Erlent Starfsmaður Trumps dró framburð sinn til baka eftir að hann skipti um lögmann Starfsmaður í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi Donalds Trump í Flórída, dró vitnisburð sinn í einu af fjórum sakamálum gegn Trump til baka. Það gerði hann eftir að hann skipti um lögmann og hefur hann bendlað Trump og tvo aðstoðarmenn hans við að reyna að hindra framgang réttvísinnar. Erlent 22.8.2023 23:09 Vilja að Úkraínumenn einbeiti sér að suðrinu Bandamenn Úkraínu telja forsvarsmenn úkraínska hersins hafa dreift of mikið úr hermönnum sínum. Úkraínumenn þurfi að einbeita sér frekar að því að sækja fram í suðurhluta Úkraínu heldur en í austri. Erlent 22.8.2023 22:30 Leita enn réttlætis áratug eftir efnavopnaárás Assads Íbúar í Ghouta, úthverfi Damaskusar, eru gramir yfir því að enginn hafi verið látinn sæta ábyrgð á efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins sem varð á annað þúsund manns að bana árið 2013. Þvert á móti sé Bashar al-Assad, forseti, aftur boðinn velkominn í alþjóðasamfélagið. Erlent 22.8.2023 21:01 Sagði lögregluþjónum að hunskast út degi áður en hún lést Hin 98 ára gamla Joan Meyer var verulega ósátt við lögregluþjóna sem framkvæmdu húsleit heima hjá henni og syni hennar fyrr í mánuðinum. Myndband úr öryggismyndavél sýnir að Meyer var í uppnámi þegar lögregluþjónarnir réðust til atlögu og krafðist hún þess á einum tímapunkti að lögregluþjónarnir hunskuðu sér út en hún lést degi síðar. Erlent 22.8.2023 19:26 Börnum bjargað úr kláfi sem festist í þrjú hundruð metra hæð Pakistanskir sérsveitarhermenn og aðrir björgunaraðilar hafa bjargað sex börnum og tveimur kennurum úr kláfi sem hangir í um þrjú hundruð metra hæð. Fólkið festist í kláfinum þegar einn kaplanna sem heldur honum uppi slitnaði en hermennirnir björguðu þeim úr þyrlu í mjög erfiðri björgunaraðgerð. Erlent 22.8.2023 18:27 Átján lík fundist eftir skógareldana í Grikklandi Lík átján manna hafa fundist í skóglendi í norðurhluta Grikklands á síðustu fjórum dögum þar sem skógareldar hafa geisað síðustu daga. Erlent 22.8.2023 12:56 Blákrabbinn ógnar afkomu þúsunda einstaklinga og fyrirtækja Blákrabbi ógnar nú afkomu þúsunda fyrirtækja og einstaklinga sem hafa atvinnu sína og lífsviðurværi af skelfisk undan ströndum norður Ítalíu. Krabbinn sem á heimkynni við strendur norður- og suður Ameríku er sagður ógna stöðu Ítalíu sem eins helsta skelfiskframleiðanda heims og skaðinn sem hann er þegar talinn hafa valdið er sagður nema um 100 milljónum evra. Erlent 22.8.2023 12:27 Fasteignamógúll nýr forsætisráðherra Taílands Bundinn var enda á upplausnarástand sem ríkt hefur í taílenskum stjórnmálum frá þingkosningum í maí þegar ný ríkisstjórn undir forsæti Srettha Thavisin, þekkts fasteignamógúls, var staðfest í dag. Flokknum sem fékk flest atkvæði í kosningunum var haldið frá ríkisstjórn. Erlent 22.8.2023 12:03 Breyta fæðingarstað Hitlers í lögreglustöð Innanríkisráðuneyti Austurríkis hefur tilkynnt að til standi að breyta húsinu þar sem Adolf Hitler fæddist í lögreglustöð. Gagnrýnendur hafa sagt einræðisherrann hafa dreymt um að fæðingarstaðnum yrði breytt í stjórnsýsluhús og yfirvöld séu því að uppfylla óskir hans. Erlent 22.8.2023 11:05 Átta af hverjum þúsund innrituðum töskum týndist árið 2022 Tuttugu og sex milljónir taska eða annars konar farangur