Hafa skráð tugi aftaka á stríðsföngum Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2023 14:35 Rússneskir stríðsfangar í Úkraínu. Getty/Mykhaylo Palinchak Starfsmenn Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) hafa skrásett fjölda aftaka á stríðsföngum, bæði úkraínskum og rússneskum, í átökunum í Úkraínu. Mun erfiðara sé þó að fá upplýsingar frá Rússum og fá aðgang að föngum í haldi þeirra. Í nýrri skýrslu frá OHCHR um stöðu mannréttinda í tengslum við innrás Rússa í Úkraínu kemur fram að minnst fimmtán úkraínskir fangar hafi verið teknir af lífi í haldi Rússa, frá því innrás þeirra hófst þann 24. febrúar 2022. Þar að auki hafi úkraínskir fangar verið notaðir sem hlífðarskyldir af rússneskum hermönnum og að minnst tveir fangar hafi dáið vegna skorts á umönnun. Í annarri skýrslu, þar sem fjallað er sérstaklega um stöðu stríðsfanga og dauðsföll óbreyttra borgara eru nefnd nokkur dæmi um aftökur á föngum. Einnig er fjallað um Skýrsluna á vef CNN og á vef Reuters. Í einu tilfelli var úkraínskur hermaður pyntaður og svo tekinn af lífi fyrir að neita að afhenda Rússum lykilorð að útvarpsstöð í Maríupól í apríl í fyrra. Þá hefi rannsakendur stofnunarinnar ekki fengið aðgang að gögnum Rússa eða aðgang að föngum í haldi þeirra. Í Úkraínu fengu rannsakendur fullan aðgang að rússneskum stríðsföngum. Þá segir í skýrslunni að heilt yfir sé komið betur fram við rússneska hermenn í haldi Úkraínumanna, heldur en úkraínska hermenn í haldi Rússa, og að yfirvöld í Úkraínu hafi komið til móts við áhyggjur Sameinuðu þjóðanna varðandi fanga í þeirra haldi. Sjá einnig: Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Í skýrslunni segir að aftökur á stríðsföngum og óbreyttum borgurum séu bannaðar samkvæmt alþjóðalögum og skilgreinist sem stríðsglæpir. Sjá einnig: Seagal braut gegn Genfarsáttmálanum á hernumdum svæðum í Úkraínu Í skýrslunni segir að minnst 25 aftökur á rússneskum föngum í haldi Úkraínumanna hafi verið skráðar með opnum gögnum, viðtölum og öðrum leiðum. Í einu tilviki frá mars 2022 er vísað til atviks þar sem úkraínskir hermenn eru sagðir hafa skotið hóp rússneskra hermanna til bana þar sem þeir ekki viljað lýsa því yfir að þær ætluðu að gefast upp. Hermennirnir rússnesku eru sagðir mögulega hafa verið særðir eða látnir og lágu í jörðinni eftir stórskotaliðsárásir. Höfundar skýrslunnar segja að af þeim úkraínsku hermönnum sem sleppt hefur verið úr haldi Rússa sögðust níu af tíu hafa orðið fyrir ofbeldi. Fimm af hverjum tíu Rússum sögðust hafa verið beittir órétti. Í skýrslunni lýsa forsvarsmenn OHCHR yfir áhyggjum af stöðu barna sem hafi verið flutt nauðungarflutningum, handsömuð, pyntuð og beitt annarskonar ofbeldi. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) gáfu nýlega út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, vegna fjölda úkraínskra barna sem Rússar hafa rænt og flutt til Rússlands. Þessi börn hafa verið vistuð á rússneskum stofnunum eða ættleidd til rússneskra fjölskylda, hvort sem þau eru munaðarlaus eða ekki. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Fleiri fréttir Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Sjá meira
Í nýrri skýrslu frá OHCHR um stöðu mannréttinda í tengslum við innrás Rússa í Úkraínu kemur fram að minnst fimmtán úkraínskir fangar hafi verið teknir af lífi í haldi Rússa, frá því innrás þeirra hófst þann 24. febrúar 2022. Þar að auki hafi úkraínskir fangar verið notaðir sem hlífðarskyldir af rússneskum hermönnum og að minnst tveir fangar hafi dáið vegna skorts á umönnun. Í annarri skýrslu, þar sem fjallað er sérstaklega um stöðu stríðsfanga og dauðsföll óbreyttra borgara eru nefnd nokkur dæmi um aftökur á föngum. Einnig er fjallað um Skýrsluna á vef CNN og á vef Reuters. Í einu tilfelli var úkraínskur hermaður pyntaður og svo tekinn af lífi fyrir að neita að afhenda Rússum lykilorð að útvarpsstöð í Maríupól í apríl í fyrra. Þá hefi rannsakendur stofnunarinnar ekki fengið aðgang að gögnum Rússa eða aðgang að föngum í haldi þeirra. Í Úkraínu fengu rannsakendur fullan aðgang að rússneskum stríðsföngum. Þá segir í skýrslunni að heilt yfir sé komið betur fram við rússneska hermenn í haldi Úkraínumanna, heldur en úkraínska hermenn í haldi Rússa, og að yfirvöld í Úkraínu hafi komið til móts við áhyggjur Sameinuðu þjóðanna varðandi fanga í þeirra haldi. Sjá einnig: Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Í skýrslunni segir að aftökur á stríðsföngum og óbreyttum borgurum séu bannaðar samkvæmt alþjóðalögum og skilgreinist sem stríðsglæpir. Sjá einnig: Seagal braut gegn Genfarsáttmálanum á hernumdum svæðum í Úkraínu Í skýrslunni segir að minnst 25 aftökur á rússneskum föngum í haldi Úkraínumanna hafi verið skráðar með opnum gögnum, viðtölum og öðrum leiðum. Í einu tilviki frá mars 2022 er vísað til atviks þar sem úkraínskir hermenn eru sagðir hafa skotið hóp rússneskra hermanna til bana þar sem þeir ekki viljað lýsa því yfir að þær ætluðu að gefast upp. Hermennirnir rússnesku eru sagðir mögulega hafa verið særðir eða látnir og lágu í jörðinni eftir stórskotaliðsárásir. Höfundar skýrslunnar segja að af þeim úkraínsku hermönnum sem sleppt hefur verið úr haldi Rússa sögðust níu af tíu hafa orðið fyrir ofbeldi. Fimm af hverjum tíu Rússum sögðust hafa verið beittir órétti. Í skýrslunni lýsa forsvarsmenn OHCHR yfir áhyggjum af stöðu barna sem hafi verið flutt nauðungarflutningum, handsömuð, pyntuð og beitt annarskonar ofbeldi. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) gáfu nýlega út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, vegna fjölda úkraínskra barna sem Rússar hafa rænt og flutt til Rússlands. Þessi börn hafa verið vistuð á rússneskum stofnunum eða ættleidd til rússneskra fjölskylda, hvort sem þau eru munaðarlaus eða ekki.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Fleiri fréttir Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Sjá meira