
Bíó og sjónvarp

Fyrsta sýnishornið úr kvikmyndinni Napóleonsskjölin
Lífið á Vísi frumsýnir í dag fyrsta sýnishornið úr kvikmyndinni Napóleonsskjölin. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók eftir Arnald Indriðason og verður frumsýnd í lok janúar á næsta ári.

Nágrannar fengu fjármagn og fara ekki fet
Sápuóperan Nágrannar kvaddi skjáinn fyrr á árinu eftir 37 ár í sjónvarpi. Tárin féllu þegar Nágrannarnir sögðu bless og voru aðdáendur um heim allan í öngum sínum. Þeir geta þó tekið gleði sína á ný þar sem ný þáttaröð er væntanleg.

Mikið líf í Gufunesinu þar sem True Detective og Snerting eru tekin upp
Eitt stærsta kvikmyndaver Evrópu, sem staðsett er í Gufunesinu í Reykjavík, er töluvert aðdráttarafl fyrir erlendar framleiðslur að sögn leikstjóra og eiganda þess sem segist viss um að kvikmyndaiðnaðurinn geti verið ein af stoðgreinum landsins. Gríðarlegt umfang er á svæðinu þar sem þættirnir True detective eru teknir upp.

Princess Diaries 3 staðfest: Mætir Mia Thermopolis aftur á skjáinn?
Aðdáendur Princess Diaries kvikmyndanna og bókanna geta nú glaðst. Princess Diaries 3 er í vinnslu hjá Disney.

Íslensku stjörnurnar skinu skært í Tallinn
Kvikmyndin Sumarljós og svo kemur nóttin var frumsýnd á Pöff, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tallinn um helgina og hlaut mikið lof. Elfar Aðalsteins, leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar var viðstaddur ásamt framleiðandanum Heather Millard og stórum hluta leikhópsins.

Vinur Jay Leno gæti hafa bjargað lífi hans um helgina
Bandaríski þáttastjórnandinn og grínistinn Jay Leno slasaðist alvarlega í bruna um helgina. Hann er með þriðja stigs brunasár á andliti en snör viðbrögð vinar hans sáu til þess að ekki fór verr.

Penélope boðið í Bíó Paradís
Evrópskur kvikmyndagerðamánuður hefst í kvöld en hápunktur mánaðarins eru evrópsku kvikmyndagerðaverðlaunin sem haldin verða í Hörpu í desember.

„Hann verður alltaf minn Leðurblökumaður“
Kevin Conroy, rödd Leðurblökumannsins til margra ára, er látinn 66 ára að aldri eftir baráttu við krabbamein.

Skautahöllin í bandarískum búningi fyrir True Detective
Tökur á sjónvarpsþáttaröðinni True Detective eru komnar á fullt hér á landi. HBO, framleiðandi þáttanna, hefur birt mynd úr Skautahöllinni í Reykjavík, þar sem sjá má hana í bandarískum búningi.

Íslenskar stjörnur sáu um að kynna tilnefningar evrópsku stjarnanna
Íslenskir leikarar og tónlistarfólk eru í aðalhlutverkum í myndbandi þar sem kynnt er hver eru tilnefnd í aðalflokkum Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár. Hátíðin fer sem kunnugt er fram í Hörpu þann 10. desember.

Sumarljós og svo kemur nóttin keppir á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tallinn
Kvikmyndin Sumarljós og svo kemur nóttin verður sýnd á Pöff, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tallinn. Hátíðin fer fram dagana 11. - 27. nóvember.

Rebel Wilson eignaðist barn með hjálp staðgöngumóður
Leikkonan Rebel Wilson hefur eignast sitt fyrsta barn, dóttur að nafni Royce Lillian, með hjálp staðgöngumóður.

Súperman hefði getað verið glitrandi vampíra
Súperman leikarinn Henry Cavill var fyrsta val rithöfundarins Stephanie Meyer sem hinn fullkomni Edward Cullen. Þessu greindi hún frá í bloggfærslu árið 2007 þegar hún seldi réttinn á Twilight bókunum, sem hún skrifaði.

Ný stikla: Pandóra hefur aldrei verið glæsilegri
Framleiðendur Avatar kvikmyndanna hafa nú loks birt fulla stiklu fyrir næstu myndina í seríunni. Hún heitir Way of Water og og fjallar um Jake, Neytiri, börn þeirra og baráttu íbúa Pandora gegn mönnum.

