Erlent

Lögðu hald á stærstu snekkju heims

Lögreglan í Þýskalandi hefur lagt hald á stærstu snekkju heims eftir að umfangsmikil rannsókn leiddi í ljós að hún væri í eigu systur ólígarkans Alisher Usmanov. Snekkjan, sem ber heitið Dilbar, er metin á 600 milljónir dollara.

Erlent

Hefja rann­sókn eftir að lög­reglu­maður skaut svartan mann til bana

Lögreglan í Michigan-ríki í Bandaríkjunum rannsakar nú mál hvíts lögreglumanns sem skaut hinn 26 ára Patrick Lyoya, sem var svartur, til bana. Myndbönd sýna átök milli Lyoya og ónefnds lögreglumanns vegna rafbyssu, sem enduðu með því að lögreglumaðurinn skaut Lyoya. Mótmælendur krefjast þess að lögreglumaðurinn verði nafngreindur.

Erlent

Finnar og Svíar færast nær NATO-aðild

Forsætisráðherrar Finnlands og Svíþjóðar segja báðir að öryggislandslag Evrópu hafi tekið grundvallarbreytingum með innrás Rússa í Úkraínu. Það geti leitt til þessa að bæði ríki sæki um aðild að NATO, Atlantshafsbandalaginu.

Erlent

Saka hvort annað um lygar og ofbeldi

Lögmenn Johnny Depp sögðu Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu hans, vera lygara sem væri heltekin af ímynd sinni. Það gerðu þeir við upphaf réttarhalda í máli þar sem hann hefur sakað hana um að ljúga upp á sig ofbeldi.

Erlent

Skotárás í lestarstöð í New York

Lögreglan í New York leitar manns sem sagður er hafa skotið fjölda fólks í lestarstöð í borginni á háannatíma í dag. Fregnir hafa einnig borist af sprengingu og að því að ósprungnar sprengjur hafi fundist á vettvangi.

Erlent

Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. 

Erlent

„Slátrarinn í Sýrlandi“ tekur við stjórn hersins í Úkraínu

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað nýjan herforingja til að taka yfir stjórn innrásarinnar í Úkraínu. Sá heitir Aleksandr Dvornikov en er gjarnan kallaður „Slátrarinn í Sýrlandi“. Herforinginn tók við stjórn innrásarinnar um helgina en hingað til hefur enginn einn herforingi haldið utan um hernaðaraðgerðir Rússa.

Erlent

25 látnir á Filipps­eyjum vegna hita­beltis­stormsins Megi

Að minnsta kosti 25 eru látnir á Filippseyjum eftir að hitabeltisstormurinn Megi gekk yfir landið. Mesta tjónið hefur orðið í flóðum og aurskriðum og eru björgunarsveitir enn að störfum við að bjarga fólki sem hefur orðið innlyksa á austur- og suðurströndum eyjaklasans.

Erlent

Segja Rússa beita efna­vopnum í Maríu­pol

Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússaher um að notast við efnavopn við Maríupol, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist með málinu en hefur ekki viljað staðfesta fregnir af árásinni.

Erlent

Rýnt í stöðuna: Vopnakapphlaup í austri

Rússar vinna enn hörðum höndum að því að koma liðsauka til hersveita í austurhluta Úkraínu. Markmið þeirra er að ná fullum tökum á og halda Donbas-héraði en miklar efasemdir eru uppi um það hvort Rússar geti það yfir höfuð.

Erlent

„Þreytt og þreklaus“ eftir Covid

Elísabet Bretadrottning segist þreytt og þreklaus eftir að hún smitaðist af Covid-19 í febrúar. Drottningin, sem verður 96 ára gömul í þessum mánuði, sýndi væg einkenni og hafði þeim verið líkt við flensu.

Erlent

Boðar til kosninga í maí

Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur boðað til þingkosninga í landinu þann 21. maí næstkomandi. Ríkisstjórnarflokkarnir eru nú samtals með 76 þingmenn sem er lágmarksfjöldi þingmanna til að verja ríkisstjórn falli.

Erlent

Frakkar kjósa milli Macrons og Le Pen

Emmanuel Macron, sitjandi forseti, vann fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi. Marine Le Pen er í öðru sæti en þau komust bæði áfram í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna árið 2017. Kosið verður milli þeirra tveggja þann 24. apríl næstkomandi. 

Erlent

Vaktin: „Sann­leikurinn mun sigra“

Ríkissaksóknari Úkraínu segir að rúmlega tólf hundruð lík hafi fundist í nágrenni við Kænugarð eftir að Rússar drógu herlið sitt til baka. Þá eru Rússar grunaðir um að hafa framið rúmlega 5.600 stríðsglæpi í Úkraínu frá því að innrásin hófst. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í dag og í kvöld.

Erlent

Hreinsuðu 190 tonn af rusli upp úr sjónum

Spænskir sjómenn hreinsuðu 190 tonn af rusli upp úr sjónum í veiðiferðum sínum á síðasta ári. Spænsk ferðaþjónusta virðist ætla að rétta mjög hratt úr kútnum eftir Covid19-farsóttina.

Erlent

Frakkar færast nær því að velja sér forseta

Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram í dag. Búist er við því að Emmanuel Macron, sitjandi forseti, og Marine Le Pen, verði efstu tveir frambjóðendurnir og mætist því í seinni umferð kosninganna, líkt og þau gerðu árið 2017.

Erlent