týndist hjá flugfélögunum árið 2022. Þetta jafngildir átta töskum af hverjum þúsund innrituðum töskum. Erlent 22.8.2023 10:36 Rekja gróðureldana á Tenerife til vísvitandi íkveikju Lögreglan á Tenerife telur að vísvitandi íkveikja hafi komið stjórnlausum gróðureldum sem geisa enn á eyjunni af stað. Þúsundir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín og dvalarstaði vegna eldanna. Erlent 22.8.2023 08:43 Mæðrum haldið föngnum ef þær geta ekki borgað sjúkrahúsreikninginn Mannréttindasamtök og aðgerðasinnar í Úganda vonast til þess að dómsmál sem tekið verður fyrir nú í ágúst verði til þess að binda enda á það verklag sjúkrahúsa að halda einstaklingum föngum sem ekki hafa gert upp reikninginn vegna dvalar sinnar. Erlent 22.8.2023 08:16 Elleman-Jensen og Lund Poulsen hafa stólaskipti Jakob Ellemann Jensen, leiðtogi danska stjórnarflokksins Venstre, verður nýr ráðherra efnahagsmála í dönsku ríkisstjórninni og Troels Lund Poulsen, samflokksmaður hans, verður nýr varnarmálaráðherra. Erlent 22.8.2023 07:36 Sneri aftur eftir fimmtán ára útlegð og fór beint í steininn Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, sneri aftur til landsins eftir að hafa varið síðustu fimmtán árum í sjálfskipaðri útlegð. Eftir að hafa verið fagnað sem þjóðhetju á flugvelli við komu var hann færður í hæstarétt Taílands þar sem hann var dæmdur í átta ára fangelsi. Erlent 22.8.2023 07:29 Fimm látnir eftir bílslys í Svíþjóð Fimm létust þegar vörubíll og fólksbíll rákust saman á vegi milli Falköping og Skara í Svíþjóð í gær. Fólksbíllinn varð alelda eftir áreksturinn en allir fimm sem létust voru í honum. Erlent 22.8.2023 07:23 Hleypa geislavirku vatni út í sjó Japanir munu byrja að hleypa vatni úr Fukushima-kjarnorkuverinu út í sjó á fimmtudag. Vatnið var notað til þess að kæla kjarnaofna versins þegar þeir bráðnuðu eftir gríðarlegan jarðskjálfta árið 2011. Erlent 22.8.2023 06:58 Hilary lék Kaliforníu grátt Óveðrið Hilary sem skall á Kaliforníu og Mexíkó í morgun lék svæðið grátt. Gífurleg rigning fylgdi óveðrinu sem leiddi til flóða og aurskriða. Hilary stefnir nú til norðurs en þrátt fyrir að óveðið hafi misst mikinn kraft er enn óttast að því geti fylgt hættuleg og mannskæð flóð. Erlent 21.8.2023 23:50 Segja klasasprengjurnar nýtast vel gegn Rússum Úkraínskir hermenn segja klasasprengjur hafa nýst vel gegn Rússum á undanförnum vikum. Þær nýtist sérstaklega vel til að stöðva árásir Rússa í austurhluta landsins, á meðan Úkraínumenn reyna að sækja fram í suðri. Erlent 21.8.2023 22:07 Gert að greiða tuttugu og sex milljónir króna í tryggingu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun þurfa að greiða tvö hundruð þúsund dali í tryggingu til að komast hjá því að sitja í fangelsi vegna ákæra gegn honum í Fulton-sýslu í Georgíu. Hann var ákærður í Georgíu í síðustu viku vegna tilrauna hans til að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu en það var í fjórða sinn á þessu ári sem Trump var ákærður. Erlent 21.8.2023 20:38 Daníel grunaður um að hafa stungið kærustu sína til bana með ísnál Réttarhöld í máli Daníels Gunnarssonar hófust í Kaliforníu í seinustu viku. Íslendingurinn er ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu og limlestingu á líki. Hann er grunaður um að hafa orðið fyrrum bekkjarsystur sinni, hinni 21 árs gömlu Katie