ET selst til hæstbjóðanda
Upprunalega líkanið af geimverunni E.T. sem notað var við tökur á kvikmynd Steven Spielberg E.T. The Extra-Terrestrial fer á uppboð í desember. Talið er að líkanið muni seljast á um það bil þrjár milljónir dollara, rúmar 430 milljónir íslenskra króna.

Dýrið hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs
Dýrið hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2022 sem afhent voru fyrr í kvöld. Verðlaunin eru talin ein eftirsóttustu kvikmyndaverðlaun í Evrópu.

Skjár 1 snýr aftur í formi streymisveitu
Streymisveitan Skjár 1 hefur hafið göngu sína. Hægt er að horfa á sjónvarpsmyndir, kvikmyndir og barnaefni á nýju streymisveitunni.

Tökum á Snertingu lokið í London
Tökum á kvikmyndinni Snertingu, í leikstjórn Baltasars Kormáks, lauk í London í mánuðinum. Tökur halda áfram á Íslandi í kvikmyndaveri RVK Studios í nóvember. Þaðan verður haldið til Japans eftir áramót þar sem tökum lýkur.

Cavill kveður Geralt af Riviu
Leikarinn Henry Cavill hefur sagt skilið við hlutvek sitt í Netflix þáttunum „The Witcher“ og kemur Liam Hemsworth í hans stað.

Vogum á Vatnsleysuströnd breytt í Alaska fyrir tökur á True Detective
Mikið líf hefur verið í Vogum á Vatnsleysuströnd síðustu tvo daga þar sem tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective hafa farið fram. Tökurnar kröfðust mikils undirbúnings en meðal annars þurfti að setja upp skilti sem vara við dýralífi Alaska.

Önnur þáttaröð af Svörtu söndum væntanleg: „Mörgum spurningum enn ósvarað“
„Það er búið að gefa grænt ljós á seríu tvö,“ segir Baldvin Z leikstjóri glæpaseríunnar Svörtu sanda í samtali við Vísi.

Svar við bréfi Helgu keppir á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tallinn
Kvikmyndin Svar við Bréfi Helgu eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur verður sýnd á Pöff, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tallinn, sem fer fram dagana 11-27. nóvember.

Aðalframleiðandi Schitt‘s Creek látinn
Hinn margverðlaunaði bandaríski sjónvarpsframleiðandi, Ben Feigin, lést í gær, 47 ára að aldri. Feigin var þekktastur fyrir að vera einn aðalframleiðanda þáttanna Schitt‘s Creek.

Leslie Jordan er látinn
Bandaríski leikarinn Leslie Jordan er látinn, 67 ára að aldri. Jordan lést í dag eftir bílslys í Hollywood. Hann var sjálfur að aka þegar banaslysið átti sér stað en talið er að hann hafi misst meðvitund við aksturinn og ekið á byggingu.

Henry Cavill snýr aftur sem Superman
Breski stórleikarinn Henry Cavill kemur til með að leika Clark Kent og ofurhetjuna Superman, í næstu kvikmynd um illmennið Black Adam. Cavill hefur ekki klætt sig í búninginn síðan árið 2017.

Attenborough hvetur til aðgerða til þess að bjarga megi dýralífi jarðar
Tilfinningaþrungið myndbrot úr þáttunum „Frozen Planet“ með David Attenborough hvetur fólk til þess að huga að áhrifum eigin tilveru á hlýnun jarðar og grípa í taumana áður en það verði of seint.

Leynilögga tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru rétt í þessu að tilkynna um tilnefningar í flokki gamanmynda og er íslenska kvikmyndin Leynilögga þar tilnefnd. Áður hafði komið fram að Berdreymi og Volaða land eru í forvali í kvikmyndaflokki.

Brosnan í bleiku og meiri Mamma Mia á leiðinni
Leikarinn Pierce Brosnan hristi aðeins upp í fatavalinu sínu og mætti í bleikum jakkafötum á frumsýningu myndarinnar Black Adam. Brosnan verður sjötugur á næsta ári og er greinilega með puttann á púlsinum þegar kemur að tískunni en bleikur hefur verið áberandi í tískuheiminum.

Robbie Coltrane er látinn
Leikarinn Robbie Coltrane sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Hagrid í kvikmyndunum í Harry Potter er látinn, 72 ára að aldri.

Emma Thompson hræðir börnin í nýrri Matildu
Leikkonan Emma Thompson fer með hlutverk Miss Trunchbull í kvikmyndinni Matildu og er óhætt er að segja að Thompson sé ógnvekjandi í stiklu myndarinnar sem er væntanleg á Netflix