Erlent

Mikil vandræði við hættulega þjálfun „sela“

Leiðtogar þjálfunarbúða svokallaðra sela, sérsveitarmanna sjóhers Bandaríkjanna, (e. Navy Seals) hafa haldið illa á spöðunum undanfarin ár. Lítið er fylgst með þjálfurum, sem hafa gert þjálfunina mun erfiðari á undanförnum árum svo brottfall og notkun ólöglegra lyfja hefur aukist til muna.

Erlent

Bretar viður­kenna Holodomor sem þjóðar­morð

Neðri deild breska þingsins hefur samþykkt tillögu þess efnis að Holodomor verði viðurkennt sem þjóðarmorð. Allt að fimm milljónir Úkraínumanna sultu til bana á fjórða áratugnum vegna gjörða sovéska ríkisins.

Erlent

Stofnandi Oath Keepers dæmdur í átján ára fangelsi

Stewart Rhodes, stofnandi öfgasamtakanna Oath Keepers í Bandaríkjunum, var í gær dæmdur til átján ára fangelsisvistar vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar 2021. Þetta er lengsti fangelsisdómur sem veittur hefur verið vegna árásarinnar.

Erlent

Opnaði dyr farþegaþotu á flugi

Lögreglan í Suður-Kóreu handtók mann í morgun sem hafði opnað dyr farþegaþotu þegar vélin var að koma inn til lendingar á Daegu alþjóðaflugvellinum.

Erlent

Hætta leitinni í Portúgal

Leitinni að líkamsleifum Madeileine McCann við uppistöðulón í Portúgal er lokið. Lögregluþjónar og aðrir opinberir starfsmenn eru að pakka saman við lónið sem er í um fimmtíu kílómetra fjarlægð frá Praia da Luz, þar sem McCann hvarf árið 2007.

Erlent

„DeSa­ster“ er DeSantis hóf kosninga­bar­áttu sína

Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, opinberaði í gær það sem allir vissu, að hann ætlaði að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninga í Bandaríkjunum á næsta ári. DeSantis birti myndband þar sem hann kvartaði yfir ástandinu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og glæpatíðni í borgum, svo eitthvað sé nefnt.

Erlent

Óðagot þegar alelda hús hrundi

Þúsundir íbúa Sydney horfðu á sjö hæða sögufræga byggingu í viðskiptahverfi borgarinnar verða eldhafi að bráð í dag. Eldurinn kviknaði um fjögur leytið að degi til (að staðartíma) og varð fljótt alelda.

Erlent

DeSantis stað­festir for­seta­fram­boð sitt

Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur lýst formlega yfir framboði sínu til forseta Bandaríkjanna. DeSantis hefur sagst vera sá eini í forvali Repúblikana sem eigi möguleika á að skáka Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í komandi kosningum.

Erlent

Herð­a lög um þung­un­ar­rof í enn einu rík­in­u

Öldungadeildarþingmenn í ríkisþingi Suður-Karólínu samþykktu í gær að banna þungunarrof eftir sex vikna meðgöngu. Fæstar konur vita að þær eru þungaðar innan sex vikna og er í raun verið að alfarið banna þungungarof í ríkinu en Repúblikanar hafa gripið til sambærilegra aðgerða víða um Bandaríkin.

Erlent

Fimm­tán ára danskar stúlkur ráði sjálfar þungunar­rofi

Danska ríkisstjórnin hyggst lækka lágmarksaldur stúlkna sem geta gengist undir þungunarrof án samþykkis foreldra. Núgildandi lög kveða á um að stúlkur yngri en átján ára þurfi samþykki foreldra, en breytingin fæli í sér að sá aldur yrði lækkaður í fimmtán.

Erlent

Aldraða konan sem var skotin með rafbyssu er látin

Eldri áströlsk kona sem skotin var með rafbyssu á dögunum er látin. Lögregluþjónn hefur verið ákærður fyrir að skjóta hina 95 ára gömlu Clare Nowland með rafbyssu þegar hún nálgaðist hann hægt á göngugrind en með hníf í hendi.

Erlent

Seg­ir notk­un sam­fé­lags­miðl­a geta skað­að börn

Vivek H. Murthy, landlæknir Bandaríkjanna, segir samfélagsmiðlanotkun geta skaðað börn. Of mikil notkun samfélagsmiðla leiði til meiri hættu á geðrænum vandamálum seinna á lífsleiðinni. Þetta kom fram í áliti sem Murthy birti í gær þar sem hann segir að gögn skorti til að segja samfélagsmiðlanotkun nægilega örugga fyrir börn og táninga.

Erlent

Frakkar banna stutt flug

Frakkland hefur nú bannað stutt innanlandsflug ef sambærileg lestarferð er til staðar. Þetta er gert til að sporna við losun kolefnis þar sem lestarferðirnar eru töluvert umhverfisvænni. Það eru þó ekki jafn margar flugleiðir sem verða fyrir barði bannsins og upphaflega var gert ráð fyrir.

Erlent

Hyggst til­kynna fram­boðið á morgun með Elon Musk

Ron DeSantis, ríkis­stjóri Flórída, hyggst lýsa form­lega yfir for­seta­fram­boði sínu á morgun. Hann hyggst gera það á­samt milljóna­mæringnum Elon Musk á staf­rænum vett­vangi á sam­fé­lags­miðlinum Twitter, í eigu milljóna­mæringsins.

Erlent