Pham, að bana á hrottalegan hátt. Vikurnar fyrir morðið höfðu þau átt í stuttu ástarsambandi. Erlent 21.8.2023 16:29 Fleiri hundraða enn saknað eftir gróðureldana á Maui Sveitarstjóri á Maui á Havaíeyjum segir að 850 manns sé enn saknað eftir gróðureldana sem ollu hörmungum á eyjunni í síðustu viku. Joe Biden Bandaríkjaforseti og eingkona hans ætla að kynna sér hamfarasvæðið í dag. Erlent 21.8.2023 15:32 Húsleit gerð hjá stuðningsfólki Rússa vegna stríðsvopna Þýskir saksóknarar greindu frá því að þeir hefðu gert húsleit hjá pari sem hefur staðið fyrir mótmælum gegn stuðningi þýskra stjórnvalda við Úkraínu í dag. Rannsóknin á parinu er sögð snúast um brot á lögum um framleiðslu og flutnings á stríðsvopnum. Erlent 21.8.2023 14:55 Bananaerfingi og bandamaður spillts forseta í aðra umferð Allt stefnir í að kosið verði á milli vinstrisinna og erfingja bananaveldis í annarri umferð forsetakosninga í Ekvador eftir að engum frambjóðanda tókst að tryggja sér hreinan meirihluta í kosningunum þar í gær. Erlent 21.8.2023 14:05 Mun aldrei sleppa úr fangelsi Dómari í Bretlandi dæmdi í morgun hjúkrunarfræðinginn Lucy Letby í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa banað sjö börnum og reynt að bana sex til viðbótar á barnadeild sjúkahúss í Chester á árunum 2015 og 2016. Erlent 21.8.2023 12:15 Um 300 tilvik á tólf mánuðum þar sem árekstri var naumlega forðað Rannsókn New York Times hefur leitt í ljós að í hverri viku eiga sér stað nokkur tilvik þar sem flugvélar lenda næstum í árekstrum nærri eða á flugvöllum í Bandaríkjunum. Fjörtíu og sex slík atvik áttu sér stað í júlí og um 300 á síðustu tólf mánuðum. Erlent 21.8.2023 11:48 Herinn sendur til Bresku Kólumbíu vegna gróðurelda Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagðist ætla að senda herinn til þess að aðstoða við baráttuna gegn miklum gróðureldum sem geisa í Bresku Kólumbíu. Neyðarástandi var lýst yfir í fylkinu og fleiri en 35.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Erlent 21.8.2023 11:44 Hilary dynur á Kaliforníu með metúrkomu Meira en ársúrkoma er þegar fallin á sumum stöðum þar sem hitabeltislægðin Hilary fer yfir í sunnanverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum. Neyðarástandi var lýst yfir á svæðinu en mikil hætta er talin á lífshættilegum skyndiflóðum og aurskriðum. Erlent 21.8.2023 10:32 Skrúfa fyrir flugumferð eftir drónaárásir Minnst tveir særðust þegar flak úkraínsks dróna, sem Rússar grönduðu, hrapaði á hús í úthverfi Moskvu í nótt. Þá segja Rússar minnst sjö hafa særst í drónaárás á lestarstöð í Kúrsk í gær. Erlent 21.8.2023 09:42 Saka Sáda um að skjóta hundruð manna á landamærunum Mannréttindasamtök halda því fram að landamæraverðir í Sádi-Arabíu hafi drepið hundruð óvopnaðra eþíópískra farandverkamanna með vélbyssum og sprengjuvörpum á landamærunum að Jemen undanfarin ár. Sameinuðu þjóðirnar hafa gengið á Sáda vegna frétta af slíkum árásum. Erlent 21.8.2023 09:24 Reyna að leggja stein í götu nýkjörins forseta Gvatemala Bernardo Arévalo, frjálslyndur utangarðsmaður í stjórnmálum, fór með afgerandi sigur af hólmi i forsetakosningum í Gvatemala í gær. Óljóst er þó hvort að Arévalo fái að taka við embættinu þar sem ríkissaksóknari landsins reynir nú að lýsa stjórnmálaflokk hans ólöglegan. Erlent 21.8.2023 08:50 « ‹ 121 122 123 124 125 126 127 128 129 … 334 ›
