Bíó og sjónvarp

Avengers hitta Guardians of the Galaxy: Marvel gefur út nýja stiklu um Infinity War
Kvikmyndaverið Marvel hefur gefið út stiklu þar sem tekið er viðtal við Chris Pratt, Robert Downey Jr. og Tom Holland, sem allir munu leika í Avengers: Infinty War.

Tilboðin flæða inn hjá Hildi Guðnadóttur
Hildur Guðnadóttir fékk á dögunum það hlutverk að sjá um tónlistina í framhaldi Sicario sem ber titilinn Soldado. Hún segir að tilboðin hafi streymt inn síðan hún landaði starfinu og því er nóg að gera hjá henni bæði í kvikmyndunum og sem sólótónlistarkonu.

Ein stærsta uppsetning í Eldborg frá upphafi
Í ágúst verður sett upp sérstök sýning á fyrstu mynd þríleiksins Hringadróttinssögu en stærðarinnar sinfóníuhljómsveit auk kóra mun flytja Óskarsverðlaunatónlist myndarinnar meðan á sýningu stendur en hún var samin af tónskáldinu Howard Shore.

Telja að Darcy hafi verið mjög ólíkur Colin Firth
Vísindamenn hafa afhjúpað það sem þeir segja að sé fyrsta sögulega rétta myndin af bókmenntapersónunni Fitzwilliam Darcy en hann er ein aðalsöguhetjan í einni vinsælustu ástarsögu allra tíma, Hroka og hleypidómum eftir Jane Austen.

Hera um aðalhlutverkið í nýjustu mynd Peter Jackson: „Frábært tækifæri“
Hera Hilmarsdóttir mun leika eitt af aðalkvenhlutverkunum í nýjustu mynd Peters Jackson, Mortal Engines.

Mikill meðbyr með milljarðamynd Baltasars: „Það er svolítill hiti á þessu“
Baltasar Kormákur undirbýr myndina Adrift með töffara í aðalhlutverki sem er ekki einfalt "bjútí“.

Hildur sér um tónlistina í Sicario 2
Hildur Guðnadóttir tónskáld mun sjá um tónlistina í Hollywood-myndinni Soldado, framhaldi kvikmyndarinnar Sicario sem kom út árið 2015, en um tónlistina í þeirri mynd sá Jóhann Jóhannsson. Hildur kom reyndar töluvert við sögu í þeirri hljóðrás því að hún spilaði þar á selló en hún og Jóhann hafa unnið saman um árabil.

Besti framleiðandi ársins
Anton Máni Svansson, framleiðandi kvikmyndarinnar Hjartasteins, sem hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda, hlaut á dögunum verðlaun sem besti kvikmyndaframleiðandinn á Gautaborgarhátíðinni í Svíþjóð sem þetta árið var haldin í fertugasta sinn.

Jack Nicholson mun leika í endurgerð á Toni Erdmann
Sagður mikill aðdáandi þýsku myndarinnar.

„Þetta er stórkostlegt tækifæri fyrir Heru“
Íslenska leikkonan Hera Hilmarsdóttir var að landa stóru hlutverki í nýjustu kvikmynd Peters Jackson, Mortal Engines, sem byggð er á bókum Philips Reeve. Um lykilhlutverk er að ræða sem mun eflaust skjóta henni enn hærra upp á stjörnuhimininn.

Hera Hilmarsdóttir leikur aðalhlutverk í nýrri mynd Peter Jackson
Leikkonan Hera Hilmarsdóttir mun leika aðalkvenhlutverk nýjustu myndar óskarsverðlaunahafans Peter Jackson.

The Simpsons spáðu fyrir um hálfleikssýningu Lady Gaga
Mörgum er eflaust í fersku minni hvernig spáð var fyrir um það í Simpsons-þætti að Donald Trump yrði forseti Bandaríkjanna einn daginn.

Super Bowl: Sjóræningjar, vélmenni, geimverur og John Wick
Fyrsta stiklan fyrir Pirates of the Caribbean var sýnd á Super Bowl í gær.

Stuttmynd um baráttu venjulegs fólks við sundlaugarstökkpall slær í gegn
Venjulegir Svíar að glíma við tíu metra háan stökkpall við sundlaug í fyrsta skipti vekja heimsathygli.

