður Halldórsdóttir, sem notar listamannsnafnið Lyfveru, veitir innsýn inn líf hins langveika í listsköpun sinni. Hún hefur glímt við sjálfsofnæmi, króníska verki og miðtaugakerfisraskanir en tekst á við það með húmor og orðaleikjum.

Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar
Íslensku myndlistarkonurnar Elísabet Olka og Högna Heiðbjört Jónsdóttir opnuðu sýninguna Montage með stæl í Kaupmannahöfn í byrjun apríl. Íslenska þemað var tekið alla leið þar sem sýningin fór fram í galleríinu Wild Horses sem er rekið af myndlistarkonunni og hönnuðinum Sigurrós Eiðsdóttur.

Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA
„Samferðamaður“ er yfirskrift sýningar sem opnuð verður á Ljósmyndasafni Reykjavíkur laugardaginn 3. maí kl. 15. Á sýningunni er farið yfir ríflega fimmtíu ára feril Gunnars V. Andréssonar fréttaljósmyndara – frá 1966 til 2017. Myndir hans voru í gegnum tíðina merktar GVA.

Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025
Arngunnur Ýr Gylfadóttir myndlistarkona er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2025.

Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar
Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Höfða nú síðdegis, á síðasta vetrardegi. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri Reykjavíkurborgar afhenti verðlaun í þremur flokkum, að því er fram kemur í tilkynningu.

Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima
Listakonan Kristín Helga Ríkharðsdóttir hefur komið víða við í hinum skapandi heimi og lærði í New York. Hún var að opna einkasýninguna Data gígar hérlendis í nýju rými Gallery Þulu sem opnaði með pomp og prakt um síðustu helgi.

Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri
Lyklaskipti fóru fram í morgun á skrifstofu leikhússtjóra Borgarleikhússins. Egill Heiðar Anton Pálsson tók við stjórn leikhússins.

Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn
„Ég er ekki að reyna að predika eða leita lausna, eingöngu að varpa fram spurningunum,“ segir myndlistarmaðurinn Heimir Björgúlfsson sem var að opna sýninguna Engar harðar tilfinningar eða No hard feelings. Heimir, sem er búsettur í Los Angeles, er að halda fyrstu einkasýningu sína hérlendis í sjö ár en blaðamaður ræddi við hann um listina og lífið í LA.

Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna
Á laugardaginn opnaði sýningin Ráðgátan um Rauðmagann og aðrar sögur um eftirlíkingar og falsanir á Listasafni Íslands með pomp og prakt. Halla Tómasdóttir forseti opnaði sýninguna og margt var um manninn.

Mario Vargas Llosa fallinn frá
Perúski rithöfundurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Mario Vargas Llosa er látinn, 89 ára að aldri. Vargas var risi í suður-amerískum bókmenntum og gaf út rúmlega fimmtíu verk á ferli sínum, sum hver sem þýdd hafa verið á íslensku.

Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði
Logi Einarsson, menningarráðherra, afhenti myndlistarfólki styrki úr Myndlistarsjóði við hátíðlega athöfn í dag, 10. apríl 2025. Alls var 38 milljónum króna úthlutað til 61 verkefnis.

Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar
„Þetta er minn hægri fótur og vinstri hönd, klárt mál, hefur veitt mér mikla ánægju, haldið fyrir mér vöku og allt þar á milli,“ segir myndlistarmaðurinn Árni Már sem hefur rekið Gallery Port frá því það var stofnað fyrir níu árum. Það má segja að Árni þekki flest allar hliðar myndlistarsenunnar hérlendis og heldur stöðugt áfram að feta ótroðnar slóðir. Blaðamaður tók púlsinn á honum.

Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu
„Í samfélagi sem ýtir okkur sífellt til að vera hraðari og afkastameiri er auðvelt að gleyma því að tíminn sjálfur breytist ekki, það er upplifunin sem sveiflast,“ segir hönnuðurinn Viktor Weisshappel sem opnar klukkusýningu á Prikinu í tilefni af Hönnunarmars. Hátíðin hefst með pompi og prakt í dag.

„Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“
„Ég er enn í dag alltaf að nota verkfæri sem pabbi minn átti. Mér finnst mjög gaman núna að tengja svona mikið við hann í því sem ég er að gera,“ segir hönnuðurinn og listakonan Salóme Hollanders. Hún hefur komið víða við í listheiminum, fengið tilnefningu til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir plötuumslag, hannað listaverkaspegla sem hafa slegið í gegn og sett upp fjölda sýninga. Blaðamaður ræddi við hana á djúpum nótum um lífið og listina.

Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu
Verkið Fjallabak var frumsýnt í Borgarleikhúsinu síðastliðið föstudagskvöld fyrir troðfullum sal gesta. Verkið byggir á samnefndri Pulitzerverðlauna smásögu Annie Proulx og síðar gerði kvikmyndaleikstjórinn Ang Lee kvikmyndina Brokeback Mountain eftir sögunni. Í pistlinum má sjá stiklu úr leikritinu.

Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak
Það var líf og fjör á frumsýningu í Borgarleikhúsinu þar sem sjóðheitar stjörnur landsins komu saman á frumsýningu Fjallabaks þar sem Björn Stefánsson og Hjörtur Jóhann Jónsson fara með hlutverk kúreka sem verða óvænt ástfangnir.