Starfsmaður Trumps dró framburð sinn til baka eftir að hann skipti um lögmann Starfsmaður í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi Donalds Trump í Flórída, dró vitnisburð sinn í einu af fjórum sakamálum gegn Trump til baka. Það gerði hann eftir að hann skipti um lögmann og hefur hann bendlað Trump og tvo aðstoðarmenn hans við að reyna að hindra framgang réttvísinnar. Erlent 22.8.2023 23:09
Vilja að Úkraínumenn einbeiti sér að suðrinu Bandamenn Úkraínu telja forsvarsmenn úkraínska hersins hafa dreift of mikið úr hermönnum sínum. Úkraínumenn þurfi að einbeita sér frekar að því að sækja fram í suðurhluta Úkraínu heldur en í austri. Erlent 22.8.2023 22:30
Leita enn réttlætis áratug eftir efnavopnaárás Assads Íbúar í Ghouta, úthverfi Damaskusar, eru gramir yfir því að enginn hafi verið látinn sæta ábyrgð á efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins sem varð á annað þúsund manns að bana árið 2013. Þvert á móti sé Bashar al-Assad, forseti, aftur boðinn velkominn í alþjóðasamfélagið. Erlent 22.8.2023 21:01
Sagði lögregluþjónum að hunskast út degi áður en hún lést Hin 98 ára gamla Joan Meyer var verulega ósátt við lögregluþjóna sem framkvæmdu húsleit heima hjá henni og syni hennar fyrr í mánuðinum. Myndband úr öryggismyndavél sýnir að Meyer var í uppnámi þegar lögregluþjónarnir réðust til atlögu og krafðist hún þess á einum tímapunkti að lögregluþjónarnir hunskuðu sér út en hún lést degi síðar. Erlent 22.8.2023 19:26
Börnum bjargað úr kláfi sem festist í þrjú hundruð metra hæð Pakistanskir sérsveitarhermenn og aðrir björgunaraðilar hafa bjargað sex börnum og tveimur kennurum úr kláfi sem hangir í um þrjú hundruð metra hæð. Fólkið festist í kláfinum þegar einn kaplanna sem heldur honum uppi slitnaði en hermennirnir björguðu þeim úr þyrlu í mjög erfiðri björgunaraðgerð. Erlent 22.8.2023 18:27
Átján lík fundist eftir skógareldana í Grikklandi Lík átján manna hafa fundist í skóglendi í norðurhluta Grikklands á síðustu fjórum dögum þar sem skógareldar hafa geisað síðustu daga. Erlent 22.8.2023 12:56
Blákrabbinn ógnar afkomu þúsunda einstaklinga og fyrirtækja Blákrabbi ógnar nú afkomu þúsunda fyrirtækja og einstaklinga sem hafa atvinnu sína og lífsviðurværi af skelfisk undan ströndum norður Ítalíu. Krabbinn sem á heimkynni við strendur norður- og suður Ameríku er sagður ógna stöðu Ítalíu sem eins helsta skelfiskframleiðanda heims og skaðinn sem hann er þegar talinn hafa valdið er sagður nema um 100 milljónum evra. Erlent 22.8.2023 12:27
Fasteignamógúll nýr forsætisráðherra Taílands Bundinn var enda á upplausnarástand sem ríkt hefur í taílenskum stjórnmálum frá þingkosningum í maí þegar ný ríkisstjórn undir forsæti Srettha Thavisin, þekkts fasteignamógúls, var staðfest í dag. Flokknum sem fékk flest atkvæði í kosningunum var haldið frá ríkisstjórn. Erlent 22.8.2023 12:03
Breyta fæðingarstað Hitlers í lögreglustöð Innanríkisráðuneyti Austurríkis hefur tilkynnt að til standi að breyta húsinu þar sem Adolf Hitler fæddist í lögreglustöð. Gagnrýnendur hafa sagt einræðisherrann hafa dreymt um að fæðingarstaðnum yrði breytt í stjórnsýsluhús og yfirvöld séu því að uppfylla óskir hans. Erlent 22.8.2023 11:05