Enginn dansar og syngur í alvörunni
La La Land fer um þessar mundir sigurför um heiminn og kemur ansi sterk til leiks sem stóri sigurvegarinn á Óskarsverðlaunahátíðinni en hún hlaut fjórtán tilnefningar þar á meðal fyrir bestu myndina og besta leikinn. Það eru þó ekki allir á einu máli um gæði myndarinnar og söngleikja almennt.

Frank og Casper ráðast í gerð fleiri Klovn-þátta
Dönsku grínistarnir Frank Hvam og Casper Christiansen hafa ákveðið að ráðast í gerð sjöundu þáttaraðarinnar af Klovn.

Könnun: Hvernig finnst þér nýja Eddan?
Kvikmyndirnar Eiðurinn og Hjartasteinn sópuðu að sér tilnefningum. Eiðurinn hlaut alls 13 tilnefningar og Hjartasteinn 16.

Tilnefningar til Eddunnar: Hjartasteinn og Eiðurinn sópuðu að sér tilnefningum
Tilnefningar til Eddunnar fyrir árið 2017 voru kynntar í Bíó Paradís í hádeginu við hátíðlega athöfn.

Hjartasteinn með sextán tilnefningar
Kvikmyndin er tilnefnd í öllum helstu flokkum Eddunnar.

Nýr vísindatryllir segir frá bandarísku pari á Íslandi sem er eitt í heiminum
Tökur fóru fram að næturlagi sumarið 2014

Tíu áhuguverðustu íslensku kvikmyndirnar
Vefsíðan Taste of Cinema hefur sett saman list yfir tíu áhugaverðustu íslensku kvikmyndirnar í sögunni og verður að segja að listinn veki töluverða athygli.

Stjörnurnar létu Donald Trump heyra það á SAG-verðlaunahátíðinni
Óvænt í úrslit féllu að nokkru leyti í skuggann af pólitískum yfirlýsingum verðlaunahafanna sem margir fordæmdu ferðabann sem Trump hefur sett á ríkisborgara frá sjö ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta.

Þessi bardagi var upphefð sem Olli sóttist aldrei eftir
Finnski leikstjórinn Juho Kuosmanen segir í sinni fyrstu mynd sögu boxarans Olli Mäki sem varð ástfanginn þegar hann átti að vera að undirbúa sig fyrir stærsta tækifæri ferilsins.

Hvolpasveitin tekin til sýninga á ný
Það stefndi í örlagaríka stund þegar seinasti þátturinn myndi detta úr Sarpinum.

Farið yfir líkur La La Land á að slá Óskarsmetið
Talin eiga verðlaunin vís í nokkrum flokkum en samkeppnin afar hörð í öðrum.

Gengu út af „ógeðslegustu mynd allra tíma“ á Sundance: „Ég reyndi að vara fólk við“
Leikstjórinn gerir lítið úr fregnum af útgöngu áhorfenda.

Réttur á lista The Week yfir bestu glæpa- og spennuþætti ársins
Narcos, Twin Peaks og Making a murderer eru á meðal þeirra þátta sem einnig eiga sæti á listanum.

Stefnir í einn áhugaverðasta Óskar síðustu ára
Nú hafa tilnefningar til Óskarsverðlaunanna verið gerðar opinberar. Ýmislegt áhugavert og spennandi má finna á þeim lista, þó að annað sé miður skemmtilegt. Endurkoma Mels Gibson, Íslendingar hlunnfarnir, réttindabarátta svartra og fleira. Fréttablaðið fer yfir áhugaverða punkta sem má finna í tilnefningunum.

Óskarinn 2017: La La Land fékk 14 tilnefningar og jafnaði met Titanic
Kvikmyndin La La Land fékk 14 tilnefningar til Óskarsverðlauna fyrr í dag en þetta var tilkynnt í hádeginu á íslenskum tíma.

Lesið í titil næstu Star Wars-myndar: Hver er síðasti Jedi-riddarinn?
Aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna hafa skiljanlega margir reynt að lesa í titil áttunda hluta sögunnar sem gerður var opinber í gær.