Ákæran felld niður og Roiland gagnrýnir slaufunarmenningu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. mars 2023 21:44 Justin Roiland tjáði sig um málið á Twitter og fagnaði réttlætinu. Getty/Boddi Ákæra á hendur Justin Roilands, sem er maðurinn á bak við þættina Rick and Morty, hefur verið felld niður. Roiland var nýverið ákærður fyrir heimilisofbeldi. Talsmaður héraðssaksóknara í Orange County í Kaliforníu í Bandaríkjunum segir að ákæran hafi verið látin niður falla vegna skorts á sönnunargögnum. AP fréttaveitan greinir frá. Konan sem var áður í sambandi með Roiland kærði hann árið 2020 fyrir meint heimilisofbeldi. Hann var handtekinn í ágúst sama ár en sleppt gegn tryggingu. Konan fékk nálgunarbann á hendur honum, en hann hefur ávallt neitað ásökununum. Málið velktist innan dómskerfisins í nokkurn tíma og var hann formlega ákærður í janúar á þessu ári. Flestöll fyrirtæki, þar á meðal Adult Swim sem framleiddi Rick and Morty þættina, ráku Roiland í kjölfar ákærunnar. Streymisveitan Hulu gerði slíkt hið sama en Roiland vann að gerð tveggja þátta, Solar Opposites og Koala Man. Justin Roiland tjáði sig um málið á Twitter í gær. Hann sagðist ávallt hafa vitað að ásakanirnar væru lygi, og sagðist aldrei hafa efast um að sannleikurinn kæmi í ljós. Roiland segist ætla að halda áfram að sinna skapandi verkefnum og byggja upp mannorð sitt að nýju. „Ég er þakklátur fyrir að ákæran hafi verið látin niður falla en á sama tíma er ég sleginn yfir hræðilegu lygasögunum sem upp komu á yfirborðið á meðan þessu stóð. Ég er fyrst og fremst vonsvikinn út í þá sem stukku til og dæmdu mig, án þess að vita hið sanna, og það einungis byggt á orðum bitrar fyrrverandi kærustu, sem hafði það eina markmið að láta slaufa mér. Það, að það hafi gengið eftir – og jafnvel aðeins að hluta – er skammarlegt.“ justice pic.twitter.com/1q9M4GA6MV— Justin Roiland (@JustinRoiland) March 22, 2023 Heimilisofbeldi Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Tengdar fréttir Maðurinn á bak við Rick and Morty ákærður fyrir heimilisofbeldi Justin Roiland, höfundur sjónvarpsþáttanna Rick and Morty, hefur verið ákærður fyrir heimilisofbeldi. Dómstóll í Kaliforníu í Bandaríkjunum tók málið fyrir í gær. 13. janúar 2023 22:35 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Sjá meira
Talsmaður héraðssaksóknara í Orange County í Kaliforníu í Bandaríkjunum segir að ákæran hafi verið látin niður falla vegna skorts á sönnunargögnum. AP fréttaveitan greinir frá. Konan sem var áður í sambandi með Roiland kærði hann árið 2020 fyrir meint heimilisofbeldi. Hann var handtekinn í ágúst sama ár en sleppt gegn tryggingu. Konan fékk nálgunarbann á hendur honum, en hann hefur ávallt neitað ásökununum. Málið velktist innan dómskerfisins í nokkurn tíma og var hann formlega ákærður í janúar á þessu ári. Flestöll fyrirtæki, þar á meðal Adult Swim sem framleiddi Rick and Morty þættina, ráku Roiland í kjölfar ákærunnar. Streymisveitan Hulu gerði slíkt hið sama en Roiland vann að gerð tveggja þátta, Solar Opposites og Koala Man. Justin Roiland tjáði sig um málið á Twitter í gær. Hann sagðist ávallt hafa vitað að ásakanirnar væru lygi, og sagðist aldrei hafa efast um að sannleikurinn kæmi í ljós. Roiland segist ætla að halda áfram að sinna skapandi verkefnum og byggja upp mannorð sitt að nýju. „Ég er þakklátur fyrir að ákæran hafi verið látin niður falla en á sama tíma er ég sleginn yfir hræðilegu lygasögunum sem upp komu á yfirborðið á meðan þessu stóð. Ég er fyrst og fremst vonsvikinn út í þá sem stukku til og dæmdu mig, án þess að vita hið sanna, og það einungis byggt á orðum bitrar fyrrverandi kærustu, sem hafði það eina markmið að láta slaufa mér. Það, að það hafi gengið eftir – og jafnvel aðeins að hluta – er skammarlegt.“ justice pic.twitter.com/1q9M4GA6MV— Justin Roiland (@JustinRoiland) March 22, 2023
Heimilisofbeldi Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Tengdar fréttir Maðurinn á bak við Rick and Morty ákærður fyrir heimilisofbeldi Justin Roiland, höfundur sjónvarpsþáttanna Rick and Morty, hefur verið ákærður fyrir heimilisofbeldi. Dómstóll í Kaliforníu í Bandaríkjunum tók málið fyrir í gær. 13. janúar 2023 22:35 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Sjá meira
Maðurinn á bak við Rick and Morty ákærður fyrir heimilisofbeldi Justin Roiland, höfundur sjónvarpsþáttanna Rick and Morty, hefur verið ákærður fyrir heimilisofbeldi. Dómstóll í Kaliforníu í Bandaríkjunum tók málið fyrir í gær. 13. janúar 2023 22:35