Átta af hverjum þúsund innrituðum töskum týndist árið 2022 Tuttugu og sex milljónir taska eða annars konar farangur týndist hjá flugfélögunum árið 2022. Þetta jafngildir átta töskum af hverjum þúsund innrituðum töskum. Erlent 22.8.2023 10:36
Rekja gróðureldana á Tenerife til vísvitandi íkveikju Lögreglan á Tenerife telur að vísvitandi íkveikja hafi komið stjórnlausum gróðureldum sem geisa enn á eyjunni af stað. Þúsundir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín og dvalarstaði vegna eldanna. Erlent 22.8.2023 08:43
Mæðrum haldið föngnum ef þær geta ekki borgað sjúkrahúsreikninginn Mannréttindasamtök og aðgerðasinnar í Úganda vonast til þess að dómsmál sem tekið verður fyrir nú í ágúst verði til þess að binda enda á það verklag sjúkrahúsa að halda einstaklingum föngum sem ekki hafa gert upp reikninginn vegna dvalar sinnar. Erlent 22.8.2023 08:16
Elleman-Jensen og Lund Poulsen hafa stólaskipti Jakob Ellemann Jensen, leiðtogi danska stjórnarflokksins Venstre, verður nýr ráðherra efnahagsmála í dönsku ríkisstjórninni og Troels Lund Poulsen, samflokksmaður hans, verður nýr varnarmálaráðherra. Erlent 22.8.2023 07:36
Sneri aftur eftir fimmtán ára útlegð og fór beint í steininn Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, sneri aftur til landsins eftir að hafa varið síðustu fimmtán árum í sjálfskipaðri útlegð. Eftir að hafa verið fagnað sem þjóðhetju á flugvelli við komu var hann færður í hæstarétt Taílands þar sem hann var dæmdur í átta ára fangelsi. Erlent 22.8.2023 07:29
Fimm látnir eftir bílslys í Svíþjóð Fimm létust þegar vörubíll og fólksbíll rákust saman á vegi milli Falköping og Skara í Svíþjóð í gær. Fólksbíllinn varð alelda eftir áreksturinn en allir fimm sem létust voru í honum. Erlent 22.8.2023 07:23
Hleypa geislavirku vatni út í sjó Japanir munu byrja að hleypa vatni úr Fukushima-kjarnorkuverinu út í sjó á fimmtudag. Vatnið var notað til þess að kæla kjarnaofna versins þegar þeir bráðnuðu eftir gríðarlegan jarðskjálfta árið 2011. Erlent 22.8.2023 06:58
Hilary lék Kaliforníu grátt Óveðrið Hilary sem skall á Kaliforníu og Mexíkó í morgun lék svæðið grátt. Gífurleg rigning fylgdi óveðrinu sem leiddi til flóða og aurskriða. Hilary stefnir nú til norðurs en þrátt fyrir að óveðið hafi misst mikinn kraft er enn óttast að því geti fylgt hættuleg og mannskæð flóð. Erlent 21.8.2023 23:50
Segja klasasprengjurnar nýtast vel gegn Rússum Úkraínskir hermenn segja klasasprengjur hafa nýst vel gegn Rússum á undanförnum vikum. Þær nýtist sérstaklega vel til að stöðva árásir Rússa í austurhluta landsins, á meðan Úkraínumenn reyna að sækja fram í suðri. Erlent 21.8.2023 22:07
Gert að greiða tuttugu og sex milljónir króna í tryggingu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun þurfa að greiða tvö hundruð þúsund dali í tryggingu til að komast hjá því að sitja í fangelsi vegna ákæra gegn honum í Fulton-sýslu í Georgíu. Hann var ákærður í Georgíu í síðustu viku vegna tilrauna hans til að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu en það var í fjórða sinn á þessu ári sem Trump var ákærður. Erlent 21.8.2023 20:38
Daníel grunaður um að hafa stungið kærustu sína til bana með ísnál Réttarhöld í máli Daníels Gunnarssonar hófust í Kaliforníu í seinustu viku. Íslendingurinn er ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu og limlestingu á líki. Hann er grunaður um að hafa orðið fyrrum bekkjarsystur sinni, hinni 21 árs gömlu Katie Pham, að bana á hrottalegan hátt. Vikurnar fyrir morðið höfðu þau átt í stuttu ástarsambandi. Erlent 21.8.2023 16:29
Fleiri hundraða enn saknað eftir gróðureldana á Maui Sveitarstjóri á Maui á Havaíeyjum segir að 850 manns sé enn saknað eftir gróðureldana sem ollu hörmungum á eyjunni í síðustu viku. Joe Biden Bandaríkjaforseti og eingkona hans ætla að kynna sér hamfarasvæðið í dag. Erlent 21.8.2023 15:32
Húsleit gerð hjá stuðningsfólki Rússa vegna stríðsvopna Þýskir saksóknarar greindu frá því að þeir hefðu gert húsleit hjá pari sem hefur staðið fyrir mótmælum gegn stuðningi þýskra stjórnvalda við Úkraínu í dag. Rannsóknin á parinu er sögð snúast um brot á lögum um framleiðslu og flutnings á stríðsvopnum. Erlent 21.8.2023 14:55
Bananaerfingi og bandamaður spillts forseta í aðra umferð Allt stefnir í að kosið verði á milli vinstrisinna og erfingja bananaveldis í annarri umferð forsetakosninga í Ekvador eftir að engum frambjóðanda tókst að tryggja sér hreinan meirihluta í kosningunum þar í gær. Erlent 21.8.2023 14:05
Mun aldrei sleppa úr fangelsi Dómari í Bretlandi dæmdi í morgun hjúkrunarfræðinginn Lucy Letby í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa banað sjö börnum og reynt að bana sex til viðbótar á barnadeild sjúkahúss í Chester á árunum 2015 og 2016. Erlent 21.8.2023 12:15
Um 300 tilvik á tólf mánuðum þar sem árekstri var naumlega forðað Rannsókn New York Times hefur leitt í ljós að í hverri viku eiga sér stað nokkur tilvik þar sem flugvélar lenda næstum í árekstrum nærri eða á flugvöllum í Bandaríkjunum. Fjörtíu og sex slík atvik áttu sér stað í júlí og um 300 á síðustu tólf mánuðum. Erlent 21.8.2023 11:48
Herinn sendur til Bresku Kólumbíu vegna gróðurelda Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagðist ætla að senda herinn til þess að aðstoða við baráttuna gegn miklum gróðureldum sem geisa í Bresku Kólumbíu. Neyðarástandi var lýst yfir í fylkinu og fleiri en 35.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Erlent 21.8.2023 11:44
Hilary dynur á Kaliforníu með metúrkomu Meira en ársúrkoma er þegar fallin á sumum stöðum þar sem hitabeltislægðin Hilary fer yfir í sunnanverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum. Neyðarástandi var lýst yfir á svæðinu en mikil hætta er talin á lífshættilegum skyndiflóðum og aurskriðum. Erlent 21.8.2023 10:32
Skrúfa fyrir flugumferð eftir drónaárásir Minnst tveir særðust þegar flak úkraínsks dróna, sem Rússar grönduðu, hrapaði á hús í úthverfi Moskvu í nótt. Þá segja Rússar minnst sjö hafa særst í drónaárás á lestarstöð í Kúrsk í gær. Erlent 21.8.2023 09:42
Saka Sáda um að skjóta hundruð manna á landamærunum Mannréttindasamtök halda því fram að landamæraverðir í Sádi-Arabíu hafi drepið hundruð óvopnaðra eþíópískra farandverkamanna með vélbyssum og sprengjuvörpum á landamærunum að Jemen undanfarin ár. Sameinuðu þjóðirnar hafa gengið á Sáda vegna frétta af slíkum árásum. Erlent 21.8.2023 09:24
Reyna að leggja stein í götu nýkjörins forseta Gvatemala Bernardo Arévalo, frjálslyndur utangarðsmaður í stjórnmálum, fór með afgerandi sigur af hólmi i forsetakosningum í Gvatemala í gær. Óljóst er þó hvort að Arévalo fái að taka við embættinu þar sem ríkissaksóknari landsins reynir nú að lýsa stjórnmálaflokk hans ólöglegan. Erlent 21.8.2023 08:50